Tíminn - 13.06.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.06.1989, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 13. júní 1989 Tíminn 7 Þorsteinn Guðjónsson: Þróttarorð og þjóðafriður íslensk friðarstefna hefst á því að hafna ókindum þeim í sjó, sem nefnast kjarnorkukafbátar og líkum nöfnum. Mun þeirri stefnu fram- gengt verða, og breytir litlu þótt einhver töf verði á því í fyrstu. Friður er þýðingarmeiri en ófriður og það er aðalatriðið. íslenskur forsætisráðherra hefur kveðið upp þróttarorð og ættu því allir að fagna. Friðarstefna hefur það fram yfir ófriðarstefnu að hún hefur atfylgi alheimsins. Eina von ófriðarstefn- unnar er, að mannkynið hér á jörð haldi enn um sinn, að þessi eina jörð sé alheimurinn, jafnvel að hún sé flöt eða hol að innan, en slíkar „trúr“ eru ekki óalgengar, einkum á hernaðarsviðinu. Er auðvelt að sanna slíkt með tilvitnunum, ef þurfa þætti. Hvemig það má verða, að alheim- ur styðji merk mál, sem jarðarmanni tekst loks að setja fram í réttu samhengi, er auðskýrt. J.S. Bell eðlisfræðingur, setti árið 1194 fram jöfnur, sem sýndu að hver ögn í himingeimi (og grjóti), hefur sam- stundis áhrif á allar aðrar. Skammta- eðlisfræðingar og aðrir hallast nú í síauknum mæli að þessu aðalatriði í heimsfræði, þeirra á meðal indverski prófessorinn Sudarshan í Austin, Texas, sem sumir telja eiga rétt á Nóbelsverðlaunum. En ef áhrif ber- ast samstundis á milli, getur full- komnara mannkyn snúið stefnu við- burða hér, undir eins og sjálfráð viðleitni í þá átt vaknar. Friðurinn á að koma frá íslandi, í fyrsta lagi vegna þess, að við höfum verið friðarþjóð frá öndverðu (aldrei herjað á önnur lönd héðan ekki heldur á víkingaöld); í öðru lagi af því að hin sanna friðarstefna (sem er meira en friðsemdin ein) á upptök sín hér á landi - íslensk heimspeki fór að koma fram um 1919; í þriðja lagi af því að Adam Rutherford spáði því, að fslendingar muni hafa úrslitaáhrif á gang mannskynssög- unnar. í fjórða lagi af því að málþing haldið í Valhöll á Þingvöllum 24. júní 1988 samþykkti að Fróðafriður (Pax Germanica) skyldi breiðast út þaðan um alla jörð, - og í fimmta lagi af því að ríkisstjórn okkar íslendinga hélt með óvenjulegu móti fund sinn á Þingvöllum, rétt áður en haldið var til Brússel með tillöguna gegn ókindum sjávarins. Friður getur aldrei orðið nema hann sé þjóða friður. Merkingarlaus og tilgangslaus alþjóðamúgur hefur engan þann þrótt í sér sem þjóð getur haft. Þróttarorð friðarins, þjóðlegt orð, kemur frá fslandi fs- lendinga. Þorsteinn Guðjónsson. KRAFA TIMANS Tvö ár liðin frá heimsókn Steingríms Hermannssonar til Sovétríkjanna Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra ásamt Gorbatsjov og rússneskum ráðamönnum. Þar sem ég var þá þegar búinn að fá að vita, að mér hefði hlotnast sá heiður að fara til starfa á íslandi, man ég vel þann mikla áhuga, sem Moskvubúar og sovéskur al- menningur almennt sýndu heim- sókn Steingríms Hermannssonar, forsætisráðherra fslands, til Sovét- ríkjanna í mars árið 1987. Það er skiljanlegt. Við lærum um fslendingasögumar í skóla. Það er erfitt að gera sér lífið í hugarlund án íslensku síldarinnar, sem er vinsæl fæða hjá Rússum, eða þá án fiskflakanna góðu. Án trefla og peysa, sem eru svo eftirsótt vara, að þau hverfa á augabragði og allir eru hissa á því að ekki skuli keypt meira af þessari vöru. En aðalatriðið var auðvitað, að allir mundu eftir Reykjavfkurfund- inum og voru enn að tala um hann, en það var eins og sá fundur hefði opnað okkur braut til nágranna okkar í norðri, svo og vegna þess að sovéski leiðtoginn kom tvisvar fram í sjónvarpi eftir fundinn, þar sem fjallað var um hann og lagði þunga áherslu á hinn jákvæða hlut fslendinga, sem tókst á ótrúlega skömmum tíma að skipuleggja svo erfiðan fund á frábæran hátt. Þegar þá hélt Gorbatsjov fram því, sem hann sagði á blaðamanna- fundinum í Háskólabíó aðeins 40 mínútum eftir að síðustu umferð viðræðnanna lauk í Höfða, að átt hefði sér stað merkur viðburður. „Sú leið, sem mörkuð var á f slandi, til