Tíminn - 21.10.1989, Síða 11

Tíminn - 21.10.1989, Síða 11
Laugardagur 21. október 1989 Tíminn 23 lllllllllllllllllllllllllir MÍNNING Hvallátrahjónin Jón og Jóhanna Jón Daníelsson Fæddur 25. mars 1904 Dáinn 20. ágúst 1988. Jóhanna Sesselja Friðríksdóttír Fædd 19. október 1899 Dáin 30. júní 1989. Á morgun er sunnudagurinn fyrsti í vetri. Þau giftu sig þann 23.10.1932, eða „sunnudaginn fyrstan í vetri“ eins og þau nefndu það sjálf. Fyrst voru þau í Látrum, síðan 2 ár í húsmennsku í Skáleyjum 1935- 37. Vorið 1937 hófst svo búskapur þeirra í Látrum. Þar áttu þau sín manndómsár og þar uxu ávextir þeirra starfs. Að veganesti höfðu þau reynslu og þekkingu genginna kynslóða. Hvallátur er kostarík jörð á mæli- kvarða þess tíma er margar hendur voru til að vinna allt það fjölþætta gagn sem eyjajarðir hafa upp á að bjóða. Undir stjóm Jóns og Jóhönnu var vel í horfinu haldið. Æðarvarpinu var sinnt af alúð, dúnninn hreinsaður heima og gerður að söluvöm. Skarfur var tekinn og kofa. Lúða og hrognkelsi sótt á heimamið og var til búdrýginda þótt þau hlunnindi gengju saman í þeirra tíð með ásókn stórvirkari veiðitækja á alla fiski- stofna. Selveiðin var stóran hluta þeirra búskaparára drýgst hlunninda. Var oft Iengstur og strangastur vinnudag- ur á vorin meðan kópaveiðin stóð, við skinnaverkun og hirðingu mat- vælanna sem öll voru nýtt. Viðhald og endurnýjun netanna var hins vegar vetrarvinna. Grasnytin í Látrum er mikil en jafnframt erfið. Heimaeyjan er lítil og meirihluti heyfengs var sóttur í úteyjar, fluttur í reipum um sjóveg og borinn á bökum. Óvíða er fénu flæðihættara en í Látralöndum. Girðingar þurfti mikl- ar og gæslu fjár. Féð var flutt til lands í sumarhaga og hross tekin úr landi til vetrargöngu. Mikinn mann- skap þurfti við alla þá flutninga og mikinn bátakost. Kýrnar voru arðsamar, og 5 eða 6, jafnvel fleiri. Smjörið og skyrið var heimagert og oft nokkuð af smjöri til sölu. Þótt oftast væru á þeirra mann- dómsárum jafnan 15-20 manns eða fleiri í heimili, auk alls þess gesta- gangs er þar var (og enginn fór svangur úr Látrum), voru öll þessi framangreindu heimaföng svo rífleg að mörgum sem minna máttu sín miðluðu þau rausnarlega, oft fyrir lítið eða ekkert gjald. Einnig voru þessar afurðir gjaldmiðill manna meðal undir merkjunum „greiði gegn greiða“. Samhjálpin gilti í samfélaginu því. Jón var lágur vexti og grannur, tilfinningaríkur fjörmaður. Undir loðnum brúnum blikuðu djúp og skær augu. Fljótur að grípa spaugileg atvik, hversdagslega alúðlegur, en lét eng- um undir sinni stjóm haldast uppi iðjuleysi og lét ergja sig ef ekki gengu verkin. Hafði takmarkalausa skömm á hangsi og slæpingshætti. í hans búskap risu myndarlegar byggingar, öðmm gömlum og dreifðum var jafnað við jörð. í nýju útihúsi var innréttaður rúmgóður frystiklefi skömmu eftir að heimilið væddist rafmagni frá dísilstöð. Um- töluð nýlunda áður en almennt komu frystikistur á heimili. Heimaeyjan