Tíminn - 04.08.1989, Side 6

Tíminn - 04.08.1989, Side 6
Föstudagur 4. ágúst 1989 6 Tíminn Timinn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aöstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Kristinn Finnbogason Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Steingrímur G íslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent h.f. Frá og meö 1. mars hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Stefna í bankamálum Jón Sigurðsson bankamálaráðherra var talinn hafa vald til þess að selja hlutabréf ríkisins í Útvegsbanka íslands hf. án afskipta Alþingis og ríkisstjórnarinnar í heild. Þessu valdi sínu beitti ráðherrann og seldi þremur einkabönkum hluta- bréf ríkissjóðs, 76% af hlutafénu, við verði sem ráðherrann setti upp á sína ábyrgð. Því fer fjarri að áhugamenn um íslensk stjórnmál, virkir stjórnmálamenn og ýmsir sem skyn bera á stjórnsýslu, hafi talið það vafalaust að bankamálaráðherra hefði vald til að selja þessi hlutabréf upp á eindæmi sitt. Ýmsir urðu því til þess að bera brigður á að formlega væri rétt að þessari sölu staðið. Þá hafa heyrst sterkar raddir um að söluverð hlutabréfanna hafi verið vanmetið. Þrátt fyrir gagnrýnisraddirnar var í reynd ekki talið mögulegt að véfengja vald ráðherra í þessu sambandi. Hlutabréf ríkissjóðs í Útvegsbankanum voru seld, bankinn lagður niður og stofnaður einkabanki úr slenginu ásamt umræddum þremur bönkum, Alþýðubanka, Iðnaðarbanka og Versl- unarbanka. Hinum nýja banka hefur nú verið gefið nafnið íslandsbanki hf. Bankamálaráðherra hefur fylgt gerðum sínum í Útvegsbankamálinu eftir með þeirri pólitísku yfirlýsingu af sinni hálfu að með stofnun íslandsbanka sé efalaust verið að ýta á eftir því að rekstrarformi ríkisbankanna verði breytt og þeir gerðir að hlutafélögum. Jón Sigurðsson sem sagði að vísu að í fyrstu yrðu ríkisbankarnir, þótt breytt væri í hlutafélagsform, í eigu ríkisvaldsins, en gætu síðar komist í hendur annarra eigenda. Þessi yfirlýsing Jóns Sigurðssonar bankamála- ráðherra í kjölfarið á sölu Útvegsbankans er staðfesting á því að hann mun að sínu leyti beitast fyrir því að Búnaðarbankinn og Landsbankinn verði einnig seldir úr hendi ríkissjóðs. Um þetta er þó engin samstaða í ríkisstjórninni. Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir í viðtali við Tímann í gær að yfirlýsing bankamálaráðherra sé persónuleg skoðun Jóns Sigurðssonar. Hér er ekki um að ræða stefnu ríkisstjórnarinnar, segir forsæt- isráðherra. Af orðum Steingríms má ráða að ekki séu neinar fyrirætlanir innan ríkisstjórnarinnar um þá grundvallarbreytingu á bankakerfinu að leggja niður ríkisbankana. Hvað sem segja má um sölu Útvegsbankans og þá sameiningu smábanka sem af henni hefur leitt, er ekki grundvöllur fyrir því að ráðskast með rekstrarform og eignarhald Landsbankans og Bún- aðarbankans. Engin vandræði hafa steðjað að rekstri þessara banka. Þeir eru í góðu áliti innanlands og utan og ekki til þess vitað, nema síður sé, að ríkiseignir á þeim hafi verið þeim viðskiptahindrun. Einkaskoðanir Jóns Sigurðsson- ar er ekki stefna ríkisstjórnarinnar. Óða-Rauðka kynsælust hrossa á íslandi Vidial við Jónas Krisljánsson ,œttbók “ hrossa GARRI Tíhíihn 'NtnSrrlttiÖÓgLJr’3.' ^gCifet ‘Í98 Bóndi er bústólpi Okkur til skemmtunar hafa þeir hjá Frjálsri fjölmiðlun undir dul- nefninu Hilmir og með aðstoð hins ágæta lögfræðings Skúla Pálssonar keypt jörðina Leirubakka í Land- mannahreppi og ætla væntanlega að hefja á jörðinni einhvers konar búskap, þótt þess megi vænta að sá búskapur kunni að verða í skötu- líki, því núverandi eigendur jarðar- innar hafa lýst því frammi fyrir alþjóð