Tíminn - 27.07.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.07.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 27. júlí 1989 DEUTZ-MHR tromlumúgavélar Eigum fyrirliggjandi takmarkaðar birgðir af þessum vinsælu DEUTZ-FAHR tromlumúgavélum á ótrúlega hagstæðu verði. Vinnslubreidd 3,5 m. Hafið samband við sölumenn okkar sem allra fyrst í Ármúla 11, eða hringið í síma 681500. Laus staða Staða skógræktarstjóra er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. janúar 1990. Samkvæmt lögum nr. 3, 6. mars 1955 um skógrækt skal umsækjandi hafa leyst af hendi próf frá skógræktarháskóla á Norðurlöndum eða við annan skóla jafnstæðan. Vakin er athygli á að samkvæmt lögum nr. 58, 25. maí 1989 um breytingu á lögum nr. 3, 6. mars 1955 skulu aðalstöðvar Skógræktar ríkisins vera á Fljótsdalshéraði. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist landbúnaðarráðuneytinu fyrir 1. september n.k. Landbúnaðarráðuneytið, 25. júií 1989 Auglýsing um styrki úr Minningarsjóði Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar Stjórn Minningarsjóðs Helgu Jónsdóttir og Sigur- liða Kristjánssonar, kaupmanns, auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Styrkirnir eru ætlaðir nemendum í verkfræði- og raunvís- indanámi. Umsóknareyðublöð fást á aðalskrifstofu Háskóla íslands og ber jafnframt að skila umsóknum þangað. Umsóknarfrestur er til 8. september n.k. og er fyrirhugað að tilkynna úthlutun fyrir septem- berlok. Lágmarksupphæð hvers styrks mun vænt- anlega nema kr. 250 þúsund. Hey óskast Hestamannafélagið Fákur Reykjavík óskar eftir að kaupa hey. Afhendist súgþurrkað og vélbundið úr hlöðu í september-nóvember. Þeir sem hafa áhuga sendi upplýsingartil skrifstofu Fáks Víðivöll- um, 110 Reykjavík. Hestamannafélagið Fákur. Frá steypuvinnu í Kolbeinsey. Varðskipið Óðinn liggur við eyna og er steypan hrærð um borð. Þyrlan Qytur steypu yfír á eyna og eins og sjá má á innfelldu myndinni er nú að komast mynd á þyrlupabinn þar. Tímamyndir Tómas Heigason Stefán Guðmundsson hefur barist lengi fyrir verndun Kolbeinseyjar: Fagnar þessu átaki suðurs og svipað á breidd og um fimm metrar á hæð. í svari samgönguráðherra Matt- híasar Á. Mathiesen kemur fram að miðað við allar mælingar var gert ráð fyrir að eyjan gæti horfið algjör- lega um miðja næstu öld, væri ekkert gert því til vamar. „Ég fagna því mjög að þessi barátta mín er loksins farin að bera árangur. Það sem vakað hefur fyrir mér er að styrkja eyjuna og þar með stöðu okkar íslendinga til að geta talið hana sem einn okkar grunnlínu- punkta sem fiskveiðilögságan er miðuð við. Jafnframt því að þama verði settir upp radarvarar til öryggis fyrir sjófarendur. Ég hef einnig minnst á að athugandi væri að þarna yrði komið upp veðurathugunar- tækjum, sem yrði til mikils hagræðis fyrir sjómenn og fleírisagði Stefán í samtali við Tímann. Hann sagðist vona að í kjölfar þessa framkvæmda opnuðust augu manna fyrir því hve mikilvægt það væri íslendingum að viðhalda Kol- beinsey. „Ég mun halda áfram og vona að róðurinn léttist nú eitthvað. Að vísu ber að geta þess að málið hefur alltaf hlotið mjög góðar undir- tektir á Alþingi en framkvæmdir hafa dregist á meðan eyjan hefur sífellt brotnað meira niður,“ sagði Stefán. jkb Stefán Guðmundsson al- þingismaður hefur um nok- kurra ára skeið barist fyrir þeim framkvæmdum sem nú eru hafnar í Kolbeinsey. Hann reið á vaðið með því að bera fram þingsályktunartil- lögu fyrir nokkrum árum þar sem lagt var til að Alþingi fæli ríkisstjóminni að sjá svo um að sjómerki yrðu sett upp á eynni. Jafnframt að athug- anir yrðu hafnar á því h vernig mætti tryggja að eyjan stæð- ist heljaröfl stórviðris og ísa. Hann sagðist í samtali við Tímann fagna framkvæmd- unum mjög og hyggst ekki láta deigan síga í baráttunni fyrir vemdun eyjarinnar. Tillaga Stefáns var samþykkt en lítið gert í málinu. Hann lét málið þó ekki niður falla og ýtti á eftir því með fyrirspurnum í tvígang. í síðari fyrirspurninni benti Stefán á að í elstu mælingum sem hann hefði undir höndum, af ummáli eyjarinn- ar, hefði hún verið 753 metrar frá norðri til suðurs, 113 metrar frá Stefán Guðmundsson alþingismað- ur. austri til vesturs og 113 metrar á hæð. Þær mælingar eru frá árinu 1580. í nýjustu mælingum hefði aftur á móti komið í ljós að eyjan hefði minnkað umtalsvert, væri orð- in tæpir fjörutíu metrar frá norðri til AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1984-1. fl. 01.08.89-01.02.90 1 kr. 394,98 ‘Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteinaríkissjóðsferfram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframtframmi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, júlí 1989 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.