Tíminn - 13.06.1989, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.06.1989, Blaðsíða 1
Grænir og aðrir hvalfriðunarsinnar fjölmennir við setningu ársfundar Alþjóðahvalveiðiráðsins í San Diego í Bandaríkjunum: Andi Grænna svífur yfir hvalveiðiráði Hvalfriðunarsinnar voru fjöl- mennir í San Diego í gær þegar ársfundur Alþjóðahvalveiðiráðsins var settur. Þeir gera sitt til að hafa áhrif á fulltrúa og sjást víða í skúmaskotum á göngum ræða einslega við menn í ráðinu. Andi Grænna hefur löngum þótt svífa yfir ráðinu og ekki virðist vera nein breyting þar á. Til marks um þetta má benda á að vinnu við að safna gögnum til mats á veiðiþoli og stofnstærð hvala miðar mjög hægt enda í óþökk Grænna og annarra friðunarsinna að sýnt verði fram á að hægt sé að nýta þessi sjávar- spendýr. Ráðið virðist fyrst og fremst gegna hlutverki friðunar- stofnunar. Blaðsíða 5 Grænir eru ekki bara á hafi úti til að trufla veiðar, þeir róa nú öllum árum í fulltrúum Alþjóðahvalveiðiráðsins. Opinber kort ítalska menntamálaráðuneytisins af ferðum Kristófers Kólumbusar sýna að hann hafði viðkomu á íslandi: Frétti hann um Vín- land í Hafnarfirði? Margir hafa haldið þeirri skoðun sinni á lofti að Kristófer Kóiumbus hafi komið tii íslands í svoköiluðum undirbúningsferðum sínum og fengið vitneskjuum Vínland. Ragnar Borg ræðis- maður Ítalíu á ísiandi telur sig hafa vissu fyrir landtöku Kólumbusar í Hafnarfirði i febrúar- mánuði 1477 og hafi þá frétt um Vínlandsferðir íslenskra manna hálfri öid áður. Ragnar teiur þessa vitneskju hafa sannfært Kólumbus um að land væri handan hafsins. Opnan Sögurnar af landafundum Leifs heppna lifðu enn þegar talið er að Kólumbus hafi komið til Hafn- arfjarðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.