Tíminn - 03.08.1989, Page 6

Tíminn - 03.08.1989, Page 6
Fimmtudagur 3. ágúst 1989 6 Tíminn Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog _____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson BirgirGuðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. mars hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Kjör aldraðra bætt Ríkisstjórnin hefur ákveðið samkvæmt tillögu heilbrigðis- og tryggingaráðherra að bæta launakjör elli- og örorkulífeyrisþega með sérstökum tekju- tryggingarauka. Tekjutryggingaraukinn verður að sjálfsögðu greiddur með tilliti til þess hvernig lífeyrisþegar eru settir gagnvart eftirlauna- og lífeyr- iskerfum. Þessi ráðstöfun af hendi heilbrigðis- og trygginga- ráðherra er tekjujöfnunarmál á grundvelli tekju- tryggingarkerfisins. Hér er um réttlætismál að ræða miðað við það hversu ósamstætt lífeyrissjóðakerfið er, sem veldur því að ellitekjur fólks eru afar mismunandi. Með þessu er verið að bæta tekjur fólks, sem ekki nýtur góðra lífeyrisréttinda. Þegar þessi tekjutryggingarauki kemur til fram- kvæmda, sem verður í næsta mánuði, verða greiðslur til elli- og örorkulífeyrisþega, sem njóta fullrar tekjutryggingar og heimilisuppbóta, orðnar um 40 þús. kr. á mánuði, sem er um 12% hærri fjárhæð en lágmarkslaun. Hlutfallið milli lágmarkslauna og fullrar greiðslu elli- og örorkubóta hefur breyst bótaþegum í hag á síðustu tveimur árum í tíð núverandi heilbrigðis- og tryggingaráðherra. í júlí 1987 voru lágmarkslaun kr. 28.300, en bætur almannatrygginga mest kr. 25.222. 1. sept.- 1987 var undir forystu Guðmundar Bjarnasonar heilbrigðis- og tryggingaráðherra ákveðið að fullar greiðslur almannatrygginga til elli- og örorkulífeyrisþega skyldu vera jafnháar lág- markslaunum. Nú hefur þróunin orðið sú að þessar greiðslur verða um 12% yfir lágmarkslaunamarkinu, þ.e. 40 þús. kr. á mánuði á móti 35 þús. kr. lágmarkslaunum. Grænfriðungar Tveir forystumenn Grænfriðunga, annar banda- rískur, hinn breskur, efndu til blaðamannafundar í Reykjavík í fyrradag. Efni fundarins var að gera kunnugt með formlegum hætti og fyrir tilstuðlan fjölmiðla að samtök Grænfriðunga myndu láta af baráttu gegn íslenskum sjávarafurðum í kjölfar þess að áætlun Hafrannsóknarstofnunar um hvalveiðar í vísindaskyni er nú lokið. Út af fyrir sig var gott að þessi yfirlýsing kom fram. Að öðru leyti bar ekkert nýtt á góma á þessum blaðamannafundi. Það getur naumast talist frétt- næmt þótt þessi samtök þykist vera í viðbragðsstöðu til þess að hefja sama leikinn gegn útflutningsvörum íslendinga, ef til þess kæmi að hvalveiðar yrðu hafnar einhvern tíma síðar. Afstaða til slíkra hótana getur af íslendinga hálfu ekki breyst frá því sem verið hefur. Ákvörðun um hvalveiðar mun byggjast á öðrum forsendum en þeim sem Grænfriðungar vilja skapa með aðgerðum sínum. Ekki er heldur mikið upp úr því leggjandi, hvað Grænfriðungar hafa að segja um árangur af vísindaveiðunum. Það mál verður gert upp annars staðar en í karpi við þá. GARRI Moldarverk Kristínar AUtaf þegar einhverjar ákvarð- anir eru teknar varðandi listir og listastarfsemi þurfa fulltrúar Al- þýðubandalagsins að koma fram með skoðanir, sem sýna að þeir telja að Alþýðubandalagið eigi að ráða í listum á íslandi. Hinir vesælli listamenn, sem annað tveggja eru kjarklausir eða vilja vinna sér til friðar að standa undir regnhlíf stóra bróður, hafa þóst vera stuðn- ingsmenn Alþýðubandalagsins í hagnaðarskyni, þótt þeir hafi eng- an áhuga á pólitík og viti þaðan af minna um Alþýðubandalagið, sem fram að þessu hefur verið einskon- ar leppur fyrir erlenda hugmynda- fræði. Þessir kjarklausu listamenn hafa að vísu haft ómældan hagnað af aumingjaskap sínum og geð- leysi, enda hafa margir þeirra setið að ríflegum úthlutunum úr opin- berum sjóðum, sem hugsaðir voru til að efla listir almennt, en nýtast nú aðeins til að efla augnaþjónkun geðleysingja