Tíminn - 13.06.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.06.1989, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 13. júní 1989 Tíminn 5 Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráöherra um ársfund Alþjóðahvalveiðiráðsins í San Diego: Lognið á undan storminum Ársfundur Alþjóða Hval- veiðiráðsins var settur í San Diego í Bandaríkjunum í gær- kvöldi. Halldór Ásgrímsson, sjávar- útvegsráðherra er í forsvari fyrir sendinefnd íslands á fundinum. Hann sagði í samtali við Tímann í gær að fundurinn í San Diego yrði sennilega lognið á undan storminum. Með þessu átti Hall- dór við að miklir átakafundir yrðu í ráðinu á næstu tveimur árum, þar sem hann telur að örlög Alþjóðahvalveiðiráðsins ráðist. Á fundinum á næsta ári verður afráðið hvort hvalveiðar hefjast á nýjan leik í atvinnu- skyni, eða hvort veiðistöðvun verður framlengd. Þegar eru Ijósir tilburðir hval- veiðiþjóða um að knýja fram veiðar í atvinnuskyni og hafa Japanir leitað eftir stuðningi meðal þjóða í ráðinu fyrir takmörkuðum hrefnuveiðum strax í sumar. Slíkt virðist ekki fá hljómgrunn og ljóst að róðurinn verður erfiður hjá hvalveiðiþjóðum á næstu árum. Enn svífur andi hvalafriðunar yfir ráðinu og virðist sem vinna við mat á stofnstærð hinna ýmsu hvalateg- unda hafi skilað litlum árangri. En það eru einmitt upplýsingar um stofnstærð sem munu vega þungt á næsta ári þegar rætt verður um lok eða framhald veiðistöðvunar. Sjáv- arútvegsráðherra telur að fari sem horfir, muni ráðið velta fyrir sér lengri hvalveiðistöðvun, á næsta ári, til að viða að sér frekari upplýsingum varðandi hvalategundir. Skýrt var kveðið á um þegar hvalveiðistöðvun var ákveðin 1986 að nýta bæri þann tíma til rannsókna á hvalastofnun- um. Mikill fjöldi fulltrúa umhverf- Við munum Ijúka vísindaáætlun okkar í sumar. isverndunaráinna, sem vilja stöðva hvalveiðar, eru viðloðandi fundinn og sagði sjávarútvegsráðherra að þeir sæjust iðulega á tali við fulltrúa sem sæti eiga í ráðinu. Það versta fyrir framhald vísinda- veiða okkar Islendinga væri að fram kæmi ályktunartillaga á þær veiðar. Halldór Ásgrímsson var bjartsýnn í gærkvöldi á að slíkar tillögur kæmu ekki fram í ráðinu, en benti jafn- framt á að í því efni væri engu að treysta. Halldór ítrekaði að í sumar yrði lokaþáttur vísindaveiðaáætlunar ís- lensku ríkisstjórnarinnar fram- kvæmdur og að á næsta ári yrði ekki um veiðar að ræða. Áður en ársfundur ráðsins hófst átti íslenska sendinefndin viðræður við fulltrúa Bandaríkjastjórnar varðandi tvíhliða samning um vís- indaveiðar okkar í sumar. Meðal þess sem rætt var, var svokölluð staðfestingarkæra á hendur íslend- ingum en Halldór metur stöðuna sem svo að slík kæra muni ekki líta dagsins ljós í sumar. Að vísu hefur ekki fengist loforð þar að lútandi frá Bandaríkjamönnum, en allt bendir til þess að þeir muni haida að sér höndum. Athygli hefur vakið meðal fulltrúa þjóða sem sæti eiga í Alþjóðahval- veiðiráðinu, það gríðarmikla magn gagna sem íslenskir vísindamenn hafa skilað af sér í tengslum við rannsóknir þær er framkvæmdar hafa verið við vísindaáætlun íslend- inga. -ES Um kynningarmyndir Háskóla íslands: Eiga heima í fræðsluvarpi? Tímanum hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Sveini Einarssyni, dagskrárstjóra innlendrar dagskrárdeildar Sjón- varpsins: „Það er ekki rétt, sem haldið hefur verið fram í blöðum og nú síðast í Tímanum, að Ríkisútvarpið j Útlit fyrir minnkandi atvinnu við fiskvinnslu á Norðurlandi með haustinu: UA lokar í þrjár vikur Atvinnuhorfur