Tíminn - 27.07.1989, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.07.1989, Blaðsíða 2
• « r « 2 Tíminri; C RP | «in! ro Fimmtudagur 27. júlí 1989 Hvalatalningarskipin koma inn og taka olíu og vistir. Hvalur 8 og Hvalur 9 bætast í hópinn: Talningin gengur samkvæmt áætlun Hafrannsóknarskipið Barðinn hélt úr höfn í Reykjavík í gærkveldi, eftir um sólarhrings landlegu. Ámi Friðriksson var aftur væntanlegur til hafnar í gærkvöld eða nótt, en hafrannsóknarskipin tvö hafa verið við talningar á hvölum suður af landinu, undanfarnar vikur. Ámi mun aftur sigla út í kvöld og honum Hvalur 8 og Hvalur 9, en | munu taka þátt í seinni áfanga hvalatalningarinnar, sem á að Ijúka um miðjan næsta mánuð. Að sögn Jóhanns Sigurjónssonar leiðangursstjóra á Árna Friðrikssyni hefur talningin gengið samkvæmt áætlun, þrátt fyrir frekar óhagstætt veður. Leiðangursmenn hafa séð þó nokkuð af hval, en talið er of snemmt að draga neinar áætlanir út frá því, enn sem komið er. „Þetta hefur verið mjög í takt við það sem við bjuggumst við og ekkert sem komið hefur okkur sérstaklega á óvart,“ sagði Jóhann í gær. Ámi og Barðinn hafa verið við talningar djúpt suður af landinu og allt suður að Hvarfi. Svæðið sem talið var á í þessum áfanga er sunnan við 60. gráðu og allt suður að 50. gráðu norðlægrar breiddar og á bil- inu 18. gráðu vestlægrar lengdar og vestur á 42. Hafrannsóknarskipin tvö munu halda áfram talningu á svipuðum við Austur-Grænland, en Hvalur 8 slóðum, en Hvalur 9 kemur til með verður grunnt suður og suðaustur af að telja djúpt vestur af landinu og landinu. - ÁG Barðinn í Reykjavíkurhöfn í gær. Tlmamynd: Aml BJama Hafísinn: Fer líklega inn á siglingaleiðir Samkvæmt hafískönnunarflugi Landhelgisgæslunnar, sem farið var á þriðjudaginn, hefur hafísinn færst norður borið saman við könnunarflug sl. föstudag. Suð- austan- og austanátt hefur ríkt á þessu svæði og hefur því ísinn þokast fjær landi. Að sögn Þórs Jakobssonar hjá Veðurstofunni má búast við norð- austanátt fram á föstudag og vest- anátt um helgina. Þvf em miklar líkur á því að ísinn færist nær siglingaleiðum fyrir Hornbjarg. Miðað við flugið á föstudag hafði jaðarinn gisnað talsvert og mikið var af lænum í honum. Frá Dohm- banka lá jaðarinn f norðaustur átt og var í fjarlægð frá Iandi sem hér segir: 55 sjómílur norðvestur af Barða, 35 sjómílur norðaustur af Homi, 29 sjómílur norðaustur af Geirólfsgnúp og 39 sjómflur norð- ur af Skagatá. GS Fólskuleg líkamsárás ekki kærð: Ráðist á mann í Kópavoginum Tveir menn réðust á 25 ára gamlan mann á þriðjudagskvöld fyrir utan heimili hans að Alfhóls- vegi í Kópavogi. Árásarmennimir munu hafa sparkað í manninn hvað eftir annað, eftir að hafa barið hann niður. Atburðurinn átti sér stað um klukkan níu. Maðurinn komst inn til föður síns, þar sem hann býr, og hringdi hann á sjúkrabíl um miðnættið. Meiðsl hans vom ekki alvarleg og í gær útskrifaðist hann af