Tíminn - 20.09.1989, Side 15
Miðvikudagur 20. .september 1989
‘Tírfíinn' 15
111111111111 ÍÞRÓTTIR llllllllllllllllllllll llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllli llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIU^ :■! 7 - , , ..■■■ . , ■: ^ : ',V!
Knattspyrna 1. deild:
Pétur gerði
eina markið
Leikur Fram og Víkings á
Laugardalsvelli á laugardag
hafði ekki mikla þýðingu fyrir
hvorugt liðið. Að vísu áttu
Framarar veika von um Ís-
landsmeistaratitilinn og Vík-
ingar gátu fræðilega séð fallið í
2. deild.
Pétur Ormslev gerði út unr
leikinn þegar eftir 7 mín. leik.
Hann skoraði þá glæsilegt
mark beint úr aukaspyrnu.
Knötturinn hafnaði efst í mark-
horninu á Víkingsmarkinu,
óverjandi fyrir Birki
markvörð.
Bæði lið áttu hættuleg færi
áður en yfir lauk, þó sérstak-
lega Framarar, en inn vildi
knötturinn ekki. Framarar
urðu því í 3. sæti 1. deildar
með 32 stig eins og FH, en
markatala þeirra var lakari.
Víkingar luku keppni með 17
stig eins og Fylkir, en marka-
tala Víkinga var miklum mun
betri en Árbæjarliðsins. BL
KR-ingar
sáu rautt
KR-ingar höfnuðu í 4. sæti
1. deildar, en að því marki
höfðu þeir stefnt fyrir mótið. Í
lokaleik sínum í deildinni á
laugardag urðu KR-ingar að
sætta sig við ósigur gegn Vals-
mönnum, sem gerðu eina mark
leiksins.
KR-ingar léku einum leik-
manni færri lengst af á laugar-
dag, því Heimir Guðjónsson
fékk að líta rauða spjaldið
nokkru fyrir hlé, fyrir grófan
leik. Valsmönnum tókst að
herja fram sigur í síðari hálfleik
gegn 10 KR-ingum. Baldur
Bragason skoraði sigurmarkið
og Valsmenn náðu 5. sæti
deildarinnar. BL
Þórsarar
héldu velli
Síðastliðinn laugardagur var
sannkallaður gleðidagur a Ak-
ureyri. Ekki nóg með að KA-
menn tryggðu sér íslandsmeist-
aratitilinn, heldur björguðu
Þórsarar sér frá falli í 2. deild,
nokkuð sem ekki var talið
líklegt á vordögum.
Vítaspyrnur hafa verið Ak-
ureyrarliðinu drjúgar í sumar
og þeir fengu einmitt eina slíka
í lok fyrri hálfleiks gegn Skaga-
mönnum á laugardag, en fyrri
hálfleikur hafði verið fremur
tíðindalítill. Júlíus Tryggva-
son, vítaskytta þeirra Þórsara,
framkvæmdi spyrnuna, en
Ólafur Gottskáíksson hélt
uppá landsliðssæti sitt með því
að verja frá Júlíusi.
Ólafur kom þó engum vörn-
um við í upphafi sfðari hálfleiks
er Sævar Árnason skoraði eftir
hornspyrnu. Júgóslavinn í
framlínu Þórs Bojan Tanevski,
gerði út um leikinn skömmu
fyrir leikslok, en hann komst
þá einn innfyrir vörn Skaga-
manna. Síðasta orðið í leiknum
áttu þó gestirnir. Sigursteinn
Gíslason lagaði stöðuna í 2-1 á
lokasekúndum leiksins, eftir
aukaspyrnu Heimis Guð-
mundssonar.
Skagamenn urðu því í 6. sæti
í 1. deild í ár sem er slakasti
árangur liðsins í 22 ár, eða allt
frá því sama sæti sendi ÍA í 2.
deild 1968.
