Tíminn - 03.08.1989, Page 5

Tíminn - 03.08.1989, Page 5
Fimmtudagur 3. ágúst 1989 f 3á 4J J M.JJ 114« «J JJ 1 t. *,.« *« • 1 r.r;irni i í Tíminn 5 Einar G. Gunnarsson framkvæmdastjóri Ramma hf. segir að skipta þurfi um glugga í stórum stíl í nýlegum húsum og Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins segir gluggamál ekki í góðu lagi: Stöndum frammi fyrir víðtækum gluggavanda „Já, því miður er svo mikið af tiltölulega nýlegum en handónýtum gluggum að menn standa frammi fyrir því á næstu árum að skipta þeim út í mjög stórum stfl. Það er þegar byrjað að bera á þessu í aðeins tíu ára gömlum húsum,“ sagði Einar Guðberg Gunnarsson framkvæmda- stjóri Ramma hf. í Njarðvík. Eftir honum hefur fréttabréf FII m.a., að þótt 60% allra bygginga hér á landi séu innan við 20 ára muni innan fárra ára blasa við stórkostlegt vandamál vegna ónýtra glugga, í líkingu við alkalískemmd- irnar á sínum tíma. Einar sagði þama raunar vægt til orða tekið með þá skelfingu sem menn eigi eftir að upplifa í þessu efni „Menn hafa verið að kaupa að- eins 15-20 ára gömul hús og þeir verða svo skelfingu lostnir þegar þeir standa frammi fyrir því að gluggarnir í þeim eru ónýtir, sem vitanlega hefur ekki hvarflað að þeim við kaup svo nýlegra húsa. Þeir spyrja: Hvað var eiginlega að, hvers á ég að gjalda, er hægt að sækja einhvern til saka, eða er enginn sem verndar mig fyrir þessu?“. Bara kallað á ódýra glugga Nú búa samt margir í 40-50 ára gömlum húsum enn með upphaf- legu gluggana. Einar segir þá skýringu á því að hér áður fyrr voru aðeins notaðir náttúrlegir skógar. I framleiðslu- skógum, þar sem plönturnar eru fengnar til þess að vaxa á tvöföld- um hraða sé viðurinn miklu gljúp- ari en áður var, eiginlega hálfgert frauð. Af þeim sökum hafi menn á hinum Norðurlöndunum upp úr 1960 farið að herða mjög kröfur um betri meðhöndlun og gagnvörn á öllu gluggaefni. Hér hafi þetta verið sniðgengið - markaðurinn kalli bara á glugga fyrir sem fæstar krónur. „Þessvegna vöðum við áfram í þessari blindu þar til í óefni er komið, eins og á mörgum öðrum sviðum". Gefa veikum gluggum „magnyl“ Einar segir því miður nú þegar orðið mikið um að menn þurfi að skipta um glugga í fremur nýlegum húsum. „Það viðgengst líka, í þess- um 15-20 ára húsum núna, þarsem verið er að skipta um gler og pósta, að menn séu að „lækna“ til bráða- birgða með því að skipta bara um undirstykki og svolítið upp á hlið- arstykkin. Þá er yfirleitt notað óvarið efni til viðgerðanna. Þetta hefur enn skemmri endingartíma. Með þessu er einfaldlega verið að gefa gömlum veikum gluggum „magnyltöflu" sem varir skammt. “ Einstaklingarnir munu væntan- lega treysta á fagmennina, sem Einar segir því miður einnig illa upplýsta að þessu leyti. Þarna segir Einar ekki vafa að stór viðgerð- armarkaður opnist á næstu árum. Spurningin sé hins vegar hvernig tekið verði á honum: Verður skipt alveg um gluggana, þannig að þeir verði þá varanlegir í götunum, ellegar svona „billegar bráða- birgðalausnir", með „magnyl- töflu“, sem endist aðeins nokkur ár. Til að átta sig nokkuð á umfang- inu sló Einar á, að dæmigerður herbergisgluggi með fagi, gleri og ísettur geti kostað um 30-35 þús. kr., og þá í kringum hálfrar millj- ónar kr. dæmi í meðalhúsi. „Þeim peningum sem fjárfestir voru í þessum húsum á sínum tíma held ég að hafi verið illa varið - því fólk hefur engan verndara í þessu máli. Neytandinn er óvarinn fyrir þessu.“ Sílikonið „krabbamein“ Þá röngu aðferð sem lengi hafi viðgengist við glerjun segir Einar enn stytta endingu glugganna. Hann á þarna við sílikonið sem valdi því að vatn komist inn fyrir gler og verði þar fast, vegna þess að það er engin útöndun eða hreinsun. „Aðferðin er röng að því leyti að sílikonið á að vera í túbunni, en ekki í glugganum - það á ekki að koma nálægt gluggum. Þannig erum við búin að sprauta „krabba- meini“ í gluggana í fjölda mörg ár - og erum enn á fullri ferð. Þetta verkar eins og innvortis skemmd sem lítið verður vart við fyrr en allt í einu á kannski að fara að skipta um gler eða gera við. Með þessu er verið að valda stórum skaða á hverjum einasta degi um allt land, þv í það spornar enginn við þessu. “ Hver smiður sína aðferð Einar tók fram að þetta sé alls ekki hans uppfinning. Heldur hafi hann kynnt sér gluggaframleiðslu á hinum Norðurlöndunum ásamt með áralöngum rannsóknum rann- sóknastofnana þar. Allir sem einn mæli þeir með einni og sömu aðferð við glerjun. „Fjölda okkar aðferða við glerjun getur þú hins vegar best fundið út með því að komast að því hvað smiðirnir í landinu eru margir. - Já, þeir nota allir hver sína aðferð.