Landspít- alanum. Hann mun ekki ætla að kæra árásina. GS pkkl ^ Laugardagur kl.13:25 30. LEIKVIKA- 29. júlí 1989 II! m 2 Leikur 1 Bayern M. - Niirnberg Leikur 2 St. Pauli - W. Bremen Leikur 3 Leverkusen - Dortmund Leikur 4 Kaiserslautern- Gladbach Leikur 5 B. Uerdinqen - Homburg Leikur 6 Stuttqart - Karlsruher Leikur 7 Bochum - Köln Leikur 8 Frankfurt - Waldhof M. Leikur 9 Dusseldorf - H.S.V. Leikur 10 Ikast - Bröndby Uanm' Leikur 11 Brönshöi -A.G.F.Uanm Leikur 12 Tromsö - BrannNor Símsvari hjá getraunum er 91-84590 og -84464. LUKKULÍNAN s. 991002 Ath. lokun sölukerfis! ! Bifreiðar og landbúnaðarvélar halda upp á 35 ára afmæli sitt: Gísli Guðmundsson, forstjóri Bifreiða og landbúnaðarvéla, situr fyrir endanum á borðinu, við hlið hans er Vladimir V. Kadannikov, þá Yuri Kudinow, verslunarfulltrúi Sovétríkjanna á íslandi, og loks Eugeni N. Liousinski, forstjóri Auto Export. Tfmamynd: Pétur Von á 5 dyra Lada Bifreiðar og landbúnaðarvélar eiga 35 ára afmæli um þessar mundir. í því tUefni komu fyrirsvars- menn Lada-bflanna saman með for- stjóra fyrirtækisins, Gísla Guð- mundssyni, og kynntu hvað væri á döfinni í rússneskri bflaframleiðslu. Fyrirtækið var stofnað 1954. Sov- éska fyrirtækið Auto Export hefur séð um allan útflutning birfreiða í Sovétríkjunum hingað til, en nú stendur til að breyta því þannig að hver verksmiðja má semja beint við kaupendur og fær þann gjaldeyri sem hún aflar með sölu sinni. Sov- éskir ráðamenn vona að það muni gera verksmiðjunum kleift að auka þekkingu sína og. tækni, en so.véskir bílar eru komnir talsvert á eftir í þróun, miðað við evrópska og bándaríska Bíla. Lada- framleiðir 730.000 bíla á ári og eru þeir fluttir út til 85 landa. Gísli Guðmundsson sagði að bif- reiðamarkaðurinn væri harður og tegundir breyttust mun örar en áður gerðist. Nú þarf að breyta bílum á fimm ára fresti til að sala haldist stöðug, áður varð þessi sveifla á sjö ára fresti. Nú er unnið að smíði mikillar tæknimiðstöðvar í Sovétríkjunum þar sem stendur til að þróa og framleiða nýjar tegundir bíla. Kostnaðurinn við hana er um tveir milljarðar bandaríkjadala, og áætlað er að hún muni veita um 9.500 manns vinnu. Sovétmenn ætla að tvöfalda bíla- framleiðsluna fyrir 1995 og á dag- skránni er að framleiða stærri og dýrari bíla en nú er gert. Meðal annars er áætlað að framleiða fimm dyra Ladabifreiðar og yngja þær upp í útliti. Pétur/LDH Gítartónleikar 1 kvöld klukkan sex halda Símon spænskra og suður-amerískra H. ívarsson og Hinrik D. Bjama- þjóðlaga. son gítartónleika að Kjarvalsstöð- Báðir hafa lokið kennaraprófi í um, í austursal. gítarleik. Símon lauk auk þess Á efnisskránni eru meðal annars einleikaraprófi og Hinrik fullnað- verk frá endurreisnartímanum, arprófi. Sömuleiðis hafa þeir báðir verk eftir Robinsön og Dowland, sótt margvísleg námskeið í gítar- Vivaldi, Torroba og Sor, auk leik. jkb

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.