Tíminn - 13.06.1989, Blaðsíða 12

Tíminn - 13.06.1989, Blaðsíða 12
12 Tíminn Þriðjudagur 13. júní 1989 Ágústa Ágústsdóttir, söngkona: Opið bréf til Eyglóar Victorsdóttur, söngkonu Sæl vertu, Eygló. Þar sem þú er nú komin í þá eftirsóknarverðu stöðu að sitja í safnaðarstjóm Frfkirkjunnar í Reykjavík, og þar með komin með vald til þess að reka presta, langar mig til þess að beina til þín nokkrum spumingum. Það er nefnilega ekki nóg að bera róg og lygar á fólk, ef rökstuðning vantar. 1. Þegar þú kærðir mig fyrir hönd gamla Fríkirkjukórsins, kórsins sem Sigurður ísólfsson stjómaði, og komst með þá ákæm til Ragnars Bemburg, þáverandi formanns safnaðarins, varst-u þá að kæra fyrir hönd þeirra þriggja kórfélaga, sem sungu með mér líka? 2. Viltu þá útskýra það fyrir mér, hvemig stendur á því, að einn tiltek- inn kór þarf undir öllum kringum- stæðum að ganga fyrir öllum útfara- söng í einni kirkju, umfram aðra kóra, alveg burtséð frá óskum að- standenda? 3. Þú hættir störfum í gamla Frí- kirkjukómum hálfu ári eftir að mað- urinn minn, séra Gunnar Bjömsson, tók við embætti í Fríldrkjunni, ásamt með kór þínum og organista, Sigurði ísólfssyni, eins og til hafði staðið lengi. Hvers vegna áttir þú áfram, auk tveggja annarra söngv- ara, að ganga fyrir útfarasöng frek- ar en það fólk, sem tók til starfa á sönglofti Fríkirkjunnar á miðju ári 1983? 4. Á sínum tíma var Ljóðakórinn stofnaður, m.a. til þess að syngja við útfarir. Fleiri kórar vom stofnaðir og starfræktir sem slíkir. Stundum vom sömu söngvarar í fleiri en einum kór, t.d. var nær sama fólkið í Dómkómum og Laugarneskirkju- kómum, er söng við útfarir. Sjálf hefi ég starfað við þessa iðju um langa hríð. Hvað mælti því á móti, að ég stofnaði minn eigin kór með félögum úr Frikirkjukómum. (Ég vona, að þú sért ekki búin að gleyma því, að þér var boðin þátttaka, þótt þú værir þá hætt að syngja með Fríkirkjukómum). Hvert þarf ann- ars að sækja rétt sinn til þessara starfa? 5. Ég reyndi að hringja til þín, til þess að ræða þessi mál á sunnudag- inn var. Þú skelltir á mig símanum, svo ég ók þá heim til þín til þess að freista þess að fá svör vrð spurning- um mínum augliti til auglitis. Þá sagðir þú hlut, sem mig furðaði á að heyra. Þú sagðir: „Sigurðurísólfsson var vanur að ráða útfarasöngnum, þangað til þú komst og hófst að beita hann ofríki.“ Nú spyr ég: Eru það ekki nýjar fréttir, að organisti einnar kirkju ráði útfarasöngnum? Em það ekki aðstandendur hinna látnu, sem það gera, í samráði við prest og útfararstjóra? Ég er ekki viss um, að Sigurður ísólfsson, sú aldna kempa, kæri sig um þessa fyllyrðingu þína, svo gott sem okkar samstarf var þennan stutta tíma (desember 1982 til september 1981. Vertu núsvo.góð að segja mér eitt: Hvað syngur þú við margar jarðarfarir á viku? Sjálf get ég upplýst, að áður en rógsher- ferðin á hendur mér hófst, söng kór minn, Athafnakórinn, við þrjár til fimm jarðarfarir á viku að jafnaði. Nú syngur hann við eina athöfn á hálfum mánuði. Svona vel hefur ykkur tekist upp. Ég vil svo ítreka, að ég beini til þín þessum spurning- um vegna þess að þú er nú komin til starfa á þeim ömurlega vettvangi, sem Fríkirkjan í Reykjavík er, þar sem hún stendur nær tóm að kalla flesta daga. Mig grunar að aðild þín að safnaðarstjóm sé ekki út í bláinn, heldur búi þar ákveðinn tilgangur að baki. Þú sagðir við mig, Eygló, að mér