Tíminn - 27.07.1989, Blaðsíða 18

Tíminn - 27.07.1989, Blaðsíða 18
18 Tíminn Fimmtudagur 27. júlí 1989 lllllll ÍÞRÓTTIR llllllllllBlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Knattspyrna 2.flokkur karla: Markmaður nær lamast þegar mark fauk í bakið á honum Það fór betur en á horfðist þegar mark fauk niður í vonsku veðri á laugardaginn í Kópavoginum. At- vikið átti sér stað í leik Völsunga frá Húsavík og ÍK Kópavogi. Leikurinn var nýbyrjaður þegar annað markið skyndiíega féll niður og beint á Pál Kristjánsson mar- kvörð Völsunga. Páll var fluttur með skyndi á Borgarspítalann þar sem hugað var að meiðslum hans. Þrír hryggjarliðir brákuðust og telst það vera mesta mildi, því ekki mátti miklu muna að verr færi og Páll hreinlega lamaðist. Meiðsli Páls eru slæm og verður hann örugglega ekk- ert meira með í knattspyrnunni í sumar, hann var rúmfastur á Borgar- spítalanum fram á þriðjudag en þá fékk hann að fara og dvelst nú í heimahúsi hér í Reykjavík. Leiknum var hætt þegar atvikið gerðist og var það vegna þess að dómari leiksins var einnig vallar- starfsmaður vallarins. Þetta einstaka óhapp er alveg furðulegt og er alveg ótrúlegt að mörk skuli ekki vera fest betur niður en það að þau losni í smá roki. Einnig má bæta því við að leikurinn byrjaði klukkutíma of seint. Er það furðulega framkoma við lið sem er komið langt að, alla leið frá Húsavík, og fyrsta sem bíður þeirra er seinkun á leiknum sem þeir áttu að spila. Leikur liðanna fór ekki fram á aðalleikvelli ÍK liðsins heldur á vara- velli félagsins. KHG Fatlaöir: Robin Hood - Haukur Gunnarsson sigrar í 100 metra hlaupi % •'"x' r Haukur Gunnarsson Nú um þessar mundir fara fram svokallaðir Robin Hood leikar fyrir spastíska íþrótta- menn. Haukur Gunnarsson íþróttamaðurinn snjalli tekur þátt í leikunum. Keppir Haukur í 100, 200 og 400 metra hlaupi. 100 metratþlaupinu er lokið og sigraði Haukur þar glæsilega en hann var aðeins sjónarmun á undan Kóreubúanum sem var í öðru sæti. Tími þeirra reyndist vera nákvæmlega hinn sami 13 sekúndur sléttar. í þriðja sæti var franskur keppandi sem hljóp á 13,3 sekúndum. í undanrásunum hljóp Haukur á tímanum 12,9 sekúndum. KHG MARGT SMÁTT London. Norður-írski landslið- smaðurinn Norman Whiteside er á förum frá Manchester United. Hann gerði samning við enska knatt- spyrnuklúbbinn Everton á þriðju- daginn, en Everton borgaði 1,2 milljónir dollara fyrir kappann en það samsvarar um 70 milljónum íslenskra króna. Whiteside sem spil- aði aðeins 17 ára gamall á heims- meistarkeppninni á Spáni er annar leikmaðurinn á tveimur dögum sem yfirgefur Manchester United liðið. En Paul McGrath skrifaði undir samning hjá Aston Villa á mánudag- inn. Whiteside gat mjög lítið leikið með síðasta vetur vegna meiðsla. Hannover. v-Þýska knatt- spyrnufélagið Hannover sem leikur í 2.deildinni v-þýsku gerði í gær tveggja ára samning við landsliðs- mann fráTúnis. Leikmaðurinn heitir Nabil Maaloul og er 26 ára gamall og hefur leikið 62 landsleiki fyrir Túnis. Ekki fékkst gefið upp hvert kaupverðið var. Golf. Opna BÚFISKS-mótið, verður haldið á Strandarvelli, laug- ardaginn 29.júlí næstkomandi og hefst kl. 8.00. Veitt verða 13glæsileg verðlaun sem eru veiðileyfi og dvöl í veiðihúsum við Rangárnar. Leikn- ar verða 18 holur, með og án forgjaf- ar. Skráning fer fram í golfskála föstudaginn 28.júlí frá kl. 13.00- 22.00 í síma 98-78208. Knattspyrna 2.deild: Fjórir leikir í 2.deild - Leik ÍBV og Víöis var frestað Einherji-IR (2-2) Einherji og ÍR skildu jöfn á Vopnafjarðarvelli á þriðjudaginn var. Hallgrímur Guðmundsson gerði fyrsta mark leiksins í fyrri hálfleik fyrir heimamenn. Og stuttu síðar bætti Kristján Dav- íðsson öðru marki við fyrir Ein- herja. ÍR-ingar náðu að minnka muninn fyrir seinni hálfleik er Hlynur Elíasson skoraði úr víta- spyrnu. Það var síðan Tryggvi Gunnarsson sem jafnaði leikinn á 57. mínútu og þar við sat (2-2) á Vopnafirði. Selfoss-Völsungur (2-1) Selfyssingar unnu sanngjarnan sigurá Völsungum (2-1) áSelfossi í gær. Fyrri hálfleikur var fjörug- ur en það var þó ekki fyrr en á 45. mínútu að Inga Birni Alberts- syni tókst að skora fyrir Selfyss- inga. Kristján Olgeirsson jafnaði leikinn í seinni hálfleik og það var síðan Ólafur Ólafsson sem gerði út um leikinn er hann skoraði úr vítaspyrnu. Selfyssing- ar styrkja stóðu sína stöðugt í 2.deildinni og virðast vera til alls líklegir. Tindastóll-Stjaman (0-1) Stjörnunni, efsta liðinu í 2.deild, fataðist ekki flugið þegar þeir heimsóttu Sauðkrækinga í gærkvöldi. Þeir sigruðu í leiknum (1-0). Gífurleg barátta var í leikn- um og ætluðu bæði lið greinilega að sigra. Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en í þeim síðari skoraði Heimir Erlingsson sigur- mark Stjörnunnar. Sauðkræking- ar sóttu mjög í seinni hálfleik en tókst ekki að skora mark. Leiftur-UBK (1-1) Breiðabliksmenn brugðu sér út á land í gærkvöldi og spiluðu við Leiftursmenn. Leikurinn var jafn og spennandi og verður jafn- tefli (1-1) að teljast sanngjörn úrslit. Það var Garðar Jónsson sem kom heimamönnum yfir (1-0). En Breiðabliksmanninum, Jóni Þóri Jónssyni, tókst að jafna leikinn áður en leiktíminn var úti. Breiðabliksmenn voru síðan meira með knöttinn undir lok leiksins en þeim tókst ekki knýja fram sigur. KHG Margt smátt Florence. ítalska l.deildar félagið Fiorentina hefur keypt til sín argentínskan landsliðsmann Osgar Dertycia. Fiorentina var með auga- stað á öðrum argentínskum lands- liðsmanni Ramon Diaz en ekkert varð úr. Þess vegna snéru þeir sér næst að Dertycia og gerðu þriggja ára samning við hann. Ekki fékkst gefið upp hvert kaupverðið var. stendur aðeins tU 4. ágúst

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.