Tíminn - 13.06.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 13.06.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 13. júní 1989 mm "3 Tk J.l “Tj r bvr\r\ii«j i nnr Guðm. Bjarnason UH Valgerður Sverrisdóttir Norður-Þingeyingar Guðmundur Bjarnason, ráðherra og Valgerður Sverrisdóttir, alþingis- maður verða til viðtals á eftirtöldum stöðum: Þórsveri, Þórshöfn, þriðjudaginn 13. júní kl. 20.30. Hnitbjörgum, Raufarhöfn, miðvikudaginn 14. júní kl. 20.30. Fundarsal KNÞ, Kópaskeri, fimmtudaginn 15. júní kl. 20.30. Jón Kristjánsson Jón Kristjánsson, alþingismaður, verður með viðtalstíma og fundi, og siturfyrirsvörum um stjórnmálaviðhorfið og þingstörfin sem hérsegir: Á Borgarfirði eystra, viðtalstími ( Fjarðarborg þriðjudaginn 13. júní ki. 17.00-19.00 og almennur fundur á sama stað kl. 20.30. Á Eskifirði, viðtalstími í Valhöll, kl. 17.00-19.00 miðvikudaginn 14. júní, og almennur fundur á sama stað kl. 20.30. Á Vopnafirði, viðtalstími ( Miklagarði kl. 17.00-19.00 og almennur fundur á sama stað kl. 20.30 fimmtudaginn 15. júní. Vorhappdrætti Framsóknarflokksins Dregið var í Vorhappdrætti Framsóknarflokksins 9. júní. Vinnings- númer eru sem hér segir: 1. vinningur númer 17477 36272 33471 37116 38156 27174 8313 Vinningsmiðum skal framvísa á skrifstofu Framsóknarfiokksins í Nóatúni 21, Reykjavík. Ógreiddir miðar eru ógildir. Vinninga skal vitja innan árs frá útdrætti. Allarfrekari upplýsingar í síma 91-24480. Framsóknarflokkurinn 2. vinningur númer 3. vinningur númer 4. vinningur númer 5. vinningur númer 6. vinningur númer 7. vinningur númer Landsþing L.F.K. á Hvanneyri 8.-10. september 1989. 4. landsþing L.F.K. verður haldið að Hvanneyri dagana 8.-10. september n.k. Dagskrá þingsins verður tilkynnt síðar. Framsóknarkonur eru hvattar til að fjölmenna eins og á undanfarin þing. Stjórn L.F.K. m Sumartími: Skrifstofa Framsóknarflokksins, að Nóatúni 21 i Reykjavík, verðurfrá og með 1. júní n.k. opin alla virka daga frá kl. 8.00-16.00. Framsóknarflokkurinn. BLIKKFORM Smiaiuveai 52 - Sími 71234 Öll almenn Ölikksmíðavinna, vatnskassavið- gerðir, bensíntankaviðgerðir, sílsalistar á alla bíla, (ryðfrítt stál), og einnig nælQhhúðaðir í öllum litum. Póstsendum um allt land , (Ekið niður með Landvélum). Aðgðt og tillltsseml gera umferðina grelðari. RAÐ Ettt andartakí 'umferðinni getur kostað margar andvökunætur. u lUMFERÐAR PrAð Umferðarmáladeild fólksflutninga lögð niður um áramótin ’86-’87: í VINNU HJÁ ST0FNUN SEM EKKI ER TIL Umferðarmáladeild fólksflutninga var lögð niður áramótin 1986-‘87 samkvæmt lögum. Við deildina störfuðu forstöðu- maður og skrifstofustúlka og lagði forstöðumaðurinn niður störf um leið og deildin var lögð niður. Það gerði hins vegar skrifstofu- stúlkan ekki og er hún enn í vistar- verum deildarinnar fyrrverandi í Umferðarmiðstöðinni en hefur þó formlega séð ekkert starf, þar sem verkefni deildarinnar hafa verið falin öðrum. Þegar deildin var lögð niður voru í sjóði hennar, svokölluðum Sér- Ieyfissjóði, milli fimmtán og tuttugu milljónir sem afhentar voru sam- gönguráðuneytinu. Ríkisendur- skoðun gerði nýlega athugasemd við þetta ráðslag og benti á að sjóð þennan ætti að afhenda fjármála- ráðuneytinu. Það hefur ekki verið gert ennþá a.m.k., en af sjóðnum eru tekin laun starfsmannsins sem vinnur hjá Umferðardeild fólks- flutninga sem ekki er lengur til. Sérleyfishafar fá 70% afslátt af þungaskatti fólksflutningabíla sinna. Þeim málum er þannig fyrir komið að þeir greiða skattinn að fullu á gjalddögum en fá síðan afsláttinn endurgreiddan gegn því að framvísa akstursbók í samgönguráðuneytinu sem stimplar hana. Sérleyfishafamir fá að því loknu afsláttinn greiddan. Starfsmaðurinn hjá Umferðar- deildinni aflögðu hefur fengið það hlutverk að stimpla akstursbækur sérleyfishafanna fyrir hönd sam- gönguráðuneytisins. Þetta gerist fjórum sinnum á ári. „Það stóð til að loka skrifstofunni