Tíminn - 03.08.1989, Side 9

Tíminn - 03.08.1989, Side 9
Fimmtudagur 3. ágúst 1989 Tíminn 9 FRÉTTAYFIRLIT BEIRÚT - Sérstök sendi- nefnd á vegum Sameinuöu þjóöanna flaug til Libanons til aö kanna tildrög þess að bandaríski landgönguliöinn William Higgins var tekinn af lífi, en hann var einn 18 vest- rænna gísla í Líbanon. Sendi- nefndin hyggst einnig leita leiða til aö frelsa þá gísla sem eftir eru og fá öfgafulla músl- íma til að taka ekki fleiri gísla af Iffi. Þá hefur páfinn oröiö viö bón George Bush um aö reyna að fá lík Williams afhent. JÓHANNESARBORG- Hópur lækna sniðgengur nú lög um aðskilnaö og hefur byrjaö að annast svarta sjúkl- inga á sjúkradeildum sem hingað til hafa einungis verið ætlaðar hvítum. Er þetta einn liöur í kosningabaráttu fyrir kosningar sem fram fara í næsta mánuði. MOSKVA - Leiötogi námu- verkamanna sem fóru í verkfall í síðasta mánuöi í vesturhluta Síberíu hvatti til að stöfnuö veröi óháö verkalýðssamtök í staö þeirra ríkisreknu, sem hann segir úr sambandi viö hinn almenna verkamann. NIKOSÍA - Ali Akbar Has- hemi Rafsanjani mun verða settur inn í embætti forseta í íran í dag og verður hann fjóröi forseti landsins. Rafsanjani sem talinn er vera í raunsærri kantinum af hinum öfgafullu múslímum sem fara með stjórnina í Iran, vill aö efnahag- ur landsins verði endurreistur hið fyrsta og samband írana viö umheiminn verði bætt. Hann vann stórsigur í forseta- kosningunum á föstudag. BAGDAD-írakar hafa farið fram á sérstakan leiðtogafund Arabaríkja og að segja að leiðtoaarnir ættu að stöðva yfirráoSýrlendinga í Líbanon. TOKYO - Fyrrum mennta- málaráðherra Japans Toshiki Kaifu virðist nú vera búinn að ná nokkru forskoti í baráttunni fyrir að verða næsti forsætis- ráðherra Japans. Stjórnmála- skýrendur segja hins vegar að enn eigi hann eftir að berjast nokkra hríð, áður en Ijóst verð- ur hvort hann nær takmarki sínu. BELGRAD - Hundruð námumanna af albönsku bergi brotnir lét bænir yfirvalda í Kosovo um að þeir hefji störf að nýju, sem vind um eyru þjóta. Þeir ætla að halda áfram verkfalli sínu. ÚTLÖND Bandaríkjamenn bregðast við ástandinu í Líbanon: vígstöðu vegna gíslamáls Bandaríkjamenn hafa nú fyrirskipað fjórtán herskipum sínum að vera í viðbragðsstöðu vegna þeirrar spennu sem skap- ast hefur í kjölfar mannráns ísraela á andlegum leiðtoga Hiz- bollah samtakanna í Líbanon og aftöku bandaríska landgöngu- Iiðans Williams Higgins. Hótað hefur veríð lífláti annars banda- rísks gísls sem verið hefur í haldi öfgafuUra múslíma í Líbanon. Leiðtogar hinna öfgafullu Hizboll- ah samtaka í Líbanon hafa brugðist harkalega við þessari vígvæðingu bandaríska flotans og hóta öllu illu ef Bandaríkjamenn hyggjast beita hermætti sínum í gísladeilunni. - Bandaríkjamenn ættu að hugsa sig milljón sinnum um áður en þeir ana út í heimskulegar athafnir. Það munu engin takmörk verða fyrir hefndaraðgerðum okkar, sagði sjeik Abbas Musawi æðsti leiðtogi Hiz- bollah samtakanna í Líbanon eftir að þar fréttist að hluti bandaríska flotans væri kominn í vígstöðu. - Hendur okkar geta seilst mjög langt. Við munum beita alls konar þrýstingi... Það sem við höfum gert hingað til hefur verið mjög milt, sagði Musawi einnig og bætti við að vestrænum gíslum yrði ekki sleppt fyrr en öllum Palestínumönnum og líbönskum múslímum sem í haldi eru í ísraelskum fangelsum yrði sleppt. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkj- anna hefur hvorki viljað neita eða játa því hvort viðbragðsstaða her- skipanna fjórtán, sem flest eru í Miðjarðarhafsflota Bandaríkjanna, sé vegna atburðanna í Líbanon. Hins vegar bendir allt til þess, enda hafa Bandaríkjamenn áður stefnt flota sínum til Miðausturlanda þegar órói og spenna hefur aukist þar. Níu Bandaríkjamenn eru nú í haldi öfgafullra múslíma í Líbanon og að auki eru átta aðrir vestrænir menn í gíslingu. Arens vamarmálaráðherra ísraels skýrði frá því í gær, að ríkisstjórnin 60 farast i bílslysi Rúmlega sextíu manns fórust og tuttugu og níu slösuðust þegar lang- ferðabíll ók út í á fram af fjallavegi á suðurhluta Filippseyja í gær. Lík tuttugu farþega hafa fundist en um fjörutíu