Tíminn - 27.07.1989, Blaðsíða 11

Tíminn - 27.07.1989, Blaðsíða 11
10 Tíminn Fimmtudagur 27. júlí 1989 Fimmtudagur 27. júlí 1989 Tíminn 11 Hundruð tonna viðbótarframleiðsla af nautgripa og hrossakjöti í haust: Kjötfjöll leið inn yfirfullan markað Útlit er fyrir að í haust myndist hér ný „kjötfjöll“, m.a. af nautakjöti og hrossa- kjöti, sem bætast við á þegar yfirfullan kjötmarkað. M.a. voru kálfar í fyrrahaust um 40% fleiri en undanfarin ár, sem þýðir um 500-600 tonna viðbót af nauta- kjöti í ár. Sú viðbót ein þýðir hátt í 10 kg aukalega á hverja fjölskyldu. Þá má búast við nokkur þúsund fleiri folöldum til slátrunar en undanfarin ár. Allt útlit er því fyrir að yfirstandandi „slagur“ kjöt- framleiðenda um hylli neytenda - með tilboðum og útsölum - sé aðeins byrjunin á enn harðari samkeppni um “kúnnann" í haust og vetur. Kjúklingaframleiðendur hafa nú kynnt þátttöku sína í keppninni með 20.000 kjúklingum sem selja skal á sérstöku afsláttarverði og hefst sú sala í dag. Yfirlýstur tilgangur Alifuglasölunnar sf., sem er sölufyrirtæki fjögurra stórra kjúkl- ingaframleiðenda, með þessu afsláttartil- boði er m.a. að keppa við „Lambakjöt á lágmarksverði“ og svínakjöt sem nú er sums staðar boðið á lægra verði en fyrir ári. Eftir Heiði Helgadóttur Alifuglasalan segir að kjúklingafram- leiðslan hafi átt undir högg að sækja, ekki hvað síst vegna „niðurgreiðslna á ýmsum öðrum kjötvörum sem skert hafa sam- keppnisstöðuna verulega. Því er neysla hér á landi enn talsvert minni en í nágrannalöndum okkar“. Hugmyndin er sem sagt að laga þessa markaðshlutdeild. En ýmislegt bendir þó til að róður kjúklingaframleiðenda gæti orðið þyngri en ætla mætti. vitum líka að við eigum mikið af hrossa- kjöti gangandi úti í haga. Og þar sem fóðurframleiðsla er í lágmarki í sumar má búast við að töluverðu af því verði slátrað í haust.“ Gísli sagði að þegar á s.l. ári hafi verið giskað á að viðbótin af nautakjöti geti numið 500-600 tonnum, sem komi á markað eftir mitt þetta ár. í júní hafi slátrun t.d. aukist um þriðjung miðað við sama tíma í fyrra og búist sé við að aukningin verði enn meiri í júlí, ágúst og september. Um 40% fjölgun kálfa Á sama tíma má lesa í Hagtíðindum að kúabændur hafi í fyrra fjölgað kálfum sínum um rúmlega 5.000 gripi í fyrra, eða í kringum 40% frá árinu áður. Fram- kvæmdastjóri Framleiðsluráðs landbún- aðarins, Gísli Karlsson, var spurður hvort ekki blasi því við nautakjötsfjall þegar líður á haustið til viðbótar við öll hin „fjöllin“? „Jú, við sjáum fram á það að það komi mikið af nautakjöti á markaðinn. Við Þúsundum fleiri folöld Auk þess sem hrossum hefur að undan- förnu fjölgað um þúsundir árlega, sagði Gísli flest benda til að verð á heyi muni nú tvöfaldast á milli ára. Það þýði að hrossum muni tæpast verða fjölgað í haust, sem aftur leiði þá til þess að nokkur þúsund fleiri folöld komi þá til slátrunar í haust heldur en undanfarin haust. Að ekki sé nú talað um ef hátt verð og skortur á heyi leiðir til að menn • beinlínis fækki í hrossastóðum sínum. Gísli segir bændur enga tryggingu hafa fyrir að losna við allt þetta nautakjöt og hrossakjöt - né á neinu ákveðnu verði. Þessi umframframleiðsla sé öll á þeirra eigin ábyrgð ekkert síður en hjá kjúkl- inga- og svínabændum. ,,Gróði“ misskilningur? Þýðir þetta þá ekki að neytendur mega hlakka til - horfa fram á haust og vetur með „kjötstríði“ og þar með að hver hópur framleiðenda bjóði niður verð fyrir öðrum? Hvað varðar „gróða“ neytenda af „kjötstríði" segir Gísli það útbreiddan misskilning að þetta lága verð sé eintóm- ur gróði - og að það geri svo sem ekkert