við ðfgastefnur. Einar yfirgaf þá Frægt varð áfallið sem vinstri listamenn og áróðurspúkar þeirra urðu fyrir, þegar sovésk sendi- nefnd kom hingað fyrír mörgum árum og lýsti því yfir að Eyjólfur Eyfells, listmálari, værí mikill Iista- maður. Fram að þeim tíma hafði kommaklíkan í borginni aldrei svo mikið sem litið við Eyjólfi Eyfells, og yfirkirjugarðsvörður landsins, sem talinn er helstur páfi í málara- list, próflaus þó, hafði aldrei haft neitt að segja um Eyfells. Það var ekki fyrr en sovéska sendinefndin hafði litið á málverk Eyfells og sagt það sem þeim fannst sannast og réttast um þau, að Eyfells komst í hámæli sem listamaður og hefur veríð það síðan við vaxandi gengi. (Nú látinn) Jarðabætur og moldarverk full- trúa Alþýðubandalagsins í listum hafa rifjast upp núna við það að Einari Hákonarsyni, listmálara, hafa veríð veitt starfslaun Reykja- víkurborgar til þriggja ára. Um Einar Hákonarson. leið og það gerðist rak Alþýðu- bandalagið upp hundshausinn og byrjaði að kvarta undan því að einhver annar skyldi ekki fá þessi starfslaun. Einar Hákonarson er einn af meiríháttar málurum landsins. Hann var um tíma hlið- hollur Alþýðubandalaginu, en hef- ur á síðari árum snúist á sveif með Sjálfstæðisflokknum. Hann hefur veríð skólastjórí myndlistarskóla og um tíma stjómaði hann á Kjarv- alsstöðum. Nú virðist sem fulltrúa Alþýðubandalagsins í menningar- málanefnd borgarínnar þyki hin mesta ósvinna að veita Einari Hák- onarsyni þessi starfslaun, og er Ijóst að ástæðan er að Einar hefur „turnerast“. List hans skiptir þetta fólk auðvitað engu máli. Að „lave ballade“ Lengi hefur fulltrúum Alþýðu- bandalagsins tekist að kúga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins til hlýðni, þar sem þessir aðilar vinna saman í nefndum. Hefur þessa einkum gætt í menningarnefndum, svo og á Kjarvalsstöðum, þar sem hug- myndir em uppi um að grafa sjálfan Kjarval niður í jörðina til að geta komið fyrir sýningum á skrípilist í sölum þeim, sem list Kjarvals vom ætlaðir. í þetta sinn virðist óttinn hafa vikið fyrir sann- giminni, en þá stendur heldur ekki á viðbrögðum kommanna. Krístín Á. Ólafsdóttir, fulltrúi Alþýðu- bandalagsins, fann tilefni til ágrein- ings og valdi til þess listakonu úr sínum röðum af tuttugu og átta umsækjendum, og heimtaði að hún fengi starfslaunin, annars myndi hún „lave ballade“. Það hafa ein- mitt verið slíkar hótanir sem sjálf- stæðismenn hafa óttast, og unnið mörg skemmdarverk í listum ein- göngu vegna slíkra hótana og ótta við þær. Þjóðviljinn birtir nú ágreining Krístínar og Morgun- blaðið mun eflaust gera það líka trútt undirlægjuhætti sínum í menningarmálum. Með sér hefur Krístín dregið kratafulltrúann í nefndinni, sem veit sýnUega ekki aUtof mikið um listapólitík komm- anna. Starfslaun handa stórerfingja Þótt að ágreiningurínn út af veitingu starfslauna til Einars Há- konarsonar sé fyrst og fremst innanhússmál nefndarinnar, þar sem einvörðungu sitja fuUrúar Sjálfstæðisflokks, Alþýðubanda- lags og krata, er ástæða tU að benda nefndinni á, að listakonan, sein Kristín er að berjast fyrir er erfingi að Mjóafirði við ísaljarðar- djúp með byggingum og laxveiði, item nokkrum blokkum í Reykja- vik. Það kemur ekki við Ust hennar, en það er auðvitað alveg nauðsynlegt fyrir fuUtrúa Alþýð- ubandalagsins að styðja við bakið á listamönnum, sem komnir eru að fótum fram af peningaleysi. Hvað um þá tuttugu og sex sem Kristin viU ekki berjast fyrir? Hafa þeir kannski erft meira en heilan fjörð og nokkrar blokkir í borginni? Þrátt fyrir frekjuna er listastefna Alþýðubandalagsins handahófs- kennd og ekki í neinu samræmi. Listastefna bandalagsins snertir ekki listina sjálfa og hefur aldrei gert, heldur er hún notuð ■ póUt- ísku skyni tU að geta náð tökum á veiklyndu fólki, sem heldur að vitið sé hjá fulltrúum og listagapux- um bandalagsins. Fólk er orðið þreytt á