Tíminn - 03.08.1989, Qupperneq 8

Tíminn - 03.08.1989, Qupperneq 8
8 Tíminn Fimmtudagur 3. ágúst 1989 IIIIIIIIillllllllllll AÐUTAN Evilin Taylor er af konungaættum. Nú bíður hún þess í rústum heimilis síns í Níkaragva að Bretar sendi þjóð hennar, sem enn lítur á sig sem breska þegna, aðstoð Fyrrverandi breskir þegnar í Níkaragva: Senda „Thatcher drottningu“ ákall í steikjandi heitri og illa þefjandi hafnarborg við strönd Karíbahafs í Níkaragva bíða afkomendur konunglegrar ættar eftir að breskt herlið komi og bjargi þeim frá Spánverjum. Þetta fólk hefur aldrei sagt upp trúnaði sínum við Breta og finnst það hafa verið yfirgefið. „Thatcher drottning ætti að senda okkur aðstoð,“ segir Ruby Williams, 72 ára gamalt barnabarn George Augustus Frederick II, síðasta krýnda konungs Miskito- ættbálksins. „Þessi staður er ná- tengdur yfirvöldum í London. Drottningin ætti að hjálpa okkur.“ Systir hennar, Evilin, sem er 83 ára, man þá tíð þegar fólk kaliaði hana „prinsessu" vegna ættgöfgi hennar. Núna eyðir hún dögunum í húsinu sínu sem er í rúst eftir fellibyl, full gremju. „Bretarnir ánöfnuðu okkur aldrei eyri,“ segir hún. Enskumælandi íbúar í spænskumælandi landi Borgin fékk nafn sitt fyrir löngu eftir hollenskum sjóræningja, Bla- uuveld að nafni en var snúið upp á ensku - Bluefields - eftir að breskir kaupmenn höfðu lagt hann undir sig. Þetta er heilsuspillandi bær þar sem híbýli manna eru skjögrandi trékofar sem eyðilögðust í fellibyl í fyrra og ekki þekkjast vatns- eða skolplagnir. Frumskógur einangrar bæinn frá vestari hluta Níkaragva, þar sem menn tala spænsku, og enskumæl- andi íbúar Bluefields tala með greinilegum hreim sem einkennir íbúa við Karíbahafið. Margir þeirra spyrja enn kurteislega eftir Viktoríu drottningu ef enskan gest ber að garði og mynd af henni prýðir heimili margra. Þeir ncfna Iíka að þá dreymi um að Bretarnir komi aftur til að koma bænum aftur á réttan kjöl. íbúar Bluefield eru blanda af Miskito indíánum, svertingjum og Karíbum og eiga lítið sameiginlegt með „Spánverjunum" í Managúa, sem þeir líta enn á sem erlent hernámslið. Sandinistar hafa boðið þeim aukið sjálfræði Þegar Somoza var við völd fengu íbúar Bluefield að vera í friði. En kappsamir byltingarmenn Sandin- ista fóru illa með þá eftir að þeir náðu völdum fyrir 10 árum og sögðu unglingum á staðnum, með bandarísk vopn, stríð á hendur. Nú hefur Sandinistastjórnin boðið að svæðið skuli fá takmark- aða efnahagslega og stjórnmála- lega sjálfstjórn, og flestir Miskit- oarnir og svörtu bardagamennirnir hafa lagt niður vopnin. En strönd Níkaragva sem snýr að Atlantshafi er áfram land með eigin siði og venjur sem engan þátt hefur tekið í byltingunni. Miskito-indíánarnir eru mjög þolinmóðir. í afskekktu þorpi sem enginn vegur liggur að, norður af Bluefields, er sagt að öldungarnir standi enn vörð um brotinn tré- valdasprota Fredericks II, en hann var krýndur 1845. Miskitoarnir segja að þegar Bretar snúi aftur verði gert við veldissprotann og nýr kóngur setjist í hásætið. Ekki virtust þó miklar líkur á því að þetta væri í þann veginn að gerast um miðjan júlí þegar haldið var upp á tíu ára afmæli byltingar Sandinista í Bluefields. Karabísk tónlist glumdi um göturnar og dansandi stúlkur sveifluðu lendun- um fyrir framan háttsett fólk á palli. Dauðar skjaldbökur flutu um á litlu höfninni. Kúm var slátrað á götunum. Og ung