Tíminn - 24.08.1989, Blaðsíða 12

Tíminn - 24.08.1989, Blaðsíða 12
12 Tíminn 4 Fimmtudagur 24. ágúst 1989 MINNING Grafíksýning Ástu Guðrúnar á Mokka Ásta Guðrún Eyvindardóttir sýnir graf- íkverk á Mokka-Expresso-Kaffi, Skóla- vörðustíg 3a, 18. ágúst til 12 september. í tilefni af opnun sýningarinnar verður kynning á verkum Ástu Guðrúnar í þætti Piu Hansson, Ljáðu mér eyra, á Stöð 2 föstudagskvöldið 18. ágúst. Ásta Guðrún lærði myndlist í Mynd- lista- og handíðaskólanum og í Central School of Art and Design í London, en grafíkverkin eru frá lokaári hennar þar. Ásta Guðrún hefur áður haldið sýning- ar á olíuverkum í Hafnargalleríi, Hótel íslandi og á Mokkakaffi. Listasafn íslands: „Mynd mánaðarins" Mynd ágústmánaðar í Listasafni ís- lands er „Ur Þingvallahrauni" eftir Finn Jónsson listmálara. Hér er um að ræða olíumálverk frá árinu 1953 og er stærð þess 108 x 109 sm. Listamaðurinn og eiginkona hans, Guðný Elíasdóttir, gáfu Listasafninu málverkið árið 1985 og er það til sýnis í sal 2. Leiðsögnin „Mynd mánaðarins“ fer fram í fylgd sérfræðings á fimmtudögum kl. 13:30 - 13:45 og er safnast saman í anddyri safnsins. Leiðsögnin er ókeypis og öllum opin. Listasafnið er opið alla daga, - nema mánudaga - kl. 11:00-17:00 og er veit- ingastofa safnsins opin á sama tfma. BIRTING: Fundur á Gauki á Stöng um „Framtíð jafnaðarflokkanna" Birting, félag jafnaðar- og lýðræðis- sinna, hefur vetrarstarf sitt með opnum fundi um stöðu íslenskra og erlendra vinstriflokka, reynslu þeirra og nýjar hugmyndir. Fundurinn verður haldinn á Gauki á Stöng, laugardaginn 26. ágúst, kl. 14:00-17:00. Ræðumenn á fundinum verða: Einar Karl Haraldsson, ritstjóri Nordisk Kontakt, Einar Heimisson, sagnfræði- nemi í Vestur-Þýskalandi og Svanur Kristjánsson, prófessor í stjómmála- fræði. Fundarstjóri verður Margrét S. Bjömsdóttir þjóðfélagsfræðingur. Frá Félagi eldri borgara Göngu-Hrólfur: Gönguferð á hverjum laugardegi kl. 10:00. Farið verður frá Nóatúni 17. Snæfellsnesferð: Þriðjudaginn 5. sept. nk. verður farin þriggja daga Snæfellsnes- ferð. Upplýsingar á skrifstofu félagsins, Nóatúni 17, sími 28812. Minningarkort Styrktarsjóðs barnadeildar Landakotsspítala Styrktarsjóður bamadeildar Landa- kotsspítala hefur látið hanna minninga- kort fyrir sjóðinn. Sigríður Björnsdóttir myndlistarmaður og kennari teiknaði fjögur mismunandi kort. Eftirtaldir staðir selja minningakortin: Apótek Seltjarnamess, Vesturbæjarapót- ek, Hafnarfjarðarapótek, Garðsapótek, Holtsapótek, Mosfellsapótek, Árbæjar- apótek, Lyfjabúð Breiðholts, Reykjavík- urapótek, Háaleitisapótek, Kópavogsap- ótek, Lyfjabúðin IÐunn. Blómaverslan- irnar; Burkni, Borgarblóm, Melanóra Seltjarnarnesi og Blómavali Kringlunni. Einnig eru þau seld á skrifstofu og bamadeild Landakotsspítala. Minningarkort SJÁLFSBJARGAR í Reykjavík og nágrenni - fást á cftirtöldum stöðum: Rcykjavík: Reykjavíkur apótek, Garðsapótek, Vesturbæjarapótek, Kirkjuhúsið við Klapparstfg, Bókabúð Fossvogs, Grímsbæ við Bústaðaveg, Bókabúðin Embla, Drafnarfelli 10, Bókabúðin Úlfarsfell, Hagamel 67, Verslunin Kjötborg, Búðargerði 10, Hafnarfjörður: Bókabúð