svo merkra samninga um veru- lega fækkun kjarnorkuvopna er þegar gífurleg reynsla, gífurlegur ávinningur. Fundurinn leiddi okk- ur á mjög mikilvægt stig, sýndi okkur hvar við erum stödd. Hann sýndi, að möguleiki er á að ná samkomulagi." f þessum ávörpum sínum lagði Míkhaíl Gorbatsjov áherslu á eftir- farandi: Fundurinn varmerkurvið- burður. Endurmat átti sér stað. Nýtt og betra ástand skapaðist. Ekkert getur verið eins og áður. Skipuleggjandi þessa sögulega fundar, Steingrímur Hermanns- son, kom í heimsókn til Sovétríkj- anna og einkenndist heimsókn hans af kjörorðum hins nýja hugs- unarháttar og „anda Reykjavíkur- fundarins". Til þess að sannfærast um þetta nægir að minna á um- ræðuefni sovéska og íslenska leiðtogans. Við skulum skoða frétt- ir í Prövdu þar sem fjallað er um þetta mál. - Míkhaíl Gorbatsjov þakkaði enn á ný fslensku ríkisstjórninni og þjóðinni fyrir að hafa samþykkt að halda leiðtogafund Sovétríkjanna og Bandaríkjanna í höfuðborg sinni og að gera allt til þess að hann mætti sem best fara. - Aðilar voru sammála um að eftir Reykjavíkurfundinn væri að- eins hægt að halda fram á við, vinna þannig að Reykjavíkurfund- urinn héldi áfram að gegna hlut- verki sínu í samskiptum Sovétríkj- anna og Bandaríkjanna, að því er Steingrímur Hermannsson sagði, svo og í samskiptum austurs og vesturs, suðurs og norðurs og yfir- leitt í samskiptum milli manna. - Heimurinn er fullur af vanda- málum og það er þörf á virkri stefnu af beggja hálfu... - M. S. Gorbatsjov lagði áherslu á hlutverk hinna smáu og meðal- stóru þjóða í því að skapa heilbrigt andrúmsloft á alþjóðavettvangi. Þetta á meðal annars við um hug- myndina um kjamorkuvopnalaust svæði í Norður-Evrópu, en tilkoma slíks svæðis væri mikilvægur þáttur í að draga úr hinni almennu spennu. - Steingrímur Hermannsson ræddi um hinn mikla áhuga á Vesturlöndum og'á fslandi á öllu, sem ætti sér stað í Sovétríkjunum á tímum perestrojku og óskaði sovéskum ráðamönnum allra heilla í því verkefni. Hann sagði, að heimurinn væri orðinn of svartsýnn og drungalegur og hefði þörf fýrir hvatningu í anda bjartsýni. Þið í Sovétríkjunum skapið slíka hvatn- ingu með umbreytingunum í landi ykkar og með því að binda svo miklar vonir við viðræður, sem heimurinn hefur þörf fyrir til þess að komast út úr ógöngunum á braut samstarfsins. Skipst var á skálaræðum í Kreml. Þar sagði N. Ryzhkov, forsætisráðherra Sovétríkjanna m.a.: Samskipti Sovétríkjanna og íslands hafa aldrei spillst af óvin- áttu eða deilum. Bein diplómatísk tengsl milli landa okkar komust á þegar heimsstyrjöldin síðari stóð yfir og í ljósi þess varð vart sérlegr- ar löngunar þjóða Sovétríkjanna og íslands til nánara samstarfs og gagnkvæms skilnings. í ljósi Stofnskrár SÞ og Helsinki- sáttmálans geta samskiptin milli Sovétríkjanna og íslands áfram verið dæmi um samskipti milli ríkja, sem liggja ekki aðeins í ólíkum heimshlutum, þar sem stór munur er á íbúafjölda, auðlindum og stjómskipulagi, heldur tilheyra einnig hvort sínu hemaðar- og stjórnmálabandalagi. Hérergóður gmndvöllur - reglan um friðsam- lega sambúð, hæfni til að byggja upp samskiptin á grundvelli jöfnuðar, gagnkvæmrar virðingar fyrir fullveldi, og íhlutunarleysi í málefni annarra. Skoðanaskipti okkar hafa sýnt, að fyrir hendi er möguleiki á því að viðskipti Sovétríkjanna og íslands verði þróuð áfram... Að því geta stuðlað nánari tengsl á sviði iðnað- ar, vísinda, menningar, en það hefur einnig borið á góma í viðræð- um okkar. Við emm sannfærðir um, að með sameiginlegu átaki er hægt að efla verulega vináttutengsl á ýmsum sviðum... Þess heldur sem Reykjavíkurfundurinn fór inn á spjöld sögunnar sem þáttur, þar sem horfur á kjarnorkuvopnalaus- um heimi opnuðust mannkyninu. Steingrímur Hermannsson setti fram eftirfarandi hugleiðingar: V ígbúnaðarkapphlaupið hefur náð slíku umfangi, að heimurinn stend- ur á brún hyldýpis. Þjóðirnar búa við óttann við kjamorkuna, sem getur eytt lífínu á jörðinni marg- sinnis. Þannig er ekki hægt að halda lengi áfram. Stórveldin verða að víkja