Tíminn - 29.08.1989, Side 14

Tíminn - 29.08.1989, Side 14
14 Tíminn Þriðjudagur 29. ágúst 1989 FRÉTTAYFIRLIT MOSKVA - Framámenn kommúnistaflokka í Lettlandi og Eistlandi hafa lýst því yfir aö þeir telji varnaöarorö stjórn- valda í Moskvu gegn rísandi þjóöernishreyfingu í Balkan- löndunum vera íhlutun í innan- ríkismál. Þjóðfylking Lettlands, sem er 6in þeirra hreyfinga er Kremlverjar gagnrýndu á laug- ardag, sendi skeyti til Gorbat- sjovs aðalritara og skoraöi á hann að oþinbera hverjir stæðu á bakvið boöskaþ stjórnarinnar. VARSJÁ - Varnarmálaráð- herra Póllands, Florian Siwicki hershöföingi, sem kemur úr rööum kommúnista, hefur lýst því yfir aö hann muni Ijá ríkis- stjórn Samstöðu fylgi sitt og hersins, en varar við úrsögn landsins úr Varsjárbandalag- inu og öðrum ráðstöfunum er stefnt gætu öryggi Pólverja í hættu. Stuðningur Siwickis er talinn fjöður í hatt Mazowieckis í tilraunum hans til stjórnar- myndunar. BEIRÚT - ísraelski flugher- inn hélt áfram árásum sínum á stöðvar Hizbollah-félaga í austurhluta Líbanons. Jafnt hermenn sem óbreyttir borgar- ar lágu í valnum eftir árásir ísraela á sunnudag. PARÍS - Samningamenn höfðu ætlað sér að reyna til þrautar að komast að sam- komulagi um skiþan mála í Kambódíu, en langþreyttir fundarmenn telja að aðeins- kraftaverk fái komið í veg fyrir frekari átök í landinu. Að sögn stjórnarerindreka eru sjónar- mið stjórnarinnar, sem studd er Víetnömum, og hinna Ftauðu Khmera, sem hallir eru undir Kínverja, ósættanleg með öllu. DAMASKUS - Francois Scheer, sendimaður franska utanríkisráðuneytisins, er bú- inn að kynna sýrlenska utan- ríkisráðherranum Farouq al- Shara friðartillögur Frakka, er gera ráð fyrir að allur erlendur liðssafnaður verði dreginn til baka frá Líbanon. Að sögn hlutu hugmyndir hans fremur dræmar undirtektir. STOKKHÓLMUR - Að sögn sænska utanríkisráðu- neytisins báru tilraunir sovéska andófsmannsins Andrei Sak- harovs til að grennslast fyrir um örlög sænska erindrekans Roul Wallenbergs engan árangur. Wallenberg hvarf með dularfullum hætti i stríðslok, eftir að hafa bjargað þúsundum gyðinga úr klóm nasista. ÚTLÖND Afríkuríki aö sökkva í skuldafen: VILJA RYMKUD KJOR HJÁLÁNARDROTTNUM Að tilhlutan Einingarsamtaka Afríkuríkja hófst um helgina í Kairó þriggja daga ráðstefna, skipuð 150 fulltrúum, um bága skuldastöðu Afr- íkuríkja og leiðir til úrbóta. Vest- rænir og a-evrópskir erindrekar sækja ráðstefnuna auk fulltrúa frá alþjóðlegum bankastofnunum, einkabönkum og Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum. Eitt aðalviðfangsefni ráð- stefnunnar verður að undirbúa al- þjóðlegt þing um skuldastöðu álf- unnar, en sumir hafa óttast að slík samkunda yrði vettvangur heiftúð- ugra deilna millum lánardrottna og skuldara. Aðalritari Einingarsamtakanna, Ide Oumarou, sagði í ræðu, að tækist ekki að finna varanlega lausn á erlendri skuldasöfnun álfunnar, yrði Afríka komin í vítahring efna- hagslegrar ánauðar. Ástand mála kvað hann fyrst og fremst mega kenna ósanngjarnri verðlagningu á helstu afurðum Afríkuríkja, sem og verndartollum og öðrum innflutn- ingshöftum er í gildi væru í iðnríkj- unum gegn afrískri framleiðslu. Út- flutningur álfunnar byggist einkum á landbúnaðarafurðum og óunnum hráefnum úr jörðu. Forsvarsmenn Afríkurtkja leggja áherslu á niður- skurð á erlendum skuldum og að lánardrottnar fallist á að afborganir takmarkist við 10-15% af þjóðar- framleiðslu. Þá hvetja þeir til verð- hækkunar á framleiðsluvörum og aukinnar erlendrar fjárfestingar í ríkjum Afríku. Á síðasta ári námu afborganir af erlendum skuldum