Tíminn - 12.10.1989, Page 9

Tíminn - 12.10.1989, Page 9
Fimmtudagur 12. október 1989 Tíminn 9 ÚTLÖND Ólgan í Azerbaijan eykst enn: Hermenn fella mann í Nagomo-Karabakh Sovéskir hermenn eru nú á stjái víðs vegar um Nagorno-Karabak og reyndar annars staðar í Azerbaijan til að halda stríðandi fylkingum Armena og Azera í sundur. Hermenn lentu í átökum við fólk í Nagomo-Karabakh í gær og felldu þeir einn mann. MORDALDA Á SRI LANKAí BYRJUN FRIÐARVIDRÆÐNA FRETTAYFIRLIT AUSTUR-BERLÍN Austurþýsk stjórnvöld afþökk- uðu boð stjórnvalda í Vestur- Þýskaland um efnahagsað- stoð gegn stjórnmálaumbótum I Austur-Þýskalandi. Þá gerðist það að austurþýsk stjórnvöld urðu að hafna óskum fjölda ítalskra verkamanna um at- vinnu í Austur-Þýskalandi þar sem ekki eru til samningar milli Austur-Þýskalands og (talíu um slíka flutninga vinnuafls. Italarnir vildu ganga inn í störf þeirra er flúið hafa Austur- Þýskaland, en skortur er á vinnuafli þar. VARSJÁ - Pólverjar hafa hætt að senda þá Austur-Þjóð- verja sem komast til Póllands ólöglega aftur til Austur-Þýska- lands. Fjöldi Austur-Þjóðverja freistar þess nú að komast í sendiráð Vestur-Þýskalands i Varsjá og þaðan til Vestur- Þýskalands. Fimm hundruð manns er nú í sendiráðinu i Varsjá. BELFAST - Lögreglan kom upp um flóttaáætlun 30 írskra þjóðernissinna sem eru í fang- elsi. Lögrealan fann sprengi- efni ( skósólum fanganna, en þeir ætluðu að sprengja sér leið úr fangelsinu. TAIF - Viðræður líbanskra múslíma og kristinna manna eru nú í sjálfheldu eftir að palestínskur liðsforingi var myrtur í Beirút. Þá hafa tveir múslímar fallið á tveimur dög- um og hafa fulltrúar múslíma hætt viðræðum. JÓHANNESARBORG- F.W. de Klerk forseti Suður- Afríku hefur nú látið leysa nokkra leiðtoga blökkumanna úr fangelsi og hyggst ræða við helstu blökkumannaleiðtoga innan kirkjunnar. Þessi skref eru túlkuó á þann veg að forsetinn hyggist taka upp við- ræður við Afríska þjóðarráðið sem er bannað. STOKKHÓLMU R - Norð- maðurinn Trygve Haavelmo hlýtur Nóbelsverðlaunin (hag- fræði í ár. Hannfærverðlaunin fyrir að sýna fram á hvernig hægt er að prófa hvernig hag- fræoikenningar ganga upp. NAIROBI - Skæruliðar í Tígerhéraði segjast hafa fellt rúmlega 1400 stjórnarher- menn í nokkrum bardögum í norðurhluta Eþíópíu og hafa hrundið sókn stjórnarhersins. Ólgan í Azerbaijan eykst enn. í gær felldu sovéskir hermenn einn mann í Nagorno-Karabakh og særðu sex eftir að hópur fólks hafði gert aðsúg að hermönnn- um með grjótkasti og skotið á þá úr veiðibyssum. Fimm óbreyttir hermenn og einn liðsforingi særðust í átökunum. - Hermennirnir hófu skothríð eft- ir að fólkið kastaði grjóti í þá og skutu á það. Þeir hafa fyrirskipun um að svara í sömu mynt ef á þá er skotið, sagði embættismaður sér- stakrar nefndar sem stjómvöld í Kreml skipuðu eftir blóðbaðið í Azerbaijan á sínum tíma til að sjá um yfirstjóm Nagorno-Karabakh. Spennan á þessum slóðum er gíf- urleg vegna deilna Azera og Arm- ena. Azerar í Azerbaijan hafa stöðv- að lestarflutninga gegnum héraðið til Armeníu. Þá hafa bæði Azerar og Armenar á þessum slóðum vígvæðst. Hafa sovéskir embættismenn sagst óttast að Nagorno-karabakh og ná- læg svæði gætu endað líkt og Lfban- on þar sem borgarastyrjöld ríkti. Herflokkur sá er lenti í átökunum í gær var á leið til flugvallarins í Kirovabad eftir að hafa lokið eftir- litsför sinni þegar á þá var ráðist. Tvennum sögum fer þó af þessum atburði því Hamburtsum Galstyan meðlimur í Karabakh nefndinni, sem em stjórnmálasamtök sem vilja að Nagorpo-Karabakh verði skilið frá Azerbaijan, segir að hermennim- ir hafí byrjað skothríðina: - Það kom bílalest með tuttugu vömflutningabílum og þeir hófu strax skothríð, sagði Hamburtsum. Samkvæmt opinbemm tölum hafa hundrað manns fallið þá nítján mán- Stjóm sandínista í Níkaragva staðhæfir að skæmliðar Kontra hafi fellt sjo hermenn og einn saklausan bónda á mánudaginn. Þannig hafi þeir brotið gegn samkomulagi því sem fimm forsetar Mið-Ameríku gerðu á sínum tíma og miðar að frjálsum kosningum í Níkaragva í febrúar á næsta ári. Kenna sandínist- ar Bandaríkjamönnum um árásina þar sem Bandaríkjastjóm styðji við