í fiskvinnslu á Norðurlandi það sem eftir er ársins eru í dekkra lagi, ef tekið er mið af ummælum forsvarsmanna veiða og vinnslu á þessu svæði. Nokkur fyrirtækjanna hyggjast loka í einhverja daga eða vikur, á meðan sumarleyfistíminn stendur sem hæst og óvissa var í nokkrum tilfellum hvort tækist að halda uppi fullri vinnslu fram til ársloka. Vilhelm Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Ak- ureyringa hf. sagði í samtali við Tímann að eðlileg atvinna hefði verið hjá þeim það sem af er árinu, en þeir sæju fram á verulega minnkandi vinnu þegar liði fram á árið. Ástæðuna sagði hann vera lítill kvóti. „Við erum með sama skipaflota og á síðasta ári, en skertar veiðiheimildir," sagði Vilhelm. Hann sagði að í heild væru þeir búnir með um 10.000 tonn af um 18.000 tonna heimild. Öll skip ÚA, sex að tölu landa aflanum til vinnslu í landi og ekkert flutt út óunnið. Aðspurður um aðgerðir sagði Vilhelm að ákveðið hefði verið að loka í þrjár vikur á meðan sumarfrí væru, en það hefur ekki gerst áður hjá fyrirtækinu. Hann sagðist ekki gera sér vonir um að þeir gætu haldið fullri vinnslu út árið og sagði að koma yrði í ljós hvort þeir þyrftu að loka aftur síðar á árinu. „Útlitið er ekkert svart í augna- blikinu,“ sagði Bjarki Tryggvason framkvæmdastóri Meleyri hf. á Hvammstanga. „Við höfum nóg hráefni eins og er, en það er nú með framtíðina t-.is og fortíðina að menn sjá þetta ekki samtímis," sagði Bjarki aðspurður með fram- haldið. Hann taldi víst að þeir hefðu næg verkefni út árið, en það byggðist á því hvort gjöfult yrði eða ekki. Að jafnaði vinna um 70 manns hjá fyrirtækinu, en Meleyri gerir út tvö stór frystiskip á rækju, auk þess sem rækja er keypt af ýmsum aðilum. Jóhann Jónsson framkvæmda- stjóri Hraðfrystistöðvar Þórshafn- ar hf. sagði að það sem af væri árs hefði verið fremur rólegt, þar sem þeir væru ekki með ákveðinn tog- ara í gangi. „Bátamir fóru á veiðar sfðast í mars og veiddu ágætlega í apríl og fram eftir maí, en síðan hefði verið fremur rólegt,“ sagði Jóhann og ekki von á neinum krafti þegar kæmi fram á haustið. „Það verður eitthvert smávegis dund, eftir því hvemig fiskast," sagði Jóhann. Hann sagði að þeir hefðu engan togara sem kjölfestu í atvinnulífinu og þyrftu lausn á því máli. „Við höfðum hér Stakfellið sem var keypt á sínum tíma til þessara hluta. Síðan náði kaupfé- lagið meirihluta í útgerðinni og ákvað að setja skipið á fullvinnslu. Þá var keyptur annar togari frá Siglufirði, sem sfðan var seldur til Hrísey,“ sagði Jóhann. Hann sagði að þeir þyrftu að ná Stakfellinu á ný og nýta það í atvinnukerfi staðarins allavega að hluta til, þó svo það frysti eitthvað með. „Menn þurfa ekkert atvinnuleysi í þessu landi ef einhver stjóm væri á sjávarútveginum. Við höfum ákveðna auðlind sem við getum nýtt til fslenskrar atvinnustefnu, vinna fiskinn eins og menn í verð- mætar pakkningar og flytja út vinn- una sem peninga en ekki að vera að flytja út óunnið hráefni til vinnslu annars staðar," sagði Jóhann. Tryggvi Finnsson framkvæmda- stjóri Fiskiðjusamlags Húsavíkur hf. sagði að veturinn hefði verið erfiður framanaf vegna gæftaleysis, en frá því um miðjan mars hefði þetta verið þokkalegt. „Ég veit ekki hvað maður á að segja með framhaldið,“ sagði Tryggvi. Fisk- iðjusamlagið gerir út tvo togara, annan á rækju og hinn á botnfisk sem að auki nýtir vemlegan hluta af botnfiskkvóta rækjutogarans. Tryggvi taldi víst að þeim tækist að láta botnfiskkvótann duga út árið. Bátaflotinn er hinn hluti af hráefn- isöflun