Tíminn - 12.10.1989, Blaðsíða 12
12 Tíminn
Fimmtudagur 12. október 1989
Frá Félagi eldri borgara
Göngu-Hrólfur hittist á laugardag 14.
okt. að Nóatúni 17 kl. 11:00.
Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, (
dag, fimmtudaginn 12. október.
Kl. 14:00 er frjáls spilamennska, kl.
19:30 félagsvist - heilt kort og kl. 21:00 er
dansað.
Athugið: Danskennslan hefst laugar-
daginn 21. október í Nýja dansskólanum.
Skráning og upplýsingar á skrifstofu fé-
lagsins. Síminn er 28812.
Digranesprestakall
Fyrsti Kirkjufélagsfundur haustsins
verður í safnaðarheimilinu við Bjamhóla-
stíg fimmtudagskvöld 12. okt. ícl. 20:30.
Sr. Jón Kr. ísfeld flytur frásöguþátt,
Jóhanna Bjömsdóttir sýnir myndir.
Kaffiveitingar. Helgistund í umsjá sókn-
arprests.
Ráðstefnaum málefni aldraðra
Öldmnarráð íslands gengst fyrir ráð-
stefnu föstudaginn 13. október kl. 13:00 í
Borgartúni 6.
Fjailað verður um ný lög um málefni
aldraðra.
Framsögumenn verða frá Heilbrigðis-
og tryggingarmálaráðuneytinu og Pétur
Sigurðsson forstjóri.
Einnig verður fjallað um efnið: Að
deyja með reisn. Vandamá! sem tengjast
virkri læknisþjónustu þegar ekki verður
séð að hún beri árangur. Framsögumenn:
Dr. Pálmi Jónsson læknir og sr. Ólafur
Oddur Jónsson. Námsstefnustjóri: Gunn-
hildur Sigurðardóttir hjúkrunarforstjóri.
Kvenfélag Bústaðasóknar
heldur kökubasar sunnudaginn 15. októ-
ber kl. 15 í safnaðarheimilinu. Tekið er á
móti kökum og basarmunum laugardag-
inn 14. október kl. 1-3 og sunnudaginn frá
kl. 10.
Eldri borgarar í Kópavogi
Félag eldri borgara í Kópavogi heldur
spilakvöld í Félagsheimili Kópavogs
föstud. 13. okt. kl. 20:00.
KAMMERMÚSÍKKLÚBBURINN
Fyrstu tónleikar Kammermúsíkklúbbs-
ins á starfsárinu 1989-1990 verða sunnud.
15. október kl. 20:30 í Bústaðakirkju.
Á efnisskrá eru: Strengjakvartett í
G-dúr, K. 387 (1781) eftir Wolfgang
Amadeus Mozart (1756-1791)
Strengjakvartett nr. 10 í As-dúr,
op.118 (1964) eftir Dmitri Shostakovitch
(1906-1975)
Strengjakvartett í B-dúr, K. 458 (1784)
„Jagdquartett" eftir W. A. Mozart.
Flytjendur eru: Szymon Kuran 1. fiðla,
Andrzeej Kleina 2. fiðla, Sarah Buckley
lágfiðla og Gary McBretney knéfiðla.
„Félagar Kammermúsíkklúbbsins eru
beðnir að sýna gírókvittun fyrir árgjaldi
við innganginn. Þeim er boðið að taka
unglinga úr fjölskyldum sínum með sér á
tónleikana nú og síðar í vetur fyrir 100
króna aðgangseyri," segir að lokum í
fréttatilkynningu Kammermúsfkklúbbs-
ins.
ÁRSHÁTÍÐ K.S.F.A. -1989
verður haldin I Hótel Bláfelli 14. október n.k.
Húsið opnað kl. 20.00 - Borðhald hefst kl. 20.00.
Matseðlll: Kabarettborð að hætti hússins.
Ávörp: Halldór Ásgrimsson
Jón Kristjánsson
Jónas Hallgrímsson.
Gamanmál: Jóhannes Kristjánsson.
Fjöldasðngur og skemmtiatriði I umsjón heimamanna.