að á öllu munu þeir hafa meira vit en búskap. Hrossabóndi um helgar Þessi búskaparáhugi þeirra DV- manna mun tilkominn vegna ný- fengins áhuga Jónasar Kristjáns- sonar á hrossum. Leirubakki verð- ur því væntanlega hrossajörð, en jörðinni fylgir fullvirðisréttur upp á nær sjötíu ærgildi. Það telst náttúrlega til tíðinda þegar helsti penni gegn bændum gerist jarðareigandi og bóndi á jörð, sem þykir ágætlega fallin til búskapar þótt þar hafi verið stund- uð ferðamannaþjónusta og bensín- sala af fyrri eigendum frekar en kindabúskapur. Leirubakki ætti af þessum ástæðum að vera gott jarð- næði fyrir hross, en búskaparáhugi Jónasar ritstjóra beinist væntan- lega fyrst og fremst að hrossum fyrst hann er farinn að ríða út og hefur gerst hrossabóndi um helgar í Reykjavík samkvæmt upplýsing- um í tímaritinu Hesturinn okkar. Nasi frá Skarði og Mackintosh En Jónas ritstjóri getur ekki einfaldlcga riðið út um helgar með fjölskyldu sinni án þess að blanda sér í flóknar færslur um hestaættir. Stekkur hann lítt undirbúinn inn í þau mál og veður um eins og fíll í postulínsbúð. Dæmir hann flest ómerkt af því sem um hestaættir hefur verið rakið og má búast við stórdeilum á næstunni á borð við þær sem háðar voru í blöðum á sínum tima um Nasa frá Skarði. Raunar nefnir Jónas þennan nafna sinn í stóðhestaflokki strax til máls- ins ■ viðtali í Hesturinn okkar, þar sem hann gerir Óðu-Rauðku úr Hornaflrði að eiginlegri formóður umtalsverðra hrossa á íslandi í seinni tíð og ber fyrir sig skjal, sem hann hefur unnið á Mackintosh tölvu sína. Samkvæmt kenningu Jónasar ritstjóra er Svaðastaðakynið farið í vaskinn og hefur aldrei verið eins áhrifaríkt í kynbótum og Anders Hansen vill vera láta, en hann hefur skrifað ágæta bók um hrossin frá Svaðastöðum. Þá hefur Jónas ritstjóri gert atlögu að hinu mikla og merka verki Gunnars Bjarna- sonar, Ættbók og saga íslenska hestsins, sem komið hefur út í stórútgáfu í fjölda binda, og er orðin einskonar biblía erlendra eigenda að íslcnska hestinum. Öllu þessu hefur nú verið kastað á vafans völl af því Jónas ritstjóri fór að ríða út á sunnudögum og lét sig varða á hverju hann sat. Vermannakyn að norðan Engu er líkara en fyrstu hross sín hafl Jónas keypt af Hornafjarðar- kyni, og skal því Óða-Rauðka vera upphaf og endir alls í Mackintosh tölvunni. Aftur á móti hefur hinn nýi ættfræðingur hrossa ekkert að segja um ættirnar að Óðu-Rauðku, sem gæti alit eins verið komin af hrossakynjum úr Út-Blönduhlíð Hjaltadal. Hólastóll átti nefnilega útræði við Eystra hom hér áður fyrr og rækti það útræði lengi vel. I verið fóru þeir á hestum norðan úr Skagaflrði að fjallabaki suður um Austurland og komu í Lón væntanlega svonefnda Víðidals- leið. Áreiðanlega hafa einhverjar hrossakynbætur fylgt í kjölfarið, enda var á þeim tíma Iangt í frá að allir hestar væra vanaðir. Jónas ritstjóri gæti því fyrr en varir verið lentur í flóknum hrossaættum úr Skagafírði með Óðu-Rauðku sína, enda er þess að vænta að hann láti ekki sitja við Mackintosh tölvuna eina í hrossaræktinni, heldur hefji nú kynbætur á Leirubakka til að ná fram hreinræktuðum stofni af kyni Óðu-Rauðku. Guð hjálpi hrossunum Tíminn telur sérstaka ástæðu til að bjóða Jónas ritstjóra velkominn ■ bændastétt. Bændur munu al- mennt fagna honum í sinn hóp, enda mega þeir búast við að hann hætti rollukjötstali sínu nú, þegar hann er komin með ærgildin. En eins og alkunna er getur Jónas ekki stórdeilulaus verið, enda fara saman jarðarkaupin og viðtalið í Hesturinn okkar, þar sem boðið er upp í hrossaræktardans- inn. Má búast við því að deilurnar verði langar og harðar, þar sem vegast á annars