Tíminn - 13.06.1989, Blaðsíða 10

Tíminn - 13.06.1989, Blaðsíða 10
10 Tíminn Þriðjudagur 13. júní 1989 Þriðjudagur 13. júní 1989 Tíminn 11' Aðmírálar hafsins settu kúrs vestur að ströndum óþekktrar heimsálfu EFTIR LILJU DÓRU HALL- DÓRS- DÓTTUR Leifur heppni Eiríksson fann Vínland árið 1000 og var fyrsti hvíti maðurinn sem steig á land í Ameríku, 500 árum á undan Kólumbusi. Kenningin um að Kólumbus hafi kom- ið til íslands er almennt viðurkennd af fræðimönnum. Sögubækur og heimildarit um Kólumbus geta þess iðulega að hann hafi siglt alla leið til íslands í undirbún- ingsferðum sínum á árunum 1476-1484, en á þeim árum lærði hann allt um sjómennsku sem gæti undirbúið hann undir ferðina miklu, leitina að sjóleiðinni til Indlands. ítalska menntamálaráðuneytið hefur sent frá sér opinbert kort sem sýnir sjóferðir Kólumbusar á yngri árum hans, og þar er m.a. dregin lína frá Bretlandi yfir í Faxaflóann á Islandi. Ræðismáður Ítalíu á íslandi, Ragnar Borg, hefur kynnt sér mikið magn gagna um Kólumbus og ferðir hans, og hann er sannfærður um að Kristofer Kólumbus hafi komið til íslands. En Ragnar bætir um betur og fullyrðir að Kólumbus hafi stigið hér á land í Hafnarfirði í febrúar- mánuði 1477, og hér hafi hann spurst fyrir og frétt um Vínlandsferðir íslend- inga 500 árum áður. Sú vitneskja sem hann fékk á íslandi voru stoðirnar undir sannfæringu hans um að land væri handan hafsins. Skömmu eftir að Grænland var numið hraktist Bjarni Herjólfsson af leið frá íslandi til Grænlands, og sá löndin á austurströnd N-Ameríku. Bjarni tók ekki land, heldur snéri við og sigldi til Grænlands. Um 14 árum síðar, sennilega árið 1000, kom Bjarni utan af Grænlandi og sagði frá ferðum sínum, og þótti mörgum er á hlýddu hann hafa verið óforvitinn að taka ekki land og kanna rRISTOFORO COLOMBO IL GENOVESE C cSIUr the Grea, Geuoese \ Gyða Gunnarsdóttir forstöðumaður Sjóminjasafns Íslands, með myndir af Kristofer Kólumbusi sem eru á sýningunni „Fundur Ameríku“. Myndirnar eru frá ítalska menntamálaráðuneytinu hina ókunnu strönd. Fékk hann af því ámæli nokkurt. En sögn hans vakti áhuga hinna landsnauðu Norðmanna. Leifur, sonur Eiríks rauða, frétti af ferðum Bjarna og fór í könnunarleiðang- ur til þessara landa og gaf þeim nöfnin Helluland, Markland og Vínland. Talið er að Helluland sé Baffinsland, Markland sé Labrador en fræðimenn hefur greint á um það hvar Vínland sé að finna. Flestir hallast þó að því að það sé Nýfundnaland. Árið 1004 fór Þorfinnur ícarlsefni með hóp manna og settist að á Vínlandi í þrjú sumur. Þar fæddist honum og Guðríði konu hans sonur, og var hann fyrstur hvítra manna borinn í Ameríku. Innflytj- endunum lenti síðar saman við skræl- ingja, eins og norrænir menn nefndu innfædda, og urðu burt að hverfa. Talið er að næstu árin á eftir hafi norrænir menn á Grænlandi siglt til landanna í vestri, einkum til að afla sér timburs á meðan þeir höfðu skipakost, en síðan hafi þær ferðir lagst af. Helstu heimildir um ferðir norrænna manna til Ameríku er að finna í Græn- lendingasögu og Eiríks sögu rauða, og þykir Grænlendingasaga