yfirlýsingagleðinni og öll- um bókunum komma um keisarans skegg. Garrí lllHlHlllllllllllllHlllll VÍTT OG BREITT Burtreknir viðskiptavinir Kaupmenn í miðbæ Reykjavík- ur og við Laugaveginn hafa með sér samtök sem virðast hafa það höfuðmarkmið að hrekja væntan- lega viðskiptavini í úthverfaversl- anir, stórmarkaði og yfirbyggðar verslunargötur. Kaupmenn við grónar verslunargötur flosna upp og leita fyrir sér á öðrum miðum, ef þeir eru þá ekki farnir á hausinn áður en þeir losa sig við síðasta kúnnann. Samtök kaupmanna f miðbæn- um og við Laugaveginn og nær- liggjandi götur hafa stofnað kór, sem í eru eingöngu tenórar, og hvenær sem þeir komst í tæri við fjölmiðla æpa þeir hátt og snallt, að það sé alveg ómögulegt að versla við þá vegna þess að þar eru ekki bílastæði við útidyrnar hjá þeim. Þessir kaupmenn haga sér eins og sumir stjórnmálafrömuðir, sem ávallt eru að berja það inn í höfuð landsbyggðarfólks og annarra að það sé ekki búandi í þessu eða hinu byggðarlaginu, þar sem allt á að skorta til alls og er stjórnvöldum og peningaskömmturum kennt um. En í Reykjavík drýpur smjör af hverju strái, segja þessir sömu aðilar og skilja aldrei að þar höggva þeir sem hlífa skyldi. Svona er fólkið rekið í alla þjónustuna og skemmtunina fyrir sunnan með gylliboðum þeirra sem þykjast vilja veg landsbyggðar sem mestan. Næg bílastæði auglýsa kaup- menn í úthverfum og Kringlubúar færa hallir sínar á kaf í bílastæðum og bæta kostnaði ofan á vöruverð- IlnTiiin Laugavegurinn allur á útsölu ið. Og miðbæjarkaupmenn og kramarar við Laugaveg hjálpa þeim svo sannarlega með þeim ótrúlega kjánaskap að auglýsa í tíma og ótíma að búðir þeirra séu svo óaðgengilegar fyrir viðskipta- vini að það sé ekki á nokkurn mann leggjandi að versla í gamal- grónu verslunarhverfi Reykjavík- ur. Þar að auki líðst ófriðarseggjum að básúna óhljóðum úr hátölurum yfir friðsælar göngugötur og leggja kaupmannasamtök blessun sína yfir það eins og flest það sem fælt getur fólk frá að labba sér um Laugaveg, Bakarabrekku og Langafortov. Bílageðveilan Gamla gróna verslanahverfið hefur tekið stakkaskiptum og minnir nú meira á göngugötur en umferðaræðar. í erlendum borgum og bæjum eru slíkar verslunargötur eftirsóttar af höndlurum og við- skiptavinir spóka sig þar, sýna sig og sjá aðra og síðast en ekki síst, þeir gera kaup. Bílaumferð og andstyggileg bílastæði með bensín- stybbu og olíuflekkjum fæla við- skiptavini frá en ekki að. Misskilningur reykvísku kaup- mannanna er að búa til þjóðsöguna um að bílastæði eigi að vera við hverjar dyr í verslanahverfum og þannig fremja þeir sjálfsmorð fyrir hönd fyrirtækja sinna. Ekki þarf vel að gá að til að komast að þvf að bílastæði við miðbæinn og nærri Laugavegi eru hvergi fjarri og er t.d. innan við tveggja mínútna gangur frá hundr- uðum bílastæða í alla höfuðbanka landsins, á Lækjartorg og nærliggj- andi verslanagötur. Svo standa samtök óvina mið- bæjarins og athafnalífs þar og æpa yfir sig að það þýði ekkert að koma í bíl f gömlu Reykjavík, þar séu hvergi bílstæði að finna. Það er skrúfað fyrir skilningar- vitin á þessu fólki. Svó eru heimtuð bílageymslu- hús, sem hvarvetna eru einhverjir ljótustu kumbaldar í námunda miðborga, og sannkölluð bæjarlýti. Svona hirkalegheit eru að rísa og ná allt frá Kjaftaklöpp og vestur og austur yfir Bergstaðatorfurnar. Reynslan mun leiða í ljós að engin þörf verður fyrir öll þessi ósköp. í útlöndum þykir ekki mikið að ganga í 10-15 mínútur frá bíla- geymslum til verslunar- og athafna- svæða. í Reykjavík stendur það þversum í hausum tornæmra að bílageymslur séu við dyr hverrar verslunar og allra banka. Hér á ekki að þurfa að ganga spönn frá rassi. Kaupmönnum væri nær að afla sér skilnings á hvernig á að ná í viðskiptavini en að keppast við að hrekja þá frá sér. Það eru nefnilega ekki bílarnir sem versla. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.