Tíminn - 27.07.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.07.1989, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 27. júlí 1989 Tíminn 7 lillllllllllllllll VETTVANGUR II iiiiiliiiiiiiiiilliiiiiiiiiiliiiiiiliiiiiiii lllllllllllllllllllillllllilll lllllllilllllillllililiili llllllllllllliilliill il Guðmundur G. Þórarinsson: Það verður að skera ríkiskerfið upp Ný efnahagsstefna Hallinn á ríkissjóði gæti orðið 5000 m. kr. á þessu ári og spáð er 12000 m. kr. halla á næsta ári að óbreyttu. Hér er um gífurlega fjármuni að ræða. 17000 m. kr. tap á tveim árum. Gera menn sér grein fyrir því hvað hér er um að ræða? Tapi ríkissjóður 17000 m. kr. á tveim árum svarar það til að hann tapi 34 500 tonna frystitogurum eða um 1400 einbýlishúsum. Ef miðað væri við byggð þar sem helmingur húsnæðis væri í einbýlishúsum en helmingur í íbúðum, svarar þetta til húsnæðis fyrir 2100 heimili. Ef að meðaltali væru 3,5 íbúar á heimili þýðir þetta að ríkissjóður tapar á 2 árum sem svarar íbúðarhúsnæði fyrir um 7500 manna kaupstað. Að ríkissjóður tapi sem svarar helmingi alls íbúðarhúsnæðis í Kópavogi. Svona eru tölumar hrikalegar. Þar fyrir utan er síðan hallinn á viðskiptunum við útlönd. Fjármálaráðherra hefur gefið þá athyglisverðu yfirlýsingu að hann muni leggja málið fyrir þingið. 600 m. kr. tekjuafgangur hefur breyst í um 5000 m. kr. tap. Þingið verður að axla ábyrgðina, segir ráðherr- ann. En mér er spum: Hver sagði að kjarasamningamir væm innan ramma fjárlaganna? Ég er sam- mála fjármálaráðherra um það að þingið á að sjálfsögðu að fjalla um málið. Ekki skattahækkanir - heldur uppskurður í þetta sinn vom hugmyndir um skattahækkanir stöðvaðar þrátt fyrir yfirlýsingar ábyrgra stjóm- málamanna um að þær kæmu til greina. Að mínu mati koma skatta- hækkanir ekki til greina við þessar aðstæður. Alltof mikið er um það að stjóm- málamenn sjái lífið aðeins eins og það lítur út frá tröppunum á stjóm- arráðinu. Þrátt fyrir samdrátt, erf- iðleika, uppsagnir og gjaldþrot í atvinnulífinu og fjöldafundi fólks á Lækjartorgi til að mótmæla verð- hækkunum af því launin duga ekki, sjá sumir stjómmálamenn engan vanda í þjóðlífinu annan en hall- ann á ríkissjóði. Hann skal leysa með auknum skattálögum á fyrir- tækin og fólkið. Þegar herðir að hjá atvinnulífi og launþegum skal leggja á aukna skatta til þess að bjarga ríkissjóðsræflinum. Þetta gengur ekki lengur. Ríkis- báknið hefur innbyggt eðli til að þenjast út. Alþingismenn, sumir hverjir, telja það aðalstarf sitt að leita uppi hugmyndir um nýjar stofnanir og láta samþykkja lög þar um. Stöðugar kröfur em um aukna þjónustu ríkisins. Árangur- inn er stöðug útþensla ríkiskerfis- ins. Þó nýjar stofnanir komi em þær gömlu ekki lagðar niður. Ráðið til að bregðast við tapi ríkissjóðs er að skera upp ríkiskerf- ið. Það þarf að sameina stofnanir, leggja niður stofnanir, hætta rekstri sem þegnamir í landinu geta sjálfir séð um. Við veljum ekki ráðherra til að reka stálsmiðj- ur eða ferðaskrifstofur. Því hafa menn gert sér grein fyrir en fleira er í þessum dúr. Mönnum finnst einfalt að leysa vanda rflcissjóðs með innlendri lán- töku. Auðvitað hækkar það vexti, tekur hið takmarkaða lánsfé frá atvinnulífinu. Enn á ný er hugsunin sú að aðalatriðið sé að ríkissjóður nái sínu. Lánsfjárþörfin minnkar ekki við það. Aðrir verða að taka erlend lán eða fá engin. Það skiptir e.t.v. minna máli ef ríkissjóður fær sitt. Flýting launaskatts verkar á sama hátt. Fyrirtækin sem em í vanda verða að taka aukin lán til þess að bæta greiðslustöðu ríkis- sjóðs. Uppskurður Meðal gmnnatriða í uppskurði ríkiskerfisins verða að vera eftirtal- in atriði: 1. Sameining stofnana, niðurlagn- ing stofnana og hagræðing í öllu kerfinu. 