Tíminn - 29.11.1989, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.11.1989, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miðvikudagur 29. nóvember 1989 Miðvikudagur 29. nóvember 1989 Tíminn 9 ' ■ ■ ■ GYLLTAR VONR VAKNA Enn búast menn til gullleitar á Islandi, en tveir jarðfræðingar hafa sótt um styrk til slíkrar leitar á háhitasvæðum: Eftir Atla Magnússon Finnst loksins gull á íslandi? Svo gæti farið ef tveir jarðfræðingar á Jarðhita- deild Orkustofnunar, þeir Hjalti Franzon og Guðmundur Ómar Friðleifsson, hafa heppnina með sér. Þeir sóttu á dögunum um styrk frá Rannsóknarráði ríkisins til þess að kanna hvort gull sé að finna á íslenskum háhitasvæðum. Gullfundurinn á Grænlandi fyrir skömmu hefur gefið þessum vonum um gullfund hér nýtt líf, enda aðstæður hér um margt líkar að- stæðum þar. Jarðfræðingarnir tveir telja að helst sé von á gulli á háhitasvæðum, enda fynnist gull á slíkum svæðum á Nýja Sjálandi og í Japan. Tíminn hefur spurnir af þvf að manna á meðal eigi sér stað miklar vangaveltur um gull á íslandi og hefur frásögn Morgunblaðsins af því að Jón Benjamínsson jarðfræðingur hafi fundið tvo gullmola hér á landi ekki dregið úr eftirvæntingu manna. Morgun- blaðið hefur eftir Jóni að hann hafi fundið hvorki meira né minna en 18 karata mola, en slíkir molar hljóta að vera klárir beint í smiðju hinni vönduð- ustu gullsmiða! En það er ekki nýtt að menn hér á landi hafi gert sér vonir um að gull leyndist í íslenskum jarðlögum og má finna þess dæmi á fyrri öldum. Það var þó í byrjun okkar aldar að vonir um gullfund á íslandi risu hæst, en þá þóttust menn hafa fundið vott af gulli við boranir í Vatnsmýrinni. Sáu menn. fyrir sér að hér kynni að vera um mikil auðæfi að ræða, námafélag var stofnað og keyptur bor og ákafinn minnti á æðið sem laðaði menn þúsundum saman til Alaska og Kaliforníu á sínum tíma. En gullið blekkti menn að þessu sinni, eins og svo oft áður, og Vatnsmýrin hélt áfram að óma af tísti vaðfugla í stað vélaskrölts frá námagreftri. Upphafið að þessu öllu saman var það að menn hugðust ráða bót á vatnsskorti, sem löngum hafði þjakað íbúa Reykja- víkur. Að frumkvæði þáverandi héraðs- læknis, Guðmundar Björnssonar, hafði verið í það ráðist árið 1903 að kanna möguleika á að leiða vatn frá Esjubergs- gili í pípum yfir Kollafjörð til Reykjavík- ur. Komu hingað til lands tveir enskir verkfræðingar að kanna þennan kost og fleiri. Sýndist þeim ráðiegast að sækja vatn inn í Elliðaár. En bærinn átti ekki Elliðaárnar og áður en ráðist yrði í kaup á þeim, var talið rétt að reyna að bora eftir vatni í bæjarlandinu og varð Vatns- mýrin fyrir valinu. Til þessarar fram- kvæmdar veitti bæjarstjórn nú 5000 krónur. Var danskur verkfræðingur, Marius Knudsen í Odense, fenginn til að taka verkið að sér og sendi hann hingað Hansen nokkurn, til þess að sjá um boranirnar. Hansen kom til Reykjavíkur seint á árinu 1904 og hófst þegar handa norðan í Öskjuhlíðartaglinu. Ekki var spáð vel fyrir þessum borun- um. Jarðfræðingar héldu því fram, allir nema einn, að hér væru tómar hraun- klappir (grágrýti) efst og undir því sam- felld blágrýtishella, hve djúpt sem borað væri. Sá eini sem ekki vildi á þetta fallast var dr. Helgi Pjeturss. Hann hafði þá um sumarið áður athugað jarðlög í Fossvogi og við Elliðaárósa og komist að þeirri niðurstöðu að sandur og leir væri undir grágrýtisklöppinni. Þetta reyndist alveg rétt, þegar farið var að bora, og segir ísafold að hinn ungi og efnilegi jarðfræð- ingur hafi þar með unnið merkilegan vísindalegan sigur. Gull fundið í jörðu Með tilliti til skoðana hinna eldri jarðfræðinga hafði verið sendur hingað bor til þess að bora grjóthellu. Fór það svo að á 85 feta dýpi reyndist vera lausagrjót, eins og á yfirborðinu. En þá tók við 11 feta þykkt sandlag og þá leirlag. Komst borinn þrjú og hálft fet niður í það, en ekki lengra. Þá fyilti sandur og