Tíminn - 27.07.1989, Blaðsíða 17

Tíminn - 27.07.1989, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 27. júlí 1989 í GLETTUR - Já, krakkar innan við 12 ára fá ókeypis inn. Má bjóða þér nokkur stykki? -öðru hverju veifaég halanum. Þaðslærþá út af laginu. - Fyrirgefðu hvað ég er sein. Ertu búinn að bíða lengi? - Þú getur ekki ímyndað þér hvað ég fer hjá mér í hvert skipti sem ég fer inn í bankann núna. - Ég bjargaði nokkrum fiskstykkjum handa þér. Þau giftu sig í Las Vegas fyrir 22 árum og eruenngift! Þessi gifting hefur reynst endingargóð. Ann-Margret Rober Smith voru gefin saman í Las Vegas 8. maí 1967. og Spilavítisborgin Las Vegas í Bandaríkjunum hefur löng- um verið vinsæl til hraðgift- inga hjá kvikmyndastjörnum jafnt og almenningi. En hafa þessi hjónabönd reynst end- ingargóð? Sjálfsagt upp og ofan eins og önnur hjónabönd. En brúðhjónin sem eru gefin saman á þessari mynd, á árinu 1967 þegar pínupils voru upp á sitt besta, lifa enn í dag í hamingjusömu hjónabandi. Og þó er ekki hægt að segja að þau hafi farið varhluta af erfiðleikum lífsins. Brúðurin er Ann-Margret, sem á þeim tíma, og enn í dag er ein skærasta stjama skemmtanalífsins í Las Vegas, og brúðguminn Roger Smith, þáverandi sjónvarps- stjarna. Brúðkaupsdagurinn var 8. maí 1967 og nú, 22 árum síðar eru þau enn lukkulega gift. Ann-Margret var þá 26 ára og þegar orðin stjarna. Roger var kvenna- gull í sjónvarpsþáttunum „77 Sunset Strip“. Síðar meir sneri hann sér alfarið að því að stjóma málefnum konu sinnar. En þau hafa orðið fyrir áföllum í lífsins ólgusjó. Á árinu 1972 datt Ann-Margret meira en 7 metra hátt fall af leiksviði og braut við það kjálka og vinstri handlegg auk þess sem hún fékk heila- hristing. Hún hefur orðið að ganga í gegnum lýtaskurð- lækningar til að hljóta bót meina sinna. Síðar fékk maður hennar taugasjúkdóm sem hefur veikt þrótt hans. Ann-Mar- gret hefur hins vegar staðið sem klettur við hlið hans jafnframt því sem hún hefur stöðugt stundað starf sitt í Las Vegas, enda er eftir ein- hverju að slægjast þar sem. hún fær 250.000 dollara laun á viku. Tíminn 17 Viðtöl viðfrægtfólk vekja sérstakar vonir hjá Meryl Streep Meryl Streep hefur hlotið margs konar viðurkenningu fyrir leik sinn. Hún hefur lfka vakið athygli á öðrum sviðum svo sem fyrir baráttu fyrir að hætt sé að nota ýms aukaefni í matvælaframleiðslu og seg- ist þar sérstaklega hafa í huga börnin sín, ung og smá. Hún hefur hins vegar ekki vakið athygli fyrir að vera sérstak- Iega fús til að láta hafa við sig viðtöl á opinberum vettvangi og þykir erfið viðskiptis þegar hún þykist neydd til þess. Skýringuna á þessari tregðu hennar til að láta rekja úr sér garnimar fyrir augum almennings er e.t.v. að finna í þeim ummælum hennar að þó að hún vissulega lesi viðtöl við annað frægt fólk, rétt eins og allir aðrir, sé það alltaf í þeirri leyndu von að þar geri það sig að fíflum! Það er ekki víst að starfs- systkini hennar, sem gjarna vilja láta ljós sitt skína sem víðast og oftast, séu mjög sátt við þessa skoðun leikkonunn- ar frægu. Meryl Streep kynnir sér við- töl við annað frægt fólk með sérstöku hugarfari.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.