Tíminn - 03.08.1989, Blaðsíða 18

Tíminn - 03.08.1989, Blaðsíða 18
18 Tíminn Fimmtudagur 3u-ágúst 1989 lllllllll IÞRÓTTIR IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIM^ Meistaramót íslands í frjálsum íþróttum: sinn aði 60,58 m í kringlukasti og það dugði honum til sigurs. Eggert Boga- son ÍR varð í öðru sæti með 54,84 m. Súsanna Helgadóttir FH krækti í sinn annan íslandsmeistaratitil er hún sigraði í 100 m hlaupi kvenna. Súsanna hljóp á 12,1 sek. Þriðji titillinn féll Súsönnu í skaut þegar keppt var í langstökki. í>ar stökk hún kvenna lengst, 5,91 m. Oddur Sigurðsson FH varð einnig íslandsmeistari í 100 m hlaupi. Hann hljóp á 11, 3 sek. en Einar í>. Einarsson Ármanni varð í öðru sæti á 11,4 sek. Unnar Vilhjálmsson HSt> varð íslandsmeistari í hástökki karla. Unnar stökk 2,05 m. Gunnlaugur Grettisson ÍR og Þorsteinn Þórsson ÍR fóru báðir yfir 2 m. f 400 m hlaupi kvenna vann Oddný Árnadóttir ÍR yfirburðasig- ur, kom langfyrst í mark á 56,3 sek. Soffía Rósa Gestsdóttir HSK varð fslandsmeistari í kringlukasti kvenna. Hún kastaði 40,12 m. Martha Emstdóttir ÍR vann sinn annan sigur á mótinu er hún sigraði í 1500 m hlaupi á 4:31,8 mín. Sigur hennar í greininni var mjög öruggur. Steinn Jóhannsson FH vann nauman sigur í 1500 m hlaupi karla. Steinn kom í mark á 3:58,3 mín. en næstu tveir menn voru einnig FH- ingar. Landsliðið í frjálsum íþróttum heyr nú um næstu helgi landskeppni gegn írum í Dublin. BL Friðrik Þór Óskarsson ÍR náði þeim merka áfanga að sigra í 10. sinn í þrístökki á meistaramóti íslands um síðustu helgi. Dino Radja samdi við Boston Celtics Gengið hefur verið frá samningi milli Boston Celtics og júgóslavn- eska landsliðsmannsins Dino Radja. Radja gerði eins árs samning við Boston og mun því leika með liðinu í NBA-körfuknattleiksdeildinni í vetur. Radja sem er 2,08 m framherji var einn besti leikmaður júgóslavneska landsliðsins í nýlokinni Evrópu- keppni, þar sem Júgóslavar urðu Evrópumeistarar. Ekki er enn ljóst hvort miðherjinn Vlade Divac fær að leika með Los Angeles Lakers í vetur, en Lakers liðið valdi hann í háskólavalinu fyrir skömmu. Divac er 2,13 m á hæð og mjög fljótur miðað við hæð. Þá hefur lið Atlanta Hawks gert samning við sovéska landsliðsmann- inn Alexander Volkov, sem er 2,06 m á hæð. Volkov gerði 3 ára samning við Hawks og mun leika með liðinu í vetur. Hawks völdu hann í 6. umferð háskólavalsins 1986, en Volkov varð Ólympíumeistari með sovéska landsliðinu í Seoul á sfðasta ári. BL Guðmundur Sigurðsson heimsmeistari öldunga Um síðustu helgi fór fram í Dan- mörku svokallað „World Masters Games" mót, eða heimsmeistara- keppni öldunga í íþróttum. Keppt 40-45 ára í 100 kg flokki var í hinum ýmsu íþróttagreinum svo sem lyftingum, frjálsum íþrótt- um, sundi, júdó, siglingum og fleiri greinum. Keppnin fór fram í borgun- um Árósum, Álaborg og Herning. Mun þetta vera í fyrsti sinn sem haldið er heimsmeistaramót öldunga í svo mörgum greinum samtímis. Einn íslendingur, Guðmundur Sigurðsson lyftingamaður, keppti á leikunum. Guðmundur vann það afrek að verða heimsmeistari í sínum þyngdarflokki, 100 kg flokki, sem er frábær árangur. Alls voru keppend- ur í flokknum 40 talsins frá 22 löndum, þar á meðal Tékkinn Jaro- slaw, sem er fyrrum Ólympíumeist- ari. Guðmundur lyfti 138,5 kg í snörun, sem er heimsmet, hann jafnhenti 165 kg og samtals eru þetta 300 kg. Guðmundur átti góðar til- raunir við 175,5 kg í jafnhending- unni sem hefði verið heimsmet, en honum tókst ekki að lyfta þeirra þyngd. Sem' dæmi um umfang lyftinga- keppninnar þá voru keppendur 180 talsins og stóð keppnin yfir í 7 daga. Guðmundur hefur því bætt enn einni rósinni í hnappagatið, en hann á glæsilegan íþróttaferil að baki. BL Dino Radja treður knettinum í körfu Grikkja í Evrópukeppninni fyrr í sumar. Radja mun leika með Boston Celtics í NBA-deildinni í vetur. Öldungamót á Hellu Á mánudaginn kemur verður hið árlega opna öldungamót Golfklúbbs Hellu haldið á Strandarvelli og hefst það kl. 8.00. Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar í þremur flokkum, kvenna- flokki 50-55 ára og karlaflokkum 50-55 ára og 55 ára og eldri. Skráning fer fram í golfskálanum á laugardag og sunnudag í síma 98-78208. BL Friðrik Þór vann í 10. Sigraði í þrístökki - stökk 14,01 m Meistaramóti fslands í frjálsum íþróttum lauk á Valbjamarvelli í Laugardal á mánudagskvöld. Keppnin hófst á laugardag þegar meðal annars var keppt í spjótkasti karla, en áður hefur verið sagt frá sigri Einars Vilhjálmssonar í grein- inni. Spjótkastið var hápunktur mótsins, en keppni í öðrum greinum var einnig spennandi og árangur góður. Á sunnudag bar keppni í sleggjukasti hæst, en fyrirfram var búist við íslandsmeti í greininni. Það stóð heima því Guðmundur Karlsson landsliðsþjálfari og sleggjukastari úr FH stórbætti ís- landsmet Erlendar Valdimarssonar. Guðmundur kástaði 62,90 m. En metið var ekki staðfest, þar sem önnur sleggjan sem keppt var með var of lítil. Vonandi fær Guðmundur tækifæri til þess að ná viðlíka árangri fljótlega, með löglegum áhöldum. Önnur úrslit á mótinu voru sem hér segir: Egill Eiðsson UÍA varð íslands- meistari í 400 m grindahlaupi, er hann hljóp á 61,5 sek. Gamla kempan Friðrik Þór Ósk- arsson ÍR, sem er 36 ára gamall, sigraði í þrístökki 10. árið í röð, stökk nú 14,01 m. Ólafur Þór Þórar- insson HSK var ekki langt undan, því hann stökk 13,90 m. f 400 m grindahlaupi kvenna varð Helen Ómarsdóttir FH íslands- meistari, hún hljóp á 64,8 sek. Þóra Einarsdóttir UMSE varð ís- landsmeistari í hástökki kvenna, er hún lyfti sér yfir 1,75 m. f kúluvarpi karla hafði Pétur Guðmundsson mikla yfirburði. Pét- ur var ekki langt frá 20 metrunum, kastaði 19,26 m. Birgitta Guðjónsdóttir HSK vann öruggan sigur í spjótkasti kvenna, kastaði 47,82 m. fris Grönfeldt UMSB gat ekki keppt vegna meiðsla. Oddur Sigurðsson FH hljóp 200 m á bestum tíma, 22,4 sek. og varð íslandsmeistari. í 200 m hlaupi kvenna reyndist Súsanna Helgadóttir FH fótfráust, en hún hljóp á 24,8 sek. Martha Ernstdóttir ÍR varð fs- landsmeistari í 3000 m hlaupi kvenna. Martha hafði mikla yfir- burði í hlaupinu og kom á mark á rúmum 2 mínútum á undan næsta keppanda. Martha fékk tímann 9:49,0 mín. í stangarstökki karla sigraði Sig- urður T. Sigurðsson FH enn eina ferðina, stökk 4,50 m. Ólafur Guðmundsson HSK stökk manna lengst í langstökki og varð fslandsmeistari. Hann stökk6,95 m. Guðbjörg Gylfadóttir USAH sigr- aði af öryggi í kúluvarpi kvenna, kastaði 13,68 m. Már Hermannsson UMSK náði ágætum tíma í 5000 m hlaupi karla. Már hljóp á 14:56,3 mín. en Kristján Skúli Ásgeirsson ÍR varð í öðru sæti á 15:05,1 mín. FH vann þrefaldan sigur í 800 m hlaupi karla. íslandsmeistari varð Finnbogi Gylfason á 1;53,3 mín. f 800 m hlaupi kvenna var mikil keppni. Fríða R. Þórðardóttir UMSK varð fslandsmeistari sjón- armun á undan Margréti Brynjólfs- dóttur UMSB. Þær fengu báðar tímann 2:20,9 mín. Jón Arnar Magnússon HSK varð 1/10 úr sek. á undan Stefáni Þ. Stefánssyni ÍR í mark í 110 m grindahlaupi karla. Jón hljóp á 14,8 sek. en Stefán kom í mark á 14,9 sek. í 100 m grindahlaupi kvenna varð Guðrún Amardóttir UMSK íslands- meistari á 14,6 sek. Vésteinn Hafsteinsson HSK kast- Lyftingar: Körfuknattleikur - NBA-deildin: Golf:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.