leir holuna jafnharðan, svo ekki varð við neitt ráðið. En hinn 31. mars 1905 var hinn danski borunarmaður kominn niður á 118-120 feta dýpi. Tók hann þá eftir því að borinn hafði komið þar við einhvern glóandi málm og sýndist á bornum gullslitur eða skán. Daginn eftir mátti lesa í „Reykjavík“ þessa frásögn: „Gull fannst síðdegis í gær við boran- irnar uppi í Öskjuhlíð, 118 fet djúpt í jörðu. Menn uggðu fyrst að þetta kynni að vera látún. En við ítarlegar rannsóknir er nú fullprófað að það er skírt gull. Gullið er ekki sandur þarna, heldur er það í smáhnullungum, sem jarðnafarinn hefur skafið. Hve mikið það kann að vera verður reynslan að skera úr, en á því er ekki vafí, að hér er gull fundið í jörðu.“ Námafélag stofnað Fregn þessi fór eins og eldur í sinu um allan bæinn, og menn tókust á loft af geðshræringu. Gullnáma fundin rétt hjá bænum! Hnullungar af gulli! Kitlandi órói og eftirvænting greip alla, aðkenning af þeirri sýki, sem er nefnd gullæði. Menn sáu í anda gulli ausið upp úr Vatnsmýr- inni milljónum saman. Hér var alveg óvænt tækifæri fyrir framsýna menn að afla auðs. Og áður en vika var liðin hafði hér verið stofnað félag til þess að hagnýta þessa auðsuppsprettu. Félagið nefndist „Málmur“ og aðalhvatamaðurinn að stofnuninni var Sturla Jónsson, kaup- maður. Það mun hafa verið H. Hansson, síðar kaupmaður, sem kom gullsögunni á loft. Hann var þá nýlega kominn heim til íslands frá Ameríku, en þar hafði hann meðal annars stundað gullgröft. Hann náði í einhverjar glóandi agnir af jarðnaf- arnum og fullyrti að það væri skírt gull. Rannsókn Hanssons fór fram á þann hátt að hann tók málmkornið og sló sem þynnst, lagði þynnuna yfir hárbeitta rak- hnífsegg og lagðist þynnan niður með egginni báðum megin, en brotnaði ekki. Þannig kvað Hansson gullnemana vestur í Klondyke fara að og skeikaði ekki að það væri gull, sem svo mátti með fara. Greiningu Hanssons staðfesti nú Erlend- ur gullsmiður Magnússon. En þegar á vikuna leið fór heldur að draga úr þessu. Lyfsalinn hafði fengið eina glóandi ögn af bornum og rannsak- að, og reyndist hún vera kopar. Töldu ýmsir að brögð væru í tafli og að Hansson hefði skafið gullsýnið af „brjóstnálinni sinni.“ En þó varð sagan til þess að lóðir í bænum hækkuðu mjög í verði. Allir lóðaeigendur bjuggust við að gull mundi hvarvetna vera í jörðu og „allir vildu fara að grafa gull“, eins og segir í blaði frá þessum tíma. Velmetinn borgari einn, sem átti lóð austan í Skólavörðuholtinu, rauk upp til handa og fóta og lét grafa miklar geilar í holtið. Og þegar menn spurðu hvernig gengi, sýndi hann ýmsa steina, sem hann hafði fundið, og sagði: „Sko, það er málmur í honum þessum," eða „Það eru gullagnir í honum þessum. “ Námalög sett Bæjarstjórn Reykjavíkur þótti þetta mál merkilegt og hélt fund um það hinn 6. apríl. Var þar kosin nefnd til þess að stjórna rannsóknum á hvort gull eða aðra málma mundi að finna í Vatnsmýrinni. Sátu í nefndinni þeir Björn Kristjánsson, kaupmaður, Guðmundur Björnsson, Gullið fannst ekki og vaðfuglatíst ómaði áfram í Vatnsmýrinni í stað vélaskarkala frá námagreftri. landlæknir og Halldór Jónsson, banka- gjaldkeri. Fyrst í stað hugðist nefndin Táta rannsaka það jafnharðan, sem úr borholunni kæmi, en það var fremur lítið, því þegar 120 feta dýpi var náð, varð svo hart lag fyrir bornum að hann vann lítt á því. Þó fannst þarna vottur af járni og kopar. Nefndin ræddi við fulltrúa hins nýja félags og kom öllum ásamt um að fá yrði nýjan bor, svo hægt yrði að hefja skipu- legar rannsóknir. Var samþykkt að leigja félaginu námaréttindin, ef hlutafélag væri stofnað. En því voru ýmis skilyrði sett: Minnstu hlutir í félaginu skyldu vera 50 krónur og bæjarmenn sitja fyrir um kaupin í þrjá mánuði. Næstu sex mánuði skyldu þau boðin öllum landsmönnum og loks boðin í öðrum löndum, fengist ekki nægilegt fé hérlendis. Mörg fleiri ákvæði voru sett um