Tíminn - 13.06.1989, Blaðsíða 17

Tíminn - 13.06.1989, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 13. júní 1989 Tírpinn 17 —1 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Gestaleikur á stóra sviðinu: ítróttasamband Föroya og Havnar Sjónleikarfélag sýna: Framá eftir Sigvard Olsson í samvinnu við Fred Hjelm Þýöing: Ásmundur Johannessen Leikstjóm: Sigrún Valbergsdóttir Leikmynd og búningar: Messiana Tómasdóttir Laugardag 24.6 kl. 20 Sunnudag 25.6. kl. 20 Bílaverkstæði Badda eftir Ólaf Hauk Símonarson. LEIKFERÐ: Bæjarteikhúsinu Vestmannaeyjum I kvöld kl. 21. Næst siðasta sýning Miðvikudag kl. 21. Siðasta sýnlng Miðasala I Bæjarleikhúsinu frá kl. 18 Þinghamri, Varmalandi sunnudag kl. 21 Klifi, Ólafsvík mánudag kl. 21 Félagsheimilinu Hvammstanga þri. 20.6. Félagshelmilinu Blönduósi mi. 21.6. Miðgarðl, Varmahlíð fi. 22.6. Nýja bíól, Siglufirði fö. 23.6. Samkomuhúsinu, Akureyri lau. 24.-26.6. Ýdölum, Aðaldal þrí. 27.6. # ' w Chevy Chase er hér uppábúinn að fara í samkvæmi með Jayni konu sinni. Chevy leikur aðalhlutverkið í myndinni „Fletch lifir", sem er sýnd um þessar mundir í Laugarásbíói. Þar er hann í hlutverki manns sem erfir búgarð í Suðurríkjunum og hann býst við einhverju stórkostlegu og rómantísku stórbýli eins og ,.Tara“ í kvikmyndinni „Á hverfanda hveli", en draumarnir rætast ekki alltaf. Við sjáum Chevy Chase sem plantekrueigenda í Suðurríkjunum með Suðurríkjadömu (Noelle Beck) í fanginu. Chevy Chase leikur líka í annarri mynd í bíóunum hér núna. Það er grinmyndin (Funny Farm) „Á síðasta snúning" sem er sýnd í Bíóhöllinni. Miðasala Þjóðleikhússins er nú opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13 til 18 og sýningardaga fram að sýningu. Sími 11200. Leikhúskjallarinn er opinn öll sýningarkvöld frákl. 18.00. Leikhúsveisla Þjóðleikhússins: Máltíðog miði á gjafverði. SAMKORT Mickey Rourke lék nýlega í kvikmyndinni „Francesco". Hún var tekin á Ítalíu, en var tekin upp á ensku með Rourke í aðalhlutverki. Myndin er um hinn heilaga Frans frá Assisi, og hún var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í sumar. En myndin fékk engin verðlaun og lítið hrós. Sagt er að hún sé dæmigerð upp á þá gerð kvikmynda sem stjórnendur virðast hafa mestan áhuga á núna: Myndatakan fer fram í einhverju Mið- eða Suður- Evrópulandi með hóp af þarlendu fólki í öllum smærri hlutverkum, en koma svo með aðalleikarana kannski frá Ameríku eða Englandi og svo er allt ruglið tekið upp á ensku. ítölsku gagnrýnendurnir á sýningunni í Cannes voru í krampahlátri yfir sumum atriðunum, - sem vel að merkja áttu að vera hátiðleg og alls ekki neitt hlægilegt við þau, - að því að stjórnendur héldu. Með gætni skal um götur aka \M | UMFERDAR J USS / Jere Burns er sannkallaður „senuþjófur" í sjónvarpsþáttunum „Kæri Jón“ (Dear John) sem er á Stöð 2 á mánudagskvöldum. Jere leikur hinn ljóshærða ófyrirleitna Kirk i þáttunum. Kirk átti upphaflega að vera aðeins smáhlutverk í f áum þáttum, en hefur í meðförum Jere Burns orðið ein af ástæðunum fyrir vinsældum þáttanna. Dear John er nú kominn í sæti þeirra 20 efstu á vinsældalistanum í Ameriku. „Ég var vonlaus um að fá hlutverkið, þó ég færi í prufutöku,1* segir Jere i blaðaviðtali. Hann sagðist því hafa skemmt sér við það að gera Kirk ófyrirleitinn og frekan, og stjórnandanum líkaði þessi útgáfa af Kirk svo vel að Jere vár ráðinn með það sama. „Ég er stilltur og ráðsettur kvæntur maður og þriggja barna faðir, og allt önnur manngerð en þessi Kirk sem ég hef búið til í sjónvarpsþáttunum," sagði Jere Burns. Hönnum auglýsingu FRlTT þegarþú auglýsir í Tímanum AUGLÝSINGASÍMI 680001 IkL Risavaxin hjónakorn Hæstu hjón í heimi búa í er 2.08 metrar á hæð. Sharad Indlandi. Það eru þau Sharad dreymir um að stofna heims- Kulkarni, 2.38 metrar, og samtök risa! eiginkona hans, Sanjyot, sem Fyrirsæta á einum fæti! Ivy notast við 6 mismunandi gervifótleggi og 13 fætur, allt eftir því hvað hún er að fást við í hvert sinn eða hvernig skóm hún er í. Þegar Ivy Gunter missti hægri fótinn vegna krabba- meins, þá datt engum annað í hug en að glæsilegur 10 ára ferill hennar sem fyrirsæta væri á enda. Umboðsmaður hennar mætti á sjúkrahúsið stuttu eftir aðgerðina og sagði að nú yrði hún að leita sér að annarri vinnu. Ivy var ekki tilbúin til að samþykkja það og eftir 6 mánaða siúkrahús- legu fór hún að leita sér að starfi. Þá hafði hún nýlokið lyfjakúr sem olli því að hún missti allt hárið, og Ivy segir að fólk hafi varla trúað sínum eigin augum þegar sköllótt kona á einum fæti hoppaði inn á umboðsskrifstofurnar og bað um vinnu sem fyrir- sæta. Ekki var undrunin minni þegar hún dró upp 6 hárkollur og spurði menn hvernig hár þeir vildu hafa hana með. Eftir að hún fékk sér gervi- fót byrjuðu hjólin að snúast. Hún komst aftur í fyrirsætu- starfið, varð meistari (fatl- aðra) í tennis og skíðaíþrótt- um og er nú að fara af stað með sinn eigin sjónvarpsþátt. Ivy er góður tennisleikari og stundar einnig skíðaíþróttina mikið. Fyrirsætan Ivy Gunter í vinn- unni. Ljósmyndarinn varð víst mjög undrandi þegar módelið tók af sér hægri löpp- ina og skellti sér í sund.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.