Tíminn - 03.08.1989, Page 7
Fimmtudagur 3. ágúst 1989
Tíminn 7
VETTVANGUR
'v- á - -
Gunnar Guðbjartsson, fyrrv. framkvæmdastjóri Framleiðsluráðs landbúnaðarins:
Hvaða breytingar hafa orðið á
Ijölda bænda og búskap þeirra?
Breyting á bústofni í landinu á tímabilinu 1978-1988 og á framleiðslu
mjólkur og kjöts á sama tíma
Mikil umræða er um þessar mundir í fjölmiðlum, bæði
blöðum og útvarpi - og einnig í sjónvarpi, um að hægt
gangi að fækka sauðfé í landinu og kjörframleiðsla af
sauðfé minnki ekki þrátt fyrir ákveðin markmið í lögum
um það efni og að hún sé alltof mikil miðað við þarfir
þjóðarinnar. En samdráttur í framleiðslu mjólkur hafi
orðið mikil og fullnægjandi. Síðast var að þessu vikið í
leiðara Morgunblaðsins 12. júlí sl. með þeim orðum „að
við þurfum að fækka fénu þar sem það á ekki heima“. En
hvar á fé ekki heima? Því var ekki svarað í leiðaranum.
Mjólk
Tafla 1.
MJÓLKURFRAMLEIDSLA 1978 OG 1988
1978 1988 Breytingí%
120.172þús. 102.712 þús. -14.53
Tafla 2.
KJÓTFRAMLEIDSLA1978 OG 1988
Forðagæslan fram-
kvæmir talningu
um land allt
Samkvæmt landslögum fer ár-
lega fram talning búfjár í öllum
sveitarfélögum landsins. Ýmsir
halda að sú talning sé handahófs-
kennd og ónákvæm. Slíkt getur átt
við um talningu hrossa og sjálfsagt
að nokkru um fjölda fiðurfjár og
svína. Ónákvæmni í tveimur síð-
asttöldu greinunum stafar þá aðal-
lega af því að ekki eru nægjanlega
glögg skil á milli stofndýra, varp-
fugla eða foreldra annars vegar og
sláturdýra hins vegar, þegar talið
er.
Hross gagna vítt um úthaga og
oft er óvissa um eigendur þeirra.
Einkum er það vegna stórfjölgunar
hrossa í eigu þéttbýlisbúa, sem oft
eru á eyðijörðum víðsvegar um
landið. Talning hrossa verður seint
gerð nákvæm. En talning sauðfjár
og nautgripa er tiltölulega mjög
nákvæm. Helst munar í fjölda
kálfa, en fjöldi þeirra er síbreyti-
legur eins og fjöldi grísa og kjúkl-
inga.
Bændur hafa reynslu af því að
hagur þeirra er að búfjárskráning
sé sem nákvæmust. Ýmis réttindi
þeirra í framleiðslukerfinu tengjast
fjölda vetrarfóðraðra gripa og
afurðum þeirra á vissu tímabili. Sé
fé skorið niður vegna búfjársjúk-
dóma miðast bótagreiðslur ríkisins
t.d. við skráðan búfjárfjölda skv.
forðagæsluskýrslum á tilteknu ári.
Því heyrir til algerra undantekn-
inga að skráning sauðfjár sé ekki
rétt. Þessi nákvæmni var staðfest í
vetur og vor í þeirri sérstöku
aukatalningu búfjár, sem fór þá
fram.
Ég tel rétt vegna áðurgreindra
umræðna að gera grein fyrir breyt-
ingum á bústofni landsmanna
undangengin breytingaár. Árið
1978 var ekki farið að þrengja kost
einstakra bænda með kvóta- eða
fullvirðisréttarkerfi. Þá var sauðfé
næstflest, sem það hefur orðið og
nautgripastofninn var stór, einkum
mjólkurkúastofninn. Árið 1977 var
sauðfé flest, eða 5.385 kindum
fleira en 1988. Ég hefi gert
skýrslur, sem sýna breytinguy á
sauðfjárfjölda, kúa og geldneytast-
ofni í hverri sýslu og kaupstað, á
Nautakjðtsframleiðsla
Svínakjötsframleiðsla 1)
Kindakjötsframleiðsla
Fuglakjötsframleiðsla 1)
Hrossakjöt 2)
1978
2.139.301 kg
950.000 kg
15.392.959 kg
750.000 kg
681.314kg
Aukning
m;nnL eu
nuniiK.7b
1988
2.923.179 kg + 46,7%
2.475.368 kg + 161,0%
10.219.287 kg - 33,6%
1.114.298 kg + 48,6%
512.759 kg - 24,7%
Kjöt samtals
19.913.574 kg
17.244.891 - 13,40%
1) Kjöt af svínum og fuglum 1978 er byggt á verðmaetaáætlun Hagstofu Islands. Þá var ekki nákvæm skráning
á slátrun grípa eða magni kjöts í þessum greinum. Að öðru leiti erbyggt á sláturskýrslum á viðkomandi árí.