2. Áætlun um fækkun ríkis- starfsmanna, t.d. 1,5-2,0% á ári í 3 ár. 3. Ákvörðun um að önnur rekstr- argjöld hækki ekki í krónum talið næstu 3 ár. 4. Sem flestar ríkisstofnanir fái sjálfstæðan fjárhag. Þetta þýðir að þær fá á fjárlögum ákveðna upphæð og stjómendur bera ábyrgð á að halda sig innan rammans. 5. Samkomulag við sveitarfélögin um svipaðar aðgerðir. Ráðið til að bregðast við tapi ríkissjóðs er að skera upp ríkiskerfið. Það þarf að sameina stofnanir, leggja niður stofnanir, hætta rekstri sem þegnarnir í land- inugetasjálfirséðum. Við veljum ekki ráð- herra til að reka stál- smiðjur eða ferðaskrif- stofur. Lengur verður ekki komist hjá uppskurði ríkiskerfisins. í efna- hags- og atvinnumálanefnd þing- flokks Framsóknarflokksins, sem Stefán Guðmundsson alþingismað- ur veitir forstöðu, hafa þessi mál verið til umfjöllunar. Þar hefur Ólafur Þ. Þórðarson, þingmaður Vestfirðinga, varpað fram athygl- isverðum hugmyndum. Að aldrei verði meira en 70% starfsmanna rfkisins fastráðnir hverju sinni til þess að auka sveigj anleika kerfisins og þjónusta rfkisins verði jafnan að einhverju leyti verðlögð. Líklega em um 70% útgjalda rfkisins laun. Fækkun ríkisstarfs- manna er erfitt mál þegar atvinnu- leysi hefur haldið innreið sína. En er ekki hagræðing og fækkun starfsfólks einmitt það sem ríkis- stjómin krefst af atvinnulífinu? Á það að vera einvörðungu til þess að ríkið þurfi ekki að fækka hjá sér? Stórfelldur uppskurður kerfis- ins, sameining stofnana og fækkun þeirra er því miður þjóðamauðsyn. Hjá því verður ekld komist. Þær tölur em gefnar upp að þegar virðisaukaskattur verði tek- inn upp þurfi að bæta við 100-200 nýjum störfum hjá ríki. Hvemig líst mönnum á það? Heilbrigðisráðherra hefur mikið fjallað um uppskurð og sparnað í heilbrigðiskerfinu. En mikið vant- ar á að aðrir ráðherrar geri hið sama innan síns starfssviðs. Sameining stóm hátæknisjúkra- húsanna getur sparað vemlegt fé. Erlendis segja menn að milljón manna byggð þurfi til þess að unnt sé að reka hátæknisjúkrahús. ís- lendingar em 250.000 og reka fjögur: Landspítala, Borgarspít- ala, Landakot og Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri. Ríkisspítölunum tókst að starfa innan fjárlagarammans árið 1988. l. júlí 1989 vom ríkisspítalamir 16 m. kr. umfram fjárlög, fyrirtæki sem veltir 4500 m. kr. á ári. Það er vel gert. En kerfið er opið í hinn endann. Þegar sparað er hjá ríkis- spítölum er vísað á skrifstofur sérfræðinga úti í bæ. Trygginga- stofnunin greiðir reikninga þaðan orðalaust og slfkur kostnaður vex hröðum skrefum. Hvað með skólakerfið? Ég hef oft spurt: Er nauðsynlegt að iðn- nemar séu allir í fríi á sumrin? Þurfa háskólanemar allir að vera f fríi á sumrin? O.s.frv. Með hring- streymi, þar sem sumir fara í frí á sumrin en sumir á vertíð má stór- auka nýtingu húsakosts, tækja og kennara. Utanríkisráðherra lýsti menntakerfinu á fundi á Hótel Borg þannig að alltof mikið væri kennt en alltof lítið lært. Víða er í kerfinu tvíverknaður, yfirlöppun. Hvað með allar þessar hagdeildir? Er þörf á nýrri Þjóð- hagsstofnun í fjármálaráðuneyt- inu? Ég hef áður bent á, að í Banda- ríkjunum em 2 milljónir bænda. Þeir framleiða einhver feikn. í Sovétríkjunum em líka margir bændur og þeir framleiða alltof lítið. En kerfið hefur með þeim 3 milljónir eftirlitsmanna. Halda menn að það kosti ekkert? íslenska kerfið ber um of keim af því sovéska. Stórfelldur uppskurður er nauð- syn. Ekkert annað dugar. Nú þarf harðskeyttan vinnuhóp í málið. Setja má markið á t.d. að fækka