Þórsarar höfnuðu í 7. sæti og
mega vel við una. Margir voru
þeir sem reiknuðu með að fall
í 2. deild væri óumflýjanleg
staðreynd. BL
Handknattleikur:
Stórsigur á Ungverjum
Héðinn Gilsson fór á kostum og skoraði 11 mörk
Islenska landsliöið í handknattlcik riðli heimsmeistaramótsins á Spáni í
skipað leikmönnum 21 árs og yngri gærkvöld. Lokatölur leiksins voru
vann stórsigur á Ungverjum í milli- 30-21, eftir að ísland hafði haft 4
„^mörk yfir í hálfleik.
Héðinn Gilsson fór á kostum í
gærkvöld og skoraði 11 mörk. Með
þessum sigri er íslenska iiðið komið
með 4 stig í milliriðlinum. í kvöld
Knattspyrna:
Breytingar á
landsliðinu
Þrír leikmenn, sem valdir voru í
landsliðshópinn fyrir leikinn gegn
Tyrkjum á morgun, tilkynntu forföll
og aðrir leikmenn voru valdir í
þeirra stað.
Ágúst Már Jónsson og Pétur Arn-
þórsson eru meiddir og Viðar Þor-
kelsson er upptekinn vegna vinnu
sinnar. í stað þessara leikmanna
voru þeir Gunnar Oddsson KR,
Einar Páll Tómasson Val og Harald-
ur Ingólfsson ÍA valdir í hópinn.
Þeir Erlingur Kristjánsson KA og
Ómar Torfason Fram gáfu ekki kost
á sér í hópinn, en haft var samband
við þá frá landsliðsnefnd á sunnu-
dag.
Leikurinn gegn Tyrkjum hefst á
Laugardalsvelli í dag kl. 17.30, en
forsala aðgöngumiða er á vellinum
frá kl. 10.00. BL
Frjálsar íþróttir:
Einar vann
í Japan
Einar Vilhjálmsson spjótkastari
náði mjög góðum árangri um helg-
ina, er hann tók þátt alþjóðlegu
frjálsíþróttamóti í Tókýó í Japan.
Einar sigraði í mótinu með risa-
k'asti sem mældist 83,86 m. Sigurður
Einarsson náði sér ekki á strik í
mótinu, en röð efstu manna varð
þessi:
1. Einar Vilhjálmsson 83,86m
2. Victor ZautsecSovétríkj. 82,68m
3. Kazuhiro Mizoguchi Japan 81,30m
4. KtausTaffehneierV-Þýskal. 73,58m
5. Viktor Jevslukov Sovétr. 73,54m
6. Sigurður Einarsson 71,94m
BL
mætir íslenska liðið Svíum og á
fimmtudag verður leikið gegn Pól-
verjum í síðasta leik milliriðlanna.
Um næstu helgi verður síðan leikið
um sæti í keppninni.
Á sunnudag unnu íslendingar
Tékka 25-24 í riðlakeppninni. Þá
skoraði Héðinn mest eða 9, etU'
Konráð Olavson kom næsturanéðT
mörk. Sigurinn á Tékkum kom ís-
lenska liðintM'milíiriðilinn, hafnaði
í 2. sæti í riðlinum á eftir Spánverj-
um. V-Þjóðverjar komust einnig í
milliriðilinn með sigri á Spánverjum
á sunnudag. BL
Knattspyrna 3. deild:
Siglfirðingar
meistarar
KS vann Grindvíkinga í síðari
úrslitalcik 3. deildar í knattspyrnu á
Siglufirði á laugardag. Lokatölur
voru 3-1, en fyrri leiknum í Grinda-
vík lauk með 2-2 jafntefii.
Það voru þeir Hugi Sævarsson 2
og Óli Agnarsson sem skoruðu mörk
KS. Mark Grindvíkinga gerði Sigur-
óli Kristjánsson. BL
Knattspyrna 1. deild:
Fylkismenn voru
mun ákveðnari
■ Með því að sigra gegn Fylki á
laugardag hefðu FH-ingar getað
tryggt sér sinn fyrsta íslandsmeist-
aratitil í 1. deild. Fylkismenn gátu
bjargað sér frá falli með sigri í
leiknum og því var hart barist í 90
mín.
Það tók FH-inga ekki nema 2
mín. að skora hjá Fylkismönnum.
