Tíminn - 03.08.1989, Side 11
Tíminn 11
10 Tíminn
Fimmtudagur 3. ágúst 1989
Fimmtudagur 3. ágúst 1989
> ^ ' s.
mmsm
Mesta ferðahelgi ársins framundan:
Verður
■
verður
hopp
verður
hæ?
Eftir Guðmund Steingrímsson
'HT' s x
Á morgun gengur í garð mesta ferða-
helgi ársins og má búast við því að nú sem
endranær leggist þorri landsmanna í
ferðalög og útilegur út um fjöll og
firnindi. Flest bendir til góðrar verslun-
armannahelgar og er ekki ástæða til
annars en bjartsýni, t.d. með veður.
Samkvæmt fyrstu spám Veðurstofunn-
ar fyrir föstudag og laugardag verður hæg
breytileg átt um allt land. Gert er ráð
fyrir súld á annesjum á Norður- og
Vesturlandi en bjartviðri inn til landsins.
Hiti verður á bilinu 8-18 stig og þá að
öllum líkindum heitast á Suðausturlandi.
Þrátt fyrir ágætis veðurhorfur er um að
gera að láta sér ekki verða kalt; í vikunni
hefur verið óvenju mikil örtröð í gas-
stöðvum sem fylla á gaskúta fyrir tjald-
prímusa en þar verður líkast til mest að
gera í dag og á morgun.
Lögreglan verður á ferðinni
Eins og aðrar verslunarmannahelgar
verður lögreglan með viðbúnað svo að
herlegheitin fari ekki úr böndunum. Á
útihátíðum, sem og á öðrum stöðum, sér
lögreglan á viðkomandi svæði um lög-
gæslu en auk þess verður lögregla á
ferðinni um landið og mun reyna að
stjórna mikilli bílaumferð eins og best
verður á kosið.
„Við reynum að spila svolítið eftir
hendinni og við bætum við eftir þörfum
eins og við höfum mannafla til,“ sagði
Sævar Gunnarsson, aðalvarðstjóri Um-
ferðardeildar.
Fjórir vegaeftirlitsbílar frá Lögregl-
unni í Reykjavík verða á ferðinni um
landið. Tveir verða á Suðvesturhorninu,
einn í Húnavatnssýslum og einn á Norð-
ur- og Austurlandi. Þá verða lögreglu-
menn á hjólum og bílum á víð og dreif
um höfuðborgarsvæðið og þyrlu Land-
helgisgæslunnar mun verða flogið um
landið með lögregluþjóna innanborðs.
Upplýsingar um umferð verða gefnar
reglulega á útvarpsstöðvum í gegnum
upplýsingamiðstöð Umferðarráðs, sem
verður í stöðugu sambandi við lögreglu.
Ungt fólk í tjöldum um verslunarmannahelgi. Þarna var greinilega hoppað hóað og
Sex skipulagðar hátíðir
í ár verður boðið upp á sex útihátíðir,
þ.e. Rokkhátíðina í Húnaveri, Bindindis-
mótið í Galtalæk, Þjóðhátíðina í Vest-
mannaeyjum, Fjölskylduhátíðina í Vík í
Mýrdal, Suðurlandsskjálftann í Árnesi
og Valaskjálfta ’89 á Egilsstöðum. Auk
þess standa hestamenn fyrir hestamanna-
móti á Vindheimamelum. Búast má við
að múgur og margmenni safnist fyrir á
hátíðunum, líkt og undanfarin ár.
Þá er töluverður fjöldi fólks sem kýs að
halda sig fjarri dægurlagahljómsveitum,
spéfuglum og öðrum skemmtikröftum og
vill njóta helgarinnar í sumarbústöðum
eða misafskekktum stöðum út um landið.
Raunin vill oft verða sú að margt fólk
safnast saman á stöðum þar sem engar
skipulagðar útihátíðir eru haldnar, t.d. í
Þórsmörk, á Laugarvatni og Þingvöllum.
Mest pantað í Þórsmörk
- Samkvæmt upplýsingum frá BSÍ þarf
að panta rútuferðir í Þórsmörk og Húna-
ver en á aðra staði þarf þess ekki. Þó er
æskilegt að menn kaupi miða á alla
staðina, bæði á þá sem þarf að panta á og
hina, mjög tímanlega, helst í dag, því
annars er næsta víst að hlykkjóttar og
langar biðraðir myndist á morgun.
Sem komið er hefur mest verið pantað
í Þórsmörk á BSÍ, en þess ber að geta að
einnig eru seldar rútuferðir á öðrum
stöðum á landinu. í Þórsmörk verða
engin takmörk sett varðandi fólksfjölda í
Húsadal, svæði Austurleiða, en í Langa-
dal og Básum, svæði Ferðafélags íslands,
er fjöldi takmarkaður við 350 manns og
er svo til upppantað þangað.