Kjördæmissamband framsóknarmanna á Austurlandi.
Aðalfundur Framsóknarfélags Snæfells- og Hnappadalssýslu verður
haldinn að Lýsuhóli föstudaginn 20. október kl. 20.30. Fundarefni
venjuleg aðalfundarstörf.
Alexander Stefánsson alþingismaður kemur á fundinn ásamt fleiri
gestum.
Kaffiveitingar.
Stjórnln.
Aðalfundur Freyju
félags framsóknarkvenna (Kópavogi verður haldinn mánudaginn 16.
október að Hamraborg 5, kl. 20.30.
Stjórnln.
Hafnarfjörður
Aðalfundur Félags ungra framsóknarmanna verður haldinn fimmtu-
daginn 12. október kl. 20.30, að Hverfisgötu 25.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Inntaka nýrra félaga.
Önnur mál.
Stjórnin
Hafnarfjörður
Aðalfundur Framsóknarfélags Hafnarfjarðar verður haldinn mánu-
daginn 16. okt. kl. 20.30 að Hverfisgötu 25.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin
Aðalfundur
Framsóknarfélags Garðabæjar
Boðað er til aðalfundar í Framsóknarfélagi Garðabæjar mánudaginn
23. október n.k. kl. 20.30 að Goðatúni 2.
Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf.
Mætum öll!
Stjórnin.
40 ára samstarfi á
sviði skólastyrkja fagnað
Hinn árlegi haustfagnaður Islensk-am-
eríska félagsins verður haldinn á Hótel
Loftleiðum laugard. 14. okt. Að þessu
sinni kemur ræðumaður kvöldsins alla
leið frá Kentucky, en það er James
Thompson, forstjóri Glenmore Distille-
ries Company ( Louisville, Kentucky,
fyrirtækisins sem selur Eldurís vodka
erlendis.
Haldið verður upp á tímamót í starfi
félagsins, en f ár eru liðin 40 ár frá þvf að
félagið hóf milligöngu um útvegun styrkja
fyrir íslenska námsmenn f Bandaríkjun-
um. Má nefna styrkir Thor Thors
sjóðsins, Charles Willey sjóðsins, listiðn-
aðarstyrkir sjóðs Pamelu Sanders
Brement, kennarastyrkir og rithöfunda-
styrkir. Islensk-ameríska félagið hefur í
samvinnu við American Scandinavian
Foundation í New York liðsinnt hundruð-
um fslenskra námsmanna og fræðimanna
á þessum 40 árum.
Á undan haustfagnaðinum, sem hefst
kl. 20:00 að Hótel Loftleiðum, býður
Menningarstofnun Bandarfkjanna haust-
fagnaðargestum til hanastéls f Ameríska
bókasafninu við Neshaga.
Er heimilið
hornreka þjóðfélagsins?
Stofnfundur Landssamtaka heimavinn-
andi fólks verður haldinn að Holiday Inn
laugard. 14. okt. kl. 13:30.
1 fréttatilkynningu undirbúningsnefnd-
ar stendur m.a.: Landssamtökunum er
ætlað að veita stjórnvöldum aðhald og
vinna að leiðréttingu á kjörum og réttind-
um heimavinnandi. Sterk landssamtök
geta breytt viðhorfi stjórnvalda til heima-
vinnandi fólks.“
Rafn Stefánsson sýnir
í Bókasafni Kópavogs
1 Bókasafni Kópavogs stendur yfir
sýning á blýantsteikningum og málverk-
um Rafns Stefánssonar. Rafn er vélvirki,
en hann hefur tekið þátt í myndlistar-
klúbbi Hana-nú í Kópavogi.
Myndirnar á sýningunni eru aðallega
blýantsteikningar, allt frá árinu 1952 og
til ársins 1985. Rafn málar líka með
þekjuhtum og olíu.
Á sýningunni eru 17 myndir og hún er
opin á sama tfma og Bókasafnið, mánu-
daga til föstudaga kl. 10:00-21:00 og á
laugardögum kl. 11:00-14:00 út október-
mánuð.
