Tíminn - 29.11.1989, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.11.1989, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 29. nóvember 1989 '' Tírriinn 3 Stöðugildum hjá Reykjavíkurborg fjölgað tvöfalt hraðar en hjá ríkinu s.l. tvö ár: Stöður háskólamanna 13,3% fleirien 1987 Háskólamenntaðir launþegar hjá ríki og borg voru 13,3% fleiri nú í haust en réttum tveim árum áður. Launþegum með styttri skólagöngu fjölgar helmingi hægar (7,1%) og BSRB-fólki t.d. aðeins um rúmlega 3% á þessu tímabili. 1 nokkrum hópum háskólamanna hjá ríkinu fjölgaði greiddum stöðum um á bilinu 50% og allt upp 70% þessi tvö ár: Sjúkra- og iðjuþjálfum, þjóðfélagsfræðingum, matvælafræðingum, hjúkrunarfræðingum og háskóla- mönnum í stjórnarráðinu. Ág. 1987 Á. 1989 Fjölg. BSRB 7.760 8.020 3,4% BHMR 2.910 3.250 11,4% þ.a.kennar. (1.460) (1.560) (6,9% Kf 2.600 2.920 12,5% Reykjav. 2.700 3.050 13,0% Alls: 15.970 17.240 8,0% Þá varð yfir 20% fjölgun há- skólamanna í mörgum greinum. Það hlutfall á m.a. við um háskóla- menn hjá Reykjavíkurborg. Jafn- framt vekur athygli að starfsmönn- um hefur fjölgað mun meira hjá Reykjavíkurborg heldur en ríkinu s.l. tvö ár. Fjöldi stöðugilda sem laun eru greidd fyrir af Launaskrifstofu ríkisins og Launaskrifstofu Reykjavíkurborgar kemur fram í Fréttariti KOS (Kjararannsóknar- nefnd opinberra starfsmanna). Fram kemur fjöldi stöðugilda skipt eftir starfsgreinafélögum og sam- böndum í hverjum mánuði. Samanburðurinn hér að framan miðast við sfðustu töiur, sem voru í ágúst s.l., og sama mánuði tveim árum áður hjá ríkinu en í júní s.l. og sama mánuði 1987 hjá borginni. Fjölgað mest hjá Davíð Samtals fjölgaði greiddum stöðugildum hjá ríki og borg þann- ig eftir starfsgreinasamböndum á þessu tveggja ára tímabili: Með tilliti til háværra krafna stuðningsmanna eins stjórnmála- flokks öðrum fremur um „niður- skurð báknsins" sýnist athyglisvert að opinberum starfsmönnum virð- ist þó hvergi hafa fjölgað meira en þar sem sá sami stjórnmálaflokkur hefur einn og sjálfur meirihluta- vald. Þar var nú borgað fyrir um 410 stöðum fleira en fyrir tveim árum. Lang mest var sú fjölgun í svonefndum „háskólahóp" - úr 340 í 413 stöður eða um 22%. Raunar var nær öll sú fjölgun á síðasta ári einu. Fækkun í löggu, útvarpi og síma í nokkrum félögum BSRB var um fækkun að ræða á launaskrá hjá ríkinu. Það á t.d. við um símamenn, lögreglu og starfsmenn Ríkisútvarpsins (aðra en frétta- menn). Fjöldi greiddra stöðugilda stóð sömuleiðis um það bil í stað meðal BSRB félaga í stjórnarráð- inu, hjúkrunarfræðinga (úr gamla skólanum), hjá tollinum og í ríkis- stofnunum. Háskólamenn (BHMR) hjá rík- inu skiptast niður í um hálfan þriðja tug félaga sem sum hafa mjög fáa félaga. Breytingar á greiddum stöðugildum fólks innan nokkurra þessara félaga (utan m.a. kennara og heilbrigðisliðs) var sem hér segir á þessu tveggja ára bili: 1987 1989 Bókasafnsfræð. 49 60 Stm.stjórnarr. 68 101 Viðsk./hagfr. 111 129 Þjóðfél.fr. 11 18 Matvælafr. Sálfræðingar Félagsráðgj. Útgarður 20 41 26 94 32 50 32 126 Samtals: 420 548 30,5% Að meðaltali hefur fólki úr þess- um hópum því fjölgað um nær þriðjung á aðeins tveim árum. Stöður kennara (geta verið fleiri kennarar) voru um 4.480 á launa- skrá hjá ríkinu í ágúst s.l. Meiri- hlutinn er í Kennarafélagi fslands en aðrir innan BHMR. Skipt niður á skólastig hefur breytingin verið þannig s.l. tvö ár: 1987 1989 Grunnskólar 2.660 2.920 10,5% Framhaldssk. 