2) Nokkuð var flutt úr landi sl. ár af hrossum til slátrunar sem ekki var gert árið 1976._________________
landinu frá árinu 1978 til ársins
1988 og fyrir landið í heild. Á sama
hátt eru hér birt súlurit, sem sýna
þessa þróun myndrænt.
Síðari grein
Athygli vekur hve fé hefur fækk-
að mikið og hlutfallslega mest í
. héruðum sem voru fjármörg, eins
og í Skagafjarðarsýslu, Múlasýsl-
unum báðum, Árnes- og Rangár-
vallasýslum. Þar til viðbótar koma
Eyjafjarðarsýsla, Vestur-Barða-
strandasýsla, Gullbringu- og Kjós-
arsýsla og Austur-Húnavatnssýsla
með hlutfallslega mikla fækkun.
Rétt er að vekja athygli á að í
flestum þessara sýslna hefur verið
skorið niður sjúkt fé af riðuveiki.
Fé getur fjölgað aftur í þeim héruð-
Breyting á fjölda kúa og annara nautgripa í sýslum landsins frá árinu 1978 til OQ með ársins 1988 samkvæmt forðaqæsluskvrslum ásamt % brevtingum. G.Guðb. Safn\naut.78 .88
Svsla Kýr 1978 Kýr 1988 Breyting fiölda % Aðrir 1978 nautgripir. Breyting 1988 fiölda %
Gullbringusýsla 44 14 -30 -68,2 31 17 -1 4 -45,2
Kjósarsýsla 674 500 - 174 -25,8 368 433 65 17,7
Borgarfjarðarsýsla 2.175 1 . 779 -396 -18,2 1.276 1.414 138 10, 8
Mýrarsýsla 1 . 525 1.303 -222 -14,6 942 1 .348 406 43, 1
Snæfellsnes/Hnappads 1 .072 1.050 -22 -2, 1 799 1 .328 529 66,2
Dalasýsla 637 583 -54 -8,5 613 747 134 21,9
A.-Ðarðastrandasýsla 218 178 -40 -18,3 204 227 23 11,3
V.-Barðastrandasýsla 304 284 -20 -6,6 181 299 1 18 65, 2
V.-ísafjarðasýsla 210 278 68 32,4 164 200 36 22,0
N.-ísafjarðasýsla 219 165 -54 -24,7 185 197 12 6,5
Strandasýsla 150 80 -70 -46,7 1 40 102 -38 -27, 1
V.-Húnavatnssýsla 903 738 -165 -18,3 653 898 245 37,5
A.-Húnavatnssýsla 1 .429 1.177 -252 -17,6 952 1 .473 521 54,7
Skagafjarðasýsla 2.568 2.497 -71 -2,8 1 .638 3.034 1.396 85,2
Eyjafjarðasýsla 5.344 4.9 T 9 -425 -8,0 3.178 4.913 1 . 735 54,6
S.-Þingeyjasýsla 3.042 2.643 -399 -13,1 1 .868 3.341 1 .473 78, 9
N.-Þingeyjasýsla 142 105 -37 -26, 1 131 189 58 44,3
N.-Múlasýsla 558 546 - 1 2 -2,2 747 1.119 372 49,8
S.-Múlasýsla 891 858 -33 -3,7 1.187 1 .557 370 31,2
A.-Skaftafellssýsla 563 457 -106 -18,8 636 660 24 3,8
V.-Skaftafellssýsla 1 .306 1 .253 -53 -4,1 1 .065 1 .629 564 53,0
Rangárvallasýsla 5.130 4.417 -713 -13,9 4.388 6.581 2.193 50, 0
Árnessvsla 6.766 5.984 -782 -11.6 4.847 6.932 2.085 43.0
Samtals 35.870 31.808 -4.062 -11,3 26.193 38.638 12.445 47,5
KauDstaðir 456 197 -259 -56.8 270 181 -89 -33.0
Samtals á landinu. 36.326 32.005 -4.321 -11,9 26.463 38.819 12.356 46,7
1. Nokkrir bæir í N.- Isafjarðarsýslu hafa færst undir Bolungarvik og ísafjöra frá 1978.
um, eins og t.d. í Múlasýslunum
báðum, þegar fjárleysistími er út-
runninn, nema samið sé við bænd-
ur um að falla frá framleiðslurétti
gegn rétti til annars starfs eða
framleiðslu. Samningar við bændur
í Fljótdalshéraði um skógrækt í
stað sauðfjárframleiðslu eru mik-
ilsvert fordæmi í þessu efni, sem
reyna mætti víðar.
Heildarfækkun sauðfjár
í landinu á þessum árum
er 303.920 eða 34,12%
Á súluritum er sýnd hlutfalls-
breyting sauðfjár og nautgripa í
Sauðfé í
sýslum
og
kaupstöðum
1978 -1988
H 1978
■ 1988
Sauölé alls:
1978: 890.807,
1988: 586.887.