Haustlitaferð Útivistar
í Þórsmörk 13.-15. október
Gönguferðir við allra hæfi. Gist í
Cltivistarskálanum í Básum. Þetta er
síðasta haustferðin f Þórsmörk í ár.
Fararstjóri: Bjarki Harðarson. Brottför
föstudagskvöld kl. 20:00 frá Umferðar-
miðstöð - bensínsölu. Upplýsingar og
farmiðar á skrifstofunni Grófinni 1 kl.
12:00-18:00. Símar: 14606 og 2373£M
Dagsferðir Útivistar
sunnudaginn 15. okt.
1. Stórstraums- og kræklingafjöruferð í
Hvalfjörð. Létt fjöruganga fyrir alla fjöl-
skylduna.
2. Fjallganga: Esja-Kerhólakambur.
Brottför í báðar ferðirnar er kl. 13:00 frá
Umferðamiðstöð - bensínsölu. Farmiðar
við bíl (1000 kr.) Frítt fyrir börn í fylgd
fullorðinna.
Hjólreiðaferðir sunnud 15. okt.
1. Heiðmerkurhringur minni
2. Létt hjólreiðaferð fyrir byrjendur og
alla fjölskylduna: Árbæjarsafn, Elliðaár-
dalur, Fossvogsdalur, meðfram Öskju-
hlíð og niður í Hljómskálagarð.
Mæting í hjólreiðaferðimar við Árbæj-
arsafn kl. 13:30. Verð kr. 200 kr. Frítt
fyrir börn innan við 12 ára.
Torfi Jónsson sýnir
í Gallerí Borg - Tónleikar
við opnun sýningar
Torfi Jónsson opnar sýningu á verkum
sínum í Gallerí Borg, Pósthússtræti 9,
fimmtud. 12. október kl. 17:00.
Torfi Jónsson er fæddur á Borg í
Stokkseyrarhreppi 1935. Hann stundaði
nám í Handíða- og myndlistaskólanum á
kvöldnámskeiðum, síðan í listaháskólan-
um í Hamborg 1956-’61.
Torfi hefur haldið nokkrar einkasýn-
ingar, m.a. á Loftinu 1976, Norræna
húsinu 1985 og í Svíþjóð 1988. Einnig
hefur hann tekið þátt í samsýningum. Á
sýningu Torfa nú eru vatnslitamyndir frá
Vestfjörðum, málaðar sl. sumar.
Við opnunina flytja Ingveldur Hjalte-
sted og Jónfna Gísladóttir lög eftir Sig-
valda Kaldalóns og íslensk þjóðlög.
Sýningin er opin virka daga kl. 10:00-
18:00 og um helgar kl. 14:00-18:00.
Henni lýkur þriðjudaginn 24. október.
Kennsla í ungbarnanuddi
Elínborg Lárusdóttir félagsráðgjafi
verður á næstunni með kennslu f ung-
bamanuddi fyrir verðandi og nýbakaða
foreldra ungbama, allt að 9 mánaða
gamalla.
„Ungbamanudd er aldagömul aðferð
til að viðhalda heilsu og velferð barnsins,
bæði líkamlega og andlega. Nuddið styrk-
ir ónæmiskerfi líkamans, blóðrás og
öndun. Það hjálpar baminu að slaka á,
losar um spennu og streitu og stuðlar að
betri svefni. Það hefur reynst ómetanlegt
bömum, sem þjást af magakveisu og
þeim bömum, sem hafa gengið í gegnum
erfiða fæðingu, t.d. tangarfæðingu. En
umfram allt er nuddið bömunum og
foreldmm þeirra tilfinningaleg næring og
gleði,“ stendur í fréttatilkynningu.
Upplýsingar um námskeiðið veitir
Elínborg Lámsdóttir félagsráðgjafi í sfm-
um 22275 og 27101.
„Öðruvísi fjölskylduljósmyndir“
Sýning í anddyri
Norræna hússins
í anddyri Norræna hússins hefur verið
sett upp sýning á ljósmyndum eftir fjóra
ljósmyndara, Tone Arstila frá Finnlandi,
Jim Bengston frá Noregi, Frank Watson
frá Svíþjóð og Nönnu Búchert frá Dan-
mörku.
