Tíminn - 20.09.1989, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 20. september 1989
Tíminn 5
Laun mun haerra hlutfall þjóöarframleiðslu hér
en í nokkru aðildarríki OECD. Stendur valið um:
Lækkun vaxta, launa
eða fleiri gjaldþrot?
Hlutfall launa í þjóðartekjum árin 1987-1989 er hærra
(70-73%) heldur en í nokkru ríki OECD og hlutfall
„hagnaðar“ þar af leiðandi minna, eða milli 27 og 30%,
samanborið við 44% meðaltal í ríkjum OECD. Af minnkuð-
um hagnaðarhluta þurfa fyrirtækin, m.a. að borga fjármagn-
skostnað sem hækkaði stórlega þessi sömu ár. Afleiðingarnar
eru hallarekstur fjölgun gjaldþrota og aukið atvinnuleysi.
Þykir Ijóst að svo geti ekki gengið til lengdar. Hlutur
einhverra - launanna eða fjármagnsins - í þjóðartekjunum
verði að minnka.
Hagnaðarhlutinn hér á landi fór hæst í um 41% árið 1983, þ.e. svipað hlutfall
og i Bretlandi og Danmörku síðustu árin
í fréttabréfi Verðbréfaviðskipta
Samvinnubankans er fjallað um töl-
ur frá OECD um skiptingu þjóðar-
tekna milli launþega og hagnaðar
fyrirtækja meðal aðildarríkjanna.
Með hagnaði er þar átt við rekstr-
arafgang sem fer til greiðslu á laun-
um sjálfstæðra atvinnurekenda,
afskriftum og vöxtum af lánsfé og
afgangurinn, ef einhver verður, er
síðan vextir á eigið fé eða hreinn
hagnaður.
Hagnaðarhlutfallið er sagt svipað
hér á landi og í Noregi á árunum
1975-1986, að meðaltali um 34%, en
um eða yfir 40% í öllum öðrum
aðildarríkjum OECD þar sem það
var 43% að meðaltali á þessu árabili
og hefur síðan hækkað í um 44%
undanfarin ár. í Noregi lækkaði
þetta hlutfall heldur, niður í um
33% árin 1987-1989.
Á íslandi lækkaði hagnaðarhlut-
fallið hins vegar niður í 27-28% árin
1987 og 1988 og er áætlað um 30%
á yfirstandandi ári. Þessi lækkun
svarar í krónum talið til þess að
hlutur fyrirtækjanna í þjóðartekjun-
um hafi minnkað í kringum 12
milljarða kr. á ári síðustu þrjú árin.
Hækkun raunvaxta skekkir síðan
enn þá mynd sem hagnaðarhlutfallið
gefur af stöðu atvinnulífsins. Meðal
raunvextir allra útlána eru sagðir
hafa hækkað úr 2-4% árið 1985 upp
í 7-9% á árinu 1988.
Heildarútlán innlends fjár voru
um 220 milljarðar króna í árslok
1988 (um 80% af landsframleiðslu).
Miðað við 7-9% raunvexti af þeirri
upphæð næmu þeir samtals um 15-20
milljörðum króna. Hlutur fjár-
magnseigenda og fjármálastofnana
óx þannig um 11-12 milljarða króna
umfram það sem verið hefði m.v.
óbreytta raunvexti frá árinu 1985.
Þar sem heimilin eiga mun meira
sparifé heldur en þau skulda hefur
hluti þessara auknu tekna af raun-
vöxtum runnið til þeirra í formi
ávöxtunar af sparifé.
Greinarhöfundur í fréttabréfi VS
kveðst ekki um það dæma hvort
fjármagnseigendur og fjármála-
stofnanir taki orðið til sín meira af
þjóðartekjunum en þeim ber með
réttu.
„Á hinn bóginn verður ekki fram
hjá því litið að hlutur einhverra í
þjóðartekjunum verður að minnka
tilsvarandi. Fram að þessu virðist
aukinn hlutur fjárptagnseigenda
hafa komið niður á fyrirtækjunum.