990 1.130 14,3% Háskólar 320 340 7,2% Kcnnarahásk. 58 63 8,6% Tækniskólinn 27 23 - AIls: 4.055 4.479 10,5% Varðandi fjölgun grunnskóla- kennara má benda á að nemendum á skólaskyldualdri hefur ekki fjölg- að á þessu tímabili. - HEI Útreikningar Þjóðhagsstofnunar á afkomu í sjávarútvegi: Vinnslan rekin með 2,4% hagnaði Samkvæmt nýjum útreikningum Þjóðhagsstofnunar á af- komu sjávarútvegsins eru veiðar og vinnsla nú rekin með 0,7% hagnaði. Þessir útreikningar voru gerðir með hliðsjón af stöðunni eins og hún var í liðinni viku. 9,8% hagnaði um þessar mundir og er því afkoma veiða og vinnslu að öllu samanlögðu rekin með 0,7% Hvað einstakar greinar varðar þá er frystingin rekin með 5,2% hagn- aði, en söltunin rekin með 2,8% halla. í heild er botnfiskvinnslan því rekin með 2,4% hagnaði. Hins vegar er afkoma bátaflotans slök, en hann er rekinn með 13,3% halla nú, en togaraflotinn með 3,4% hagnaði. Samanlagt eru bátar og togarar rekn- ir með 3,8% halla. Veiðar og vinnsla, án þess að frystiskip séu tekin með í útreikning- ana, eru nú reknar með 0,4% halla. Frystiskip eru hins vegar rekin með hagnaði. Þessar niðurstöður fyrir nóvember eru betri en staðan var í október. Meira gengissig varð heldur en er- lendar hækkanir, sem hefur valdið því að tekjurnar hafa hækkað. Hins vegar koma á móti kostnaðarhækk- anir um síðustu mánaðamót, launa- hækkanir upp á 2% og lækkun á endurgreiðslu söluskatts upp á 1% til bæði frystingar og söltunar. Þessar Furðuleg háttsemi „Ijósmyndara": Stefndi stúlkum til myndatöku Maður nokkur gekk að nokkrum stúlkum við Laugaveg um daginn og bað um að fá að mynda þær fyrir tímarit við sundlaugina á Seltjarn- arnesi um kvöldið. Samkvæmt heimildum Tímans mun hann hafa boðið einum átta stúlkum til þess- arar myndatöku, en aðeins fjórar stúlkur mættu á staðinn, ásamt móður einnar stúlkunnar. Ein stúlknanna .sem vinnur í verslun við Laugaveg fékk slíkt boð sem hún þáði, en móðirin var hins vegar efins um að allt væri með felldu og lét lögreglu vita. Stúlkumar áttu að mæta kl. 19.15 sem þær gerðu, auk þess sem lögreglumaður mætti á staðinn. Svo virðist sem „ljósmyndarinn" hafi orðið lögreglumannsins var, því hann gaf sig ekki fram við stúlkumar á meðan lögreglumað- urinn hafði viðdvöl við sundlaug- ina. Maðurinn var hins vegar á staðnum, því þegar lögreglumað- urinn fór að Vesturbæjarlaug til að ganga úr skugga um hugsanlegan misskilning stúlknanna, kom „ljósmyndarinn" fram. Stúlkumar gengu á hann, en þá vildi hann ekki kannast við neitt og hvarf á braut. Lögreglunni hafði þegar síðast fréttist ekki tekist að hafa tal af „ljósmyndaranum“ og er því ekki vitað hvað fyrir honum vakti. -ABÓ kostnaðarhækkanir og tekjuaukinn eru með í þessum útreikningum nú. í útreikningunum er greiðsla til frystingarinnar úr verðjöfnunar- sjóði, sem nemur 3%, en kemur til með að falla niður um áramót, sem í raun leiðir til 3% lægri afkomu og niðurgreiðsla á rafmagni sem nemur 100 milljónum sem