áreiðanlegri þar sem hún er eldri og ekki eins ýkj ukennd. Fimm öldum síðar, 1451, fæddist Kristofer Kólumbus í Genóva á Ítalíu. Eins og flestir samtíðarmenn, trúði Kólumbus því að jörðin væri hnöttótt, þótt ýmsir kirkjunnar menn streittust á móti þeirri skoðun. Landsvæði jarðarinn- ar voru Evrópa, Asía og Afríka. Hafið fyllti síðan upp í afganginn og ef menn hættu sér of langt út á það, urðu þeir sjóskrímslum eða ofsaveðrum að bráð. Kólumbus ályktaði sem svo, að fyrst að jörðin væri hnöttótt, þá hlytu menn að koma að landi ef þeir sigldu nógu langt í vestur. Þetta land taldi hann vera Asíu, sem menn höfðu hingað til ferðast land- leiðina til. Kólumbus hafði aldrei hug- mynd um að heil heimsálfa, Ameríka, stóð þarna á milli. Kólumbus hóf snemma að safna og hlusta eftir öllu sem gæti stutt þá tilgátu hans, að handan við hafið væri land. Á árunum 1476-1482 notaði hann hvert tækifæri sem gafst til að komast í siglingar og læra sem mest um vinda, strauma og hæð sjávarfalla. í dagbókum sínum, sem Ferdinand sonur hans gaf út í Milano 1570, getur Kólumbus þess, að hann hafi farið norður í höf til landsins THÍLI (Thule), eða FRISLANDIA og tekur fram að þar hafi ekki verið hafís. Ragnar Borg, aðalkonsúll, heldur því fram að Kólumbus hafi tekið land í Hafnarfirði. Það rökstyður hann m.a. með því, að samkvæmt dagbókum Kól- umbusar hafi hann komið til Bristol á þeim tíma, en á þeim árum var Hafnar- fjörður lægi breska verslunarflotans, sem sigldi hingað frá Bristol. Ragnar telur mjög líklegt að þar hafi hann frétt af því að íslendingar hafi farið vesturum. Kól- umbus var þá að afla sér upplýsinga um veðurfar, strauma og fleira er tengdist siglingum og því ekkert eðlilegra en að hann tæki sér far með einni Bristoldugg- unni, og það sé einmitt ferðin þar sem hann getur um Thíli. Einnig eru til heimildir sem segja að þar hafi hann tekið land í höfn þar sem hraun náði alveg niður að sjó, en það á mjög vel við um höfnina í Hafnarfirði. Engar samtímaheimildir eru til um að Kólumbus hafi komið hingað, en í bók sem Dufferin lávarður gaf út árið 1856 - en hann var hér á ferð um 1850 - getur hann þess, að íslendingar hafi talað nokkuð um landafundi sína á Grænlandi . og Vínlandi, og í Reykjavík hafi hann frétt af því að í febrúar árið 1477 hafi komið þangað með kaupfari frá Bristol, langleitur, gráeygur maður frá Genóva sem hafi spurst mikið fyrir um þessar ferðir íslendinga. Dufferin lávarður nafn- greinir þann mann sem Kristofer Kól- umbus. Finnur Magnússon (d. 1849), sem var mikill fræðimaður, hélt þessari skoðun einnig fram. Ragnar sagði Tímanum að margir efuðust um að tímasetningin á komu Kólumbusar til íslands væri rétt, því að í febrúarmánuði væru veður hvað válynd- ust á hafinu, myrkur og hafís. Ragnar leitaði uppi heimildir sem til eru um veðurfar á þessum tíma og fann meðal annars í Gottskálksannál, að veður hafi verið óvenju milt veturinn 1476-77 og rannsóknir íslenskra jöklafræðinga, bæði á Grænlandsjökli og á jöklum á íslandi sýna, að veðurfar þetta ár hefur verið óvenjulega milt. Ragnar benti á að þrátt