Ljóst er að það getur ekki gengið til
lendar".
Af áðurgreindum forsendum segir
greinarhöfundur að draga megi þá
ályktun að óhjákvæmilegt verði að
lækka hlutdeild launa í þjóðartekj-
um og hækka hagnaðarhlutfallið.
sem líklega þurfi í framtíðinni að
vera 5-10% hærra en það er nú, eða
á bilinu 35-40% að jafnaði. „í þessu
felst að framundan er óhjákvæmi-
lega töluverð lækkun kaupmáttar
heildaratvinnutekna umfram minnk-
un þjóðartekna“.
Ólafur H. Torfason.
Mannabreytingar
hjá Þjóðviljanum
Breytingar hafa orðið á rit-
stjórn Þjóðviljans. Ólafur H.
Torfason tekur við starfi ritstióra
og mun hann starfa við hlið Árna
Bergmann sem hefur verið eini
ritstjóri Þjóðviljans um nokkurt
skeið. Ólafur hefur verið for-
stöðumaður Upplýsingaþjónustu
bænda undanfarin þrjú ár.
Jafnframt hefur Lúðvík Geirs-
son fréttastjóri ákveðið að láta af
störfum við blaðið. Hann hefur
verið ráðinn í hálft starf til Blaða-
mannafélags íslands en Lúðvík
er formaður félagsins. - EÓ
Stjarnan
gjaldþrota
Útvarpsstöðin Stjarnan hefur ver-
ið úrskurðuð gjaldþrota. Stjarnan
verður þó rekin áfram á ábyrgð
aðaleiganda hennar Ólafs Laufdals.
Ekki er vitað hvað skuldir útvarps-
stöðvarinnar eru miklar en það er
Ijóst að þær skipta tugum milljóna.
Gjaldþrotið kemur í kjölfar riftunar
á samningi um sameiningu Stjörn-
unnar og Bylgjunnar. Ólafur hefur
líst yfir áhuga á að kaupa eignir
þrotabúsins en hann mun vera í
miklum persónulegum ábyrgðum
fyrir Stjörnuna. - EÓ
Þingflokkur Framsóknarflokksins:
Þingf lokksf undur á
Ísafirði um helgina
Menntamálaráðuneytið:
Þessir
skrifa
um list
Tímanum hefur borist eftirfar-
andi fréttatilkynning frá mennta-
málaráðuneytinu:
Nýlega sendi menntamálaráðu-
neytið út fréttatilkynningu um út-
gáfu kynningarrits um íslenskar
bókmenntir. Þar kom fram að
þetta væri fyrsta ritið í ritröð um
íslenska list.
Næstu rit verða:
Myndlist og hönnun. í það skrifa
Áðaísteinn Ingólfsson og Örn D.
Jónsson.
Tónlist. Umsjón með þeim kafla
hafa þau Bergljót Jónsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Tónverkamiðstöðv-
arinnar, Karólína Eiríksdóttir og
Hjálmar Ragnarsson, en Þorkell
Sigurbjörnsson mun verða aðal-
höfundur.
Húsagerðarlist. Um hana skrifar
Guðrún Jónsdóttir.
Leiklist. Um hana skrifar Sveinn
Einarsson.
Danslist. Höfundur Árni Ibsen.
Kvikmyndagerðarlist. Um hana
skrifar Kristín Jóhannesdóttir.
Höfundum er í sjálfsvald sett um
hvaða listamenn þeir fjalla í grein-
um sínum. Á sama hátt velja
höfundár sjálfir þær myndir sem
birtast í köflum þeirra. Bera Nor-
A R T S
AND CÚLTURE
IN ICELAND
Literature
dal forstöðumaður Listasafns ís-
lands mun þó taka þátt í vali á
myndum í myndlistarkaflann
ásamt Aðalsteini Ingólfssyni. í
samráði við höfunda var ákveðið
að aðaláhersla yrði á umfjöllun um
það helsta sem nú er að gerast í
íslenskri list.