Fiskiðjusamlagsins og sagði Tryggvi að þeirra kvóti væri langt kominn. Hann sagði að lfklega yrði húsinu lokað f 8 til 10 daga í kring um verslunarmannahelgina, eins og þeir hefðu gert undanfarin ár, en síðan bjóst hann við að eitthvað yrði að fækka fólki þegar fram á haustið kæmi. Hraðfrystihús Ólafsfjarðar hf. hóf vinnslu að nýju í lok mars eftir nokkra mánaða lokun. Finnbogi Baldvinsson framkvæmdastjóri sagði að mikil vinna hefði verið hjá þeim síðan opnað var á ný. „Það er ljóst að við emm eins settir og aðrir varðandi minnkandi kvóta sem hefði áhrif á vinnu fólks. Ég er sæmilega bjartsýnn á að það sé hægt að halda hér fullri vinnu út árið. Það kostar náttúmlega skipu- lagningu á veiðum og vinnslu,“ sagði Finnbogi. Hann sagði að togarinn þeirra, Ólafur Bekkur, væri búinn með um helming kvótans. „Eins og fólk þekkir þá höfum við átt í miklum erfiðleikum og við emm ekkert komnir í gegn um þá. Þannig að það er óvissuástand hér,“ sagði Finnbogi. Hann sagði að þar sem Landsbankinn hafi samþykkt sinn hluta í fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækisins, þá gæfi það þeim auknar vonir, þó svo að því væri ekki lokið. Finn- bogi sagði að þar sem bær eins og Ólafsfjörður byggði allt sitt á af- komu í sjávarútvegi, þá væri tónn- inn í mönnum í takt við sveiflumar í sjávarútveginum. „Það er búið að vera óvissuástand hér og því er ekkert lokið. Án þess að vera með nokkra alhæfingu, þá er aðeins léttara í mönnum í dag en hefur verið,“ sagði Finnbogi. -ABÓ hafi alfarið hafnað að sýna kynning- armyndir um einstakar deildir Há- skóla íslands. Þær þrjár myndir sem Sjónvarpinu voru boðnar, voru ein- hliða kynningar þriggja deilda, af því fræðslutagi, sem henta best í fræðsluvarpi; þetta efni hefur mesta skírskotun til nýstúdenta, sem eru að velja sér námsefni; þetta er raunveruleg námskynning. Háskól- inn hafnaði hins vegar þeirri tillögu okkar að bjóða þetta í fræðsluvarpi. Sjónvarpinu bjóðast margarheim- ildarmyndir til sýninga og auðvitað miklu fleiri en nokkru sinni eru sýndar, því þær eru misvel gerðar og henta misvel sem almennt dagskrár- efni. Fræðslumyndir af því tagi sem hér um ræddi, hentaði einmitt best í fræðsluvarpi; til þess var fræðslu- varpið stofnað. Háskólinn bauð um leið heimild- armyndir um háskólakennara, og hefur ein þeirra, um prófessor Jón Steffenssen þegar verið sýnd. Rétt er og að vekja athygli á því að Sjónvarpið hefur margsinnis sinnt málefnum Háskólans með gerð þátta og heimildarmynda og muna að sjálfsögðu halda því áfram.“ Ekki náðist í Pál Sigurðsson, formann kynningarnefndar Háskól- ans, en Jónas Fr. Jónsson, fulltrúi í kynningarnefndinni sagði að hann væri mjög ánægður með þær viðtök- ur sem þættimir hafa fengið. Það væri ljóst að fjölmargir hafa horft á þá og almenningur vilji vita hvað fer fram í Háskólanum. Hins vegar sagðist Jónas einnig verða var við, að fólk furðaði sig á því að Sjónvarp- ið hefði ekki tekið þættina til sýninga og hefðu fjölmiðlagagnrýnendur til að mynda fjallað um málið. „Þáttun- um var ætlað að ná til almennings og þeim hjá Sjónvarpinu var fullljóst þegar þeir buðu okkur sýningartíma í fræðsluvarpinu, að það fullnægði engan vegin tilgangi myndanna. Mér finnst þessi viðbrögð Sjónvarps- manna bera vott um að þeir sjái eftir þessu dagskrárefni og vilji sýna fram á að þeir hafi ekki úthýst Háskólan- um. í þessu máli virðist Stöð tvö hafa gert sér betur grein fyrir því hverju almenningur hefur áhuga á,“ sagði Jónas. LDH-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.