Guðmundur Valur Sigurðsson var
þar að verki beint úr aukaspyrnu og
titillinn blasti við Hafnfirðingum.
Á 16. mín. náðu Fylkismenn að
jafna. Baldur Bjarnason vann knött-
inn á hægri kantinum og sendi hann
síðan yfir til vinstri á Örn Valdimars-
son. Órn skoraði með góðu skoti í
bláhornið á marki FH, 1-1.
FH-ingar voru sterkari aðilinn í
fyrri hálfleik, en þegar líða tók á
síðari hálfleikinn komu Fylkismenn
æ meira inní leikinn. Á 80. mín.
gerði Kristinn Tómasson út um leik-
inn er hann skoraði sérlega glæsilegt
mark, en hann var þá nýkominn
inná sem varamaður. Hilmar Sig-
hvatsson gaf inná vítateiginn á Krist-
in sem vippaði knettinum yfir sig og
lék um leið á varnarmann FH.
Eftirleikurinn var auðveldur og
Kristinn skoraði af öryggi af stuttu
FH-ingar misstu af titlinum
færi. Frábært mark hjá þessum unga
leikmanni.
Því miður dugði þessi sigur Fylk-
ismönnum ekki til bjargar og þeir
leika í 2. deild að ári. Þar verður
dvölin áreiðanlega ekki löng, liðið
leikur skemmtilega knattspyrnu og á
framtíðina fyrir sér.
Sárt hlýtur að vera fyrir FH-inga
að sjá á eftir íslandsmeistaratitlinum
á þennan hátt. En leikmennirnir
stóðust ekki pressuna þegar mest á
reyndi, en árangur liðsins í sumar er
samt glæsilegur og betri en nokkurn
óraði fyrir. Annað sætið tryggir
liðinu sæti í Evrópukeppni á næsta
ári, en FH hefur ekki tekið þátt í
slíkri keppni áður.
„Það var mjög sárt að tapa þessum
leik, en við verður að reyna að gera
betur næst. Við erum búnir að ná
Evrópusæti og það er meira en
reiknað var með af okkur. Það var
erfitt að leika gegn Fylki í síðasta
leik, betra hefði verið að eiga t.d. íA
eftir í síðasta leik,“ sagði Halldór
Halldórsson fyrirliði FH, eftir leik-
inn.
„Það er rosalegt að spila góðan
leik og sigra, en hengja samt haus
eftir leikinn. Ég er sáttur við leik
minna manna í dag, við töpuðum
þessu í síðustu leikjum fyrir þennan
leik. Ég var hræddur um að Þórsur-
um tækist að bjarga sér,“ sagði
Marteinn Geirsson þjálfari Fylkis
eftir leikinn. „Það er ótrúlegt að
falla með 17 stig á markahlutfalli. Ég
tel að Þórsarar hafi verið með léleg-
asta liðið í deildinni og ég skil heldur
ekki hvernig ÍA hefur fengið jafn
mörg stig og raun ber vitni.
Það er alveg klárt að ég held ekki
áfram með Fylkisliðið. Ég er búinn
að vera með liðið í 4 ár og sá tími
hefur verið mjög skemmtilegur. Ég
mun alltaf hafa taugar til þess félags
um ókomna framtíð.
Það eru margir efnilegir strákar í
Fylki, yngri flokkarnir eru til fyrir-
myndar og framtíðin er björt,“ sagði
Marteinn að lokum. BL
Knattspyrna 2. deild:
ÍBV á ný
í 1. deild
Vestmannaeyingar endur-
heimtu á laugardaginn sæti sitt
■ 1. deild, eftir að hafa leikið í
3 ár í 2. deild. Það var 2-1 sigur
gegn Breiðabliksmönnum í
Kópavogi sem gerði gæfumun-
inn.
Fyrri hálfleikur var marka*'
laus, en Tómas Ingi Tómásson
náði forystunni fyrir Éyjamenn
í síðari hálfléik. Jón Þórir Jóns-
j>pn var ekki lengi að jafna
metin, en þeir Tómas og Jón
Þórir gerðu báðir 12 mörk í
deildinni í sumar. Skömmu
fyrir leikslok gerði Leifur Geir
Hafsteinsson sigurmarkið,
markið sem tryggði liðinu 1.
deildarsætið. BL
Sigur Víöis
dugði skammt
Víðismenn úr Garði misstu
af sæti í 1. deild með sigri
Eyjamanna. Víðismenn gerðu
þó sitt til þess að draumurinn
mætti verða að veruleika.