ráðstöfun á hugsanlegum arði. í stjórn „Málms" voru þeir kosnir Sturla Jónsson, kaupmaður, Klemens Jónsson, landritari, Björn Ölafsson, augnlæknir, Sigurður Briem, póstmeist- ari og Ásgeir Sigurðsson, konsúll. Lög voru samin fyrir félagið og hlutabréf prentuð og boðin til sölu. Skyldi hlutafé vera 100.000 krónur, en mátti auka í 150.000 krónur síðar. í ágústmánuði hafði bæjarstjórnin farið fram á að Stjórnarráðið staðfesti einka- leyfissamninginn. Stjórninni virtist aug- ljóst af samningum að bæjarstjórnin teldi bæinn eiga alla þá málma, sem í landar- eign hans fyndust og efaði að sá skilningur væri réttur. Þótt samningurinn væri stað- festur með fyrirvara, var nú jafnframt lagt fram frumvarp til laga um námalög á Alþingi og varð það að lögum 1907. Má því segja að uppnámið út af gullinu í Vatnsmýrinni hafi orðið til þess að náma- lög voru sett í landinu. „Þegar Ceres kemur“ Vatnsleitinni í Vatnsmýrinni lauk með því að þar var ekki nægt vatn handa Reykjavíkurbæ. Hinn danski bormaður fór því heim á ný með bor sinn. Og aftur varð kyrrð og friður í Vatnsmýrinni. Kýr gengu þar næsta sumar og höfðu enga hugmynd um að þær gengju á gulli. Klemens Jónsson hélt utan sumarið 1906 að sækja nýjan bor, og kom heim í janúar árið 1907, en án borsins. Fór mönnum að þykja hálfgert sleifarlag á starfsemi „Málms“, sem nú var í gríni nefndur „gyllta félagið“. Héldu félags- menn því stöðugt fram að borinn kæmi með næstu ferð gufuskipsins Ceres, en seint ætlaði það að rætast. Varð þetta til þess að til varð orðtakið „Við sjáum nú til þegar Ceres kemur“. Borinn kom loks í maímánuði 1907. Var þetta höggbor, sem muldi undir sig, og varð að dæla mulningnum upp með vatni og rannsaka þá leðjuna. Boranir hófust þó ekki fyrr en í júlí, en þá fyrst kom hingað danskur verkfræðingur, Jon- as Popp, frá Helsingjaeyri. Hann hafði félagið ráðið framkvæmdastjóra sinn eða forstöðumann. í nóvember var borinn kominn niður á 114 feta dýpi og þar nærri höfðu orðið fyrir honum tvö lög af sinki. Þótti það góður fyrirboði, því talið er að í námunda við sink megi vænta annarra málma, jafnvel gulls. Litlu síðar fannst vottur gulls í tveimur sýnishornum, öðru úr 119 feta dýpi, en hinu á 124 feta dýpi. Þá fanns þar enn eitt lag af sinki. Vonirnar slokkna Litlu seinna fannst vottur gulls úr tveimur sýnishornum, öðru úr 119 feta dýpi, en hinu úr 124 feta dýpi. Þegar komið var niður á 133-136 feta dýpi fannst þar bæði gull og silfur. Sýnishornin rannsökuðu þeir Ásgeir Trofason, efna- fræðingur, Erlendur Magnússon, gull- smiður og Björn Kristjánsson, kaupmað- ur, og verður ekki efast um niðurstöður þeirra. Hitt gátu þeir auðvitað ekkert sagt um hve mikið væri af þessum góð- málmum í jörðu né heldur hvort það mundi borga sig að hefja námagröft. í lok nóvember var borinn kominn niður á 220 feta dýpi og varð þar fyrir honum mjög hart lag. Var þá borunum hætt. Búist var við því að enn þyrfti að verja 20-30 þúsundum króna til rann- sókna, áður en úr því fengist skorið hvort ráðlegt mundi að hefja málmnám þarna. En það fé hefur ekki fengist og rann- sóknir lögðust niður. Borinn lá í mörg ár skammt frá Hafn- arfjarðarveginum og hefur sennilega orð- ið ónýtur um síðir. Samt lifði hugmyndin áfram og 1924 var stofnað nýtt námafélag, sem kallaðist „Málmleit“. Útvegaði það sér nýjan bor og miklu fullkomnari en þá gömlu og hóf boranir skammt frá núverandi Umferðar- miðstöð. En þetta bar engan árangur. Gullið kom ekki. En borinn kom að góðu gagni, því hann var notaður til þess að bora eftir heitu vatni nærri gömlu þvottalaugunum árið 1928 með góðum árangri. Þannig tengjast tvö af helstu fyrirtækjum Reykjavíkurborgar, vatnsveitan og hita- veitan, náið hinum gömlu hugmyndum um íslenskt gullnám. Og enn dreymir menn um íslenskt gull, þótt nú hafi leiðin legið úr Vatnsmýrin og upp á hálendið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.