Tíminn - 20.09.1989, Page 2
■MLðvjkudagur 2Q..september .1989
2 Tíminn
Tillögur nefndar er endurskoöar almannatryggingalögin:
Þak á greiðslur við 100
þúsund kr. mánaðarlaun?
Samkvæmt heimildum Tím-
ans er nú rætt um innan nefndar
sem vinnur að endurskoðun á
almannatryggingarlögunum, aö
þeir aðilar sem hafa hundrað
þúsund krónur í laun á mánuði
eða meira, fái ekki greiðslur frá
almannatryggingum. í stað þess
verði greiðslur auknar til þeirra
sem búa við sérstaklega erfið
kjör, s.s. aðila er þurfa að hafa
framfæri sitt af sjúkra- og slysa-
dagpeningum.
Finnur Ingólfsson aðstoðarmaður
heilbrigðisráðherra staðfesti er haft
var samband við hann í gær að innan
nefndarinnar væri verið að velta
fyrir sér tekjutengdum ellilífeyri.
Úm aðra efnisþætti frumvarpsins
sem nú er í smíðum vildi Finnur
ekkert segja annað en það að megin
markmið með endurskoðun al-
mannatryggingalaganna væri það að
jafna rétt milli einstaklinga innan
kerfisins, til greiðslu frá almanna-
tryggingum. „Pað er alveg Ijóst, og
það geta menn bara séð af tillögum
og lagafrumvörpum sem flutt hafa
verið á Alþingi á undanförnum
árum, að útgjöld almannatrygging-
anna munu aukast hröðum skrefum
á næstu árum verði löggjöfin ekki
endurskoðuð í heild sinni,“ sagði
Finnur. Því til staðfestingar mætti
benda á að tillögur um hækkun á
sjúkradagpeningum, barnalífeyri og
fleiru hefðu ítrekað komið fram, en
ákvarðanatöku frestað vegna endur-
skoðunar laganna. Innan nefndar-
innar væri verið að vinna að tillögum
er gerðu ráð fyrir tilfærslu fjármuna
innan almannatryggingalöggjafar-
innar. Markmiðið væri að auka ekki
útgjöld innan kerfisins, heldur að
jafna réttindi til greiðsla milli ein-
staklinga.
- En hvað með þá fullyrðingu í
frétt í Alþýðublaðinu í gær að það
sé hugmynd frumvarpssmiða í þing-
mannanefnd að breyta stjórnkerfi
Tryggingastofnunar m.a. með því
að leggja niður pólitískt kjörið
Tryggingaráð og setja á stofn óháða
nefnd sem úrskurðaraðila?
„Hér er í fyrsta lagi ekki um
þingmannanefnd að ræða“, segir
Finnur. „Að öðru leyti vil ég segja
um þetta, að þessari breytingu hefur
aldrei verið hreyft innan nefndarinn-
ar. Hins vegar hafa menn verið að
velta fyrir sér hvort rétt væri að
breyta Tryggingaráðinu og koma á
fót til hliðar við það óháðri nefnd
sem úrskurðaraðila." Um þetta
sagði Finnur engar ákvarðanir hafa
verið teknar, en að óháð nefnd kæmi
í staðinn fyrir Tryggingaráð væri
fásinna og lýsti vanþekkingu á því
sem verið væri að fjalla um. - AG
Jafnréttisátak hjá menntamálaráöuneyti:
Á leið upp úr
hjólförunum?
Gissur Páll Gissurarson, (t.v.) sem leikur Oliver og Ivar Örn Sverrisson, sem
leikur Hrapp.
Þjóöleikhúsiö sýnir vinsælan breskan söngleik í einn mánuð:
Oliver sýndur
á laugardaginn
Söngleikurinn Oliver eftir Lionel Bart verður frumsýndur
í Þjóðlekhúsinu á laugardaginn. Sýningar munu einungis
standa yfir í einn mánuð vegna þess að skila þarf leikmyndum
og búningum aftur til Bretlands fyrir 1. nóvember. Þetta er
eina verkið sem sýnt verður á stóra sviðinu þennan tíma.
Undanfarin tvö ár hefur verið
starfandi á vegum menntamálaráðu-
neytisins starfshópur sem á að finna
leiðir til að stuðla að jafnri stöðu
kynjanna.í skólum. Var afrakstur
starfsins kynntur á fréttamannafundi
í gær. Hefur hópurinn unnið að
undirbúningi ráðstefnu um þetta efni
sem haldin verður næstkomandi
laugardag en auk þess er kominn út
bæklingur og myndband sem bera
heitið „Upp úr hjólförunum".