Bókmenntaritið verður þar
undantekning, þar sem ekki þótti
fært að sleppa umfjöllun um okkar
merka bókmenntaarf. Höfundar
urðu sammála um að í riti sem
ætlað er til kynningar á íslenskri
list erlendis þá mætti ekki leggja
aðaláherslu á upptalningu á nöfn-
um listamanna heldur kæmu nöfn
þeirra fram í yfirlitsskrá, eins og
þeirri sem birtist í bókmennta-
kynningarritinu.
Þess má svo geta að kynningar-
ritið hefur mælst mjög vel fyrir og
er afar eftirsótt víðs vegar um
heim. Það er von ráðuneytisins að
jafn vel takist til með næstu rit.
Þingflokkur Framsóknarflokksins
heldur fund á ísafirði um næstkom-
andi helgi. Að sögn Páls Péturssonar
formanns þingflokksins er hér um að
ræða opin þingflokksfund og kynnis-
för í bland. „Okkur er það mikið í
ntun að kynnast viðhorfum stuðn-
ingsmanna flokksins á Vestfjörðum.
Við viljum ekki einasta rækja tengsl
við þéttbýli heldur einnig við dreif-
býlið“, sagði Páll.
Að sögn Páls verður flogið frá
Reykjavík til ísafjarðar að morgni
föstudagsins 22. september og farin
þá um morguninn skoðunarferð um
bæinn undir ieiðsögn Magnúsar
Reynis Guðmundssonar bæjarrit-
ara. Þá verða vinnustaðir á ísafirði
Jóni Sigurðssyni viðskiptaráð-
herra hefur borist bréf frá Þorsteini
Pálssyni formanni Sjálfstæðisflokks-
ins þess efnis að ráðherra birti
skýrslu um fyrirhuguð kaup Lands-
banka íslands á hlutabréfum Sam-
bands íslenskra samvinnufélaga í
Samvinnubankanum hf. Þorsteinn
heimsóttir og mun Elías Oddsson
formaður framsóknarfélagsins á
staðnum sjá um leiðsögn. Seinni
part föstudagsins hefst þingflokks-
fundur og verður forystumönnum
Framsóknarflokksins í kjördæminu
og öðrum stuðningsmönnum boðið
að sitja fundinn og taka þátt í
störfum hans.
Þingflokkur framsóknarmanna
hefur áður haldið fundi út um land,
s.s. í Keflavík og á Sauðárkróki og
víðar, þó svo að skipulagðar funda-
ferðir út fyrir höfuðborgarsvæðið
séu ekki farnar reglulega á hverju
ári.
Á laugardag verður farið til Bol-
ungarvíkur og farin kynnisferð um
fer fram á, þar sem ríkir almanna-
hagsmunir eru í húfi að viðskiptaráð-
herra taki ekki ákvörðun samkvæmt
ákvæðum laga frá 1985 um viðskipta-
banka fyrr en Alþingi hefur gefist
kostur á að ræða málin í heild og
taka til þess afstöðu.
-ABÓ
kaupstaðinn undir leiðsögn Sveins
Bernódusonar. Eftir hádegið mun
þingflokkurinn ferðast áfram um
kjördæmið og koma við á Suðureyri,
Flateyri og Þingeyri, en þaðan verð-
ur flogið aftur til Reykjavíkur um
kvöldið. - ÁG
Páll Pétursson formaður þingflokks
framsóknarmanna.
„Okkur er það mikil auðfúsa að
kynnast viðhorfum framsóknar-
manna á Vestfjörðum, til þess sem
við erum að gera. Hlusta á þeirra
ráðleggingar og greina þeim frá
okkar viðhorfum.“
Þorsteinn Pálsson um bankakaup Landsbanka:
Vill skýrslu frá Jóni