Tíminn - 27.07.1989, Blaðsíða 19

Tíminn - 27.07.1989, Blaðsíða 19
r.r. t c K - t. v» t. r i Fimmtudagur 27. júlí 1989 Tíminn 19. ÍÞRÓTTIR Knattspyrna l.deild: Framarar lágu í Laugardalnum - þegar þeir töpuðu fyrir KA Pétur Amþórsson á fleygiferð. Það var líf og fjör í Laugardalnum þegar KA gerði sér lítið fyrir og sigraði Fram með þremur mörkum gegn einu. Liðin sýndu góða knatt- spymu þrátt fyrir að rígning væri og völlur væri blautur og sleipur. Fyrri hálfleikur var jafn og spenn- andi, snemma í leiknum tókst Fram- aranum Pétri Arnþórssyni næstum því að skora en Bjarni Jónsson bjargaði af línu. Það var síðan á 25. mínútu að KA-maðurinn Þorvaldur Örlygsson komst einn inn fyrir vörn Framara og skoraði framhjá Birki Kristjánssyni markverði Framara. Það var Antony Karl Gregory sem átti sendinguna á Þorvald. Staðan í hálfleik var því eitt núll fyrir KA. Seinni hálfleikur var tíðindamikill og nóg að gera í Laugardalnum. Þegar stutt var liðið af seinni hálfleik fengu KA-menn hornspyrnu. Gauti Laxdal tók homspyrnuna og sendi knöttinn fyrir mark Framara. Þar stóð Bjarni Jónsson við fjærstöngina og skoraði mark Framara. Fimm mínútum síðar tók Ormarr Örlygs- son sig til og spilaði vöm Framara sundur og saman og var loks felldur innan vítateigs Framara. Bróðir hans Þorvaldur Örlygsson tók víta- spyrnu og skoraði sitt annað mark í leiknum. Á 76. mínútu tókst Ragn- ari Margeirssyni að minnka muninn fyrir Fram og Ieikurinn endaði eins og áður sagði (3-1) fyrir KA. "Faranqursgrindur Buroarbogar Margar mismunandi stærðir og gerðir. á ítalfu Festingar fyrir reiðhjól. Bogar og grlndur fyrir rennulausa bila. Stói1(0«tl«gt úrval nýkomið. Sérstakar festingar fyrir rennulausa bíla. Bílavörubúóin Skeifunni 2 FJÖDRIN. Sá? Smásala LESTUNARÁÆTLUN Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: Árhus: Alla þriðjudaga Svendborg: Annan hvern þriðjudag Kaupmannahöfn: Alla miðvikudaga Varberg: Alla fimmtudaga Moss: Alla laugardaga Hull: Alla mánudaga Antwerpen: Alla þriðjudaga Rotterdam: Alla þriðjudaga Hamborg:. Alla miðvikudaga Helsinki: Hvassafell........31/7 Gloucester/Boston: Alla þriðjudaga New York: Alla föstudaga Portsmouth/Norfolk: Alla sunnudaga Lestunarhafnir innanlands: Reykjavík: Alla miðvikudaga Vestmannaeyjar: Alla föstudaga Húsavík: Alla sunnudaga Akureyri: Alla mánudaga ísafjörður: Alla þriðjudaga SKifíADE/LD r*kSAMBANDS/NS Sambandshúsinu, Kirkjusandi 105, Reykjavík, sími 698300 Á 1 X A A A A A . (AKN TRAUSJRA ILUIIMINGA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.