Tíminn - 21.10.1989, Page 17
Laugardagur 21. október 1989
nr~
Aðalfundur S.U.F. Keflavík
Aöalfundur ungra framsóknarmanna í Keflavík og nágrenni veröur
haldinn aö Tjarnargötu 7, Keflavík, laugardaginn 28. okt. n.k. kl. 14.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aöalfundarstörf.
2. Kosning fulltrúa til fulltrúaráös félaganna í Keflavík.
3. Kosning 9 fulltrúa á kjördæmisþing.
4. Sveitarstjórnarkosningar í maí.
5. Önnur mál.
Félagar, fjölmenniö og takiö meö ykkur gesti.
F.U.F., Keflavík og nágrenni.
Aðalfundur F.R.
Aðalfundur Framsóknarfélags Reykjavíkur veröur haldinn mánudag-
inn 30. okt. n.k. aö Nóatúni 21 kl. 20.30.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin
Arnesingar
Hin árlega þriggja kvölda félagsvist Framsóknarfélags Árnessýslu
hefst föstudaginn 20. október aö Flúðum, föstudaginn 27. október í
Félagslundi og lýkur föstudaginn 10. nóvember á Borg.
Aðalvinningur er ferðavinningur meö Samvinnuferöum-Landsýn aö
verömæti kr. 70 þúsund, auk þess vegleg kvöldverðlaun.
Allir velkomnir.
Stjórnin.
Aðalfundur
Framsóknarfélags Akraness
Boöaö er til aðalfundar í Framsóknarfélagi Akraness mánudaginn 23.
október kl. 20.30 aö Sunnubraut 21.
Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf.
Mætum öll.
Stjórnin.
Konur Árnessýslu
Aöalfundur Félags framsóknarkvenna í Árnessýslu veröur haldinn á
Eyrarvegi 15, Selfossi, mánudagskvöldið 23. október kl. 21.00.
Dagskrá: Venjuleg aöalfundarstörf.
Önnur mál.
Mætum hressar í upphafi vetrarstarfs. Nýir félagar velkomnir.
Stjórnin.
Aðalfundur
Framsóknarfélags Garðabæjar
Boöaö er til aðalfundar í Framsóknarfélagi Garðabæjar mánudaginn
23. október n.k. kl. 20.30 aö Goðatúni 2.
Fundarefni: Venjuleg aöalfundarstörf.
Mætum öll!
Stjórnin.
Stjórnarfundur SUF
Stjórnarfundur SUF verður haldinn að Hamraborg
4, Kópavogi, laugardaginn 21. okt. kl. 10.00.
Framkvæmdastjórn SUF
Aðalfundur
Framsóknarfélags Árnessýslu
veröur haldinn miövikudaginn 25. október kl. 21.00 aö Eyrarvegi 15,
Selfossi.
Dagskrá: Samkvæmt félagslögum.
Stjórnin.
Vestlendingar
Kjördæmisþingið verður haldið í Hótel Borgarnesi 3. og 4. nóvember.
Haustfagnaður framsóknarmanna á Vesturlandi verður í Hótelinu
föstudagskvöldið 4. nóvember. Nánar auglýst síöar.
Stjórn kjördæmissambandsins
Aðalfundur FUF Kópavogi
Aðalfundur FUF í Kópavogi verður haldinn í Hamraborg 5, miöviku-
daginn 25. október kl. 20.15. Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin
Kópavogur - Opið hús
Framsóknarfélögin í Kópavogi hafa opið hús á miövikudögum kl.
17.30 til 19.00.
f ;*t* nr
Tíminn 29
SPEGILL
llllll
lllliiilllliillllllllllll1
betri eiginmenn“
segir stofnandi
félagsinsW.O.O.M.
í Ameríku hefur verið stofnað
„Félag eiginkvenna eldri manna“
(Wives of Older Men), sem á að
vinna að samtökum hjóna þar sem
aldursmunur er mikill, þ.e.a.s. þar
sem eiginmaðurinn er töluvert
eldri en eiginkonan. Stofnandi fé-
lagsins er Beliza Ann Furman, 41
árs, í Rumson, New Jersey. Hún
giftist Sam, eiginmanni sínum fyrir
20 árum. Hann er 15 árum eldri en
Beliza, og það þykir ekki svo mikill
aldursmunur, en þau urðu þó vör
við að ýmislegt misjafnt var sagt
um giftingu þeirra.
Vinirnir spáðu því að hjóna-
bandið yrði ekki langvinnt, og
sumir sögðu að hún væri að giftast
honum vegna peninganna hans.
Það segir Beliza vera út í hött.
„Við urðum ástfangin og giftum
okkur, það var allt og sumt.“
Nýlega komu saman mörg hjón,
þar sem aldursmunurinn var all-
mikill, til að ræða mál sín. Það var
í sambandi við stofnun áðurnefnds
félags.
Konurnar voru yfirleitt sammála
um, að ráðleggja ungum stúlkum,
að láta ekki aldursmun hræða sig
frá því að giftast sér eldri mönnum.
Þeir væru yfirleitt betri í sambúð,
hugsunarsamari, kurteisari og
elskulegri en yngri og óreyndari
menn.
Beliza Ann Furman segir það
helst vera vandamál í slíkum
hjónaböndum, að sumir karlmenn
séu hræddir við að eignast börn.
Þeim finnst þeir vera orðnir of
fullorðnir fyrir barnauppeldi, og
sumir vilja jafnvel dekra við ungu
konuna sína eins og hún væri
bamið á heimilinu. En ef þeim
skilst, að eiginkonan þráir að eign-
ast barn, þá væru ekki til betri
pabbar en þessir eiginmenn.
„Að sumu leyti eru þeir kannski
helst til „afalegir" í uppeldinu og
vilja láta allt eftir börnum sínum,
en þá er það hlutverk konunnar að
hafa meiri áhrif á uppeldismálin“,
segir Beliza.
Hún segist hafa fengið hugmynd-
ina að félaginu vegna þess, að svo
margar konur hafi leitað til sín,
bæði í óvissu um hvort þær eigi að
hætta á að giftast mönnum mörgum
ámm eldri en þær, og eins í
sambandi við ýmis vandamál sem
upp koma í hjónabandinu. Þess
vegna hafi hún stofnað félagið og
hún vilji vinna að ráðgjöf fyrir fólk
í þessum aðstæðum.
Þau giftu sig 2. júní sl., Rolling Stones-meðlimurínn Bill Wyman, 52 ára
og hin fagra Mandy Smith, sem er aðeins 19 ára. Aldursmunurinn er 33
ár, en þau hafa veríð saman síðan Mandy var 13 ára!.
„Ástin brúar aldursbi!ið,“ segir
Beliza Ann Furman (í miðið), en
með henni eru tvenn hjón þar sem
aldursmunur er töluverður. T.v.
JiU Tumdorf, 29 ára, og eiginmað-
urinn Gary, 56 ára. T.h. við BeUza
er Herbert Gutentag, 47 ára og
kona hans Patricia 35 ára. Þau
mættu á ráðstefnu í sambandi við
félagsstofnun W.O.O.M.
Frægt dæmi um umtalaðan aldurs-
mun hjóna er hjónaband þeirra
Sophiu Loren (54 ára) og leikstjór-
ans Carlo Pontis (75 ára). Þau hafa
eignast tvo syni og verið í hjóna-
bandi í 32 ár.
„Eldri menn eru
John Derek, kvikmyndaframleið-
andi og leikstjóri, er 63 ára en Bo,
kona hans er 32. Þau giftust 1973.