þegar Umferðardeildin var lögð niður. Hins vegar óskaði skipulags- nefnd fólksflutninga eftir að halda þessari skrifstofu opinni áfram með einni stúlku og það hefur verið gert hingað til,“ sagði Ólafur Steinar Valdimarsson ráðuneytisstjóri f samgönguráðuneyti. Ólafur vildi ekki kveða upp úr með hvort strangt til tekið væri heimild fyrir þessu starfi og sagði: „Það em kannski áhöld um það. Nefndin óskaði eftir því að fá að halda þessum starfsmanni og það hafa verið til peningar úr Sérleyfis- sjóði til að greiða honum laun eins og gert var meðan Umferðardeildin var enn til. Það má segja að aldrei hafi verið gengið endanlega frá því hvert Sérleyfissjóður rynni. Skipu- lagsnefnd fólksflutninga gerði kröfu um að fá að halda sjóðnum. Ríkis- endurskoðun krefst þess hins vegar að hann renni í ríkissjóð og frá þvf máli hefur ekki enn verið gengið,“ sagði Ólafur Steinar Valdimarsson ráðuneytisstjóri. -sá Styrkir veittir úr Rannsóknarsjóði Rannsóknaráðs: 110 millj. í sextíu styrki Rannsóknaráð ákvað fyrir skömmu að veita samtals sextíu styrki úr Rannsóknarsjóði, til 69 mismunandi verkefna. Heildarupphæð styrkveitinganna nam 110 milljónum króna. Umsækjendur leggja fram 173,5 milljónir á móti. Um 80% verkefnanna eru unnin með þátttöku fyrirtækja í fjármögnun og framkvæmd, en opinber fyrirtæki standa að baki 20% þeirra. Verkefni á sviði líftækni, fiskeldis og matvælatækni fengu stærstan hluta styrkjanna. Hæsti styrkurinn, 9,677 milljónir, rann til rannsókna á örveruensími til sértækra nota. Fjór- ir aðilar skipta honum á milli sín en það eru Iðntæknistofnun íslands, Líffræðistofnun háskólans, Raun- vísindastofnun háskólans og Genís hf. Mótframlag samkvæmt umsókn- um þessara aðila nemur rúmlega 6,7 milljónum króna. Stærsta verkefnið sem hlaut styrk, 9,4 milljónir, varðar þróun aðferða til að flokka, gæðameta og finna hringorma og aðra galla í fiski með aðstoð sjóntölvu. Verkefnið er fjár- magnað í samvinnu við sölusamtök sjávarútvegsins en Marel hf. og Merkjafræðistofa Háskóla íslands framkvæma rannsóknir og þróunar- vinnu á þessu sviði. Þessir aðilar leggja fram rúmlega 25,5 milljónir á móti styrkveitingunni. Alls bárust Rannsóknaráði 139 umsóknir, en auk þess var fimm umsóknum Vísindasjóðs vísað til ráðsins þar sem þær þóttu betur eiga heima á starfssviði þess. Framlög til Rannsóknarsjóðs á Rannsóknaráð úthlutaði nýlega sex- tíu styrkjum úr Rannsóknarsjóði, til 69 verkefna að heildarverðmæti 110 milljónir króna. Tímamynd: Ámi Bjama árinu verða áttatíu milljónir, á fjár- lögum, og fimm í viðbót frá Fram- kvæmdasjóði. Raungildi framlaga til sjóðsins hafa rýrnað að um fjórð- ung frá því sjóðurinn var stofnaður árið 1985. Til að vega upp á móti þessu var öllum uppsöfnuðum vöxt- um og verðbótum af vörslufé sjóðsins, 25 milljónum, varið til styrkveitinganna. jkb Umsóknir um nám í Kennaraháskólanum 60% fleiri en í fyrra: Kennaranám vinsælt Um 260 manns hafa sótt um almennt kennaranám við Kennara- háskóla íslands næsta haust, en ein- ungis 120 verða teknir inn. Er því nokkuð ljóst að skólinn neyðist til að vísa allmörgum umsækjendum frá. í fyrra bárust 170 umsóknir en þær eru um 60% fleiri nú. Það er vissu- lega athyglisverð þróun í ljósi fremur neikvæðrar umræðu um kennara- stéttina og laun hennar á undanföm- um mánuðum. Allir umsækjendur verða boðaðir í viðtöl við kennara skólans og er þetta í annað sinn sem sá háttur er hafður á. Tilgangur viðtalanna er tvíþættur. Annars vegar fær skólinn heildstæða mynd af hverjum um- sækjanda og hins vegar fá umsækj- endur greinabetri upplýsingar um skólann en ella. 10% nemendasæta em nú f fyrsta sinn tekin frá fyrir umsækjendur sem ekki hafa lokið stúdentsprófi en hafa náð 25 ára aldri og er það í samræmi við heimild í nýrri reglu- gerð um KHl. Við mat á umsóknum þeirra verður tekið tillit til náms og fyrri starfa. -LDH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.