ríkisstarfsmönnum um 1,5-2% á ári næstu 3 ár og festa rekstrarút- gjöld stofnana sem áfram starfa þannig að útgjöld verði föst í krónum í þrjú ár. Auka verður sjálfstæði og ábyrgð ríkisstofnana. Hér er þörf á markvissri lang- tímaáætlun. LESENDUR SKRIFA BÓKMENNTIR HUGLEIÐINGAR Hin stóra spuming hefur verið í mfnum huga frá því er ég fyrst man og lífið eins og það hefur komið fram við mig hefur verið minn skóli. En ég finn að ég á svo margt ólært og framundan eru ótal vegir sem fróðlegt er að kanna. Kristur sagði: „Nema að þú komir sem lítið bam, því aðeins mun fyrir þér opnað verða.“ Þau era margvísleg áhrifin sem ráða mestu hvert bamssálin tekur sína stefnu. Margir vanda ekki til þess, sem þeir í gáleysi kenna öðram. Þar sannast að tómir vagnar skrölta hæst. Besta fólkið lætur ekki mikið yfir sér. Hlýlegt bros eða framkoma hefur meiri góð áhrif en peningar eða aðrar efnislegar gjafir, sem oft era bindandi. Þó virðist vera nauðsynlegt að geta bæði gefið og tekið. Það er staðreynd að hugsunin gerir manninn. Menn þurfa ekki að tala hátt né mikið, því þá kemur fram að af gnægð hjartans mælir munnurinn. Við hljótum að finna að í vora hjarta geymum við okkar andlegu fjársjóði. Og ég trúi því sem sagt er að þögul bæn sé guði mest þóknan- leg. En mönnunum hættir við að breiða kreddur yfir okkar vanhugsun eða það sem oft er heimska. Ef við leggjum rækt við fjársjóði hjartans þá vitum við ósjálfrátt að hið góða er það sem gefur manninum ham- ingju, ekki fjárhagslegur auður eða bankaeign. Ég hef kynnst svo mörgu riku fólki, sem enga hamingju virðist þekkja, líkt og hann Jón, sem sat svo mikið í kránni. Guðrækinn maður kom og spurði hann hvers vegna hann færi ekki í kirkju. Jón sagði: „Þegar ég er í kránni þá hugsa ég um kirkju, en þegar ég er í kirkju hugsa ég um krána.“ Ég fer ekki héðan af í skóla annan en þann sem lífið býður uppá á hverjum degi. Og við skulum muna að okkar áhrif á aðra era oft varan- legar gjafir sem við geymum í hjört- um okkar. Ég man vel sem bam eftir fátækum manni sem engan jarðnesk- an auð átti. En hann átti hlýlegt Guðjón R. Sigurðsson. viðmót sem gladdi alla sem hann umgekkst. Hann hét Pálmi Bene- diktsson. Sumt gamla fólkið í Skafta- fellssýslu man kannski eftir þessum saklausa, vel innrætta manni. Var ekki Kristur hér á jörðu til að færa okkur varanlega hamingju? Við föram ekki í kirkju til að sýnast, né að hugsa um annarra syndir. Við eigum nóg af syndum i okkar eigin hjarta og er nauðsyn að opna það fyrir þeim almáttuga, sem spyr ein- hvem daginn er við verðum kallaðir: Hvað gerðirðu? Ávaxtaðir þú pund- ið sem þér var gefið? Með öðram orðum: Reynir þú að skilja kenning- ar Jesú Krists eða að lesa úti í náttúranni, sem er verk guðs og bendir okkur á heilagleika hans sem felst einnig í hinu daglega lífi? Við þurfum að standa saman og í þögulli bæn biðja guð að vemda okkar elskulega land og þjóð. Guðjón R. Sigurðsson. Ljóðabók eftir Eirík Brynjólfsson Út er komin ljóðabókin Dagar sem enda. Höfundur er Eiríkur Brynjólfsson, káputeikningu gerði Matthildur Sigurðardóttiren Stensill fjölritaði. í bókinni eru 36 frumsamin ljóð og eitt þýtt úr sænsku. Dagar sem enda er gefin út ( 200 eintökum, þar af 88 tölusettum og árituðum. Þetta er fjórða bók höfundar. Hinareru: í smásögurfærandi, 1985, Ný saga af Rauðhettu, 1986, Enda- lausir dagar, ljóð, 1987. Útgefandi er Orðhagi sf., Ægis- síðu 129,107 Reykjavík, sími 21465. Þar er hægt að panta bókina í póstkröfu og kostar hún 700 krónur. Á sama stað er til sölu ljóðabókin Endalausir dagar og kostar hún 500 krónur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.