varð öll að sléttu túni strax við upphaf vélaaldar. Hlaðnar bryggjur vom stækkaðar og bættar. Hleðslugrjótinu úr veggjum gömlu húsanna, sem rifin vom og gengnar kynslóðir höfðu dregið að, safnaði hann saman og hlóð nátthaga. Hann stendur. Það er spá mín að verði honum ekki spillt muni veður, vindar og önnur náttúmöfl það seint á honum vinna að í þeirri hleðslu geti kom- andi kynslóðir séð brot af iðni, lagvirkni og snyrtimennsku þessa grannvaxna manns. 1 bátasmíðunum sem stundaðar voru í Látmm átti hann jafnan nokkurn þátt, a.m.k. í aðdragandan- um til þeirrar iðju. Hann gagnrýndi stjórnarfar og þjóðfélagsumrót hart. Var þó ekki hneigður til opinberra afskipta, en komst ekki undan ýmsum trúnaðar- störfum í þágu samfélagsins. Hann vildi við ekkert skilja ólokið og oft var hans leitað ef vanda bar að. Vandvirkni og sanngirni voru hans aðalsmerki. Þegar aldur færðist yfir, búskap var lokið og þróttur þvarr var yndi hans á heimaslóðum þegar því varð við komið þótt hann ætti gott heimili syðra. Hugurinn hélst óskertur. Að kvöldi 18. ágúst 1988 mættust tveir hraðbátar á Hafnarsundinu við Flatey. Ég leit um öxl og í skothend- ing mætti ég hýrunni í stálgráum augum bak við kafloðið skegg. Hann stóð aftan við stýrishúsið á hinum bátnum. Hendi var lyft til kveðju. Tveim dögum síðar var Jón Dan- íelsson allur. Foreldrar Jóns vom María Guð- mundsdóttir frá Skáleyjum og Dan- íel Jónsson frá Hlíð í Þorskafirði. Hann var í æsku þegar hann missti báða foreldra sína og bróður með stuttu millibili. Áður systur sína. Fimm systkini lifðu eftir, Jón elstur. Fósturforeldrar hans og þriggja systkina hans vom hjónin Ólafur Bergsveinsson og Ólína Jónsdóttir, föðursystir hans, í'Látmm. Jóhanna var kona mikilleit, hakan framstæð, nefið frítt, dimmblá augu lágu djúpt. Mér er mest í minni hlýja, glettna viðmótið og hálfkær- ingslegt spaugið sem alltaf var til reiðu. Hún var búforkur mesti, gekk í útiverkin sjálf og hafði jafnan stúlku til eldhús- eða inniverka. Kýrnar vom hennar yndi og hún spjallaði um þær við hvern sem var. Ég held henni hafi þótt beljunum hætt væri hún ekki að mjöltunum sjálf. Ég, sem kynntist mannmörgum búum með ákveðna verkaskiptingu, vissi hana eina kvenna í eyjum standa við slátt. Þó fór henni vel úr hendi handa- vinna og hvaðeina. Ljósmóðir og dýralæknir af guðs náð, hjálpaði bæði tví- og ferfættum í heiminn. Ráðholl, ráðsnjöll og ákveðin. Margir leituðu hennar þegar annað um þraut, jafnvel um nætur. Þótt um sjóveg væri að fara var hún reiðubú- in. Hún flíkaði ekki tilfinningum sín- um og sagði stundum: „Það er margt sem best er að muna ekki.