Tíminn - 27.07.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 27.07.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 27. júlí 1989 Timirm MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason Aðstoðarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson EggertSkúlason Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9. Reykjavík. S(mi: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. mars hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 900.-, verð í lausasölu í 80,- kr. og 100,- kr. um • helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 595.- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Er skortur á læknum? Enn er sú spurning brennandi á vörum fólks hvort læknisþjónustan í landinu sé nægilega vel skipulögð og framkvæmd. Því verður ekki móti mælt að á síðasta hálfum öðrum áratug hefur skipulag heilsugæslu tekið stakkaskiptum og margs konar framfarir orðið varðandi byggingu og búnað heilsugæslustöðva víða um land. Hin opinbera stefna hefur verið sú að leggja grundvöll að traustu heilsugæslukerfi sem næði til landsins alls. Þrátt fyrir þessa stefnu og eins þótt sjá megi árangur hennar í verklegum framkvæmdum í öllum landshlutum, þá eru menn enn að spyrja brýnna spurninga um ástand heilsugæslu og fram- kvæmd þess kerfis, sem lög og reglugerðir og hátíðleg stefnumörkun stjórnmálamanna hafa mótað. Þegar ráðist var í endurskipulagningu heilbrigð- iskerfis og læknisumdæma á áttunda áratugnum var þörfin í því efni afar brýn. Gamla skipulagið hafði gengið sér til húðar, m.a. einmenningshéruð- in, þar sem einn læknir átti að sinna öllum skyldum og undir hælinn lagt hvaða aðstoð hann gat fengið, ef hann forfallaðist eða tæki sér eðlilegt sumarfrí. Læknisþjónusta á landsbyggðinni var löngum stopul og óviss. Landsbyggðarfólk var sannfært um það að nýja heilsugæslukerfið myndi eyða lækna- skortinum og bæta þannig úr öryggisleysinu á því sviði. Það var ekki síst læknastéttin sjálf sem lagði áherslu á að sannfæra landsbyggðarfólk um að nýtt skipulag læknisumdæma og bygging heilsugæslu- stöðva myndi gerbreyta ástandinu, framar öðru því að læknaskorturinn yrði úr sögunni. Því miður hefur þetta ekki gengið eftir að því marki sem ætla mátti. Landlæknir, sem er aðal- skipuleggjandi daglegrar læknaþjónustu, fer ekki dult með það að enn sé erfitt að manna læknastöður úti um land fullgildum læknum, a.m.k. til afleys- inga í fríum. Það virðist benda til þess að nýja heilsugæslukerfið laði ekki útlærða lækna að sér og er þó á ýmsum að skilja að læknastéttin sé of fjölmenn og læknadeild brautskrái of marga lækna. Hér skal því ekki endilega haldið fram að bæta megi úr læknaskorti á landsbyggðinni með því að fjölga stúdentum í læknadeild. Hins vegar verður að taka undir það með landlækni að fásinna sé að lækka aðgöngutölu stúdenta úr 36 í 22 eins og samtök lækna munu leggja til. Þegar rætt er um stúdentafjöldann í læknadeild og þá stefnu að koma í veg fyrir offjölgun lækna, ætti það í raun að leiða til umræðu um þá menntun og starfsþjálfun, sem læknadeildin lætur í té. Er hugsanlegt að menntun og starfsundirbúningi læknanema sé þannig háttað að verðandi læknar séu haldnir firringu gagnvart ýmsu því sem starfs- umhverfi og veruleiki íslensks þjóðfélags hefur að bjóða? Ráðamenn Háskóla íslands ættu að velta þeirri spurningu fyrir sér. GARRI lllllilllllllllllllllllllllllllllllllllll „Hrakspárnar“ hafa ræst Alþingi og önnur yfirvöld lands- ins létu það loks eftir „framfara- sinnuðu nútímafólki“ (eins og sum- ir kalla sjálfa sig) að leyfa sölu áfengs öls í vínbúðum ríkisins frá 1. mars sl. Það má því innan fárra daga halda hátíðlegt fimm mánaða afmæli þessa merkisatburðar. Nýlega birti áfengiseinkasalan tölur um sölu áfengra drykkja i búðum sínum miðað við hálft árið sem er að líða. í Ijós kemur að áfengisneyslan á þessum sex mán- uðum hefur aulúst um 36 af hundr- aði miðað við sama tímabil í fyrra. Hér sýnist þvi vera um allmyndar- legan vöxt drykkjuskapar að ræða og ekki nema von að áhugamenn um menningu og heilsufar fari að velta því fvrir sér hvað nú hafi gerst. Túlkun staðreynda Það fór sem við mátti búast að í vangaveltum