bakið á Kontraliðum. Sandínistastjórnin í Níkaragva mun koma formlegum mótmælum til Bandaríkjastjórnar á fundum Sýrlenskur orrustuflugmaður lenti MiG-23 þotu sinni innan landamæra ísrael í gær og herma óstaðfestar fregnir að annar hafi lent þotu sinni í Egyptalandi. ísraelar staðhæfa að flugmaðurinn hafi leitað hælis í ísra- el, en Sýrlendingar fullyrða að flug- maðurinn hafi nauðlent þotunni. Samkvæmt heimildum frá ísra- uði sem liðnir em frá því kynþátta- átökin bmtust út. Hins vegar er talið að mannfall hafi verið mun meira. Hafa meðlimir nefndar þeirrar sem fer með málefni Nagomo-Karabakh sagt að hundmð manna hafi fallið og það jaðri við borgarastyrjöld á svæð- inu. Embættismenn skýrðu frá því á þriðjudag að vegatálmum þeim er stöðvað hafi lestarsamgöngur frá Azerbaijan til Armeníu hafi verið aflétt. Annað segja fulltrúar Arm- ena í Æðsta ráðinu. Þeir fullyrða að lestimar hafi ekki komist til Armeníu. Sameinuðu þjóðanna og á fundi Samtaka Ameríkuríkja í nóvember. Þetta er þriðja árás Kontraliða í Níkaragva á tiltölulega stuttum tíma og má gera ráð fyrir fleiri árásum á næstunni þar sem hluti Kontraliða var mjög ásáttur við það samkomu- lag sem forsetamir gerðu um Níkar- ágva. Hét hluti Kontraliða að halda áfram baráttunni og vilja koma í veg fyrir kosningamar. Þá kann að vera að einhverjir innan raða sandínista vilji samkomulagið feigt þar sem allar líkur eru á að sandínistar nái ekki meirihluta í kosningunum. elskum hernaðaryfirvöldum lenti sýrlenska orrustuþotan á borgara- legum flugvelli í norðurhluta ísrael. Ekki hafa borist miklar fréttir af þessum atburði þar sem fréttaskeyti hafa verið ritskoðuð af hermálayfir- völdum í ísrael. „Sýrlenskur herflugmaður flúði frá Sýrlandi í morgun og lenti MiG- Tuttugu og einn maður var myrtur á Sri Lanka í gær einum degi áður en víðtækar friðarviðræður áttu að hefjast á þessari stríðshrjáðu eyju. Sex menn fundust látnir í suðurhluta landsins og vom lík þeirra illa farin, . þar sem kveikt hafði verið í þeim. Níu lík fundust á bökkum Kelani árinnar 30 km suður af Colombo, höfuðborg Sri Lanka. Fólkið hafði verið skotið til bana. Þá féllu þrír skæruliðar hinnar vinstri sinnuðu Þjóðfrelsishreyfingar er þeir réðust að lögreglu í Galle héraði í suður- hluta eyjarinnar. Tveir lögreglu- menn féllu í þeim átökum. í dag hefjast friðarviðræður þar sem tuttugu og ein stjómmálasam- tök, sem mörg hver hafa haldið uppi skæruhemaði á Sri Lanka, munu reyna að komast að friðarsamkomu- lagi. Munu samtökin ræða friðartil- lögur Ranasingeh Premadasa forseta Sri Lanka. Hins vegar er ljóst að Þjóðfrelsishreyfingin mun ekki sætta sig við þær tillögur sem forsetinn 23 ormstuþotu sinni heilu á húfi í ísrael". Þetta er allt og sumt sem komið hefur frá opinberum aðilum í ísrael um málið. Sýrlendingar hafa farið fram á það við Rauða krossinn að aðstoða við að fá sýrlenska hermanninn heim, en Sýrlendingar neita því staðfast- lega að maðurinn hafi flúið. hefur lagt fram og hafa samtökin hafnað þátttöku í viðræðunum. Sýn- ist því einsýnt að þó friðarsamkomu- lag náist muni blóðbaðið á Sri Lanka halda áfram. Að meðaltali hafa þrjátíu manns fallið hvern dag í ofbeldisöldunni undanfamar vikur. Leiðrétting Illileg villa slæddist inn á erlendu síðuna í gær þegar afganska borgin Jalalabad breyttist í Islamabad. Það er heldur betur munur á þessum tveimur borgum, því Jalalabad er í suðausturhluta Afganistan og sitja skæruliðar um borgina. Islamabad er hins vegar eins og flestir vita höfuðborg Pakistan þannig að af- ganskir skæruliðar væru í slæmum málum ef þeir skytu eldflaugum á þá borg. Hins vegar kom fréttaskeytið sem brenglaðist svo hræðilega frá fréttamanni Reuters í Islamabad. Sýrlendingar eru hörðustu and- stæðingar ísraela þó margir vilji Ísraelsríki feigt. Ríkin eru í raun enn í stríði þó ekki hafi komið til átaka síðan í Yom Kippur stríðinu. Arabískur flugmaður hefur ekki flúið til ísrael frá því árið 1966 þegar orrustuflugmaður frá írak lenti MIG-21 þotu sinni í ísrael. Níkaragva: KONTRAR SKJÓTA SJÖ SANDÍNISTA Sýrlensk MIG-23 þota lendir í ísrael

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.