Olivers Steins, Strandgötu 31. Kópavogur: Pósthúsið. Minningarkort fást einnig á skrifstofu Sjálfsbjargar, Hátúni 12. Gíróþjónusta. Minningarkort Landssamtaka hjartasjúklinga - eftirtaldir staðir hafa minningarkortin til sölu. Reykjavfk: Skrifstofa Landssamtaka hjartasjúklinga, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, sími 25744, Bókaverslun ísafoldar, Austurstræti og Bókabúð Vest- urbæjar, Víðimel. Seltjamarncs: Margrét Sigurðardóttir, Mýrarhúsaskóli eldri. Kópavogur: Veda bókaverslanir Hamra- borg 5 og Engihjalla 4. Hafnarfjörður: Bókabúðir Böðvars, Strandgötu 3 og Reykjavíkurvegi 64. Selfoss: Apótek Selfoss, Austurvegi 44. Grundarfjörður: Halldór Finnsson, Hrannarstíg 5. Ólafs vík: Ingibjörg Pétursdóttir, Hjarðartúni 3. ísafjörður: Urður Ólafsdóttir, Brautar- holti 3. Árncshrcppur: Helga Eirfksdótt ir, Finnbogastöðum. Blönduós: Helga A Ólafsdóttir, Holtabraut 12. Sauðárkrók un Margrét Sigurðardóttir, Birkihlíð 2 Akureyri: Gísli J. Eyland, Víðimýri 8 og Bókabúðimar á Akureyri. Húsavík: Bókaverslun Þórarins Stefánssonar Garðarsbraut 9. Egilsstaðir: Steinþór Er lendsson, Laufási 5. Höfn, Homafirði Erla Ásgeirsdóttir, Miðtúni 3. Vestmann acyjar: Axel ó Lárusson skóverslun Vestmannabraut 23. Sandgerði: Póstaf greiðslan, Suðurgötu 2-4. Keflavík Bókabúð Keflavíkur, Sólvallagötu 2. gamall og hélt því síðar áfram f Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar hjá Gunnari H. Jónssyni og lauk þar námi 1977. Amaldur tók lokapróf frá Royal North- em College of Music í Manchester 1982. Hann var eitt ár við framhaldsnám hjá José Tomás í Alicante á Spáni og hefur sótt námskeið hjá ýmsum gítarmeistur- um. Amaldur hefur haldið tónleika í Eng- landi, á Spáni og flestum Norðurland- anna. Hann er nú kennari og aðstoðar- skólastjóri við Luthier tónlistarskólann í Barcelona. Ingveldur Ástgeirsdóttir Gítartónleikar í tilefni af 25 ára afmæli Tónskóla Sigursveins: Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar varð 25 ára 30. mars sl. 1 tiléfni afmælisins mun Styrktarfélag Tónskóla Sigursveins efna til nokkurra tónleika sem verða í Tónskólasalnum við Hraunberg 2. Fyrstu tónleikamir verða í dag.flmmtud. 24. ág. kl. 20:30. Einleikari verður Arnaldur Arnarson gítarleikar. Hann fæddist f Reykjavík 1959, hóf gítamám í Svíþjóð tíu ára 95 ára er í dag, fimmtudaginn 24. ágúst Kristín P. Sveinsdóttir, frá Gufudal í Gufudalssveit. Hún bjó í Gufudal um þrjátíu ára skeið með manni sínum, Bergsveini Finnssyni. Kristín dvelur nú á Hrafnistu í Reykjavík. Kristín tekur á móti gestum laugardag- inn 26. ágúst kl. 15:00-18:00 (kl. 3-6) í Domus Medica við Egilsgötu. Heyrnar- og talmeinastöð Islands: Móttaka á Húsavík 25.