Tíminn - 03.08.1989, Qupperneq 2

Tíminn - 03.08.1989, Qupperneq 2
2 Tíríiírin 'fimm'túclagur'3: ágúát ^1989 Óða-Rauðka kynsælust hrossa á íslandi Vidtal við Jónas Kristjánsson um nvia „osttbók‘ hrossa Snævar Guðmundsson fjármálastjóri hjá KRON segir að sögur um greiðslustöðvun geti skemmt stórlega fyrir viðskiptum: Viðtal birtist við Jónas Kristjánsson í Hestinum okkar. JÓNAS DV-RITSTJÓRI DOTTINN í ÆRGILDIN Jörðin Leirubakki í Landmannahreppi í Rangárvallasýslu var seld í júnímánuði s.L. Kaupandi jarðarinnar er Hilmir sf. í Reykjavík og var kaupverðið á milli sjö og átta milljónir. Leirubakki þykir ágætlega fallinn til búskapar og jörðinni fylgja 67,5 ærgildi. Þau hjón sem bjuggu á jörðinni höfðu þó viðurværi sitt aðallega af þjónustu við ferðamenn. Skúli Pálsson lögfræðing- ur gekk, fyrir hönd kaupenda, frá eigendaskiptum jarðarinnar. ÁLeirubakkaerfarfuglaheimili, bústaði. Þá þykir Leirubakki einn- afgreiðsla fyrir bensínsölu og sölu- skáli fyrir ferðamenn. Samkvæmt heimildum Tímans hefur komið til umræðu hjá nýjum eigendum að nýta jörðina meðal annars til þess að byggja upp sumarbústaði og leigja, eða selja land undir sumar- ig ágæt beitarjörð og þess vegna tilvalið að nýta hana undir hross. Þegar Tíminn fór að kanna þetta mál frekar kom í Ijós að eigendur Hilmis eru m.a. Jónas Kristjáns- son, ritstjóri DV og Sveinn R. Eyjólfsson annar aðaleigandi Frjálsrar fjölmiðlunar. Virðist því ljóst, að Jónas ritstjóri er orðinn eigandi að jörð sem hefur 67,5 ærgilda fullvirðisrétti og er því kominn í tölu bænda. En Jónas Kristjánsson hefur eins og kunnugt er talið bændur til meirháttar byrði í þjóðfélaginu. Nú hefur hann sjálfur kosið að bætast við þessa „byrði“ enda orðinn áhugamaður um hrossarækt eins og viðtal við Itann í Hesturinn okkar bendir til. Þar „sviptir" ritstjórinn hulunni af ættfærslu á hrossum og telur flest af því vitlaust og rangt, enda sé íslenski hrossastofninn mest megn- is kominn af Óðu-Rauðku úr Hornafirði. Fram að þessu hefur Jónas frætt lesendur blaðs síns mest um kinda- kjöt og kartöflur. Hins vegar var ekki fyrr vitað að hann væri orðinn alvitur í hrossarækt. Má vænta þess að hagar í kringum Leiru- bakka verði brátt fullir af hrossum, sem komin eru af Óðu-Rauðku. Sýnt er af þessu að bændastétt- inni hefur bæst óvæntur liðsauki, þar sem Jónas Kristjánsson bóndi er. Hins vegar hafa höfundar hrossabóka, eins og Gunnar Bjarnason, frændi Jónasar fengið hættulegan keppinaut í ættfærslu hrossa. Fyrri rit um það efni telur Jónas ómerkileg og röng, enda hefur hann sjálfur komið sér upp fullkomnu skjali á Macintosh tölvu, sem sýnir svo óyggjandi er, að Óða-Rauðka er formóðirin. Þá er þess að vænta að Jónas noti sér fullvirðisréttinn upp á 67,5 ærgildi og fari nú að reyna á sjálfum sér hvað er að vera bóndi, lendi hann ekki við bensíndæluna hafi með- eigendur hans sýkst af bændabakt- eríunni og vilji ólmir stunda ærgild- in. IGÞ/ÁG Frá grænmetistorgi Sölufélagsins. Tímamynd: Pjeiur Sölufélag garöyrkjumanna leggur niöur uppboðsmarkaðinn og setur á stofn „Grænmetistorg": Grænmeti lækkar um 12-13% Sölufélag garðyrkjumanna hyggst nú með aukinni hagræðingu lækka heildsöluverð á grænmeti. Þetta er gert með því að leggja niður upp- boðsmarkaðinn, endurskipuleggja sölustarfið og flytja alla starfsemina í eitt húsnæði. Að sögn Valdimars Jónassonar framkvæmdastjóra Sölu- félagsins er áætlað að þessar breyt- ingar lækki heildsöluverðið um 12- 13%. Sem dæmi um verðlækkunina má nefna að kílóið af tómötum lækkar í heildsölu úr 182 krónum í 163. Agúrkur lækka úr 245 krónum í 217 og paprika fer úr 470 krónum í 413. V aldimar var spurður að því hvort hann væri ekki hræddur um að kaupmenn myndu hirði lækkunina. „Jú, auðvitað erum við dauð- hræddir við það. En við vonum að samkeppnin sjái til þess að kaup- menn freistist ekki til þess.