Tíminn - 15.08.1989, Side 9

Tíminn - 15.08.1989, Side 9
8 Tíminn Þriðjudagur 15. ágúst 1989 Þriðjudagur 15. ágúst 1989 Tíminn 9 Forgangsverkefni kókaín: undir við kókaín Á tímum aöhalds og sparnaðar í rekstri ríkisins hefur ávana- og fíkniefnadeild lögreglunnar mátt sæta niðurskurði eins og önnur löggæsla í landinu. Að sögn Arnars Jenssonar, yfirmanns deildarinn- ar, leiðir þetta til þess að fíkniefnadeildin verður að skipta verkefnum sínum niður í forgangsröð, eftir því hvað er talið brýnast hverju sinni. Sá málaflokkur sem mestur tími og peningar hafa farið í að undanförnu er^t rannsóknir á kókaíni; Eftir Árna Gunnarsson smygli þess til landsins, dreifingu og neyslu. Heimsmarkaðsverð á kókaíni hefur farið verulega lækkandi á undanförnum árum og þeirrar þróunar hefur ekki síður gætt hér á landi en annars staðar. Fyrir nokkrum árum var neysla kókaíns nær eingöngu bundin við þann hóp fólks sem hafði mikla peninga handa á milli. Þá var efnið oft notað samhliða neyslu áfengis, a.m.k. til að byrja með, og þá sem eins konar „hressingarlyf" til að minnka sljóvgandi áhrif vínsins og auka úthald við skemmtanir. Innflutningur kókaíns hefur margfaldast... Þetta hefur verið að breytast að undan- förnu og að sögn Arnars Jenssonar hefur verðið á kókaíni haldist óbreytt í töluvert langan tíma, sem þýðir raunlækkun. Allt Tímamynd: Ávana- og fíkniefnadcild lógreglunnar til ársins 1987 fannst tiltölulega lítið magn af efninu við húsleitir og toll- skoðanir, eða 10-20 grömm á ári. Á árinu 1987 var lagt hald á rúmlega hálft kíló af kókaíni. Megnið af því efni fannst í einni sendingu sem ekki átti að fara á markað á íslandi. í fyrra komst fíkniefnadeildin yfir um 100 grömm, en það sem af er þessu ári hafa fundist á milli 730 og 740 grömm af kókaíni. „Við höfum lagt hald á miklu meira magn af kókaíni en nokkurn tímann áður,“ sagði Arnar. Allt það efni sem fundist hefur á þessu ári átti að fara til dreifingar og neyslu hér á landi. Aukning á kókaínsmygli er ef til vill ekki eins hrikaleg eins og þessar tölur sýna, hluti af skýringunni gæti verið sá að lögreglan leggur meiri áherslu en áður á að kom í veg fyrir innfiutning efnisins. ... og verðið hrapað í kjölfar verðlækkunar efnisins hefur neysluhópurinn breyst og nú er efnið algengt í óregluhópum í stöðugri neyslu. Arnar vildi ekki gefa upp hvað hvert gramm af kókaíni kostaði, vegria þess að það væri ekki í verkahring lögreglunnar að hafa áhrif á verðmyndun eiturlyfja sem selt væri á götunni. Samkvæmt heimildum Tímans hefur verð á hverju grammi af kókaíni haldist óbreytt í .krónutölu síðastliðin tvö til fjögur ár, eða um 10.000 kr. komið á götuna. Sumir er til þekkja segja meira að segja að undan- farná mánuði hafi verðið lækkað niður fyrir tíu þúsundin. Amfetamíngrammið hefur lengst af verið um það bil helmingi lægra í verði en kókaínið. Nú þegar verðmunurinn er orðin lítill ryður kókaínið amfetamíninu út af mark- aðinum: „Við höfum fundið það að þegar fólk fer út að kaupa efni er það búið að ákveða efnistegundina sem það ætlar að kaupa. En ef því er boðið kókaín á góðu verði og almennilegt efni, þá kaupa þeir það frekar,“ segir Arnar. Kókaín fflutt beint til Evrópu frá Suður-Ameríku Dönsk lögregluyfirvöld hafa nú áhyggj- ur af auknu kókaíni í umferð þar í landi og það sem af er þessu ári hefur verið lagt hald á um það bil 16 kíló af efninu, sem er helmingi meira en undanfarin ár. Kókaínmarkaðurinn í Bandaríkjunum virðist vera nokkurn veginn mettaður og þess vegna setja framleiðendur kókaíns nú markið á Evrópu. Lögreglan danska óttast að Danmörk verði miðstöð kókaín- viðskipta í álfunni, en þangað er efnið flutt inn beint frá framleiðslulöndunum í Suður-Ameríku. Arnar Jensson segir að undanfarið ár hafi fíkniefnadeild lögregl- unnar orðið mun meira vör við kókaín- smygl frá Bandaríkjunum en frá Evrópu. Hins vegar sé fylgst með þróun mála í löndunum í kringum okkur og enn sem komið er hafi ekki orðið vart við breyt- ingu á eiturlyfjamarkaðinum hér á landi sem hægt sé að setja í beint samband við beinan flutning efna frá Suður-Ameríku til Evrópu. Við stöndum nær Bandaríkj- unum en flest önnur Evrópulönd. Krakk er ekki flutt milli landa Amfetamín er efnafræðileg afurð, sem ekki er unnin úr náttúrulegu efni. Áhrifin eru svipuð og af kókaíni, enda í báðum tilfellum um örvandi efni að ræða. Kóka- ín er unnið úr laufum kóka-runnans sem eingöngu er ræktaður í löndum Suður- Ameríku, s.s. Kólumbíu, Brasilíu, Hondúras og víðar. Úr laufunum er unnið svokallað kókapasta sem er deig- kennt efni