Tíminn - 13.06.1989, Blaðsíða 18

Tíminn - 13.06.1989, Blaðsíða 18
Þriðjudagur 13. júní 1989 Þetta eru tölurnar sem upp komu 10. júní Heildarupphæð vinninga kr. 7.589.643,- Fjórir höfðu 5 rétta, og fær hver kr. 1.141.434,-. Bónusvinninginn fengu 3 og fær hver kr. 149.466,-. Fyrir 4 tölur réttar fær hver kr. 3.754,- og fyrir 3 réttar tölur fær hver um sig kr. 341,-. Sölustaðir loka 15 mínútum fyrir útdrátt í Sjónvarpinu. Hönnum auglýsingu FRÍTT þegar þú auglýsir í Tímanum AUGLÝSINGASÍMI S80001 18 Tíminn ■■■ IþbOttir lllllllllllllll:lllllylHillllllllllllllii i1il!IIIIIIIIIIIMi|;L^ Körtuknattleikur NBA-deildin: Detroit Pistons einum sigri frá sínum fyrsta NBA-titli - hefur nú 3-0 yfir í úrslitaviðureigninni gegn Los Angeles Lakers Detroit Pistons sigraði Los Ang- cles Lakers 114-110 í þriðja leik liðanna um sigur í bandarísku NBA- körfuknattleiksdeildinni á sunnu- dag. Leikurinn fór fram í Forum höllinni, heimavelli meistara Lakers að viðstöddum 17.505 áhorfendum. Með þessum sigri er lið Detroit Pistons aðeins einum leik frá fyrsta meistaratitli í 41 árs sögu félagsins. Liðið hefur 3-0 yfir og aldrei í sögunni hefur lið unnið titilinn eftir aðTiafa verið 3-0 undir. Enn á ný voru það bakverðir Detroit liðsins sem voru mennirnir á bak við sigur liðsins. Þeir Joe Dumars, Isiah Thomas og Vinnie Johnson gerðu samtals 74 stig í leiknum. Lakers liðið var yfir 88-86 fyrir fjórða leikhlutann, en eftir að Vinnie Johnson kom Pistons yfir 98-96, var ekki aftur snúið. Johnson gerði alls 13 stig í síðasta leikhlutan- um. Þegar Pistons liðið var 113-110 yfir á lokasekúndunum, reyndi ný- liðinn David Rivers þriggja stiga skot til þess að jafna leikinn fyrir Lakers, en aðeis voru 10 sekúndur til leiksloka. Joe Dumars gerði sér lítið fyrir og varði skotið ög bjargaði Leikur Kareem Abdul-Jabbar sinn síðasta leik í nótt, eða nær Lakers liðið að minnka muninn gegn Detroit Pistons? Knattspyrna 2. deild: Eyjasigur Vestmannaeyingar unnu Leifturs- menn frá Ólasfsfirði 3-1, er liðin mættust í Eyjum á föstudagskvöld. Leiknum hafði tvívegis verið frestað. Mörk Eyjamanna gerðu þeir Ingi Sigurðsson, Sigurlás Þorleifsson og Tómas Ingi Tómasson. Gústaf Óm- arsson gerði mark Leifturs. Öll mörkin voru gerð í fyrri hálfleik. BL Staðan í 2. deild: Stjarnan...... 3 2 1 0 6-2 7 Í.B.V......... 3 2 0 1 5-3 6 Víðir......... 3 1 2 0 2-1 5 Breiðablik....3 2 115-34 Völsungur.....3 1 1 1 4-4 4 Tindastóll....3 2 1 1 3-3 4 ÍR.............3 1114-54 Einherji...... 3 1 1 1 4-5 4 Leiftur....... 3 0 2 1 2-4 2 Selfoss....... 