-26. ág. Móttaka verður á vegum Heymar- og talmeinastöðvar íslands í Heilsugæslu- stöð Húsavíkur dagana 25. og 26. ágúst. Þar fer fram greining heymar- og talmeina og úthlutun heymartækja. Sömu daga að lokinni móttöku Heym- ar- og talmeinastöðvarinnar verður al- menn lækningamóttaka sérfræðings í háls-, nef- og eyma-lækningum. Tekið er á móti viðtalsbeiðnum á Heilsugæslustöð Húsavíkur. „Opið hús“ í Norræna húsinu: Fyrirlestur um jarðfræði og eldvirkni á íslandi Síðasti fyrirlesturinn f „Opnu húsi“ í Norræna húsinu verður flmmtudaginn 24. ágúst kl. 20:30. Ari Trausti Guð- mundssonjarðfræðingur talar um jarð- fræði og eldvirkni á íslandi. Ari flytur mál sitt á norsku og eftir stutt kaffihlé verður sýnd kvikmyndin Eldur í Heimaey og er hún með norsku tali. 1 anddyri Norræna hússins stendur yfir sýning um Vestmannaeyjar er lýsir jarð- eldunum f Heimaey og myndun Surtseyj- Bókasafn og kaffistofa hafa opið fram til kl. 22:00 á fimmtudagskvöld. Á laugardag, 26. ágúst verður síðasti fyrirlesturinn um ísland sem Borgþór Kjamested hefur flutt fyrir norræna ferðamenn í sumar. Kl. 17:00 talar hann á sænsku og kl. 18:00 fer fyrirlesturinn fram á finnsku. Aðgangur er ókeypis og allir eru vel- komnir í Norræna húsið. Fædd 15. mars 1920 Dáin 6. ágúst 1989 Ingveldur Ástgeirsdóttir húsfrú á Brúnastöðum var fædd að Syðri- Hömrum í Ásahreppi 15. mars 1920. Foreldrar hennar voru Ástgeir Gíslason bóndi og Arndís Þorsteins- dóttir ljósmóðir. Ung að árum fór hún í vinnumennsku eins og títt var um í þá daga. Var hún m.a. á Laugum og Ölvisholti í Hraungerð- ishreppi, Hrafntoftum í Djúpár- hreppi, á Hellu og eina vertíð var hún í Grindavík. Vorið 1940 var hún ráðin um tíma að Brúnastöðum í Hraungerðis- hreppi. Það var svo um haustið, 3. október sama ár sem hún kom þangað aftur alkomin og átti það eftir að verða hennar heimili næstu 47 árin. Þann 12. maí 1942 giftist Ingveld- ur Ágústi Þorvaldssyni bónda og síðar alþingismanni frá Brúnastöð- um. Þau eignuðust 16 börn sem öll utan það yngsta voru fædd heima að Brúnastöðum og tók Arndís móðir Ingveldar á móti þeim öllum 15. Þau skulu nú talin upp í aldursröð: Ásdís f. 06.08.1942, Þorvaldur f. 17.09.1943, Ketill Guðlaugur f. 14.02.1945, Gísli f. 12.01.1946, Geir f. 11.01.1947, Hjálmarf. 15.02.1948, Guðni f. 09.04.1949, Auður f. 12.09.1950, Valdimar f. 14.10.1951, Bragi f. 27. 11.1952, Guðrún f. 13.01.1954, Tryggvi f. 01.04.1955, Þorsteinn f. 26.04.1956 Hrafnhildur f. 01.09.1957, Sverrir f. 18.04.1959 og Jóhann f. 02.02.1963. Það má geta nærri að oft hafi verið handagangur í öskjunni á svo barn- mörgu heimili. Mér er sagt að Ing- veldur hafi haft alveg sérstakt verksvit, svo aldrei var neitt fum eða fát í kringum hlutina hjá henni. Henni varð ætíð einstaklega mikið úr verki, sinnti verkum jafnt utan dyra sem innan, saumaði mikið á börnin og bjó fjölskyldu sinni fallegt og gott heimili. Eflaust hafa það oft verið þreyttir fætur sem gengu til hvílu að dagsverki loknu að Brúna- Bólstaðarhlíðarkirkja 100 ára - Innsetning nýs sóknarprests Sunnudaginn 27. ágúst verður þess minnst við guðsþjónustu kl. 14:00 í Ból- staðarhlíðarkirkju, Bólstaðarhlíðar- hreppi í A-Hún., að kirkjan er 100 ára. Við sama tækifæri setur prófastur Hún- vetninga, sr. Guðni Þór Ólafsson á Melstað, nýjan sóknarprest, Stínu Gísla- dóttur, inn í embætti, en sl. 4 ár hefur prestakallið verið prestslaust og því þjón- að af nágrannaprestum. Fyrrverandi sóknarprestum, og þeim prestum sem hafa þjónað prestakallinu, er sérstaklega boðið að taka þátt í hátíðinni þennan dag, auk allra sveitunga og velunnara kirkju og prestakalls. Söfn- uðurinn býður til kaffidrykkju í Húnaveri að lokinni hátíðarmessunni. Daginn áður, laugard. 