hreysti- menni á hestbaki stunduðu óhugn- anlega staðaríþrótt, gerðu sitt besta til að rífa hausinn af lifandi önd sem hengd var upp á löppun- um. Sá sem bar sigur úr býtum, eftir 40 tilraunir, fékk að launum það sem eftir var af öndinni og rommflösku. Meira en þriggja alda tryggð við Bretland Sumir halda því fram að orðið Miskito eigi rætur að rekja til „musket", framhlaðningsins sem Indíánarnir fengu í hendur þegar fyrstu bresku skipin komu á þessar slóðir fyrir meira en þrem öldum. í skiptum fyrir rausnarlegar gjafir Englendinga urðu Miskitoarnir óendanlega tryggir höfuðstöðvun- um í London og börðust ákaft gegn áhrifum Spánverja. Fyrsti konungur Miskitoa, sem settist að völdum 1673, gekk ein- faldlega undir nafninu „Gamli maðurinn fyrsti". En eftirkomend- ur hans, sem urðu æ veraldarvan- ari, fundu hjá sér hvöt til að taka upp nöfn eins og Jeremy, Peter, Edward og Robert, samhliða því sem áhrif Englendinga urðu sterk- ari. Þessir tryggu einvaldar af Mi- skito-ættbálkinum fóru að tileinka sér framkomu konungborinna Breta. Á málverkum af Miskito- prinsum á 19. öld má sjá þá með nýtískulegar siglingahúfur og í jökkum skreyttum fyrirferðarmikl- um axlaskúfum. Flestir voru þeir sendir til Jamaica eða jafnvel Eng- lands til menntunar og krýning margra kónganna fór fram með pomp og prakt í nágrannaríkinu Belize. Þaðan var konungsríki Miskito- anna stjórnað. En þegar Robert Charles Frederick I (1825-1845) tók upp á því að gefa landareignir út og suður þegar hann var drukkinn, Bretum til skelfingar, sendu þeir ræðismann með hraði til Bluefields. Hann afturkallaði landagjafimar, þ.á m. þriðjung Miskito-svæðisins sem vingjamleg- ur Skoti hafði þegið að gjöf. Aukin áhrif Bandaríkja- manna og Bretar drógu sig í hlé Svo fór að Bandaríkjamenn fóru að sýna Níkaragva meiri áhuga en áður. Þeir fengu m.a. þá hugmynd að suðurhluti landsins byði upp á fullkomnar aðstæður fyrir skipa- skurð milli Kyrrahafs og Atlants- hafs og um skeið réði bandarískur ævintýramaður ríkjum í Managúa. Meðan þessu fór fram drógu Bretar úr völdum einvalda Miskitomanna. Frá og með 1860 vom handhafar hásætisins lækkaðir í tign og hafa síðan einungis verið ættbálkahöfð- ingjar. Bretar reyndu þó að halda nán- um tengslum við Bluefields allt þangað til síðasti heiðursvararæð- ismaðurinn að lokum yfirgaf stað- inn í örvilnun fyrir tíu ámm. í fjarveru hans hefur skrautlega mál- aða skiltið „British Vice-Consu- late“, sem hann skildi eftir hang- andi fyrir utan húsdyrnar, verið mikils metinn helgigripur í Blue- fields, næstum því eins mikils me't- inn og veldissproti Fredericks II kóngs. Fólkið þar lifir í voninni um að vararæðismaðurinn eigi eftir að snúa aftur einn góðan veðurdag. Bíða þess að Bretar komi aftur íbúarnir sjá til þess að ávali málmskjöldurinn sé ávallt skínandi fægður og fylltust skelfingu þegar fellibylurinn reif hann af festingun- um í fyrra. En það voru margar hendur á lofti að bæta skaðann. Eftir að aftur hafði lægt fór hópur kúb- anskra lækna, sem hafa búið í húsakynnum vararæðismannsins síðan hann fór, á stúfana í leit að skiltinu. Þeirfundu það, hreinsuðu og settu það aftur á sinn stað á veggnum. Til að sýna tilfinningum fólksins á staðnum virðingu fægja þeir plötuna á hverj um degi. „Þetta skilti er mikilvægur hluti af sögu þessa staðar,“ segir einn læknanna.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.