Tíminn - 29.11.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.11.1989, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 29. nóvember 1989 Tíminn 5 Borgarráð skerti í gær völd borgarverkfræðings. Má ekki lengur upp á sitt eindæmi veita _______° starfsmönnum byggingafulltrúa leyfi til að hanna hús í hjáverkum: Bygginganefndin skal samþykkja aukaverkin Borgarráð skerti valdssvið borgarverkfræðings nokkuð í gær þannig að allar undanþágur sem hann framvegis veitir starfsmönnum byggingafulltrúa til að hanna hús, skulu fara fyrir bygginganefnd til samþykktar eða höfnunar. Samkvæmt byggingarreglugerð nr. 355 sem samþykkt var 1979 er ekki leyfilegt að starfsmenn borg- arverkfræðings teikni hús í auka- vinnu nema í sérstökum tilfellum og skal bygginganefnd borgarinnar fjalla um sérhvert þessara tilfella. Borgarráð hnykkti á þessu atriði á fundi sínum í gær og tilefnið var fyrirspurn Sigrúnar Magnúsdóttur borgarfulltrúa framsóknarmanna og annarra fulltrúa minnihluta- flokka í borgarstjórn um í hve miklum mæli starfsmenn borgar- verkfræðings stunduðu hönnunar- vinnu í aukavinnu. Afgreiðslu fyrirspurnarinnar varð að fresta á síðasta fundi ráðsins vegna mikilla umræðna, einkum um lóðaúthlutunina til Júl- íusar Hafstein borgarfulltrúa. Aukavinna starfsmanna bygg- ingafulltrúa í hjáverkum hefur tals- vert verið gagnrýnd undanfarið. Bæði hafa þótt veruleg brögð að þessu en einnig hefur þótt vafasamt að starfsmennirnir skuli síðan jafn- vel taka út og samþykkja eigin teikningar og koma þeim í gegn um borgarkerfið. Á fundi borgarráðs í gær kom fram að einn starfsmaður borgar- verkfræðings, Ágúst Þórðarson, hefur verið óvenju athafnasamur við að teikna hús í hjáverkum og árið 1987 teiknaði Ágúst alls þrett- án einbýlishús en auk þess teiknaði hann íbúðir í gömlum húsum víðs vegar um borgina, einkum í kjall- ara og risi. Þann sjöunda júlí 1977 sam- þykkti borgarráð að starfsmönnum við embætti byggingafulltrúa, skipulag, þróunarstofnun, eld- varnaeftirlit og ýmsa eftirlitsaðila með bygginga- og skipulagsmálum og væru í þjónustu Reykjavíkur- borgar væri framvegis óheimilt að vinna sjálfstætt að hönnunarverk- efnum nema að fengnu skriflegu leyfi borgarverkfræðings í hvert sinn. Borgarverkfræðingur skyldi síðan gera borgarráði grein fyrir þeim undantekningum sem hann heimilaði, að minnsta kosti tvisvar á ári. Þetta hefur borgarverkfræðingur ekki gert og á fundi borgarráðs í gær var samþykktin frá 1977 felld niður og ákveðið að framvegis skyldi sérhvert hinna „sérstöku tilfella" sem tilgreind eru í bygg- ingareglugerð 355 fara fyrir bygg- inganefnd. Borgarráð hefur þannig skert valdsvið borgarverkfræðings í þessum málum. I svari borgarverkfræðings við fyrirspurn Sigrúnar kemur fram yfirlit yfir aukaverk starfsmanna hans og segir þar að öll aukaverk hafi verið unnin með skriflegu samþykki hans með einni undan- tekningu. Síðan segir: „Athygli vekur hversu mikil um- svif Ágústs Þórðarsonar við gerð byggingarnefndarteikninga voru á árinu 1987 sem urðu mér þá tilefni til að gera þar um athugasemdir við