Ráðstefnan er sem fyrr segir um
jafna stöðu kynjanna í skólum og er
hún ætluð kennurum sem og öðrum
uppalendum. Aðalræðumaður verð-
ur Bente Schwats kennari og lista-
kona frá Danmörku. Mun hún fjalla
um hvað skólinn og foreldrar geta
gert til að hafa áhrif á að nemendur
Kvennasögu-
safnið skráð
í sumar hafa þrír bókasafns-
fræðingar unnið að því að skrá
Kvennasögusafnið og er með því
ráðgert að safnið verði sem aðgengi-
lcgast þegar því verður komið fyrir
í Þjóðarbókhlöðunni.
Kvennasögusafn íslands var stofn-
að 1975 og hefur Anna Sigurðardótt-
ir, frumkvöðull þess, verið forstöðu-
maður frá upphafi. SSH
af báðum kynjum njóti sín sem
jafngildir einstaklingar. Þá mun
Guðný Guðbjörnsdóttir flytja erindi
sem heitir: „Menntun í Ijósi jafnrétt-
is kynja.“
Á ráðstefnunni verður kynntur
bæklingurinn „Upp úr hjólförunum"
sem er hvatningarrit til kennara um
að vera vakandi um mismunandi
stöðu kynjanna og hefur einnig að
geyma hugmyndir að verkefnum á
þessu sviði. Fyrirhugað er að dreifa
þessum bæklingi til allra grunn- og
framhaldsskólakennara. Jafnframt
verður kynnt myndband sem ber
sama heiti og var unnið í samvinnu
Fræðsluvarps, menntamálaráðu-
neytis og jafnréttisráðs. Myndin hef-
ur nú þegar verið sýnd í Sjónvarpinu
en Námsgagnastofnun sér um að
dreifa myndbandinu.
Þessa dagana er að fara af stað
þróunar- og endurmenntunarstarf í
Reykjanesumdæmi sem starfshópur-
inn hefur undirbúið. Tveir kennarar
hafa verið ráðnir til þess að halda
fræðslufundi og námskeið með
kennurum og aðstoða þá við að
flétta umfjöllun um stöðu kynjanna
inn í kcnnslu sína.
Starfshópurinn mun skila skýrslu
um næstu áramót og mun þar gera
tillögu að stefnumörkun ráðuneytis-
ins hvað varðar stöðu kynjanna í
menntakerfinu. Ákveðið hefur verið
að þessu starfi verði haldið áfram og
nýr starfshópur skipaður til tveggja
ára. SSH
Þessi söngleikur var fyrst frum-
sýndur í London fyrir tæpum 30
árum og naut þá gífurlegra vinsælda.
Leikmynd og búninga gerði Sean
Kenny og hefur leikmyndin hlotið
mörg verðlaun.
Alls koma um 50 manns fram í
söngleiknum, sem byggir á sögu
Charles Dickens um Oliver Twist.
Þórhallur Sigurðsson, Laddi, leikur
Fagin, en þetta er í fyrsta sinn sem
sá landsfrægi leikari leikur í Þjóð-
leikhúsinu. í kynningu frá Þjóð-
leikhúsinu ásöngleiknum segirm.a.:
„Það var vandasamt að finna 16
drengi sem syngja eins og englar í
hlutverk vasaþjófanna hans Fagins,
en leitað var til kórstjóra á Reykja-
víkursvæðinu, sem sendu 70 drengi
til leiks og úr þeim hópi valið. Þar
mæðir mest á Gissuri Páli Gissurar-
syni (12 ára), sem leikur söguhetjuna
Oliver Twist. ívar Sverrisson (12
ára) leikur félaga hans Hrapp sem
kemur honum til Fagins." Kunnir
leikarar koma einnig við sögu s.s.
Ragnheiður Steindórsdóttir, sem
leikur Nansí, Pálmi Gestsson, sem
leikur Bill Sikes, Margrét Péturs-
dóttir sem leikur Betu, Flosi Ólafs-
son, sem leikur Bumble, Örn Árna-
sop sem leikur Sowberry, Anna
Kristín Arngrímsdóttir, sem leikur
frú Sowberry, Þórdís Arnljótsdóttir
sem leikur Karlottu, Ellert A. Ing-
imundarson sem leikur Nóa, Baldvin
Halldórsson sem leikur Grimwig,
Þórunn Magnea Magnúsdóttir sem
leikur frú Bedwin og Bryndís Péturs-
dóttir sem leikur Sally.
Flosi Olafsson þýddi verkið, leik-
stjóri er Benedikt Árnason, tónlist-
arstjórn er í höndum Agnesar Löve,
Ingibjörg Björnsdóttir stjórnar dansi
og hreyfingum og lýsingu annast
Mark Flenderson.