til þótt einn og einn verði gjaldþrota. Þeir gjaldi ekki með öðru en eignum sínum. Gjaldþrotin innheimt seinna „Gjaldþrotin eru yfirleitt mun stærri eins og við þekkjum og þá má velta því fyrir sér hvert mismunurinn er sóttur. Sem neytandi er ég skíthræddur um það að þann mismun verði ég að borga í gegnum annað hvort hærra vöruverð síðar, ellegar í gegnum hærri vexti ef ég þarf að fá lán, því bankastofnanirnar verða líka að lifa. Ég er afar vantrúaður á að þær milljónir, kanhskl' hundruð milljóna, sem tapast í gjaldþroti bara týnist þannig að enginn þurfi að ná í þær aftur. Ég er því hræddur um að þessi gjaldþrot komi fram á mér seinna og þá meira en sem því nemur sem ég gfræði á að fá nokkrum sinnum ódýr.a steik,“ sagði Gísli. Óhlmju sóun á verðmaetum „Þessari frjálsu samkeppni fylgir alveg óhemjfi sóun á verðmætum. Bændur, fáir og smjiir, taka þarna ákvarðanir hver í sínu lagi - yfirleitt þegar verð er tiltölu- lega gott vegna þess að ekki er um offramboð að ræða. Svo enda þeir í offramleiðslu og verðfalli þegar allt er loks komið í fullan gang. Það eru þannig sveiflur sem eru þekkt fyrirbrigði bæði frá þessari og síðustu öld sem menn eru að reyna að forðast með því að setja efri mörk á framleiðslu, víða um heim.“ Lambakjöt á lágmarksverði hefur heldur betur kallað á viðbrögð frá öðrum kjötframleiðendum og hálfgerður kjötslagur stendur nú yfir og gylliboðin streyma til neytenda. Utlit er fyrir að þettá gæti verið byrjunin á enn stærra máli, því í haust stefnir í mikið viðbótarmagn af nauta- og hrossakjöti á markaðinn. Tímamynd Ámi Bjama Tóku ekki mark á góðum ráðum Kálfum settum á vetur fjölgaði úr rúmlega 13 þús. árin 1986-87 upp í 18.200 síðasta haust, eða rösklega 5 þús. Fjölgun geldneyta og kálfa samanlagt (34.500) var hins vegar í kringum 3.000 gripir. Gísli var spurður hverju þessi mikla fjölgun í fyrra sæti. - Það verður að fara a.m.k. hálft annað ár eða svo aftur í tímann. í nóvember 1987 var hætt að greiða sérstök verðlaun út á ungkálfaslátrun, sem hafði verið gert til þess að laga markaðsstöðu, jafnframt því sem fé var lagt í að fjarlægja gamlar birgðir af nautakjöti. Bændum var þá jafnframt bent á það að sníða sér stakk eftir vexti. En þeir fóru bara ekkert eftir þessu, sagði Gísli. Þar við bætist að fjöldatölur Hagtíðinda munu heldur í lægri kantinum, því eitthvað taldi Gísli hafa „fundist“ af ungneytum við talningu landbúnaðarráðuneytisins s.l. vetur. 1986 1987 1988 2.740 3.350 3.450 Svínum hefur fjölgað um meira en fjórðung síðustu tvö árin og um 120% á áratugnum. Og fjölgun hrossa: 1980 1985 1986 1987 1988 Geldnaut: 11.600 18.800 19.400 18.500 16.300 Kálfar: 10.700= 13.800 = 13.000 = 13.100 = 18.200 = Alls: 22.300 32.600 32.400 31.600 34.500 1980 1985 1986 1987 1988 52.300 54.100 56.400 59.200 63.500 Til marks um aukningu nautakjöts- framleiðslu á þessum áratug má benda á að kýr voru s.l. haust um 1.500 færri heldur en árið 1980. Geldneytum og kálfum hefur á sama tíma fjölgað um 55% og eru nú orðið hátt í helmingur allra nautgripa í landinu. Fjölgun svína á sama árabili: 1980 1985 1.550 2.580 Hrossum fjölgaði sem sjá má nokkuð á 5. þús. á s.l. ári. Fjölgi menn ekki hrossum í haust getur það þýtt samsvar- andi fjölgun folaldaskrokka í frystihúsum landsins nú í haust umfram s.l. haust. Þótt sauðfé hafi fækkað mjög síðustu árin, er nú til dágott „fjall“ af dilkakjöti og ljóst virðist að landsmenn verða að torga miklu kjöti eigi að koma í veg fyrir fleiri og myndarlegri kjötfjöll í frystihús- um landsins á næstu mánuðum og misser- um. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.