tveimur fimmtu hlutum af útflutningsverðmæti Afr- íkuríkja. Talið er að þær muni tvöfaldast á næsta áratug - fara í um 550 milljarða dala - verði ekki að gert. Áætlað er að erlendar skuldir Afríkuríkja tífaldist frá 1980, fram um næsta áratug. Enn minnkar Aralvatnið Sú var tíð, að Aralvatn var fjórða stærsta stöðuvatn heims. Það hefur nú þokast niður í sjötta sætið og allar horfur á, að eftir tuttugu ár verði það horfið með öllu, haldi svo fram sem horfir. Frá 1960-1987 hefur yfirborð vatnsins lækkað um 13 metra, ummál þess hefur skroppið saman um 40% og rúmtak þess um 60%. Úr kafinu rís sölt eyðimörk og teygir sig til allra átta. Óheillaferli þetta má rekja til þess tíma er Stalín reyndi að gera Sovétríkin sjálfum sér nóg um baðmullarframleiðslu. Til að skapa áveitur fyrir milljónir hektara af baðmullarökrum, var farvegi stórfljótanna Syr Darja og Amu Darja breytt, en fljótin tvö voru meginaðfærsluleiðir vatnsins. Syr Darja fellur nú um flestar jarðir aðrar og Amu Darja skilar Aral innan við fimm prósentum þess vatns er í það fellur.' Við þetta bætist, að vatnið er mengað skordýraeitri og annarri ólyfjan er einnig hefur borist í drykkjarvatn íbúa í nágrenni Aral og er talið valda fæðingargöllum, meltingarsjúkdómum og krabba- meini er hrjáir íbúa í sívaxandi mæli. Tuttugu og eitt ár er nú liðið frá innrás Varsjárbandalagsins í Tékkóslóvakiu. Vatni frá Aral er veitt á baðmullarakra við Uzbek. Sovésk yfirvöld hafa nú hrundið af stað tuttugu ára áætlun, í því skyni að færa aðfærslur Aralvatns til betra horfs og hefta frekari uppþorn- un þess. Sovéskt umhverfisvandamál: Ungverjar mót- mælaviðTékka Utanríkisráðherra Ungverja- lands, Gyula Horn, hefur formlega mótmælt handtöku tveggja Ung- verja er tékkneska lögreglan tók í sína vörslu á mótmælafundi, er hald- inn var í Prag í tilefni 21 árs afmælis innrásarinnar 1968. Horn benti á, að öðrum fundarmönnum hefði þegar verið sleppt og ljóst að Tékkar gerðu of mikið úr sekt þeirra félaga. Annar þeirra, Gyorgy Kerenyi, mun í ræðu hafa beðið Tékka afsökunar á hlut- deild Ungverja í innrásinni 1968. Hinum, Tamas Deutsch, er gefið að sök að hafa dreift flugritum á fundin- um. Um 15 manns hafa staðið mót- mælavörð við sendiráð Tékka í Búdapest frá því í fyrri viku. Fjórir mótmælenda eru nú undir læknis- hendi eftir að hafa svelt sig síðan á fimmtudag. Loftmengun: Bush hreinsar loftið Bush Bandaríkjaforseti hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir frumvarp sitt að lögum sem ætlað er að stemma stigu við loftmengun í borgum vestra. Að áliti sumra gagnrýnenda yrðu hin nýju lög í sumum tilfellum til að auka frekar á mengun en hitt. Þannig hyggst Bush takmarka leyfilegt magn kol- vetna í útblæstri bifreiða við 0,25 grömm á mílu (1,6 km) en þar sem hér er um meðaltalstölur að ræða, gæti helmingur farartækjaflotans fræðilega farið yfir þessi mörk. Þá hét Bush því í júní síðastliðnum að árið 2000 skyldu allar bandarískar borgir, að New York, Houston og Los Angeles undanskildum, lúta ströngum reglum gegn mengun andrúmslofts. Síðan hefur borgum þeim, er undanþegnar verða regl- unum, fjölgað upp í níu. Þá snúast svo vopn í höndum forsetans, að fyrirheit er hann gaf í sumar, um að minnka skuli losun nitrogen-ox- íða út í umhverfið, verða til þess' að losun eykst í fyrstu um eina milljón tonna. Nitrogen-oxíð eru ein helsta orsök hins súra regns er ógnar skógum og öllu lífríki. Áætlaður kostnaður banda- rískra skattborgara at hreinsun- arátaki forsetans er um 18 milljarð- ar dala.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.