hefðu orðið á alvarleg mistök, þegar ég fékk söngfélaga mína úr Dóm- kómum til þess að syngja við jarðar- för í Fríkirkjunni á öndverðu ári 1983. En þetta bar þannig til að aðstandendur hins látna höfðu verið við útför í Dómkirkjunni og komið auga á mig þar ásamt söngfélögum mínum úr Dómkómum á söngpallin- um. Líkaði þeim söngurinn svo vel, að þeir vildu fá þennan sama hóp við nefnda útför í Fríkirkjunni. Við þessari ósk var orðið, en vegna þess varð svo þessi mikli hvellur, sem hefur nú orðið að hatursbáli, sem að því er virðist logar glatt, enda vantar víst ekki eldiviðinn. En um þessa söngfélaga mína í Dómkómum gildir, að þeir syngja við útfarir víðar en í Dómkirkjunni. Ég fór t.d. oft með þeim suður í Hafnarfjörð. Hvað var þá að því, að þeir syngju einnig í Fríkirkjunni, væri um þá beðið? Ágústa Ágústsdóttir. Ég held, að þið Ljóðakórsfólk ættuð nú að fara að ganga hreint til verks og kynna fyrir þeim, sem hug hafa á að koma nálægt söng við jarðarfarir, að ætli þeir að starfa einnig undir einhverjum öðmm merkjum en Ljóðakórsins, þá geta þeir átt von á ofsóknum af þeirri stærðargráðu, sem ég og maðurinn minn hafa orðið fyrir. Osköp hefði það verið fallegt af þér að vara mig við þeim ógurlegu viðurlögum, er gilda við því að brjóta óskráð lög ykkar söngfólksins, sem þykist eiga einkarétt á að syngja við hverja einustu útför á Stór-Reykjavíkur- svæðinu og nágrenni. Mér skilst að minnsta kosti, að þetta hafi kostað manninn minn starfið við Frí- kirkjuna. Sjálf hefi ég starfað við kirkjusöng um margra ára skeið, (lengst af án nokkurrar þóknunar), en ég skil ekki þá skrýtilegu stað- reynd, að einn kór skuli eiga að hafa einkarétt á að helga sér þennan söng og ofan í kaupið dyggilega studdur af einhverju því afli, sem ég kæri mig í raun ekki um að vita hvað er. En mundu, að hratir þú í þá ógæfu að stíga ofan á litlu tána á „stóra bróður", muntu engu eiga að mæta öðm en stöðumissi þínum (og áreið- anlega líka mannsins þíns), auk eignatjóns og ærumissis. Minna má ekki gagn gera. En nú hlýtur þú að vera ánægð, Eygló. Það er búið að r-eka vondu prestshjónin, sem voru svo ófor- skömmuð að vilja sjálf koma nærri söngmákinum í Fríkirkjunni, en vör- uðu sig ekki á því, að með þessu voru þau víst að taka spón úr aski þínum og þinna félaga, þótt að vísu lítill væri. Nú er víst kominn góður prestur að Frikirkjunni, maður sem hlýðir þér og þínu fólki. Nú syngur Ljóðakórinn aftur í Frfkirkjunni, undantekningarlaust. Hins vegar er galli á gjöf Njarðar: Það leita víst aðeins sárafáir til þessa góða prests. Þú ku vera undur ánægð með hann, en þar sýnist víst sitt hverjum eins og gengur. Að lokum þetta: Mætur prestur sagði í grein í Morgunblaðinu í sumar, að aðförinni að okkur hjón- unum mætti líkja við galdraofsókn- imar forðum tíð. Ég hefi heyrt það eftir þér suður í Kirkjugörðum Reykjavíkur, að þú teljir mig haldna af illum anda. Vom ekki svipaðar fullyrðingar uppi forðum, áður en brennt var? Óvild þín og fylgis- manna þinna er slík að líklega væri ég ekki lengur í lifenda tölu, ef gömlu aðferðimar væm viðhafðar. Og allt út af fáeinum jarðarfömm, sem þú og þitt fólk gat ekki ginið yfir. Reykjavík, 26. maí 1989 Ágústa Ágústsdóttir. MINNING Geir Hreinsson Trausti Fæddur 5. febrúar 1972 Dáinn 3. júní 1989 Þegar staldrað er við á lífsgöngu okkar og litið til baka, verða dagam- ir misjafnlega