Tíminn - 12.10.1989, Síða 1
HMHMBj
í þjóðhagsáætlun kemur fram að þrátt fyrir langt samdráttarskeið hefur tekist að
halda niðri verðbólgu, minnka viðskiptahalla og skapa jafnvægi í peningamálum:
Nýju fjárlögin
greypt í stein
Ekki hrært í fjárlögum vegna kjarasamninga, segir Ólafur Ragnar
Með fjárlögum og því fjárlagafrumvarpi sem
kynnt var í gær hefur verið lagður sá almenni
rammi sem atvinnulíf og einstaklingar þurfa að
laga sig að á næsta ári, að sögn fjármálaráð-
herra. Ólafur Ragnar segir ennfremur að nú
standi menn á tímamótum þar sem tíma
millifærslu sé lokið og stjórnvöld hafi skapað
þau almennu efnahagsskilyrði sem launþegar
og atvinnulíf þurfi að laga sig að. í þjóðhags-
áætlun, sem lögð var fram í gær kemur fram að
verðbólga hefur verið hamin, viðskiptahalli
hefur minnkað og jafnvægi er að skapast í
peningamálum, þrátt fyrir langvinnan
samdrátt. Fjármálaráðherra segir að ekki komi
til greina að ríkið fari út fyrir ramma fjárlaga til
að leysa pólitísk vandamál líðandi stundar,
hvort sem það er til að liðka fyrir kjarasamning-
um eða eitthvað annað. Fjárlagafrumvarpið er
hornsteinn efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar
segir hann og þeim hornsteini verður ekki
haggað. Fjárlögin verða greypt í þennan horn-
stein. • Blaðsíða 2 og Opnan
Byggingasjóöur ríkisins hefur ekki lánað nema helming þess sem áætlað var að hann gerði:
Hvar eru 4,4 milljarðar?
Ef skoðaðar eru endurskoðaðar tölur fjárlaga um
áætlaðar lánveitingar Byggingasjóðs ríkisins fyrir árið
í ár kemur í Ijós að gert er ráð fyrir að sjóðurinn láni
rúmlega 8,5 milljarða króna. Heildarútlán sjóðsins fram
til loka september námu hins vegar ekki nema rúmlega
4,1 milljarði og starfsfólk Húsnæðisstofnunar segir
ólíklegt að stofnuninni takist að koma út þeim 4,4
milljörðum sem þarna munar á þeim mánuðum sem eftir
eru ársins. Með hliðsjón af sjóðaeign Húsnæðisstofnun-
ar í Seðlabanka, sem mikið var rætt um í sumar, spyrja
menn því nú: Hvað verður um 4,4 milljarða króna?
• Blaðsíða 5