um aukinn drykkju- skap staðnæmdust greinahöfundar og fréttaskýrendur yfirleitt við þá staðreynd að sala áfengs öls var heimiluð 1. mars sl. Samt er býsna fróðlegt að fylgjast með því hvemig einstakir höfundar túlka hinar tölu- legu staðreyndir sem nú liggja fyrir um drykkjuskap fsjendinga og hvemig menn sjá fyrir sér áhrif eða afleiðingu þess að ölbanninu var aflétt. Sérstaklega er athyglisvert að bera saman ritstjómargreinar í Al- þýðublaðinu og DV. Þótt lagðar séu til grandvallar sömu upplýsing- ar, sem aukinheldur eru tölur, verður ekki séð að leiðarahöfundar þessara blaða verði ásáttir um eitt einasta atriði sem máli skiptir í sambandi við tilkomu og áhrif ölsölufrelsisins. Ritstjóri DV semur grein sína út frá þeirri grandvallarforsendu að ekki megi banna áfengissölu í „sið- uðu“ þjóðfélagi, því að ekki sé hægt að frelsa heiminn með því að hafa vit fyrir öðram. Látum svo vera, þó svo ekki sé alveg Ijóst hvaða samhengi er á milli þess að selja öl og frelsa heiminn og hvera- ig það fær staðist að mönnum sé bannað að hafa vit fyrir öðram. Ekki stendur það í frelsisparagröff- um stjómarskrárinnar, enda varia við að búast. Náttúra bjórsins Niðurstaða ritstjóra DV er sú að hvað sem líði því að íslendingar drekki nú 36% meira áfengismagn en í fyrra, þá sé áfengið í bjóraum gætt þeirri náttúru, sem ekki á við um alkóhólið ■ sterku vínunum, að það verkar a.m.k. 36% vægar á miðtaugakerfi mannslíkamans en spírinn í gini og vodka. Garri hefur ekki við annað að styðjast en reynslu sjálfs sín af því að finna á sér af bjór og gini og hefúr ekki formerkt muninn á áhrifunum af því sem þessar áfeng- istegundir valda. Auk þess þyldst Garri hafa öðlast þá almennu þekkingu á alkóhólisma, að bjór- þamb komi þar ekki síður við sögu en brennivínsdrykkja. Ritstjóri DV rifjar það upp að andstæðingar bjórsins hafi haldið því fram að bjórinn yrði hrein viðbót við áfengisneyslu lands- manna. Þessu vill hann andmæla, hvað sem þeirri tölulegu staðreynd líður að drykkjuskapur hefur auk- ist um 36%. Þessa ályktun ritstjór- ans er erfitt að skilja, hvað sem öðram skoðunum hans Iíður. Hvað þetta snertir hallast Garri að áliti leiðarahöfundar Alþýðublaðsins sem heldur því fram að bjóraeyslan hafi „lagst ofan á“ (eins og hann orðar það) áfengisneysluna sem fyrir var. Þótt brennivíns- og rauð- vínsdrykkjan hafi eitthvað sjatnað er ölþambið orðið svo magnað að það fer langt fram úr samdrætti þessara áfengistegunda og eykur þannig heildardrykkjuna í landinu um 36%. Að sjálfsögðu er þetta viðbót við það sem fyrir var. And- stæðingar ölsins sýnast því hafa haft rétt fyrir sér um það að frjáls ölsala myndi auka áfengisdrykkju landsmanna. Einstaklingsfrelsið ogðlið En hvað sem ályktunarhæfileik- um ritstjóranna líður og hvor hafi þar betur, þá er hitt ekld síður eftirtektarvert að þeir era ósam- mála um sjálft frelsishugtakið, hversu viðtækt það sé og gildLsmik- ið í „siðuðu,, þjóðfélagi. Ritstjóri Alþýðublaðsins heldur fast við þá kenningu að bjórfrelsið varði ekki frelsi einstaklingsins til að heUa ofan í sig áfengi í formi öls, heldur um heUbrigði og heUsufar þjóðar- innar, uppeldismál, fíkniefna- neyslu, slysatíðni, vinnuástundun og framleiðslu o.s.frv. M.ö.o.: Rit- stjóri Alþýðublaðsins hafnar þeirri meginforsendu leiðarahöfundar DV að einstaklingsfrelsið krefjist þess að ekki sé sett bann á ölsölu. Sakir standa því þannig að annar viU fullnægja frelsiskröfum með því að heimUa bjórsölu, en hinn segir að bjórbann og bjórsala komi frelsiskröfum einstaklinga ekkert við. Nú má vel vera að hægt sé að skera úr þessari þrætu um einstakl- ingsfrelsið og ölið með heimspeki- legum rökum. Út í slíkt leggur Garri alls ekki og efast reyndar um að heimspekilegar lausnir finnist á þessari gátu. Hins vegar hallast hann að því að þeir, sem spáðu að bjórfrelsið myndi auka drykkju- skap í landinu, hafi haft rétt fyrir sér. Framtíðin sker að vísu úr um það hver langtímaáhrifin verða, en óþarfi er að álykta eins og ritstjóri DV, að „hrakspárnar um bjórinn“ ætU ekki að rætast. Að svo komnu hafa þær ræst. Garri. .111 VÍTT Of. RRFITT Hlllllllll Velferð hinna ríku Fyrir nokkrum árum kom