Tíminn - 24.08.1989, Blaðsíða 19

Tíminn - 24.08.1989, Blaðsíða 19
Tíminn 19 Fimmtudagur 24. ágúst 1989 lllllllllllllllllllllllllll IÞROTTIR Knattspyrna: Jafntefli í Finnlandi Finnar og Júgóslavar gerðu 2-2 jafntefli í vináttulandsleik í Kuopio í Finnlandi í gærkvöld að viðstöddum aðeins rúmlega 6 þúsund áhorfendum. BL Sigurður Grétarsson átti mjög góðan leik með íslenska landsliðinu í gær, en fékk illilega að kenna á vamarmönnum Austurríkis. Myndin er úr fyrri leik Uðanna á LaugardalsveUi. Tlmamynd:P|etur Austurríki ísland: Austurríkismenn höfðu betur í grófum leik - Leikurinn skemmtilegur þrátt fyrir ruddalegan leik beggja liða Vonir íslendinga um sæti í loka- keppni heimsmeistarakeppninnar á Ítalíu á næsta ári minnkuðu tíl muna í gær er íslenska Uðið tapaði fyrir því austurríska 1-2 í Salzburg. ÖU mörk- in vora gerð í síðari hálfleik. Leikurinn var mjög ruddalega leikinn af báðum aðilum, enda gífur- lega mikið í húfi. Sérstaklega var síðari hálfleikurinn gróflega leikinn og eftir að Austurríkismenn náðu forystunni á nýjan leik vörðust þeir af mikilli grimmd. Danski dómarinn hefði að ósekju mátt víkja Anton Pfeffer af leikvelli, en hann sparkaði Sigurð Grétarsson besta mann ís- lenska liðsins hvað eftir annað niður. Fjórir leikmenn fslenska liðsins fengu að líta gula spjaldið fyrir gróf brot, en danski dómarinn var einum og spar á spjöldin þegar Austurríkis- menn áttu í hlut. Fyrri hálfleikur var tíðindalítill, en einu sinni brenndu heimamenn af sannkölluðu dauðafæri. Ekki voru liðnar nema 4 mín. af síðari hálfleik þegar Austurríkismenn höfðu kom- ist yfir. Vörn ísland var illa á verði þegar knötturinn kom fyrir markið frá hægri og Heimo Pfeifenberger var einn og óvaldaður og skoraði. Austurríkismenn voru enn að fagna þegar íslendingar voru búnir að jafna. Vamarmaður Austurríkis hreinsaði illa frá markinu og skot Ragnars Margeirssonar nokkuð utan vítateigs hafnaði í bláhominu á markinu, 1-1. Sigurmarkið kom á 62. mín. Man- fred Zsak fékk knöttinn langt utan vítateigs og fast skot hans fór í markið. Bjarni Sigurðsson hafði þó hönd á knettinum, en var illa stað- settur þegar skotið reið af og tókst ekki að bjarga marki. Sigurður Grétarsson var bestur íslendinga í leiknum ásamt Ragnari Margeirssyni, en baráttan í liðinu var mjög góð, en stundum væru brot leikmanna alveg óþörf. BL VÉLBOÐI HF. AUGLYSIR Vegna fenginnar reynslu undanfarinna ára í sölu á mykjutækjum, höfum við hjá Vél-Boða hf. hafið framleiðslu á Vél-Boða mykjudreif- urum sem hannaðir eru sérstaklega fyrir íslenskar aðstæður. Samfara þessu hefur okkur tekist að stórlækka verð tækjanna og stytta afgreiðslufrest. Nánari upplýsingar hjá söiumönnum okkar í síma 91 -651800. Flatahrauni 29 220 Hafnarfjörður Sími 91-651800 Danir lágu í Brugge Belgar unnu DaniJ-0 í vin- áttulandsleik í Brugge I gærkvöld. Marc Degrse og Jan Ceulemans skoraðu fyrir Belga í fyrri hálfleik, en Ceulemans var aftur á ferðinni á 81. mín. BL Jbjðe=t==JjSs2E^w I lESTUNARÁfETLUN Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: Árhus: Alla þriðjudaga Svendborg: Annan hvern þriðjudag Kaupmannahöfn: Alla miðvikudaga Varberg: Alla fimmtudaga Moss: Alla laugardaga Hull: Alla mánudaga Antwerpen: Alla þriðjudaga Rotterdam: Alla þriðjudaga Hamborg: Alla miðvikudaga Helsinki: Hvassafell........28/8 Gloucester/Boston: Alla þriðjudaga New York: Alla föstudaga Portsmouth/Norfolk: Alla sunnudaga Lestunarhafnir innanlands: Reykjavík: Atla miðvikudaga Vestmannaeyjar: Alla föstudaga Húsavík: Alla sunnudaga Akureyri: Alla mánudaga ísafjörður: Alla þriðjudaga SKIPADEILD f^kSAMBANDS/NS Samþandshúsinu, Kirkjusandi 105, Reykjavík, sími 698300 IAKN IRAUSfRA bLlJlNINGA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.