fyrir að Kól- umbus gefi upp ranga staðsetningu á því sem talið er vera ísland, þá geti það átt sér eðlilegar skýringar. Ekki er vitað við hvaða mælieiningu hann miðaði og eins er það að Kólumbus ruglaði oft saman ýmsum lengdareiningum í útreikningum sínum, enda voru þessar einingar ekki staðlaðar á þeim tíma. Einnig gæti það skipt máli að frumrit af dagbókum Kól- umbusar eru glötuð, einungis er hægt að styðjast við eftirrit og þar gætu tölur hafa aflagast við uppskrift. Einnig vildi Ragnar geta þess að árið 1406 fór íslenskt skip til Grænlands og áhöfn þess dvaldist þar eina fjóra vetur. Þaðan fór það 1410 til Bergen og margir úr áhöfninni ferðuðust alla leið til Rómar til þess aö þakka páfanum fyrir að þeir komust lífs af, svo að ekki voru liðin svo ýkja mörg ár frá vesturferðum íslend- inga, þar til Kólumbus kom hingað og frétti af þeim. Kólumbus virðist hafa haft óbilandi trú á að handan við hafið myndi hann finna land. Það var mikil fífldirfska að hætta sér svo langt frá landi, því enginn vissi hvort eitthvað annað tæki við en enda- laust haf með öllum sínum hættum. Ragnar er sannfærður um að á íslandi hafi Kólumbus fengið þær upplýsingar sem gerðu hann svo öruggan með sig, að hann var tilbúinn til að leggja allt í sölurnar fyrir skipaflota til ferðarinnar. Afgangurinn af sögunni er flestum kunnur. Árið 1492 unnu hersveitir Ferdi- nands Spánarkonungs og Isabellu konu hans Granada, síðasta vígi Serkja á Spáni. í sigurvímunni ákváðu þau að styrkja Kólumbus í fyrirætlunum hans og sjá honum fyrir skipum, og í ágúst sama ár sigldi hann út á flaggskipi sínu, Santa María, ásamt tveimur minni skipum, Pinta og Nína. Tólfta október 1492 lagðist flotinn fyrir strönd San Salvador og aðmíráll úthafsins gekk í land og helgaði landið Ferdinand og Isabellu. Þetta var vissulega stærsta augnablikið í lífi Kólumbusar, hann hafði hlotið laun erfiðis síns. Hann taldi sig hafa fundið sjóleiðina til Indlands með því að sigla í vesturátt. Hann vissi ekki þá og fékk aldrei að vitá, að enn skildi heilt megin- land og annað úthaf hann frá Austurlönd- um. Þótt flestir séu sammála um að Kól- umbus hafi komið til íslands, þá hefur enginn þorað að fullyrða hvenær það var, hvar hann kom að landi eða hvers vegna hann var yfir höfuð að koma til þessarar eyju norður í Dumbshafi. Ragnar Borg telur sig hafa fundið svörin við þessum spurningum og byggir þau svör á athug- unum sínum til margra ára. Hann telur að þarna séu komin óyggjandi tengsl á milli landafunda íslendinga á Vestur- heimi og fundar Kólumbusar á Ameríku. Á íslandi fékk Kólumbus vissu sína um að land væri handan hafsins, hann þyrfti einungis að sigla nógu langt í vestur. í Sjóminjasafni íslands í Hafnarfirði er þess nú minnst að um þúsund ár eru liðin frá því að Leifur heppni Eiríksson og fleiri norrænir menn sigldu frá Grænlandi og uppgötvuðu Ameríku. Þá eru fimm aldir síðan Kólumbus steig fyrst á land í Vesturheimi. Þar hefur verið sett upp sýning undir nafninu „Fundur Ameríku“. — ' : . ' V' v :.' ■’ ■ * lilll

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.