Tíminn - 13.06.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.06.1989, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 13. júní 1989 Banaslys í Mývatnssveit: Varð undir dráttarvél Pétur Gauti Pétursson bóndi á Gautlöndum II í Mývatnssveit lést þegar hann varð undir dráttarvél á landi sínu síðdegis á laugardag. Svo virðist sem dráttarvélin hafi runnið á hann þegar hann var að ganga að henni. Maður sem staddur var skammt frá sá hvað gerðist og var kominn skömmu síðar að slys- staðnum. Pétur Gauti var þálátinn. - ABÓ Banaslys við Hellu: Missti stjórn á hjólinu Ungur maður, Runólfur Sveinn Sverrisson, lést þegar hann missti stjórn á vélhjóli sem hann ók skammt vestan við Hellu um klukk- an 20.40 á laugardagskvöld. Runólf- ur Sveinn var fæddur 25. desember 1966 og bjó að Melabraut 6 á Seltjarnarnesi. Runólfur Sveinn var nýkominn af brúnni yfir Ytri-Rangá á vesturleið þegar slysið varð. Eftir því sem næst verður komist missir hann stjórn á hjólinu, fer út af veginum sunnan- megin og kastast upp á plan við verslunina Hellinn. Talið er að Runólfur hafi látist samstundis. - ABÓ Framleiðendur 60 þúsund pakka af skreið sem fluttir voru út tH Nígeríu sumarið 1986 upp á von og óvon hafa tapað stórfé. Stjórnendur Granda h.f.: Okkur vantar enn þrettán milljónir Mótorhjólaslys á Húsavík: Annar lærbrotnaði, hinn ómeiddur Bifreið ók í veg fyrir mótorhjól á Húsavík á föstudag. Á hjólinu voru tveir ungir menn og lærbrotnaði annar þeirra, en hinn slapp án meiðsla. Þá varð bílvelta í Mývatns- sveit á laugardag, en engin slys urðu á mönnum. -ABÓ „Um er að ræða ógreidda skreið, bæði venjulega skreið og hausa, sem við fluttum út með milligöngu íslensku umboð- ssölunnar. Við höfum fengið lögfræðing til að innheimta andvirði skreiðarinnar. Það hefur ekki tekist og því má búast við málaferlum og fjárnámi,“ sagði Brynjólfur Bjarnason forstjóri Granda h.f. Skreið sú er hér um ræðir var flutt út sumarið 1986 til Nígeríu en auk Granda h.f. áttu um fjörutíu aðilar skreið í sendingunni sem flutt var út með sérstökum leiguskipum, mest þó með Horsam, en með því fóru ísfisksölur í Bretlandi og Þýskalandi dagana 5. til 9. júní: 1461 tonn seldytra Samtals 1461 tonn af fiski voru seld á Bretlands- og Þýskalandsmarkaði I liðinni viku, heildarsöluverðmæti aflans voru tæpar 120 milljónir króna. { HuM og Grimsby lönduðu þrjú skip samtals um 415 tonnum. Þetta voru Páll ÁR 40 með 89 tonn, meðalverð 96,76 krónur, Albert Ólafsson KE 39 með 71 tonn, meðalverð 68,55 krónur, og Júlíus Geirmundsson ÍS 270 seldi samtals 255 tonn, meðalverð 74,88 krónur. Heildarverðmæti afla þeirra var rúmar 32 miMjónir króna. Af þess- m 415 tonnum voru 307 tonn af þroski og fékkst 75,17 kréna með- alverð á kíté, af ýsu voru tæp 76 tomi, meðatverð 98,55 krónur, af ufsa voru 7 tonn, 3 tonn af karf-a, 1 tonn af koki og rúm 19 tonn af blönduðum afla. Af grálúðu voru 450 kíló og fékkst rúm 101 króna fyrir kílóið. Úr gámum voru á Bretlands- markaði seld rúm 892 tonn, fyrir um 72 milljónir króna. Af þessu voru rúm 381 tonn af þroski, meðalverð 73,10 krónur og 272 tonn af ýsu, meðalverð 93,63 krónur. Af öðrum tegundum voru seld 17,8 tonn af ufsa, 11 tonn af karfa, 100 tonn af kola og af blönduðum afla voru 109 tonn. Eitt skip landaði tæpum 153 tonnum í Bremerhaven í Þýska- landi. Þetta var Skagfirðmgur SK 4 og var heildarverðm«ti aflans tæpar 15 mittjónir króna. Af karfa voru seld rúm 112 tenn, meðalverð 108,35 krónur, af grálúðu 37,7 tonn, meðalverð 69,04 krónur, af þorski 981 kfló, meðalverð 99,86 krónur og af blönduðum afla voru 3,8 tonn, meðalverð 44,12 krónur fyrir kílóið. - ABÓ Arnarflug til Genfar ArnarBug hefur fcngið samþykki Svissneskra stjórnvalda fyrir áætlunar- flugi til Genfar og hefst það 24. þessa mánaðar. Auk þess verður flogið áætiunarflug til Zúrích í Sviss, eins og undanfarín ár. Til Genfar verður flogið einu sinni i viku, á laugardögum, og verður farið um Amsterdam. Til að byrja með verður þetta flug aðeins að sumri til og verður til loka ágúst á þessu sumri. - GS alls um 60 þúsund pakkar af skreið. Um það leyti sem þessi útflutning- ur átti sér stað lýstu margir efasemd- um um að þessi skreið fengist nokkru sinni greidd þvf að engar banka- tryggingar lágu fyrir áður en lagt var af stað með skreiðina frá íslandi. Síðan hefur komið á daginn að skreiðin hefur ekki fengist greidd nema að litlu leyti og hafa eigendur hennar um nokkurt skeið rætt