“ Með sérstökum hnykk um höfuð og herðar hristi hún af sér angrið. Skaut upp hökunni, kannski dálítið þóttalega og spaugsyrðin fæddust aftur ótrúlega fljótt. Kannski voru þau hennar langlífustu einkenni og dóu jafnvel ekki þótt raunveruleik- inn hyrfi henni út í bláinn samhliða sjúkrahúsvist síðustu æviáranna. Foreldrar Jóhönnu voru Elín Jón- asdóttir frá Vífilsdal í Hörðudal og Vetrar- hjólbarðar Hankook hágæðahjólbarð- ar frá Kóreu á lágu verði. Mjög mjúkir og sterkir. Hraðar hjólbarðaskipting- BARÐINN hf. Skútuvogi 2, Reykjavík Símar: 91-30501 og 84844. Friðrik Ágúst Kristmannsson frá Litla-Vatnshorni í Haukadal. Þau fluttu til Ameríku en Jóhanna varð eftir, þá barn að aldri. Fósturforeldrar hennar voru Jó- hanna Ólafsdóttir og Gísli Kristjáns- son í Skógamesi. Tvítug giftist Jóhanna frá Skógar- nesi Aðalsteini Ólafssyni í Látrum og þar settust þau að. Fljótlega áttu þau í ráðum að taka til ábúðar stórbýlið Reykhóla. En örlögin gripu í taumana. Aðalsteinn drukkn- aði vorið 1923. Þegar svo var komið bauðst Jóhönnu sá kostur að flytja til foreldranna í Ameríku með börn- in tvö. Það varð ekki heldur, forlögin bjuggu henni stað í Látrum. Jón og Jóhann þekktu hvað harm- ur var. Setti það ekki mark sitt á þeirra gerð? Hversu margir áttu ekki hjá þeim skjól? Hversu margir geta ekki litið á þau sem aðra foreldra? Og þurfti ekki raunir til, a.m.k. ekki ég. Merki þeirra eiga að finnast í þjóðarsálinni vítt um land og utan þess. Þau voru trúuð og trú þeirra sterk, án allrar helgislepju. Bæði bjuggu yfir broti af ófreskigáfu og kom ekki allt á óvart. Berdreymin. Efni þeirra og arður starfs lá í lausu og föstu í Látrum. Greinin er um þau og ég nefni engan þeirra mörgú sem með þeim störfuðu, studdu þau og þáðu þeirra stuðning. Þau lifðu þjóðfélagsbreytinguna frá fjölmennum umsvifamiklum . eyjaheimilum til nánast eyðibyggð- ar. Litu með söknuði um öxl. „Það var mikil afturför þegar heimilin lögðust niður,“ voru orð Jóhönnu. Þau létu ekki óþarfann glepja sig gegnum tíðina, enda mun þeim hafa orðið ósvikin ánægja á efri árum ferðin til Kanada og nokkurra vikna dvöl þar með venslafólki. Frásagnar- efnið varð ótæmandi. Ekki síst mun hin næma athyglisgáfa Jóns hafa notið sín þar í framandi umhverfi. „Það er gæfa að fylgja honum Jóni Daníelssyni,“ heyrði ég Jóhönnu segja á sinn kankvísa hátt af litlu tilefni. Þau höfðu hvors annars gæfu í huga. Guð blessi minningu þeirra. Jóhanna og Aðalsteinn áttu 3 börn og lifðu tvö: Björg Ólafía, f. 27.6.1922, hús- móðir í Kanada. Aðalsteinn Eyjólfur, f. 5.8. 1923, lengi bátasmiður í Látrum. Nú bryggjusmiður hjá Hafnarmála- stofnun. Börn Jóns og Jóhönnu: Ólína Jóhanna, f. 6.4. 1933, hús- móðir í Flatey. Daníel, f. 2.12. 1934, bóndi, Dröngum. María Theódóra, f. 28.4. 1938, húsmóðir í Garðabæ. Elín Ágústa, f. 7.7. 1941 - d. 3.2. 1943. Valdimar, f. 24.11.1943, lögreglu- maður í Kópavogi. Fóstursonur þeirra er Aðalsteinn Valdimarsson, f. 29.3. 1938, smiður í Búðardal. Fjölskyldunni óska ég allra heilla. Jóhannes Geir Gíslason. Massey-Ferguson dráttarvélar I-F300 fjórhjóladrifnar á frábæru verði MF-60 Din hö. á 1200 þús. MF—70 Din hö. á 1300 þús. Massey-Ferguson BUNAÐARDEILD ARMULA3 REYKJAVIK SIMI 38900

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.