er enn saknað. Lögreglan segir að bílstjóri lang- ferðabílsins sem var að flytja verka- menn pappírsfyrirtækis til vinnu sinnar hafi misst stjórn á ökutækinu er hann reyndi að aka fram úr öðrum langferðabíl. hafi gert ráð fyrir því að vestrænir gíslar gætu verið myrtir ef ísraelar rændu sjeik Abdel-Karim Obeid andlegum leiðtoga Hizbollah sam- takanna. En hann sagði ísraela hafa orðið að ræna Obeid til að fá þrjá ísraelska hermenn leysta úr haldi. ísraelar hafa boðist til að sleppa Obeid og 150öðrum shítamúslímum sem teknir hafa verið höndum í ísrael eða á svokölluðu öryggissvæði ísraela í suðurhluta Líbanon, ef ísraelunum þremur og hinum vest- rænu gíslum verði sleppt . Hizboll- ahsamtökin hafa vísað slíku á bug. Hluti bandaríska flotans er nú í vígstöðu vegna gíslamálsins í Líbanon. Orrustuskipið Iowa sem hér er á leið úr höfn er meðal þeirra skipa sem létu úr höfn í Marseille miklu fyrr en áætlað var. AFGANISTAN: Innbyrðis bardagar veikja skæruliða Innbyrðis bardagar skæruliða í Afganistan veikja nú mjög sameiginlega baráttu þeirra gegn ríkisstjórninni í Kabúl og hinum vel vopnaða stjórnarher. Stefnir allt í að bráðabirgða- ríkisstjórn skæruliða sé að gliðna í sundur vegna þessa. Gulbuddin Hekmatyar leiðtogi hinna öfgafullu skæruliða múslíma í Hezb-i-Islami sagði í gær að fjórir af liðsforingjum hans hafi verið drepnir í árás skæruliða Jamiat-i-Islami flokksins. Herforingi Jamiat-i-Islami er Ahmad Shah Masood sem er valda- Smábændaflokknum í Póllandi snerist hugur: Kiszczak kjörinn forsætisráðherra Þingflokki Smábændaflokksins í Sejm, neðri deild pólska þingsins, snerist hugur í afstöðu sinni til hershöfðingjans Czeslaw Kiszczak sem gegnt hefur innanríkisráð- herraembætti alla tíð frá því herlög voru sett í landinu árið 1981. Sextíu þingmenn Smábænda- flokksins höfðu lýst andstöðu sinni við Kiszczak sem Jaruzelski forseti hafði tilnefnt sem forsætisráð- herraefni. En þrátt fyrir það var Kiszczak kjörinn forsætisráðherra með 237 atkvæðum gegn 173 at- kvæðum Samstöðu. Kiszczak sagði í gær að hann myndi leggja ráðherralista sinn og stefnuskrá fram til samþykktar Sejm eftir tvær vikur. Má líklegt vera að þingmenn Smábænda- flokksins sem fylgt hefur Kommún- istaflokknum að málum frá því árið 1948 fái eitthvað fyrir sinn snúð. Áður en Kiszczak var kjörinn forsætisráðherra hafði Sejm sam- þykkt að koma á fót sérstakri rannsóknarnefnd sem kanna skal hvort ráðherrar í fráfarandi ríkis- stjórn Mieczyslaw Rakowski hafi framið embættisglöp. Ástæðan fyrir andstöðu þing- manna Smábændaflokksins og Samstöðu er sú að Kiszczak er talinn of nátengdur herlögunum og banninu við starfsemi Samstöðu árið 1981. mesti skæruliðaforinginn á þessum slóðum, en hann og flokkur hans er lítið hófsamari en hinn öfgafulli Hekmatyar og fylgjendur hans. Talsmaður Jamiat-i-Islami í Pak- istan vísaði ásökunum Hekmatyar á bug og sagði þær einungis til þess gerðar að draga athyglina frá fjölda- morðum skæruliða Hezb-i-islami flokksins á þrjátíu liðsmönnum Jam- iat-i-Islami 9. júní síðastliðinn. Einn helsti leiðtogi Jamiat, Bu- rhanuddi Rabbani hefur krafist þess að Hekmatyar verði vísað úr ríkis- stjórn skæruliða þar til rannsóknar- réttur hafi skorið úr um hvort hann hafi átt þátt í að skipuleggja fjölda- morðin á skæruliðum Jamiat. Þá krefst hann þess að Sayeed Jamal, skæruliðaforingi Hezb-i-Islami sem talinn er hafa staðið fyrir fjölda- morðunum verði framseldur til sér- staks dómstóls skæruliðahreyfing- anna, en dómstóliinn byggir á grund- vallarlögum Kóransins. Leiðtogar Hezb-i-Islami hafa full- yrt að samtökin hafi ekkert með fjöldamorðin að gera, heldur hafi verið um að ræða deilur einstakra hópa, óháð skæruliðahreyfingunum. Hezb-i-Islami samtökin hafa ekki einungis sakað liðsmenn Masoods um morðin á liðsforingjunum fjórum, heldur halda þau því stað- fastlega fram að skæruliðar Jamiat-i- Islami hafi í þrígang ráðist á Hezb skæruliða í norðausturhluta Afgan- istans undanfarna fjóra mánuði. Um það hafi verið þagað til að stefna ekki einingu í ríkisstjórn skæruliða í hættu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.