Borgaryfirvöid og iög-
reglustjóri ræöa um fram-
kvæmd nýrrar reglugerðar
um sölu og veitingar
áfengis:
Samkomulag
í sjónmáli
Lögreglustjóri og borgaryfir-
völd eiga nú í viðræðum um
nýsetta reglugerð um sölu og
veitingar áfengis og framkvæmd
hennar. Þegar hefur verið hald-
inn einn fundur og á næsta fundi
er ætlunin að gera út um málin en
reglugerðin á að taka gildi um
næstu mánaðamót.
Borgarráð skipaði borgarfull-
trúana Bjarna P. Magnússon og
Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson í nefnd
til viðræðna við lögreglustjóra
um nýsetta reglugerð og fram-
kvæmd hennar. Nefndin átti fund
með Böðvari Bragasyni lögreglu-
stjóra og Signýju Sen fulltrúa
lögreglustjóra síðastliðinn mánu-
dag. Að sögn Bjarna P. Magnús-
sonar ríkti góður andi á fundinum
og taldi hann allar líkur á að
menn myndu koma sér niður á
skilgreiningu sem allflestir ættu
eftir að sætta sig við. Viðræðuað-
ilar ætla að koma saman að nýju
næst komandi mánudag og þar
verður væntanlega gengið frá
hvernig eigi að túlka reglugerð-
ina.
Bjarni sagði brýnt að koma á
samræmi í opnunartíma en
undanfarið hálft ár hafa gilt nokk-
uð breytilegar reglur um opnun-
artíma öldurhúsa. í þessu efni
þyrfti að taka tillit til óska knæpu-
gesta en ekki mætti heldur
gleyma því að mörg þessara húsa
værustaðsettííbúðabyggð. -EÓ
Flugvirkjar
násamningum
Kjarasamningur flugvirkja hjá
Landhelgisgæslunni og viðsemj-
endur þeirra skrifuðu undir nýjan
kjarasamning um klukkan sex í
gærmorgun, hjá sáttasemjara.
Samningurinn var undirritaður
með fyrirvara um samþykki fé-
lagsfundar.
Launaliðir samningsins eru í
samræmi við aðalkjarasamning
flugvirkja Flugleiða, frá því fyrr
á árinu, auk nokkurra sérkrafna
sem náðust fram. - ABÓ
75 ára
Þórarinn Þórarinsson
Afmæliskveðja frá Tímanum
Þórarinn Þórarinsson, fyrrver-
andi ritstjóri og alþingismaður,
varð 75 ára í gær, 19. september.
Hann fæddist í Ólafsvík 1914.
Að loknu prófi frá Samvinnu-
skólanum 1933 gerðist Þórarinn
blaðamaður við Tímann og varð
ritstjóri 1938. Því starfi gegndi
hann samfellt þar til hann hætti
sjötugur 1984. Er blaðamennsku
og ritstjóraferill Þórarins lengri en
nokkurs annars íslandings og óhætt
mun að fullyrða að þótt farið sé um
lönd og álfur mun leitun að manni
sem sinnt hefur ritstjórastarfi eins
lengi og Þórarinn Þórarinsson, sem
hefur skírteini númer 1. í BÍ.
Þórarinn sat á þingi í nærfellt tvo
áratugi og sinnti ótalmörgum trún-
aðarstörfum innan þings og utan
og hann áfti ómældan þátt í að
undirbúa farsæla lausn landhelgis-
mála okkar í undirbúningsnefnd
hafréttarráðstefnu SÞ og með þátt-
töku í ráðstefnunni í mörg ár.
Hér er aðeins stiklað á stóru á
æviferli Þórarins, en samstarfs-
menn hans á Tímanum minnast
hans sem hins milda yfirboðara,
sem ávallt var hægt að leita til og
þiggja ráð og leiðbciningar hjá
þegar á þurfti að halda. Alltaf var
hægt að treysta stálminni Þórarins
og hin mikla reynsla hans af blaða-
mennsku og þjóðmálum brást
aldrei þegar eftir var leitað og aðrir
voru komnir í strand að finna
samhengið í stjórnmálasögunni og
átökum líðandi stundar.
Þórarinn hélt áfram að skrifa í
Tímann eftir að hann hætti í fullu
starfi og vonandi á blaðið og les-
endur þess eftir að njóta starfs-
krafta hans enn urn sinn.
Þórarinn dvelur nú erlendis
ásamt eiginkonu sinni Ragnheiði
Vigfúsdóttur Þormar.
Tíminn sendir Þórarni innilegar
hamingjuóskir á afmælisdaginn og
óskar þeim hjónunt góðrar heim-
komu og farsældar.
T