“ - Átti uppboðsmarkaðurinn ekki líka að lækka verðið? „Jú, en hann gekk einfaldlega ekki upp. Kaupmenn hirtu ekki um að koma á markaðinn nema þá til þess eins að forvitnast um verðið sem þeir síðan miðuðu sína verð- lagningu við. Það voru aldrei seld nema um 60% af framleiðslunni á uppboðsmarkaðnum svo að hann náði aldrei tilgangi sínu. Niðurstað- an varð sú að hann gerði ekki annað en að auka milliliðakostnaðinn. Við lítum svo á að það hafi verið mistök að reyna þetta fyrirkomulag." - En teljið þið að með þessum breytingum takist ykkur að ná niður milliliðakostnaðinum? „Já, sparnaðurinn liggur ekki að- eins í því að leggja niður þennan markað. Við erum einnig að færa alla starfsemina á einn stað, þ.e.a.s. móttöku, pökkun, sölustarf og dreif- ingu. Áður var þetta á þremur stöðum í bænum. Við bjóðum kaup- mönnum að koma hingað í Síðumúl- ann á þetta svokallaða „Grænmetis- torg“ og líta á vöruna, velja hana sjálfir og taka hana með sér. í þessu felst heilmikill sparnaður. Auk þess teljum við að með þessu séum við að bjóða kaupmönnum betri þjón- ustu.“ - Breytir þetta nýja fyrirkomulag einhverju fyrir grænmetisbændur? „Þeir fá sama verð fyrir sína vöru og áður en við vonumst til að geta aukið neysluna með þessari verð- lækkun og þannig bætt hag bænda.“ - Hvernig hefur uppskeran verið hér innanlands það sem af er sumri? „Hún er talsvert minni en í meðal- ári og þar hefur veðráttan mest að segja. Minni framleiðsla hefur síðan áhrif á verðið." -EÓ GROA SNYR SÉR AÐ KRON Sú saga barst til eyrna blaðamanns Tímans að Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis hefði farið fram á greiðslustöðvun. Við nánari eftir- grennslan málsins kom í ljós að svo er ekki og hefur engin beiðni þessa efnis borist til fógeta. Er haft var samband við Snævar Guðmundsson fjármálastjóra hjá KRON, neitaði hann því alfarið að farið hefði verið fram á greiðslu- stöðvun til handa fyrirtækinu og sagði slíkar fullyrðingar úr lausu lofti gripnar. Snævar sagðist þó kannast við að hafa heyrt þessa sögu áður, en hér væri um mjög alvarleg- an áburð að ræða sem gæti skemmt verulega fyrir KRON. „Mér leikur mest forvitni á að komast að því hvaða aðili eða aðilar það eru sem eru að bera út þessa sögu um okkur“, sagði Snævar. Hann vitnaði í þessu sambandi til sögu sem komst á kreik fyrir ári um að Byggingarverslun Kópavogs hefði farið fram á greiðslustöðvun. Sú “gróa“ spillti verulega fyrir BYKO, en þar var að verki fyrrver- andi viðskiptavinur fyrirtækisins. -ÁG Léttfetamenn á Sauðárkróki ríöa um 25 km leið til messu: Riðu með prófastinn í broddi fylkingar Síðastliðinn sunnudag fóru á milli sjötíu og áttatíu manns ríð- andi frá Sauðárkróki að kirkju- jörðinni Hvammi í Laxárdal á Skaga og sátu þar guðsþjónustu. f fararbroddi hestamannanna af Króknum fór sóknarprestur þeirra og jafnframt prófastur Skagfirð- inga og eurovisiontextahöfundur með meiru, Hjálmar Jónsson. Annaðist hann messugjörð, en kirkjugestir sáu um sálmasöng. Það voru meðlimir hestamanna- félagsins Léttfeta á Sauðárkróki sem stóðu fyrir þessari ferð, sem þótti takast með eindæmum vel. Jörðin Hvammur er ekki í byggð lengur, en er nytjuð af ábúendun- um á Sævarlandi á Skaga og þáðu Léttfetamenn kirkjukaffi á eftir, í boði hjónanna á Sævarlandi, Guð- mundar Vilhelmssonar og konu hans. Kirkjugestir riðu aftur til baka að lokinni messu, en frá Sauðárkróki að Hvammi er um 25 kílómetra leið. Guttormur Óskarsson/ÁG

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.