Fækkun sauöfjár:
34.12%
20 30 40 50
HEIMILD: BÚNAOARFÉLAG ISLANDS UPPLÝSINGAPJÓNUSTA LANDBÚNAÐARINS /M851
II 1978
■ 1988
Mjólkurkýr alls:
1978: 35.870
1988: 31.808
Fækkun 11,32
4000 5000
7000
HEIMILÐ; BÚNAÐARFÉLAG ISLANDS
UPPLÝSINGAPJÖNUSA LANDBÚNAÐARINS /M 852
einstökum héruðum. Kúastofninn
í landinu hefur minnkað miklu
minna en sauðfjárstofninn eða aðe-
ins 11,9%. Sjá töflu II.
Fjölgun hefur orðið á kúm í
einnisýslu, Vestur-ísafjarðarsýslu.
í hlutfallstölum er fækkun kúa
mest í Gullbringu- og Kjósarsýsl-
um, Strandasýslu og Norður-Múla-
sýslu, en annars víðast tiltölulega
nokkuð jöfn. Sjá súlurit.
Geldneytum hefur fjölgað um
46,7% á öllu landinu. Sú fjölgun
dreifist nokkuð misjafnlega um
landið. Hún er þó yfirleitt hlutfalls-
lega mest á mjólkurframleiðslu-
svæðunum. Sjá súlurit.
Svínum í landinu
hefur fjölgað mikið
á þessu tímabili
Svín voru árið 1978 alls 1392 en
1988 voru þau 3453. Fjölgunin er
148%.
Hænsnastofninn er ekki sundur-
greindur í skýrslum í holdafugla-
og eggjaframleiðslufugla og því
verður ekki sagt með neinni ná-
kvæmni um breytingu á stofni
kjörframleiðslufugla. Miklar
sveiflur eru á milli ára í fjölda
fugla.
Skýrslufærðum hrossum hefur
fjölgað frá árinu 1978 úr 44297 í
63.531 árið 1988 eða um 43,4%.
Um þrjár síðasttaldar greinar
bústofnsins gildir það, sem fyrr
segir, um ónákvæmni í talningu.
Fjölgun svína, fugla og hrossa
dreifist talsvert misjafnt um landið.
Dreifingin tengist allmikið breyt-
ingu í sérbúgreinum og nýgreinum,
sem skyrt er frá í töflum í fyrri
hluta þessarar greinar.
Hvernig hafa afurðir
af bústofninum breyst
frá 1978?
Minnkun mjólkur er svolítið
meiri hlutfallsleg en fækkun kúa á
þessum tíma, sjá töflu 1.
Á nokkrum afskekktum svæðum
hafa bændur kýr eingöngu til að
framleiða mjólk til neyslu á heimili
sínu og eru þeir taldir framleiðend-
ur. Sá hópur hefur lítið breyst.
Sterk fylgni er á milli hlutfalls-
legra breytinga á bústofninum og
breytinga í framleiðslunni.
í töflu 2 sést að meira en þriðj-
ungs samdráttur hefur orðið í fram-
leiðslu á kindakjöti til sölu á al-
mennum markaði, en auk þess
hefur verið og er nokkur fram-
leiðsla. til heimilsnota á búum
bænda.
Framleiðslusamdrátturinn í
kindakjöti hefur fylgt að mestu
framleiðsluáætlunum stjórnvalda.
Hins vegar er ekki nema 14,40%
minnkun á kjörframleiðslu í heild.
Aukning í nautakjöti, svínakjöti
og fuglákjöti er tæplega 2.674 tonn
á þessu tímabili. Þetta kjöt hefur
tekið stóran skerf af þeim markaði
í landinu sem kindakjötið hafði
árið 1978. Sum ár á sl. 12 árum
hefur kindakjötssala verið meiri en
10 þús. tonn á ári. Mest var hún
árið 1982 10.916 tonn og 1983
10.735 tonn. Hefði hliðstæð sala
orðið á kindakjöti tvö sl. ár, væri
framleiðslan eins og hún varð sl.
haust oflítil fyrir innlenda markað-
inn.
Bændasamtökin hafa ekki
stjómtæki til að hafa áhrif á fram-
leiðslu annars kjöts en kindakjöts.
Því er ljóst að hlutföllin á milli
framleiðslugreinanna hafa raskast
óeðlilega mikið og það veldur nú
margvíslegum vanda í þjóðarbú-
inu.
Af þessari lýsingu á þróuninni
má draga ýmsar ályktanir, en alls
ekki þá að bændur hafi sýnt tregðu
við að fækka sauðfé eða að minnka
kindakjötsframleiðslu. Hins vegar
má spyrja hvort þróunin sé rétt og
eðlileg miðað við hvernig menn
vilja halda búsetu í landinu og
hvort þessi breyting sé fjárhagslega
hagkvæm fyrir þjóðarheildina.
Hér verða engir dómar felldir í
því efni.