Tíminn - 03.08.1989, Blaðsíða 19

Tíminn - 03.08.1989, Blaðsíða 19
Fimmtbdagur3: ^gúát'1989 lllllllllllllllinillllllll ÍÞRÓTTIR Alexander Högnason skoraöi fyrir Skagamenn í gær, en Andri Marteinsson t.v. jafnaöi fyrir Víkinga. Björn Bjartmarz t.h. fylgist með tilburðum Alexanders. Tímamynd: Pjctur. Knattspyrna 1. deild: Skagamenn tveimur mínútum frá sigri gegn Víkingum Víkingum tókst að jafna á næst síðustu mín. leiksins gegn Skaga- mönnum á Víkingsvellinum í gærkvöld. Komið var fram yfír venjulegan leiktíma, en Egill Már Markússon dómari hafði bætt við tímann vegna meiðsla í síðari hálf- leiknum. Andrí Marteinsson átti heiðurínn að jöfnunarmarkinu, fast skot hans fór i varnarmann Skaga- manna og þaðan í netið. Leikmenn voru lengi að ná áttum á sleipum Víkingsvellinum í gærkvöld. Strekkingsvindur var og rigning meðan á leiknum stóð og leikmönnum gekk illa að hemja knöttinn í nepjunni. Pegar líða tók á hálfleikinn náðu Skagamenn öllu betri tökum á leiknum. Á 30. mín. dró til tíðinda. Aðalsteinn Víglunds- son átti þá hörkuskalla rétt framhjá marki Víkinga og í næstu sókn náðu Skagamenn forystunni. Bjarki Pét- ursson, sem átti ágætan leik í gær, komst upp að endamörkum hægra megin, gaf vel fyrir markið á Alex- ander Högnason sem átti skalla í bláhornið á Víkingsmarkinu, 1-0 fyrir ÍA. Eftir markið lifnaði nokkuð yfir Víkingum. Andri Marteinsson skaut í stöng eftir óbeina aukaspyrna á vítateig Skagamanna. Hinum megin á vellinum átti Bjarki síðan gott skot framhjá úr vel útfærðri sókn Skagamanna. Víkingar mættu mjög grimmir í síðari hálfleikinn. Þegar á upphafs- mínútunum áttu Víkingar 3 færi í sömu sókninni, meðal annars þá skaut Atli Einarsson í stöng. Skaga- menn urðu fyrir blóðtöku skömmu síðar. Guðbjörn Tryggvason varð að fara af leikvelli vegna meiðsla sem hann hlaut eftir að Goran Micic braut á honum. Stefán Viðarsson kom inná í stað Guðbjöms. Nokkuð dró af Skagamönnum eftir að Guð- bjöm fór af leikvelli og Ámundi Sigmundsson, sem kom inná fyrir Micic var tvívegis nálægt því að skora um miðjan hálfleikinn. Jöfnunarmark Víkinga lá í loftinu, en það leit ekki dagsins ljós fyrr en tæpar 2 mín. voru til leiksloka. Eins' og áður segir var Andri Marteinsson þar að verki. Jafntefli verða að teljast sann- gjörn úrslit í leiknum, en Skaga- menn voru sorglega nálægt því að sigra. Möguleikar þeirra á íslands- meistaratitlinum eru nú nánast úr sögunni, liðið hefur 17 stig og er 5 stigum á eftir FH og Fram. Víkingar hafa 11 stig eins og Þór, en ÍBK og Margt smátt Róm. Bandaríski körfuknatt- leiksmaðurinn Danny Ferry, sem Los Angeles Clippers völdu í há- skólavalinu fyrir skömmu, gerði í gær öllum á óvart 1 árs samning við ítalska liðið Messagero Roma. Samningurinn markar tímamót, því aldrei áður hefur jafn góður Ieikmaður hafið atvinnumannaferil sinn utan NBA-deildarinnar. Talið er að kaupverðið á Ferry sé um 1 milljón dala, en það fékkst ekki staðfest. Ferry var í vetur einn af bestu leikmönnum háskólaboltans. Kappinn er framherji 2,09 m á hæð og lék með Duke háskólanum. Hann var valinn númer tvö í fyrstu umferð háskólavalsins. Fylkir eru á botninum með 10 stig. BL Gelsenkirchen. Sovéski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Alexander Borodyuk, er fyrstur Sovétmanna til þess að leika á v- þýsku „Bundesligunni". Hann leikur með 2. deildarliðinu Schalke 04 og mun leika með því liði næstu 3 árin. Kappinn hefur leikið 19 landsleiki fyrir Sovétríkin og er 26 ára gamall. Tórínó. Allar líkur eru nú á því að tveir sovéskir landsliðsmenn leiki með liði Juventus á Ítalíu í vetur. Nú er það hinn snjalli knattspyrnumað- ur Sergei Aleinikov sem mun vera á leiðinni til Tórínó-liðsins. Kaup- verðið ku vera um 2,85 milljónir dala og búist er við að Aleinikov geri 3 ára samning við liðið. Fyrir hjá Juventus er sem kunnugt er lands- liðsmaðurinn Alexander Zavarov. t.i i.r ' i i Tíminn 19 Knattspyrna 2. deild: Eyjasigur Vestmannaeyingar unnu ör- uggan sigur á Selfyssingum í Eyjum í gærkvöld 4-1. Ingi Björn Albertsson náði foryst- unni fyrir gestina í fyrri hálfleik en Ólafur Árnason náði að jafna fyrir hlé. í síðari hálfleik gerðu Eyjamenn út um leikinn með þremur mörkum á stuttum tíma. Það voru þeir Leifur Hafsteinsson, Hlynur Stefáns- son og Sigurlás Þorleifsson sem gerðu mörkin. BL bh i a=)==| LESJUNARÁfETLUN Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: Árhus: Alla þriðjudaga Svendborg: Annan hvern þriðjudag Kaupmannahöfn: Alla miðvikudaga Varberg: Alla fimmtudaga Moss: Alla laugardaga Hull: Alla mánudaga Antwerpen: Alla þriðjudaga Rotterdam: Alla þriðjudaga Hamborg: Alla miðvikudaga Helsinki: Hvassafell........21/8 Gloucester/Boston: Alla þriðjudaga New York: Alla föstudaga Portsmouth/Norfolk: Alla sunnudaga Lestunarhafnir innanlands: Reykjavík: Alla miðvikudaga Vestmannaeyjar: Alla föstudaga Húsavík: Alla sunnudaga Akureyri: Alla mánudaga ísafjörður: Alla þriðjudaga SKJPADE/LD r^SAMBAND&NS | Sambandshúsinu, Kirkjusandi ' 105, Reykjavík, sími 698300 i, 1 A Á Á A A A . !AKN IRAIJMRA 11: HNINC.A

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.