fellur einnig niður um áramót. í desember kemur síðan til framkvæmda 1/2% launa- hækkun. Að sögn Ásgeirs Daníelssonar hjá Þjóðhagsstofnun er um svokallað punktamat að ræða á stöðunni eins og hún var í síðustu viku, miðað við framleiðslu ársins í ár. „Við erum ekki að segja að t.d. frystingin hafi verið rekin á fyrstu 11 mánuðum ársins með 5,2% hagnaði. Það sem við erum að segja með þessu, er að ef öll starfsemi frystingarinnar í landinu færi fram við þau skilyrði sem voru í síðustu viku, þ.e. eins og laun, fiskverð og markaðs- og geng- ismál væru eins og þau voru þá, þá myndi þetta vera útkoman á fram- leiðslu ársins," sagði Ásgeir. -ABÓ Við opnun sýningarinnar. Benedikt Sigurðsson eigandi Klaka sýnir gestum eina vélanna. Tímamynd Pjetur Fiskvinnsluvélasýning Fyrir skömmu stóðu fyrirtækin Klaki sf., Baader þjónustan hf. og Kvikk sf. fyrir sýningu á þeim vélum og búnaði sem fyrirtækin bjóða útgerðar og fiskvinnsluaðil- um. Sýningin var sett upp í tilefni af flutningum fyrirtækjanna Klaka og Baader þjónustunnar í nýtt 2000 fermetra húsnæði að Hafnarbraut 25 í Kópavogi. Fjölmargir aðilar er starfa við útveg og fiskvinnslu, svo og áhugamenn komu að skoða nýjungarnar, sem fyrirtækin bjóða uppá. Meðal þess sem til sýnis var, voru markverðar nýjungar í færi- böndum frá Klaka, svo sem lóðrétt færibönd til notkunar þar sem rými er takmarkað, t.d. í fiskiskipum. Útdraganleg færibönd sérhönnuð fyrir fiskilestar, en þau hafa m.a. verið flutt út til Ástralíu í samvinnu við Kvikk. Uppsett saltfiskvinnslulína með fullkominni hausingarvél „ÍS 001“ frá Baader þjónustunni var til sýnis svo og bindivélar og fleira. Þá var einnig kynning á hinni þekktu Kvikk 205 hausskurðarvél fyrir þorskhausa. En Baader þjónustan hefur um árabil annast þróun og framleiðslu þeirrar vélar, sem nú hefur verið fullþróuð til þess að takast á við vinnslu hausa af stærsta vertíðarfiski. Norrænu sjónvarpsstöðvarnar sameinast um myndaflokk: Hrafn stýrir víkingi Hrafni Gunnlaugssyni kvik- myndagerðamanni hefur verið falið að leikstýra sjónvarpsmyndaflokki sem nefnist „Hvíti víkingurinn". Norrænu sjónvarpsstöðvarnar hafa sameinast um gerð myndaflokksins og Norræni sjónvarpssjóðurinn mun styrkja hann með 195 milljón króna framlagi. Undirbúningur að verkinu hófst fý'rir um þrem árum. Þá var Hrafni Gunnlaugssyni falið að skrifa frumhandrit að þáttaröð sem byggði á íslenskum sögum urn kristnitökuna á Norðurlöndum. Hvíti víkingurinn segir frá ungu fólki á tímum mikilla þjóðfélags- breytinga. Hin ævaforna ásatrú feðr- anna er á undanhaldi og ný trúar- brögð eru að ryðja sér til rúms. Ný heimsmynd tekur við af þeirri fornu og í umróti tímans þarf að endur- skoða mörg gildi mannlegs lífs. Leikurinn hefst í Noregi á dögum Ólafs Tryggvasonar en berst síðan til fslands og víða urn Norðurlönd. Fullunnið handrit liggur nú fyrir. Um er að ræða fjórar sjötíu mínútna myndir til sýningar í sjónvarpi, en jafnframt verður gerð ein löng út- gáfa á verkinu fyrir kvikmyndahús. Upptökur munu hefjast vorið 1990 og verður um fjórðungur verksins kvikmyndaður á íslandi. Kostnaður er áætlaður um 300 milljónir ís- lenskra króna. -EÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.