3 0 0 3 1-7 0 Ken Doherty heimsmeistari írinn Ken Doherty varð á laugar- daginn heimsmeistarí í snóker ung- linga, er henn lagði Englendinginn Jason Fergusson í úrslitaleik 11-5. Mótið fór fram í íþróttahúsinu í Hafnarfirði og tókst vel í alla staði. íslensku keppendurnir náðu ekki að komast í úrslit, en engu að síður stóðu þeir sig með prýði. Gary Hill frá Englandi setti heims- met í mótinu, er hann náði 147 stigum í skori. BL Luzern meistari Sigurður Grétarsson landsliðs- maður í knattspyrnu, varð um helg- ina svissneskur meistari í knatt- spyrnu, er félag hans Luzern sigraði Servette 1-1 á heimavelli. Þetta mun í fyrsta sinn sem Luzern vinnur titilinn í Sviss og gleðin var því mikil. Sigurmark Luzern gerði Júrg- en Mohr. Grashoppers urðu í öðru sæti í deildinni. BL honum síðan frá því að fara út af með glæsilegum tilþrifum. Miðherj- inn Bill Laimbeer innsiglaði síðan sigur Pistons með vítaskoti í lokin. Meiðsl settu mjög mark sitt á Lakers liðið í þessum leik. Byron Scott gat ekki leikið með, fremur en í hinum leikjunum gegn Piston og Magic Johnson lék aðeins fyrstu 5 mínúturnar í leiknum. Þá haltraði hann af leikvelli án þess að hafa náð að skora. Eins og áður segir voru bakverðir Pistons liðsins skæðir í þessum leik. Dumars var þeirra stigahæstur með 31 stig, þar af 21 í þriðja leikhluta. Hjá Lakers var Janes Worthy stiga- hæstur með 26 stig og Kareem Abdul-Jabbar, sem er 42 ára gamall skoraði 24 stig og hirti 13 fráköst. Jabbar, sem nú er að Ijúka 20 ára ferli sínum í NBA-deildinni, sýndi og sannaði í leiknum að hann hefur enn fulla burði til þess að leika í deildinni og hann getur lagt skóna á hilluna ánægður með sitt hlutskipti, þótt óneitanlega hefði veriö skemmtilegra fyrir hann að hætta sem meistari. „Ég gat alls ekki leikið," sagði Johnson eftir leikinn. „Ég gat ekkert beitt mér hvorki í vörn né sókn. Ég gat einungis hlaupið beint áfram.“ „Við verðum að taka okkur saman í andlitinu og reyna að gera okkar besta í leiknum áþriðjudag(í nótt),“ sagði Jabbar. „Það er aldrei að vita nema við höfum þá heppnina með okkur.“ Pat Riley þjálfari Lakers var ekki á vafa. „Hver veit fyrir hvað þessa árs verður minnst. Það eina sem á eftir að gerast er mesti lokasprettur eins liðs í sögu NBA-deildarinnar.“ Knattspyrna bikarkeppnin: Blikar slegnir út í Grindavík Óvæntustu úrslitin í 2. umferð bikarkeppninnar í knattspyrnu, sem fram fór á sunnudag, eru eflaust sigur Gríndvíkinga á Breiðabliks- mönnum í Grindavík. Annað áríð í röð þurftu Blikar að sætta sig við tap þar syðra, en að þessu sinni unnu heimamenn 3-2 sigur. Þórarinn Ólafsson kom Grindavík 2-0 yfir í fyrri hálfleik, Sigurður Halldórsson minnkaði muninn, en það dugði skammt því Hjálmar Hall- grímsson gerði þriðja mark Grind- víkinga. Sigurður náði síðan að minnka muninn aftur fyrir Kópa- vogsliðið. Augnablik vann stóran sigur á Höfnum 10-2 á Kópavogsvelli. Stað- an í hálfleik var 2-2, en í þeim síðari hálfleik máttu Hafnabúar ekki við margnum og einum færri fengu þeir á sig 8 mörk áður en yfir lauk. Bjarni Frostason gerði 5 marka Augna- bliks, Valdimar Jensson 2, Heiðar Breiðfjörð og Kristján Halldórsson 1 mark hver og eitt