26. ág., verður haldinn árlegur héraðsfundur Húnavatns- prófastsdæmis í Húnaveri. Má því búast við gestum úr öllu prófastsdæminu, auk þeirra sem koma lengra að. Allir eru velkomnir. sem á daga hennar hafði drifið og frá mörgu frá gamalli tíð og ferðalögum sem hún hafði farið f, en þau hjónin höfðu mikið ferðast bæði innan lands og utan. M.a. höfðu þau farið til allra Norðurlandanna, Þýskalands, Eystlands, Kanada og víðar. Hún hafði mjög gaman af að ferðast og var ætíð reiðubúin að koma með ef eitthvert af börnunum bauð henni með. í júlí s.l. var hún með okkur í ferðalagi er við fórum ásamt Guð- rúnu og hennar fjölskyldu á æsku- stöðvar mínar vestur á Snæfellsnes. Það er mér mikils virði að hafa haft tækifæri til að fara með henni vestur. Ingveldur var afar fróðleiksfús, enda áttu þau hjónin mikið bókasafn og las hún mikið. Hún hafði mikinn áhuga á ættfræði og las allt sem hún náði í af því taginu. Mig furðaði oft á því hve einstaklega minnug hún var og var oft hægt að leita til hennar með ýmislegt, bæði varðandi ætt- fræði, fæðingardaga og ýmsar dag- setningar, en hún var mjög minnug á allar tölur. Vitur maður sagði eitt sinn: „Góða vini kveður maður ekki með söknuði, heldur með þakklæti fyrir að hafa verið samvistum við þá.“ í mínum huga er þakklæti, þakklæti fyrir að hafa haft tækifæri til að kynnast þessari látlausu og glæsilegu konu sem svo miklu hafði komið í verk á sinni ævi. Afkomendur hjónanna á Brúna- stöðum eru nú orðnir 55,16 börn, 38 barnaböm og 1 barnabarnabam. „...Leitaðu að sál dauðans í lík- ama lífsins, því að líf og dauði ereitt eins og fljótið og særinn, í djúpi vona þinna felst hin þögla þekking á hinu yfirskilvitlega og eins og fræin sem dreymir undir snjónum, dreym- ir hjarta þitt vorið. Trúðu á draum þinn, því hann er hlið eilífðarinnar. Óttinn við dauðann er aðeins ótti smaladrengs við konung sem vill slá hann til riddara..." (Kahihii Gibran). Olga Sveinbjörnsdóttir. frá Brúnastöðum stöðum, en Ingveldur kvartaði aldrei. Hún var ætíð látlaus og hæversk í framkomu, og kynntist ég því vel þegar ég bjó hjá henni um tíma. Þann 12. nóvember 1986 lést eig- inmaður hennar, eftir stutta sjúkra- húslegu á Landsspítalanum. Það var mikill missir fyrir Ingveldi, enda vom þau samhent hjón. En hún lét ekki bugast og um sumarið 1987 hófst nýr kafli í lífi hennar er hún fluttist á Selfoss ásamt yngsta syni sínum. Ég var svo lánsöm að fá tækifæri til að kynnast henni vel er ég flutti inn á heimili hennar snemma árs 1988. Hún tók mér opnum örmum og varð þetta strax mitt heimili og ' fann ég aldrei til þess að ég væri gestkomandi þarna. Við Jóhann bjuggum þarna hjá henni þar til við fluttum í okkar eigið húsnæði um mánaðamótin nóvember-desember s.l. Á Skólavöllunum áttum við margar góðar stundir saman. Sátum við oft lengi fram eftir á kvöldin og ræddum landsins gagn og nauðsynj- ar, einnig sagði hún mér frá ýmsu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.