Víðismenn báru sigurorð af
Selfyssingum 2-1 á Selfossi með
mörkum Grétars Einarssonar.
Selfyssingar höfðu þó náð for-
ystunni í leiknum, en þar var
Einar Einarsson að verki.
Stórsigur
Stjörnunnar
Stjarnan úr Garðabæ vann
stórsigur gegn ÍR í síðasta leik
sínum í 2. deild í Garðabæ á
laugardag. Lokatölur voru 4-0,
en sigurinn hefði allt eins getað
orðið enn stærri.
Mörk Garðbæinga gerðu
þeir Heimir Erlingsson, Árni
Sveinsson, Birgir Sigfússon og
Valdimar Kristófersson.
Eyjólfur
markakóngur
Tindastóll vann 3-0 sigur
gegn Völsungum á Húsavík á
laugardag. Þar með féll Húsa-
víkurliðið í 3. deild.
Eyjólfur Sverrisson varð
ntarkakóngur í 2. deildinni í
sumar með 14 mörk. Hann
gerði eitt marka liðs síns á
laugardag, en þeir Guðbrandur
Guðbrandsson og Guðbjartur
Haraldsson komu knettinum
einnig í mark Húsvíkinga.
Leik Einherja og Leifturs
varfrestað. Einherjarerufalln-
ir í 3. deild, takist þeim ekki að
sigra Leiftur með 12 marka
mun í þessum eina leik sem
ólokið er á fslandsmótinu.
Takist þeim það falla Leifturs-
íslenskar getraunir:
Fjórir með tólf
- fá hver rúmar 100 þúsund kr. í vinning
Fjórir heppnir tipparar voru með 3.475 kr. í vinning.
12 leiki rétta í 37. leikviku getrauna Úrslit leikjanna 12 urðu þessi:
um síðustu helgi. Þar að auki voru Valur-KR ..............1-0 1
42 með 11 rétta. Kefiavík-KA ..........0-2 2
Tveir hinna heppnu voruafhöfuð- FH-Fylkir ............1-2 2
borgarsvæðinu og tveir utan af landi, Fram-Víkingur....1-0 1
nánar tiltekið frá Ólafsfirði og Seyð- Þór-Akranes .......2-1 1
isfirði. Allir voru hinir heppnu einnig Charlton-Everton .0-1 2
með nokkrar raðir með 11 rétta og Coventry-Luton ........1-0 1
fá þeir því mismikið í sinn hlut. Þeir Man. United.-Millwall .... 5-1 1
eru þó allir rúmlega 100 þúsund Nott. Forest-Arsenal .1-2 2
krónum ríkari en fyrir helgina. QPR-Derby.........0-12
Alls voru 486.547 kr. í pottinum. Sheffield Wed.-Aston Villa . 1-0 1
11. vinningvoru 340.592semskiptist Tottenham-Chelsea.1-4 2
í fernt og 42 raðir komu fram með BL
11 rétta. Fyrir hverja röð greiðast
Laugardagur kl.13:55
38. LEIKVIKA* 23. sept. 1989 m m 2
Leikur 1 Arsenal - Charlton
Leikur 2 Aston Villa - Q.P.R.
Leikur 3 Chelsea - Coventry
Leikur 4 C. Palace - Nott. For.
Leikur 5 Derby - Southampton
Leikur 6 Everton - Liverpool
Leikur 7 Luton - Wimbledon
Leikur 8 Man. City - Man. Utd.
Leikur 9 Norwich - Tottenham
Leikur 10 Bournemouth- Blackburn
Leikur11 Oxford - Ipswich
Leikur 12 West Ham - Watford
Símsvari hjá getraunum er 91-84590 og -84464. LUKKULÍNAN S. 991002
Munið hópleikinn I -