markið var sjálfsmark. Bæði mörk Hafna gerði Guðmundur Frans Jónsson. í Sandgerði máttu heimamenn í Reyni þola 0-7 tap fyrir Stjörnu- mönnum. Valdimar Kristófersson og Sveinbjörn Hákonarson gerðu 2 mörk hvor, Heimir Erlingsson, Val- ur Árnason og Valgeir Baldvinsson gerðu 1 mark hver. Árvakur beið lægri hlut gegn grönnum sínum úr Víkverja á gervi- grasinu. Níels Guðmundsson var hetja Víkverja, en hann skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik. Víðismenn voru 1-0 yfir gegn ÍK í Garðinum, eftir að Óskar þjálfari Ingimundarson kom sínum mönnum yfir. Grétar Einarsson bætti öðru marki við í síðari hálfleik, áður en Gunnar Guðmundsson minnkaði muninn með glæsimarki. Þriðja mark Víðis í 3-1 sigrinum gerði Vilberg Þorvaldsson. Ingi Björn Albertsson alþingis- maður Vesturlands, var ekki með neina fyrirgreiðslupólítík, er hann ásamt félögum sínum í liði Selfyss- inga, mættu Víkingum úr Ólafsvík. Ingi Björn skoraði 2 mörk gegn kjördæmisfélögunum, í 6-0 sigri Selfyssinga. Gunnar Garðarsson fór að dæmi þingmannsins og skoraði tvívegis, en þeir Gylfi Sigurjónsson og Björn Axelsson gerðu 1 mark hvor. Eyjamenn afgreiddu Stokkseyr- inga með sömu markatölu í Eyjum. Þróttarar úr Reykjavík slógu Njarðvíkinga út úr bikarnum með 3-0 sigri á gervigrasinu. Sigurður Hallvarðsson gerði 2 mörk og Ás- mundur Vilhelmsson 1. Eyjólfur Sverrisson tryggði Tinda- stól áframhaldandi veru í képpninni, er hann skoraði beint úr aukaspyrnu gegn Siglfirðingum. Völsungar unnu nauman sigur á Leiftri á Ólafsfirði. Sveinn Freysson gerði sigurmark Völsunga stuttu fyr- ir leikslok. Kristján Olgeirsson kom Völsungum yfir í leiknum, en Hall- dór Guðmundsson náði að jafna fyrir Leiftur. Leiknismenn frá Fáskrúðsfirði unnu 4-2 sigur á Hetti á Egilsstöðum. Jakob Atlason 2, Helgi Ingason og Gunnar Larsson gerðu mörk Leikn- is, en Jóhann Sigurðsson og Jón Kristinsson skoruðu fyrir Hött. Þróttur Neskaupstað og Huginn Seyðisfirði gerðu 4-4 jafntefli í fram- lengdum leik á Norðfirði. Eftir venjulegan leiktíma var staðan 3-3 og jafnt var 4-4 eftir framlenginguna. I vítaspyrnukeppninni tryggðu Þróttarar sér síðan sigurinn. Þorlák- ur Arnarsson gerði 2 mörk fyrir Þrótt og Bjarni Freysteinsson og Hörður Rafnsson 1 hvor, Fyrir Hug- in skoruðu þeir Þórir Ólafsson, Kári Hrafnkelsson, Sveinbjörn Jóhanns- son og Finnbogi Sigurðsson. BL íslenskar getraunir: Fimm með 12 rétta Fimm einstaklingar voru með 12 leiki rétta í 23. leikviku íslenskra getrauna um helgina. Hver þeirra fær 98.417 kr. í sinn hlut, en potturinn var tvöfaldur að þessu sinni. 189 voru með 11 rétta og vinn- ingur þeirra er aðeins 586 kr. Heildarupphæð vinninga var 602.893 kr. Leikirnir á seðlinum voru allir úr 2. umferð íslensku bikarkeppninnar í knattspyrnu. Úrslitaröðin var þessi: 211, 211, 111 og 22X. BL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.