um að krefja íslensku umboðssöluna um greiðslu fyrir hana. Hingað til hefur þó enginn látið verða af því nema Grandi h.f. Útflutning þennan annaðist ís- lenska umboðssalan/Sameinaðir framleiðendur og voru forsvarsmenn þeirra Bjarni V. Magnússon og Jak- ob Sigurðsson. Þeir dvöldu langtím- um saman í Nígeríu við að reyna að selja skreiðina og í janúar 1987 sagði Jakob í samtali við Tímann að útlit væri gott um að takast mætti að selja allan farminn og þegar væru þá seldir 25 þúsund pakkar einum aðila. Sá aðili hefði ekki getað lagt fram bankatryggingu fyrir greiðslu en hann hefði samt fengið skreiðina setta í ákveðið pakkhús. Síðan hefðu komið til þessa aðila kaupendur sem keyptu af honum með því að greiða fyrir það magn sem þeir vildu í banka. Þeir síðastnefndu hefðu síð- an komið í pakkhúsið með kvittun frá bankanum og fengu síðan sína skreið. „Það er um þrettán milljónir sem við eigum útistandandi. Við vildum láta reyna á hvort eitthvað kæmi út úr þessu og því fólum við lögfræðingi upphæðina til innheimtu,“ sagði Jón Rúnar Kristjónsson fjármálastjóri Granda h.f. í gær. Jón Rúnar sagði að stjórnendur Granda teldu að íslensku umboðs- sölunni beri að standa Granda skil á andvirði varningsins og sagði: „Við stefndum íslensku umboðssölunni á þeirri forsendu að hún er sá aðili sem fékk útflutningsleyfi fyrir þessari skreið. Mótrök þeirra hafa hins vegar verið þau að íslenska umboðs- salan hafi ekki selt neina skreið, heldur hafi það verið Sameinaðir framleiðendur og því hefðum við ekki stefnt réttum aðilum. Þess vegna höfum við tekið málið upp aftur og stefnt Sameinuðum framleiðendum til vara. Vegna sumarleyfa á ég varla von á að neinna tíðinda sé að vænta í þessu máli fyrr en með haustinu," sagði Jón Rúnar Kristjónsson. - sá Þrír bátar á sumargotsíld Tveir bátar af þremur, sem fengið hafa leyfí til sumarsðd- veiða fyrir sunnan land, hafa hafíð veiðar. Bátarnir hafa leyfi til að veiða 1000 tonn hver og eiga þeir að tanda sfldinni hjá þrem bræðslum sem framleiða svokallað gæðamjöl, sem einkum er notað í fískafóður. Bátarnir sem leyfí hafa M þessara veiða eni Skarfur GK, Ságurður Þorleifsson GK og Mafberg GK. Samkvæmt frétt í Fiskifréttum á föstudag, hóf Skarfur veiðarnar í sl. viku, en eftir viku úthald hafði engin síld fengist, er heft eftir skipstjóran- um. Sigurður Þorleifsson GK kom úr fyrsta róðri á föstudag með um 77 tonn til löndunar hjá Fiskimjöl og lýsi í Grindavík og var ætlunin að hann færi aftur út um nóttina. Síld- ina fékk hann við Eyjar, en fyrirhug- að var að hann flytti sig austar, þar sem frést hafði af meiri síld, að sögn Eiríks Tómassonar útgerðarstjóra hjá Þorbirni hf. sem gerir Sigurð út. Hann sagði að líklega tækist þeim að ná þeim 1000 tonnum sem báturinn hefði leyfi til. Búast má við að Hafberg fari á veiðar á allra næstu dégum. Jóhann Pétur Andersen fram- kvæindastjóri hjá Fiskimjöl og lýsi í Grindavík sagði í samtali við Tím- ann að sumargotsíldin væri mun horaðri en haustsíldin og til saman- burðar má geta þess að sumargot- síldin er um 7% feit en síld sem veiðst á haustin er frá um 17 og upp yfir 20% feit. Hann sagði að gert væri ráð fyrir að mjölið sem úr síldinni yrði unnið færi í laxafóður. í fyrra fengu Fiskimjöl og lýsi í Grindavík og í Hafnarfirði leyfi til vinnslu á sumarsíld fyrir tvo báta, en í ár hefur Krossanesverksmiðjan bæst í hópinn. „Það gekk ekki í fyrra, þar sem ekkert fiskaðist. Þetta er bara tilraunaveiði núna,“ sagði Jóhann Pétur. Aðspurður hvort þeir væru bjartsýnni á veiðamar nú í ár, en í fyrea, sagði hann að þær færu svipað af stað. „Við sækjum um leyfi til að veiða sfld til framleiðslu á gæðamjöli og sfðan höfum við verið í samvmnu við útgerðir um veiðam- ar,“ sagði Jóhann Pétur, en útgerð- imar þurfa að léta hluta af sínum haustkvóta í þessar veiðar. Verk- smiðjumar þrjár em með samvinnu sín á milli um nýtingu á bátunum og löndunum hagrætt eftir því sem er hagkvæmast fyrir alla aðila, bæði bræðslurnar og bátana. Gert er ráð fyrir að hver bræðsla vinni um 1000 tonn og hver bátur veiði sama magn. Verðið fyrir tonnið af síldinni em 4200 krónur, en ef fituinnihaldið fer yfir 10% þá greiðast aukalega 120 krónur fyrir hvert fituprósent. Aðspurður af hverju farið væri út í þessar veiðar sagði Jóhann Pétur að það væri aðallega gert til að tryggja að til væri nægjanlegt mjöl handa laxafóðurverksmiðjunum. - ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.