út af þeirri braut, sem þau hafa fetað undanfarið... Það verð- ur að draga úr vígbúnaði og síðan uppræta hann. Við, íslendingar, munum stuðla að þessu, en það er greinilegt, að það er fyrst og fremst á valdi stórveldanna að ná slíkum árangri. - I þessu sambandi féllumst við með ánægju á tillögu Míkhaíls Gorbatsjovs, aðalritara miðstjórn- ar KFS, um að halda fund leiðtog- anna á íslandi... Nú er flestum að verða ljóst, að á fundinum í Reykjavík var gert meira en leit út fyrir í upphafi. Sú tillaga, sem þar var sett fram varð grundvöllurinn að viðræðum um fækkun og síðan upprætingu vígbúnaðar. Reykja- víkurfundurinn markaði tímamót. Hann gaf þjóðunum nýja von. - Við á íslandi em hreykin af framlagi okkar til þess að breyta hugsunarhættinum, sem átti sér stað að afloknum fundinum í Reykjavík. Við vildum gjaman efla þann anda og von, sem hann fæddi af sér. Það væri gott, ef stórveldin lýstu sig fylgjandi því að á íslandi væri sett á stofn stofnun, sem hefði það markmið að stuðla að bættum gagnkvæmum tengslum, ekki aðeins milli austurs og vesturs, heldur einnig milli allra þjóða plánetunnar. Stofnun, sem hefði það markmið að varðveita lífið á jörðunni... Það er einlæg von mín, að aukinn gagnkvæmur skilningur og traust milli þjóða og einstaklinga af hvaða þjóðerni sem er, sé sennilegasta og líklega eina leiðin til þess að bæta samskiptin milli landanna. Leyfið mér í þessu sambandi að lýsa yfir ánægju með þær breytingar, sem eiga sér stað í Sovétríkjunum. Undanfarin tvö ár hafa til allrar hamingju staðfest réttmæti þeirra hugleiðinga, sem heyra mátti á fundi leiðtoga Sovétríkjanna og íslands. Þar hefur ekki aðeins verið að verki þróun sameiginlegrar já- kvæðrar tilhneigingar, heldur einn- ig vissar aðgerðir, sem ekki eiga sér sinn lílka í sögunni. Stórveldin hafa ekki aðeins undirritað í fyrsta skipti í sögu mannkynsins samning um upprætingu heillar tegundar kjarnorkuvopna, heldur eru eld- flaugarnar eyðilagðar undir venju- legu eftirliti, sem er einnig árangur- inn af vaxandi trausti. í Vín er búið að samþykkja lokaplagg og hafnar viðræður, sem eiga sér ekkert fordæmi um fækkun venjulegs vígbúnaðar í Evrópu. Hálfu ári eftir að Míkhaíl Gor- batsjov tók á móti Steingrími Hermannssyni, flutti hann ræðu í Múrmansk, þar sem hann lagði til áætlun í sex atriðum til að draga úr hernaðarlegum fjandskap og minnka vígbúnað í norðri, svo og um alhliða samstarf á þessu ein- staka svæði plánetu okkar. Meðal þeirra, sem voru fyrstir til að taka þessar tillögur alvarlega, var Steingrímur Hermannsson. Hann hefur nokkrum sinnum lagt tii að „haldið verði lengra“ eins og rætt var um í viðræðunum í Moskvu og hafði þá í hyggju gífurleg vistfræðileg vandamál, öryggi á höfunum á norðurslóðum. Sovéskir ráðamenn hafa oftar en einu sinni lýst yfir að þeir eru tilbúnir til að ræða málefni, sem varða alþjóðasamskipti. Það sem liggur að baki friðar- hugmynd Steingríms Hermanns- sonar er að koma á fót á íslandi alþjóðlegri stofnun í því skyni að bæta gagnkvæman skilning og efla traust milli allra landa, þjóða og einstaklinga. Að mínu mati er þessi göíuga og mikilvæga áætlun, sem kölluð hefur verið „Reykja- víkurstofnunin" að fá á sig fast form. Mér sýndist hún ekki aðeins njóta mikils skilnings og jákvæðra undirtekta meðal almennings í Sovétríkjunum, en um það var nýlega fjallað í Prövdu, heldur er einnig tekið tillit til hennar í nýj- ustu friðartillögum sovéskra ráðamanna. Það nægir að minna á, að síðast liðið sumar lagði M. S. Gorbatsjov til, að haldinn yrði sameiginlegur fundur evrópskra leiðtoga til að ræða þau vandamál, sem efst eru á baugi, (þar sem einnig kæmu leiðtogar Bandaríkj- anna og Kanada) og kallaði hann ráðstefnu þessa hvorki meira né minna en „Evrópskan Reykjavík- urfund“. Þessi staðreynd talarsínu máli. Þar á meðal sýnir hún, að „Reykjavíkurandinn" sem teygir sig inn í samskipti Sovétríkjanna ogíslands, erorðinn krafatímans. Dr. Vladimír Verbenko, yfirmaður APN-fréttastofunnar á íslandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.