Tíminn - 03.08.1989, Síða 3
-FjmmtMfJagur.3, ágpst ,1^9
Tíminn .3
Grátt bætist ofan á svart er skilyrði fyrir smáfiska versna í Mývatni:
NÚ DREPAST HORNSÍLIN
Fækkun hornsQa sem átt hef-
ur sér stað í Mývatni í júlímánuði
bendir sterklega til þess að
skortur sé á smáátu í vatninu.
Þetta eru ekki góðar fréttir fyrir
þá sem stunda sUungsveiði á
Mývatni, því fækkun smáátu
gerir silungastofninum enn erf-
iðara uppdráttar en ella og var
stofninn þó í lægð fyrir. Bætist
nú enn við hrörnunarsögu lífrik-
isins við Mývatn og þótti hún
ærin fyrir. Ofan á þetta bætist
að svonefnt leirlos á sér nú stað,
þ.e. rotnandi fæðuleifar og önn-
ur áta flýtur nú upp frá botninum
og flýtur burt.
Bændur í Mývatnssveit telja sig
hafa orðið vara við áberandi fækkun
homsíla í Mývatni á undanförnum
vikum. Vísindamenn sem starfa að
rannsóknum á lífríkinu í vatninu
staðfesta að um fækkun sé að ræða
vegna átuskorts, en telja sig ekki
geta sagt til um umfang hennar á
þessu stigi málsins. Gísli Már Gísla-
son líffræðiprófessor segir að fækk-
un í Mývatni bendi til þess að smærri
fæðutegundum, s.s. smákrabbadýr-
um og smámýi fari fækkandi. Hér sé
um það smá dýr að ræða að þau
nýtist ekki veiðanlegum silungi, eða
öndum. Fækkun þessara tegunda af
smáátu bendir til þess að lífsskilyrði
fyrir silunga og urriðaseiði fari versn-
andi og einnig kemur toppöndinni til
með að fækka í kjölfar þessa átu-
brests. Toppandastofninn hefur ver-
ið í hámarki að undafömu, en fjöldi
þeirrar andategundar helst nokkuð í
hendur við sveiflurnar á homsíla-
stofninum.
Átuskorturinn er ekki alger ennþá
og enn töiuvert af smáfiskum í
Mývatni. Allt frá árinu 1975 hafa
farið fram stöðugar rannsóknir á
lífríkinu við Mývatn og á þessu
sumri hafa homsíli verið veidd viku-
lega í gildrur víðs vegar um vatnið.
Á undanförnum vikum hafa færri
síli veiðst en venjulega og kemur
Annríki hjá
skattstjóra
„t>að em þó nokkuð mörg ár
síðan það hefur verið svona mikil
traffík eins og núna,“ sagði Gestur
Steinþórsson skattstjóri í Reykja-
vík. Skattgreiðendur em nú að fá í
hendur álagningarseðla fyrir síðasta
ár og virðist svo sem margir eigi í
erfiðleikum með að átta sig á niður-
stöðunni.
„Þetta er nýtt form sem virðist
mgla suma. Mönnum gengur í fyrsta
lagi dálítið illa að átta sig á samspil-
inu á milli þessarar álagningar og
uppgjörsins á staðgreiðslunni, í öðru
lagi eftiráálagningar á eignarskatti
og eignatekjum og svo ruglar fólk
saman staðgreiðslunni sem það er að
borga núna í ár. Þetta þvælist allt
fyrir fólki og ég er ekkert hissa á því.
Þessi mikla hækkun á eignarskatti
hefur einnig mikil áhrif. Fólk átti
greinilega mjög margt ekki von á
svona mikilli eftirágreiðslu vegna
eignaskattsins en hann hefur hækkað
um heil 100%.“ Gestur kvaðst ekki
kannast við að eitthvað óeðlilega
mikið væri um mistök í útreikningi
að öðm leyti en því að svo virtist sem
að sjómannaafslátturinn hefði fallið
niður hjá mjög mörgum. Að öllum
líkindum stafar þetta af villu í forriti.
SÁPUGOS
í GEYSI
Geysisnefnd hefur ákveðið að
setja sápu í Geysi laugardaginn 5.
ágúst n.k. kl. 15:00 og má þá gera
ráð fyrir að gos hefjist nokkm síðar,
ef veðurskilyrði verða hagstæð.
það heim og saman við frásagnir
bænda.
Svo kallað leirlos fer fram með
reglulegu millibili í vatninu, en það
gerist með þeim hætti að rotnandi
gróður af botninum flýtur upp og
rennur niður í Laxá sem er afrennsli
Mývatns. Að sögn Gísla Más stjórn-
ast leirlosið af tveimur þáttum, þ.e.
af flúormagni og ljósmagni í vatninu
og þar með hitastigi líka. Fæða
mýlirfa og annarra smádýra á botn-
inum er rotnandi leirlos og aðrir
þömngar. Rotnunin tekur allt að tvö
ár eða meira og samspil ferlis rotnun-
arinnar og ltfríkisins í vatninu er
mjög flókið og ekki enn að fullu
Ijóst. Samhengið á milli þessara
þátta er eitt af þeim verkefnum sem
nú er unnið að í Mývatnsrannsókn-
unum.
Um leirlosið í Mývatni er ef til vill
hægt að segja að eins dauði sé annars
brauð, því rotnandi gróðurleifar af
botni Mývatns em aðal fæða bitmýs-
ins við Laxá og lífríkið í ánni nýtur
nú þess sem vatnið lætur frá sér.
-ÁG
í j Besta
lambakjötið
beint á grillið
Þannig
erbest
aö grilla
og marinera jj
lambakjöt
Grillbœkling með
uppskriflum og
góðum ráðum
fcerðu ókeypis hjá
kjötborðinu
„Lambakjöt á lágmarksverði" er
tilbúið á grillið. Það er búið að
skera það í sérstakar grillsneiðar;
ffamhryggjasneiðar, rif, kótilettur
og lærissneiðar. Einnig getur þú
fengið lærið heilt ef þú vilt og
grillað það þannig.
Hvað er þá eftír? Jú, marineringin.
Marineruð, grilluð lambasteik er
lostæti og í nýja grillbæklingnum,
w
sem þú ferð í næstu verslun,
sérðu hversu auðvelt er að blanda
sinn eiginn kryddlög og marinera. Þannig sparar
þú enn frekar.
Hagkvæmustu kaupin
á lambakjöti
„Lambakjötið á lágmarksverði" er selt í V2
skrokkum og það eru og verða ávallt hag-
kvæmustu kaupin á lambakjöti.
Þegar þú kaupir lambakjöt á
lágmarksverði er hægt
að borða eitthvað strax,
þíða hluta þess í kæli
og frysta afganginn.
Svo geturðu tekið
Grillveisla er ósvikin
jjölskylduhátíð.
reglulega
úr frystinum
og flutt í kælinn.
Ekkert af kjötinu skemmist og einstaklingar
og fjölskyldur geta nýtt það allt. Sem dæmi
má nefna að fyrir fjögurra manna fjölskyldu
dugar 6 kg meðalpoki í 6-7 (grill)máltíðir
og 6 kg kosta aðeins 2.190 kr. Sparaðu
- kauptu lambakjöt á lágmarksverði
og grillaðu.
SAMSTARFSHOPUR
UM SÖLU LAMBAKJÖTS