Á morgun verða farnar þrjár ferðir í
Þórsmörk frá BSÍ, klukkan 8:30, 13:00
og 20:00. Aðra daga verða ferðir klukkan
8:30 og alla helgina verða ferðir frá
Þórsmörk klukkan 15:30. Þá verður bætt
við ferðum og rútum ef þörf krefur.
Rútufargjald er 2400 kr. báðar leiðir og
verð á tj aldstæði yfir eina nótt er 250 kr.
hæað, og ruslatunnurnar ekki langt undan.
Þjóðhátíðin vinsæl
Ekki þarf að panta neinar ferðir á
Þjóðhátíðina í Eyjum og því er ekki hægt
Margir í Húnaver
Mjög margir hafa einnig pantað í
Húnaver og er óhætt að búast við marg-
menni þar. Hljómsveitin Stuðmenn
stendur að hátíðinni en auk hennar munu
Bubbi Morthens, Síðan skein sól, Langi
seli og skuggarnir, Geiri Sæm. og hun-
angstunglið, Sniglabandið, Strax, Ný-
dönsk og Ex sjá um fjörið. Þá munu
einnig þrjátíu hljómsveitir bítast um
titilinn Hljómsveit ’89 í hljómsveita-
keppni.
Aðgangseyrir í Húnaver hljóðar upp á
3950 krónur en auk þess er verð á
rútuferð Rvík/Hún/Rvík 2900 krónur. Á
morgun verða farnar þrjár ferðir í Húna-
ver frá B.S.Í., klukkan 8:00, 17:00 og
19:00 og á laugardaginn verða ferðir
klukkan 8:00 og 13:00. Ferðir til baka
verða alla daga klukkan 11:30 en auk
þess klukkan sjö á morgun, sunnudag,
mánudag og þriðjudag. Aukaferðir verða
settar upp eftir flutningsþörf og sætaferð-
ir eru víðs vegar af landinu.
að áætla samkvæmt tölum hversu margir
fari þangað. Mikið hefur þó verið spurt
um ferðir til Eyja í B.S.Í og ljóst er að
þangað fara margir.
Þjóðhátíðin verður sett á hádegi í dag
og boðið verður upp á fjölmörg skemmti-
atriði í Herjólfsdal. Bítlavinafélagið, Sál-
in hans Jóns míns, Eymenn og Hljóm-
sveit Einars Sigurfinnssonar leika fyrir
dansi og auk þess munu fjölmargir
skemmtikraftar, t.d. þeir Halli og Laddi,
Ómar Ragnarsson, Jóhannes Kristjáns-
son, Valgeir Guðjónsson og Bjartmar
Guðlaugsson, gantast og fara með gys.
Ferðir til Þorlákshafnar verða sem hér
segir: Frá Reykjavík Frá Þorlákshöfn
Fi. 11.00,19:30 11:00,20:00
Fö. 7:30,16:30,00:30 8:30,16:30
La. 12:30 13;30
Su. 16:30 17:30
Má. 11:00,19:30 11:00,20:30,4:30
Tímamynd Pjetur
Verð inn á svæðið er 6000 kr., fargjald
báðar leiðir með Herjólfi kostar 2000 kr.
og ferð til Þorlákshafnar 600 kr. báðar
leiðir.
Fólk fer aftur og aftur í Galtalæk
Bindindismótið í Galtalækjarskógi hef-
ur verið haldið í mörg ár og að sögn
viðmælenda Tímaris er mikið um það að
sama fólkið komi þar aftur og aftur og er
þá mest um fjölskyldur að ræða. Má því
búast við því að fjöldi fólks verði svipaður
í Galtalæk og undanfarin ár.
Verð inn á Bindindismótið er 4000 kr.
og fargjald í rútu báðar leiðir er 1400 kr.
13—16 ára unglingar fá 500 kr. afslátt inn
á svæðið og börn yngri en tólf ára fá að
fara inn endurgjaldslaust. Ferðir í Galta-
læk verða á morgun klukkan 8:30, 17:00
og 21:00 og laugardag klukkan 8:30 og
13:30, aðra daga verða ferðir frá Reykja-
vík klukkan 8:30. Ferðir frá Galtalæk
verða alla daga klukkan fjögur og einnig
klukkan eitt á mánudag.
Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar,
Busarnir, Fjörkallar, Sérsveitin og Vímu-
laus æska munu sjá fólki fyrir nauðsynleg-
um tónlistarskammti og einnig munu
aðrir skemmtikraftar bregða á leik.
Þeirra á meðal eru Ómar Ragnarsson,
Jón Páll, Linda Pétursdóttir, Hálft í
hvoru, Raddbandið og eftirherman Guð-
björn S. Ingimarsson.