og úr því unnið duftið kókaín- klóríð. Kókaínklóríð er í daglegu tali kallað kókaín, hvítt duft sem aðallega er tekið í nefið, en einnig leyst upp og drukkið eða því sprautað í æð. Til þess að geta unnið kókaín úr kóka-plöntunni þurfa menn að hafa vald á töluverðri efnafræðiþekkingu og nokkurn útbúnað einnig. Fyrir skömmu kom á markaðinn í Bandaríkjunum nýtt efni unnið úr kóka-plöntunni, krakk. Krakkið er sjaldnast flutt á milli landa og til þess að búa til krakk þarf mun minni þekkingu og tækjabúnað en til að vinna kókaínklór- íð úr kókapastanu. Krakk er myndað á þann hátt að kókaínklóríð er ummyndað yfir í basa. í raun er því hér um að ræða sama efnið í sitt hvoru formi. Krakkið er yfirleitt reykt og er mun hættulegra og meira vanabindandi en kókaínið. Krakkið hefur ekki fundist hér Fíkniefnalögreglan hefur ekki enn orðið vör við krakk í umferð hér á landi. Menn eru hins vegar mjög vel á verði gegn krakkinu vegna þess að það hefur, m.a. í Bandaríkjunum, fylgt í kjölfar of mikils framboðs á kókaíni, en hérlendis hefur líklega aldrei verið meira af efninu í umferð en nú. Að sögn Arnars Jenssonar hefur það gerst í Bandaríkjunum að þegar framboð eiturlyfja er orðið mikið og verð lágt, að menn freista þess að setja ný efni á markaðinn. Þannig hafi krakkið orðið til í kjölfar offramboðs á kókaíni vestanhafs. Menn hafa áhyggjur vegna aukins innflutnings á kókaíni, þá með hliðsjón af þróun mála í öðrum löndum, og viðamestu rannsóknir fíkni- efnadeildarinnar hafa snúist um kókaínsmygl. Arnar segir að það sem mest kapp sé lagt á núna sé að koma í veg fyrir innflutning hingað frá Bandaríkjunum. Höfum okkar fólk meðal sölumanna og neytenda En hversu góða yfirsýn hefur fíkniefna- lögreglan yfir eiturlyfjamarkaðinn hér á landi? Er hægt að segja að þeir séu með fingurinn á púlsinum? Arnar Jensson svarar því játandi, þeir viti nokkurn vegin hvaða efni séu í boði á hverjum tíma og verði varir við allar breytingar, t.d. þegar ný sending kemur inn á markaðinn og eins ef ný efni skjóti upp kollinum: Við höfum okkar fólk inni í þessu, fólk sem bæði er í neyslu og sölu, sem laumar til okkar upplýsingum," segir Arnar. „Það er grunnurinn áð þessu starfi að vita hvað er að gerast á hverjum tíma.“ Á vegum ávana og fíkniefnadeild- arinnar fara fram 100-150 húsleitir á ári hverju og samkvæmt heimildum Tímans fær deildin einnig heimildir til símhler- anna þegar nauðsyn krefur. Kókaín og amfetamín eru mjög vana- bindandi efni, en jafnframt er mismun- andi eftir einstaklingum hversu langan tíma það tekur að verða háður neyslu þessara efna að staðaldri. Á meðan kókaín var enn hátt í verði var neysla þess að miklu leyti bundin við fólk sem hafði efni á því að neyta þess, og þá við sérstök tækifæri. Þess eru dæmi að ein- staklingar hafi haldið slíkri neyslu jafnvel í einhver ár, en haldi menn áfram tekur á endanum við stöðugri neysla. Þess eru dæmi að neytendur verði háðir kókaíni strax. Uppeldisfræðingur, sem unnið hef- ur með unglingum sem m.a. hafa leiðst út í eiturlyfjaneyslu, sagði í samtali við blaðamann að í sumum tilfellum nægði að efnið væri notað í fimm skipti til þess að verða háður því. Þeir sem ekki þekkja til kókaíns og amfetamíns, taka sjaldnast eftir neyslu vina og kunningja til að byrja með. Áhrifin eru þau að fólk verður stressað og eirðarlaust og það ástand er oft sett í samband við annað en eiturlyfja- neyslu, s.s. fjárhagsáhyggjur eða erfið- leika í einkalífi. Þegar neyslan er komin á alvarlegra stig verða geðsveiflur áber- andi, ýmist ofsakæti eða þunglyndi. Hótanir ekki framkvæmdar, en stundum ráðist á bíla Neysla eiturlyfja, ekki síst örvandi efna, veldur brenglun á sálarástandi við- komandi einstaklings. Ofsóknarbrjálæði og ranghugmyndir um umhverfi sitt er fylgifiskur langvarandi neyslu kókaíns og amfetamíns. Er fíkniefnalögreglan og fjölskyldur þeirra í lífshættu starfsins vegna? Arnar Jensson segir þetta starf ekki vera hættulegra en aðra löggæslu. Þeir hafi að vísu fengið hótanir, en engin þeirra hafi orðið annað og meira en hótun. Skemmdarverk á eignum lög- reglumanna í fíkniefnadeildinni hafi ekki verið tíð, en þó hefur komið fyrir að bílar starfsmanna verði fyrir barðinu á eitur- lyfjaneytendum í hefndarhug. Hins vegar séu slík mál yfirleitt upplýst mjög fljót- lega og þar njóti þeir oft hjálpar fólks sem er í neyslu og sölu fíkniefna sjálft og vill ekki að heimur eiturlyfjanna verði harð- ari á íslandi heldur en hann er nú þegar. siPSHI! . ■ .. . ■ ■ \ /

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.