vegar ræktunar- gildi Nasa frá Skarði og Óðu- Rauðku og stóðhesta og undaneld- ishryssa af Svaðastaðakyni og öðr- um stofnum í landinu, sem aldrei hafa nálægt uppáhöldum Jónasar ritstjóra komið hvorki í Mackin- tosh tölvunni eða grænum högum góðra beitilanda. Jónas ritstjóri hefur tilhneigingu til að skilja eftir sig sviðna jörð hvar sem hann fer í ritsmíðum sínum svo ergifullur er hann í rétttrúnaði sinum. Það er því ekki á góðu von hvað hrossa- stofninn snertir. Guð hjálpi hross- unum. Garri lllllllllllllllllllllllllll VÍTT OG BREITT Könnun í stað kosninga Skoðanakannanir þykja nauð- synlegar til að komst að hver hugur fjöldans er til þessa málefnis eða annars. Kannanir af þessu tagi eru kallaðar vísindalegar og eru gerðar m.a. af Háskóla Islands og ná til margra þátta þjóðfélagsins. Nokk- ur fyrirtæki framkvæma skoðana- kannanir gegn greiðslu og þykjast sýna svart á hvítu hvert almenn- ingsálitið er gagnvart þeim efnum sem könnun nær til hverju sinni. En grunur leikur á að kannanir af þessu tagi séu ekki síður skoðana- myndandi en að þær sýni á óyggj- andi hátt hvert álit þorra fólks sé á þessu eða hinu, mælt í prósentum. Skoðanakannanir geta verið andstæðar öllu lýðræði og örlaga- valdur manna og málefna. Sem fyrr getur hafa þær áhrif á skoðanir og afstöðu fólks eftir að niðurstöð- ur birtast og umfram allt eru mis- niunandi vandaðar túlkanir á niðurstöðum skoðanakannana til þess fallnar að gera könnun, eða mælingu á almenningsáliti, að ósvífnum áróðri, eða ómerkilegu auglýsingaglamri, eins og dæmin sýna. í fjólubeði Morgunblaðið birti í gær frétta- skýringu undir fyrirsögninni: „Harakírí Borgaraflokksins eða ríkisstjórnarinnar.“ Er þetta hin merkasta ritsmíð, eins og Mogga er von og vísa þegar hann tekur á honum stóra sínum að leiða lands- ins börn í allan sannleika um stjórnmálaástandið eða eitthvað annað sem fjóluræktunarfólki blaðsins er hugleikið. Eins og greinarheitið ber með sér eru settar þarna á blað hugrenn- ingar um hugsanlegan stuðning þingmanna Borgaraflokksins við ríkisstjórnina og er ekkert nema gott eitt um þá viðleitni að segja. En í þessum innlenda vettvangi er veist freklega að þingræðinu, greinilega fremur af óvitaskap en ásetningi. Því er haldið fram að Borgaraflokkurinn sé ekki til sam- kvæmt skoðanakönnunum, og hafi því fáir trú á því að hann verði til þess að fella ríkisstjórnina og þar með sjálfan sig út af Alþingi. Síðan er vitnað í einn höfuðfor- ystusauð Sjálfstæðisflokksins og dáðst að því hve vel hann kemst að orði þegar hann líkir flokknum við lík sem rís upp frá dauðum til að frernja sjálfsmorð. Foringinn orðheppni hefur niðurstöður skoðanakannana um flokkafylgi í huga þegar samlíking- in er sett fram. Niðurrif Vel má rétt vera að Borgara- flokkurinn sé rúinn því fylgi sem fleytti sjö þingmönnum inn í síð- ustu kosningum. En það vill bara svo til að til Alþingis er kosið í almennum kosningum og til fjög- urra ára í senn. Skoðanakannanir breyta engu um kjörfylgi í þingræðislegum kosningum og enn síður geta þær eða mega haft áhrif á hvort efnt verður til nýrra kosninga fyrr en fjögurra ára kjörtímabili lýkur. Sumum kann að þykja að það fulltrúalýðræði sem við búum við sé varla á vetur setjandi. En þetta er nú einu sinni það skásta stjórn- arform sem nú er við lýði, og veitti víst ekki af að hlynna fremur að því en rífa niður, því aðrir valkostir eru síst girnilegri. Liður í þeirri viðleitni gæti verið að þeir sem fjalla um stjórnmál á opinberum vettvangi hættu að rugla saman kosningum og skoð- anakönnunum, sem orðið er helst til algengt. OÓ

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.