eftirminnilegir. Flestir em svo venjulegir að þeir renna fljótlega saman í minningunni og glata sérkennum sínum. Aðrir dagar em hins vegar greyptir í minni okkar ævilangt, ýmist vegna gleði sem þeim tengist eða sorgar. Fyrir mér verður laugardagurinn 3. júní s.I. án efa í tölu hinna síðarnefndu. f upphafi benti að vísu ekkert til að hann myndi verða dagur sem yrði mér á einhvem hátt sértaklega eftir- minnilegur. Um morguninn var ég að stinga upp kartöflugarð og setja niður með foreldmm mínum og þriggja ára syni austur á Selfossi. Um eftirmiðdaginn fómm við svo á Þingvöll til að ver-a við samkirkju- lega guðsþjónustu kaþólskra og ís- lensku þjóðkirkjunnar í tilefni af komu páfans, Jóhannesar Páls I'I. Sú' athöfn fór öll hið besta fram, og mun vissulega seint líða úr minni þeim sem þar vom. Þó er ég ekki viss um að dagurinn 3. júní 1989 hefði fengið sérstaka merkingu fyrir mig af þeim sökum. Um kvöldið þegar ég er kominn aftur á Selfoss, hringir Sissa dóttir mín og segir að ég eigi að hringja í Hrein á Fáskrúðsfirði. Ég var að svæfa ungan son minn og ákvað að bíða með að hringja þang- að til hann væri sofnaður. Eg var að búast við að fé fréttir af því að þau Hreinn og Valdís væm að flytja hingað í grennd við höfuðborgina. Nú sfðustu árin hafa þau mest verið fjarri börnum sínum, sem hafa verið hér syðra við nám og vinnu. Það var þvf tilhlökkunarefni að fá þau hing- að nær. En skjótt skipast veður í lofti. Sunnudagsmogginn barst inn um dyrnar og mér var litið í hann áður en ég tók upp símtólið. Við lesturinn á frásögninni af slysinu á Fáskrúðs- firði þyrmdi yfir mig og það rann upp fyrir mér hvers eðlis væntanlegt símtal myndi verða, sem svo kom á daginn: þau Valdís og Hreinn stað- festu að það var Trausti Geir sem var kallaður burt svo óvænt. Þessu var þó ekki hægt að taka sem vemleika. Ég sem hafði á miðviku- dagskvöldið talað við Trausta í síma. Hann var þá að búa sig undir síðasta próf vetrarins morguninn eftír og ætlaði svo eftír hádegið austur á Fáskrúðsfjörð ásamt móður sinni. Ég spurði hvort pabbi hans kæmi suður að sækja þau. Nei, hann ætlaði sjálfur að keyra austur. Já, þarna er drengnum r-étt lýst, hugsaði ég, sautján ára sfðan í febrúar og ætlar að fara í einum áfanga héðan frá Reykjavík og austur á Fáskrúðs- fjörð. Ég óskaði honum góðs gengis f prófinu og vonaði að ferðin austur gengi vel. Trausti Geir fæddist 5. febrúar 1972. Hann var yngstur fjögurra barna þeirra Valdísar Þórarinsdótt- ur frá Möfn í Momafirði og Mreins Hermannssonar frá Gautlöndum í Mývatnssveit. Eldri böpn þeirra em: Ásmundur Þór, f. 1962, Fjóla Þor- gerður, f. 1964 og Pétur Gauti f. 1971. Óll em þau mesta efnisfölk. Fyrstu kynni mfn af Trausta vom austur í Selvík við Álftavatn sumarið 1976. Ég dreif mig út einn rigningar- daginn með bömin mín, Sissu og Kalla, sem þá vora fjögurra og tveggja ára. Við báram skóflur og fötur og var ferðinni heitið í stóran sandkassa. Þar vom þá fýrir tveir dugnaðarlegir drengir, sem höfðu mikið að gera, m.a. við að moka með gröfum sem þarna vom og þeir voru búnir að ná góðu valdi á. Þetta voru bræðurnir Pétur og Trausti. Fjóla systir þeirra tólf ára var þarna líka og gætti þeirra. Þessi myndar- legu böm vöktu strax athygli mína fyrir dugnað sinn, hugmyndaauðgi og gleði yfir að vera til. Þarna myndaðist strax gott samband á milli bama minna og Péturs og Trausta, sem