upp sú hugmynd að hinir efnameiri þjóð- félagsborgarar létu eitthvað meira af hendi rakna til heilbrigðisþjón- ustu þegar þeir þyrftu á henni að halda en þeir fátæku. Hugsunin á bak við þessa hugdettu er augljós. Hinir ríku áttu að auðvelda heil- brigðiskerfinu að standa fjárhags- lega undir sjálfu sér og auðvelda þeim sem minna hafa úr að moða að njóta fullkominnar heilbrigðis- þjónustu án þess að setja ríkissjóð á hausinn. Andstæðingar hugmyndarinnar ruku upp til handa og fóta og grenjuðu - sjúklingaskattur - og heimtuðu jöfnuð og réttlæti í heil- brigðisþjónustunni. Það réttlæti er fólgið í því að auðugir menn og konur njóti sömu vildarkjara og fátæklingar þegar leita þarf á náðir heilbrigðisþj ónust unnar. Ríka fólkið er ávallt fullt upp af þjóðfélagslegri réttlætiskennd og styður jöfnuð af mikilli ákefð þegar um er að ræða að njóta góðs af þeirri velferð sem þjóðfélagið leit- ast við að veita þegnunum. Þess vegna æptu málsvarar hinna ríku - sjúklingaskattur - þegar orðað var varfæmislega að auð- menn og -konur gætu kannski látið eitthvað af hendi rakna framyfir aðra þegar það fólk þarf á velferð heilbrigðiskerfisins að halda. Auðugir sveitarlimir Því er á þetta minnt, að enn eru uppi hugmyndir um að efnalítið fólk njóti velferðarkerfisins í eitthvað ríkara mæli en þeir sem loðnir eru um lófana. Þetta gæti komið fram í því t.d. að eignafóik og þeir sem hafa góðar tekjur á fullorðinsaldri njóti ekki ellistyrks til jafns við þá sem Iítið eiga og litlar tekjur hafa. Eins mætti vel hefja umræðu um hvort þeir ríku séu nokkuð of góðir til að greiða sinn skerf til heilbrigðismála þegar þeir þurfa á dýrri þjónustu þess kerfis að halda. Við þá sem munu endurvekja herópið um „sjúklingaskatt“ er alveg óhætt að tala með tveimur hrútshomum. En síðast réðu þeir allri umræðunni. Endurskoðun velferðarkerfisins er auðvitað í tenglum við þann gífurlega halla sem nú er á ríkis- sjóði og er fyrirsjáanlegt að verður enn meiri á næsta ári. Því er niðurskurður nauðsynlegur og greinilegt er að takmarka verður velferðina við þá sem helst þurfa á henni að halda. Vel efnað fófk er ekki í þeim hópi og ætti í raun að vera skömm fyrir hátekjufólk að taka við ellilíf- eyri og skerða með því það sem þurfandi gætu fengið. Einkaauður og ríkisbákn Velferð til handa þeim ríku er réttlætt með því að þeir hafi eins og aðrir lagt fram sinn skerf til velferðarkerfisins og því eigi að ríkja jöfnuður ( útdeilingu þjóðfé- lagslegra trygginga. Svona rök em léttvæg. Þeir efn- uðu hafa í langflestum tilfellum lapið rjómann ofan af því sem þjóðfélagið hefur upp á að bjóða. Sumir em fæddir ríkir og aðrir safnað auði með dugnaði og ein- hverju öðm óútskýranlegu. Lend- ur og hlutafélög, verðbréf og stór- eignir em í eigu einstaklinga og ætta. Einhverjir eiga hverja ein- ustu laxveiðiá á landinu og auðlind- ir hafsins em eign kvótahafa og svona má lengi telja. Útsvör og tekjuskattar em greiddir af launþegum og satt best að segja er stóreignafólk og lögerf- ingjar að miklu leyti undanþegnir sköttum. Enda er kvartað sáran yfir fasteignagjöldum af tugmillj- óna villum. Ríkt fólk hefur nefnilega aldrei á tilfinningunni að það skuldi þjóð- félaginu neitt. Það lítur á samfélag- ið sem gróðalind en ekki eitthvað sem halda þarf gangandi með fjár- magni. Enda sé þá í lagi að taka aurinn af launaþrælunum, sem all- taf heimta meira og meira til þess eins að borga hærri skatta. Það er allt í lagi að hefja umræðu um velferð hinna ríku og er óþarfi af málsvömm velferðarinnar að láta slá sig út í fyrstu lotu með haganlega gerðri slagorðasmíð. Annars er erfitt fyrir stjómar- sinna að fara að mæla fyrir sam- drætti og spamaði í kerfinu. Sama daginn og Tíminn veltir velferð hinna ríku upp dáist Alþýðublaðið að því að þrefalda eigi framlög til bíóstráka upp í 200 milljónir, færa skólaskyldu fram til 6 ára og koma upp listaháskólabákni fyrir millj- arða og er nú búið að fjölga deildum þar úr þfem í fimm. Hvað skyldu þær verða orðnar margar þegar báknið kemst í gagnið? OÓ .t:$Aíii'y.f.*#,í> L'íúf. i t'l rl UtOf.í Jt.X'ifjj ÓIY ✓éix&ifli'? 7 >\ bUfJ Tv'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.