Tíminn - 27.07.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.07.1989, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 27. júlí 1989 Tíminn 3 Ný lög í Bandaríkjunum í lok ágúst sem minnka kröfur til rannsókna á nýjum alnæmislyfjum stórlega: Lítið rannsökuð lyf á markaðinn Haraldur Briem sérfræðingur í faraldssjúkdómum. Bandarískir læknar eru margir hverjir mjög áhyggjufullir vegna þeirrar stefnu stjórnvalda þar í landi, að leyfa notkun alnæmislyfja sem ekki hafa veríð rannsökuð og prófuð að sama marki og önnur lyf. Einnig stendur til að lækka þær kröfur sem gerðar eru til sönnunar á virkni nýrra lyfja. Haraldur Briem, sérfræðingur í faraldssjúkdómum, segir að alnæmi sé það sérstaks eðlis að það þurfi ekki að þýða að eftirlit með öðrum lyfjum verði eitthvað verra, þótt slakað sé á kröfunum til alnæmis- lyfja. Samkvæmt heimildum frá Reuter fréttastofunni er fjöldi alnæmislyfja á tilraunastigi orðinn gífurlegur, vit- að sé um 67 ný lyf miðað við 35 fyrir tveimur árum. Svartamarkaðsbrask með lyfin er alvarlegt vandamál í Bandaríkjunum, en flest fórnarlömb alnæmis er ungt fólk sem er tilbúið til að hætta öllu fyrir von um heil- brigði. Miklar vonir eru bundnar við sum þessara lyfja, og fá þau líklega hraðferð f kerfinu eftir að nýju reglurnar hafa verið samþykktar. Þannig getúr lyf sem þykir hafa jákvæð áhrif á nokkra sjúklinga í fyrstu tilraunum, komist út á mark- aðinn sem viðurkennt alnæmislyf. Haraldur Briem, sérfræðingur í faraldssjúkdómum, er einn þeirra lækna sem sinna alnæmissjúklingum hér á landi. Hann sagði í samtali við Tímann að vissulega væri um við- horfsbreytingu varðandi tilraunir á sjúklingum að ræða, en hann sagðist ekki gera ráð fyrir því að sú við- horfsbreyting næði til íslands. „Að vísu var AZT-lyfið, sem er það lyf sem notað er í dag, tekið til notkunar hér á íslandi um leið og í Bandaríkj- unum, en þar var það leyft um leið og sýnt þótti að það gerði gagn, svo að vissu leyti má segja að kröfumar hafi lækkað á íslandi um leið. Það þótti ekki stætt á öðru en að leyfa notkun þess hér úr því að vitað var að það hafði gagnleg áhrif,“ sagði Haraldur. Hann sagði að mjög vel væri fylgst með sjúklingum sem fá lyfið og áhrif þess rannsökuð eftir fremsta megni, én það væri mjög óvenjulegt með lýf sem komin væm á markaðinn. Haraldur sa^m að gífurlegur þrýstingur væri dfctjórnvöld í Banda- ríkjunum að brjgðast skjótt við, og yfirvöld væri^flbun til að teygja sig eins langt og M^pæri, því lífið væri kapphlaup vi3j|fmann hjá flestum sjúkiingunum. Hann taldi mjög ósennilegt að þessi tilraunastarfsemi kæmi til með að tíðkast við meðferð sjúkiinga sem em dauðvona vegna annarra sjúkdþma, eins og krabba- meini, því þetta væri ekki sambæri- legt við neitt annað. „Til skamms tíma var ekki upp á nein lyf að bjóða. Nú hafa komið fram lyf sem vitað er að stöðva sjúkdóminn í einstökum tilfellum, og það er ekki hægt annað en að gefa fóiki þessi Iyf,“ sagði Haraldur. Hann sagði þó að ljóst væri að engin lyf yrðu tekin upp á íslandi nema að virkni þeirra væri betri en AZT. Af nýju lyfjunum em mestar vonir bundnar við svokallað DDI, en gert er ráð fyrir að það komi á markaðinn um leið og nýju reglumar í Banda- ríkjunum hafa verið samþykktar. í tilraunum hafa alls 26 alnæmissjúkl- ingar hlotið tímabundinn bata af því og spáð er að það muni taka við af AZT sem það lyf sem aðallega er notað gegn alnæmi. — í ofninn eða pottinn. Kjötið er sérstaklega snyrt og sneitt. Aukafita og einstakir hlutar skrokksins sem nýtast þér illa - eins og huppurinn, kloffitan, bringubitinn og bana- kringlan - eru fjarlægðir. Kjötið er selt í glærum pokum sem auðvelda þér að kanna innihaldið og velja það í samræmi við smekk. Banakringla Huppur og Bringubiti """ kloffila. Einstakir hlutar skrokksins, sem nýtasl þér ílla, eru fjarltegðir. 6 kg á aðeins 2.190 kr. Verðið á „lambakjöti á lágmarksverði“ er samræmt þannig að sama verð gildir í öll- um verslunum. Verð á lambakjöti í 1. flokki er aðeins 365 kr/kg og í úrvals- flokki 383 kr/kg. SAMSTARFSHÓPUR UM SÖLU LAMBAKJÖTS Þú getur búlð til marga spennantii rétti úr lambakjöti. Nýjasta og fituminnsta . lambakjötið Nú býðst þér sérstaklega valið afbragðslambakjöt úr úrvalsflokki og 1. flokki á stórlækkuðu verði. Kjötið er selt í sérmerktum pokum og í hverjum poka er hryggur, læri, rif og frampartur. Það fer ekki milli mála hvað þú kaupir Þú getur fengið allt kjötið í sneiðum eða lærið í heilu lagi, tilbúið á griilið, pönnuna, Stórfelld vcrðlækkun á besta lambakjötinu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.