Þama er hin hefðbundna fjölskyldu-
mynd sett fram á annan máta en venja er
og af því er dregið nafnið „Öðmvísi
fjölskylduljósmyndir".
Sýningin kemur frá Museet for Foto-
kunst í Oðinsvéum. Þetta er farandsýning
og er Norræna húsið fyrsti viðkomustað-
urinn. Héðan fer sýningin til Waino
Aaltonen Museum í Finnlandi.
Sýningin er opin daglega kl. 09:00-
19:00, nema sunnud. kl. 12:00-19:00.
Henni lýkur 29. okt.
Tónleikar í fundarsal
Sunnudaginn 15. okt. kl. 17:00 heldur
Hólmfríður Benediktsdóttir einsöngstón-
leika við undirleik Davids Thompson.
HJÚKRUN 2.-3. tbl. ’89
Tímarit
Hjúkrunarfélags íslands
Forsíðugrein blaðsins er skrifuð af
Sigþrúði Ingimundardóttur, forrmanni
Hjúkmnarfélags íslands, og nefnist „Það
snertir okkur öll“.
Af efni blaðsins má nefna grein um
varasöm efni í starfsumhverfi hjúkmnar-
fræðinga, eftir Sigurhelgu Pálsdóttur.
Tveir höfundar, Lilja Óskarsdóttir og
Stefanía Sigurjónsdóttir, skrifa Hug-
leiðingar um hjúkmnarmenntun. Þær
Lilja og Stefanía em báðar lektorar við
Háskólann á Akureyri. Elísabet Guð-
mundsdóttir hjúkrunarfræðingur segir frá
námsstefnu um hjúkmn aldraðra með
geðræn vandamál.Þá er viðtal við Sigrfði
Hjaltadóttur Jansen um hjúkmn sjúkl-.
inga í flugi.
Þá er í blaðinu frásögn frá Vínarráðstefnu
um „Hjúkmn sem afl til að vinna að
breytingum”. Birt er erindi Páls Skúla-
sonar um siðfræði og heilsugæslu í skólum
„Afstaðan til eigin líkama".
Margt annað efni er í blaðinu, svo sem
samningar, félags -tilkynningar og skýrsl-
ur og fréttir.
Ritstjóri er Ingibjörg Ámadóttir.
ARNAÐ HEILLA
Sjötug:
Árdís Ármannsdóttir
Árdís Ármannsdóttir á Myrkár-
bakka er sjötug í dag, fimmtudaginn
12. október.
Árdís fæddist á Kjarna við Akur-
eyri, en ólst upp á Myrká í Hörgárdal
hjá foreldrum sínum, en þau voru
Ármann Hansson bóndi þar og kona
hans Þóra Júníusdóttir.
Eiginmaður Árdísar var Búi
Guðmundsson frá Ásgerðarstöðum
og byggðu þau nýbýli á Myrkár-
bakka, þar sem þau bjuggu allan
sinn búskap. Mann sinn missti hún
árið 1977.
Þau Árdís og Búi eignuðust átta
börn en þau eru: Helga, býr á
Stóru-Giljá í Austur-Hún., gift Er-
lendi G. Eysteinssyni. Ármann
Þórir, býr á Myrkárbakka, sambýlis-
Myrkárbakka
kona hans er Alda Traustadóttir.
Bryndís Hulda, búsett á Akureyri,
gift Héðni Bech. Guðmundur, bú-
settur á Selfossi, kvæntur Guðrúnu
Jóhannsdóttur. Þórólfur Rúnar, bú-
settur á Dalvík, sambýliskona hans
er Auður Jónsdóttir. Guðveig Sig-
ríður, býr í Reykjavík, gift Stefáni
Vagnssyni. Bergþóra Björk, búsett
á Akureyri, hennar sambýlismaður
er Þorsteinn Pálsson. Hildur
Berglind, búsett á Akureyri, hennar
sambýlismaður er Ómar Snæberg
Gylfason.
Samtals eru afkomendur Árdísar
og Búa nú orðnir 44 talsins.
Árdís tekur á móti gestum á
heimili sínu að Myrkárbakka í dag.