“ Leiðbeiningar um „björgun“ Byggingarrannsóknir á Norður- löndum eru núna m.a. að gefa út leiðbeiningar um hvernig best megi bjarga gluggum, sem hafa verið settir í með kítti. Þar er það orðið stór atvinnugrein að rífa upp glugga og reyna að ná burt því kítti sem einhverntíma hefur verið sett í þá, og ná þannig fram öndun í gluggunum," sagði Einar. Ekki til fyrirmyndar „Gluggar eru ekkert til fyrir- myndar í íslenskum húsum og alls ekki heldur nýir gluggar. En það er engin katastrófa á leiðinni, viðlíka og steypuskemmdirnar, eins og Einar er þarna að lýsa,“ sagði Jón Sigurjónsson hjá RB. „f fyrsta lagi eru gluggarnir miklu minni hluti byggingarinnar og þótt það þyrfti að henda þeim öllum og endurnýja þá, þá kostar það aldrei eins mikið og steypu- skemmdafárið allt saman. Og í öðru lagi er ástandið heldur ekki svo slæmt.“ Engin útihurð sem heldur vatni En hefur kannski of lítið verið hugað að gæðum glugganna? „Ég get alveg tekið undir það að það má gera átak í gluggamálum og hurðamálum einnig. Eg fullyrði það t.d. gjarnan að það sé engin útihurð á Islandi, sem opnast inn, sem heldur vatni á móti suðaustan- átt, hérna sunnanlands a.m.k. Og það hefur enginn smiður getað afsannað það fyrir mér ennþá. Það er því ýmsu ábótavant í þessum efnum." Jón segir það alveg rétt, að megnið af gluggum sé smíðað úr óvönduðu timbri - nánast móta- timbri. Áður fyrr hafi verið auð- veldara að fá gott timbur. Vandað- ir gluggar séu nú annað hvort smíðaðir úr eðaltimbri (harðvið) eða þá að notað sé gagnvarið timbur. Að sögn Jóns er ekki mjög mikið um skemmda glugga hér, en hins vegar töluvert um að gluggar leki. „Ástandið er svo sem ekkert til að fagna, eða lýsa neinni ánægju yfir. En það er heldur ekki eins svart og Einar lýsir því. Líklega einhversstaðar þarna mitt á rnilli." -HEI Það hefur verið „brjálað að gera“ hjá starfsmönnum Bifreiðaskoðunar nú í vikunni, þar sem allir vilja hafa bílinn í lagi fyrir helgina. Hér er verið að leggja einn inn til skoðunar. Tímamynd: Pjciur Bifreiöaskoðun íslands hf: Órtröð fyrir helgina Svo virðist sem margir leggi mikið kapp á að hafa bílinn sinn í topp- standi um verslunarmannahelgina. Mikil örtröð hefur verið við Bif- reiðaskoðun íslands hf. nú í vikunni og er upppantað fram í miðja næstu viku. Að sögn starfsmanns Bifreiða- skoðunar er óvenju mikið að gera og eru þá aðallega tilgreindar tvær ástæður, þ.e. komandi helgi sem og „herferð" lögreglunnar til að koma bílum í skoðun. Bíleigendur sem ekki koma bílnum sínum í skoðun fyrir helgi þurfa þó að öllum líkind- um ekki að óttast að þeir sitji uppi bíllausir úti á þjóðvegi. „Lögreglan getur varla klippt af bílum númerin því við höfum ekki getað sinnt öllum sem hafa komið í skoðun,“ segir starfsmaður í Bif- reiðaskoðun. „Lögreglan eru nú mannleg.“ GS. Jón Sigurösson viðskiptaráðherra vill ýta á eftir því aö ríkisbönkum veröi breytt í hlutafélög. Forsætisráðherra: „Er ekki stefna stjórnarinnar“ Haft er eftir Jóni Sigurðssyni við- skiptaráðherra í viðtali við Morgun- blaðið fyrir skömmu, að stofnun íslandsbanka muni án efa ýta á eftir því að rekstrarformi ríkisbankanna verði breytt og þeir gerðir að hluta- félögum. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra segir þetta pers- ónulega skoðun viðskiptaráðherra, en ekki stefnu ríkisstjórnarinnar. „Ég tel það óhjákvæmilegt fyrir ríkið að eiga að minnsta kosti einn öflugan hreinan ríkisbanka", sagði Steingrímur. „Það hefur sýnt sig að slíkt er meðal annars ákaflega mikil- vægt í þeim aðgerðum sem ríkið þarf að ráðast í vegna atvinnuveganna. Steingrímur sagði að banki sem hefði ábyrgð ríkisins á bak við sig nyti einnig betra lánstrausts hjá peningastofnunum erlendis heldur en þeir bankar sem væru reknir af einkaaðilum. í sama viðtali varpar Jón Sigurðs- son einnig fram að að hans mati væri það jákvætt að lífeyrissjóðirnir kæmu inn sem hluthafar í bankakerf- inu, líkt og þeir gera í gegnum verkalýðsfélögin sem eru eignaraðil- ar að lslandsbanka. Það væri mikil- vægt fyrir þjóðina í heild að lífeyris- sparnaður væri ávaxtaður víðar en í húsakosti þjóðarinnar. Þessu er Steingrímur Hermannsson sammála og kveðst ekki sjá neitt athugavert við það að lífeyrissjóðirnir komi í gegnum bankana til með að taka þátt í uppbyggingu atvinnulífsins. -ÁG Þolreið Flugleiðaþolreiðin var haldin um helgina í annað sinn. Riðið var frá Laxnesi til Þingvalla, eða 30 km. Hérsést fyrsti keppandinn, Þórunn Þórarinsdóttir, leggja í hann, en sigurvegari var Hjördís Bjartmars Árnadóttir. GS. Tímamynd: OÓ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.