hefur haldist og dafnað alla tíð síðan. Við Hreinn höfðum þá kynnst lítillega í gegnum samskipti í síma og á fundum hjá Landsbankanum. En þama í sandkassanum varð upp- haf mikillar og náinnar vináttu þess- ara tveggja fjölskyldna, sem hefur verið okkur hjónunum dýrmætari en orð fá lýst. Ótal minningar hrannast upp, hvort heldur frá Markúsartorg- inu í Feneyjum eða miðsumarnótt á Ingólfsfjalli. Það er erfitt að hugsa sér að Trausti Geir sé ekki lengur hjá okkur til að deila þeim með okkur hinum. Traustí Geir var mikill efnispiltur sem bjartar vonir voru bundnar við. Lífsfjör hans og kankvísi smituðu út frá sér og því var Trausti gleðigjafi öllum þeim sem með honum vom. En umfram allt var Traustí einlægur og góður drengur sem vildi öllum vel og lét gott af sér leiða. Trausti var góður námsmaður. Mann lauk gmnnskólaprófi frá Eiðum í fyrravor og vann þar til verðlauna. í vetur stundaði hann nám í Menntaskólan- um við Sund. Þá var Traustí tvö eða þrjú sumur í sveit að Björgum í Köldukinn. Það segir meira en mörg orð hvaða hug fólkið þar bar til hans. Að kvöldi þess dags sem Trausti lést birtist Hlöðver Þ. Hlöð- versson bóndi á Björgum suður á Fáskrúðsfirði til að votta nánustu aðstandendum samúð sína. Og vel að merkja, þetta er um hásauðburð- inn á harðindaári. Þau em mörg slysin sem við fréttum af og vissulega snerta þau okkur. En það er ekki fyrr en höggvið er nærri sem ég skynja áþreifanlega sársaukann og vanmátt minn gagnvart þeim sem hlut eiga að máli. Því verður mér nú hugsað til hinna ungmennanna sem vom þátt- takendur í harmleiknum á Fáskrúðs- firði 3. júní s.l. Þau eiga svo sannar- lega um sárt að binda og bið ég þeim blessunar Guðs á komandi árum. En sárastur er harmur þeirra Valdísar, Hreins og annarra þeirra sem næst Trausta standa. Sagt er að vegir Guðs séu órannsakanlegir og að þeir sem eru sviplega kallaðir héðan í blóma lífsins séu kvaddir til brýnni verka annars staðar. Það er að minnsta kosti sannfæring mín að Trausti þurfi ekki að kvíða vista- skiptunum. Við hjónin og böm okk- ar vottum fjölskyldu Trausta Geirs okkar dýpstu samúð. Hilmar F. Thorarensen. Ég var austur á Selfossi þegar ég heyrði að góður vinur minn Trausti Geir Mreinsson væri Iátinn. Ég trúði þessu varla fyrst en svo smám saman áttaði ég mig á þvf að hann væri dáinn og ég sæi hann aldrei framar. Trausti var skemmtilegur strákur og gat alltaf komið manni í gott skap. Við áttum margar góðar stund- ir saman. Útá Ítalíu sem fjölskylda hans og mín fóm sumarið ’84, einnig þegar við vomm í sumarbú- stöðum Landsbankans í Selvík. Það var einnig alltaf tilhlökkunarefni að hitta þá Pétur og Trausta á ferðalög- um okkar frá og til Eskifjarðar meðan við bjuggum þar. Trausti var með skemmtilegri drengjum sem ég hef kynnst og Pétur ekki síðri. Ég, Trausti og Pétur áttum margt sameiginlegt er við vomm litlir. Við héldum upp á hljómsveitina Kiss og breska knattspymuliðið Liverpool. Aldrei rifumst við eða slógumst. Ég mun aldrei gleyma Trausta og bið Guð að geyma hann. Ég samhryggist innilega foreldr- um, systkinum, ættingjum og vinum. Kalli. ^ TÖLVUNOTENDUR Við í Pr«nt-SFni ðj unni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðufelaða fyrir tölvuvinnslu. PRENTSMIÐIAN l PKtNISMIt)|AN \C^dda Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur. Sími 45000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.