Minna á aðra staði
Hjá BSÍ hefur minna verið spurst fyrir
um aðra staði og vekur athygli að fáir
hafa sýnt áhuga á ferðum á Laugarvatn,
en þar var mikið fjölmenni um síðustu
verslunarmannahelgi. Samt sem áður er
búist við að margir leggi leið sína þangað
og til Þingvalla, eins og undanfarin ár.
Ekki verður takmarkað í tjaldstæði á
Laugarvatni en gæsla verður hert til
muna.
Þá er búist við nokkrum fjölda á
Valaskjálfta ’89, Suðurlandsskjálftanum
og fjölskylduhátíðinni í Vík í Mýrdal. í
Vík í Mýrdal mun hljómsveitin Lögmenn
spila og gestum verður boðið upp á
afþreyingu af ýmsu tagi. Tjaldstæði kost-
ar 500 kr. fyrir einn mann yfir eina nótt
og 800 kr. fyrir tvo eða fleiri. Þá kostar
1000 kr. fyrir þá sem gista í tjaldvögnum
eða í hjólhýsi. Aðgangseyrir á dansleik er
1.200 kr. og rútufargjald 1.060 kr. Farið
er klukkan 8:30 á morgnana frá Reykja-
vík en aukaferð verður á morgun kl.
20:00. Ferðir til baka eru kl. 15:15.
Á Valaskjálfta leika hljómsveitirnar
Stjórnin, Langi seli og skuggarnir, Heitar
pylsur, Enginn okkar hinna, Hálfur undir
sæng og Pete Suffa and the Disaster fyrir
dansi. Tjaldstæði kostar 125 kr. á mann
og 125 kr. fyrir hvert tjald yfir nótt.
Aðgangseyrir inn á alla dansleiki er 3600
kr. Leyfilegt er að tjalda í Atlavík og
verða reglulegar rútuferðir þaðan til
Egilsstaða. Ferð frá Reykjavík tekur tvo
daga, þar sem skipta þarf um rútu á
Akureyri eða á Höfn í Hornafirði. Frá
Reykjavík og Akureyri verður farið dag-
lega Íclukkan 8:30 og frá Höfn klukkan
9:00.
Á Suðurlandsskjálfta munu hjómsveit-
irnar Kátir piltar og Rokkabillyband
Reykjavíkur leika og spila, sem og Val-
geir Guðjónsson, John Collins og Hjörtur
Howser píanóleikari. Þá verða ýmsar
fleiri uppákomur yfir helgina.
Tjaldstæði kostar 250 kr. yfir nótt og
aðgangseyrir á dansleik er 1200 kr. Ferðir
í Árnes verða farnar frá BSÍ klukkan
18:30 á morgun, 14:00 á laugardag og
21:00 á sunnudag. Þá verða ferðir til baka
á sunnudag kl. 9:45 og á mánudag kl.
17:45.
Auk þeirra hátíða sem hér eru nefndar
verða fjölmargar hljómsveitir með tón-
leika víða um land, t.d. spila Greifarnir í
Borgarfirði og Skriðjöklar og Glaumar
verða í Ýdölum í Aðaldal.
Náttúran erviðkvæm
Um þessa ferðahelgi er megn ástæða til
að brýna fyrir ferðamönnum að ganga vel
um náttúruna svo ekki hljótist af spjöll,
sem erfitt er að bæta.
„Það vill brenna við þegar fólk kemur
saman í miklum fjölda að það komi fyrir
slys,“ segir Sigurður Þráinsson hjá Nátt-
úruverndarráði. „Ég vonast náttúrlega til
að fólk sýni náttúrunni virðingu og gangi
vel um.“
Að sögn Sigurðar má alltaf bæta um-
gengni, þá sérstaklega í sambandi við
rusl. Ruslafötur og gámar eru nú staðsett-
ir á flestum ef ekki öllum útiverustöðum
og er mikilvægt að fólk noti þau áhöld.
Varðandi aðra umgengni varar Sigurð-
ur sérstaklega við einnota grillum sem
seld eru í búðum en á þeim eru engar
lappir og því geta þau valdið talsverðum
skaða. „Fólk setur þetta niður á gróna
jörð, kveikir í og þegar að búið er að
grilla er sviðin jörð undir,“ segir Sigurð-
ur. „Það er nauðsynlegt að setja þetta á
sand eða annars staðar þar sem ekki er
gróður.“
Þá er bannað að keyra utan vega.
„Ummerki eftir hjólför sjást mjög lengi.
Á mörgum svæðum eru hjólför sem
komu fyrir tuttugu árum,“ sagði Sigurð-
ur. „í hugsunarleysi er fólk að marka
spor í náttúruna sem sjást í marga tugi
ára.“