starfsmanninn. Árin 1988 og 1989 eru verkin færri og flest þess eðlis að hann hefur teiknað upp áður gerðar íbúðir sem eigendur eru að sækja um til bygginganefnd- ar að verði gerðar löglegar og veðhæfar. Það má ljóst vera að meðferð þessara mála getur verið viðkvæm og opin fyrir gagnrýni. Þær verk- lagsreglur hafa verið settar að við- komandi starfsmaður fari hvorki yfir teikningar af þeim mannvirkj- um sem hann hannar, né hafi í höndum úttektir byggingafulltrúa á þeim. Byggingafulltrúa ber að sjá til þess að þessu sé framfylgt. Á hinn bóginn tel ég það æskilegt að eftirlitsaðilar á borð við starfsmenn byggingafulltrúa haldi sér við í sínu fagi með hönnunarstörfum, enda sé það í hófi gert. Að lokum er á það að líta að laun tæknimanna í þjónustu borg- arinnar eru lág.“ -sá Álfhildur Ólafsdóttir aðstoöarmaöur landbúnaðarráðherra segir um tillögur ríkisstjórnar til bjargar loðdýraræktinni: „Ekki dauðadómur“ Borgarstjóri kallaöi þaðfjárkúgun er þinglýstir eigendur nafnsins „Borgarleikhús" vildu selja borginni nafniö: Lei khi ísi< >ks „Bo irga irlei kh ús“ Ríkisstjórnin hefur náð sam- komulagi um aðgerðir til að leysa vanda loðdýrabænda. í frumvarpi sem Stemgrímur Sigfússon landbún- aðarráðherra mun leggja fram á þingi í dag er gert ráð fyrir að a.m.k. 25 milljónum verði varið til að greiða niður loðdýrafóður og að hámarki 280 milljóna ríkisábyrgð verði veitt til að skuldbreyta lánum bænda. Upphaflega var gert ráð fyrir ríkisábyrgð allt að 420 milljón- um og 100 milljónum til niður- greiðslu á loðdýrafóðri. í útvarpsfréttum í gær sagði Jón Ragnar Björnsson framkvæmda- stjóri S.f.L. að þessar tillögur væru dauðadómur yfir loðdýraræktinni. Tíminn spurði Álfhildi Ólafsdóttur aðstoðarmann landbúnaðarráðherra út í þessi ummæli. Álfhildur sagðist vilja taka það fram að þessar tillögur væru ekki tillögur landbúnaðarráðherra heldur væri þetta niðurstaða af samninga- þófi í millum ríkisstjórnarflokk- anna. „Ég held að það sé of fast að orði kveðið að kalla þessar tillögur dauðadóm yfir greininni. Menn mega ekki afgreiða þessar tillögur fyrirfram. Þessi niðurstaða mun flækja málin og skilja eftir fleiri lausa enda en annars hefði verið ef farið hefði verið eftir upphaflegum tillögum. Ef farið hefði verið eftir þeim hefði verulega stór hópur bænda væntanlega getað búið við viðunandi rekstrarskilyrði. Upphaf- legu tillögurnar byggðu á faglegum grunni. Nú er búið að meðhöndla tillögurnar þannig að það verður á ýmsan hátt erfiðara að vinna eftir þeim.“ Telur þú að það sé ennþá grund- völlur fyrir þessari atvinnugrein? „Já, ég tel að það sé alls ekki minni grundvöllur fyrir þessari grein en mörgum öðrum atvinnugreinum sem við erum að fást við. Með því að halda áfram í loðdýraræktinni erum við að taka áhættu, en við erum að taka áhættu í mörgum öðrum greinum. Hvað vitum við hvað verða margir fiskar í sjónum eftir þrjú ár? Ég hef ekki heyrt nein rök sem hníga að því að verð á loðskinnum verði áfram lágt. Þvert á móti, ýmislegt bendir til hins gagnstæða." Er ekki erfitt að byggja afkomu sína á atvinnugrein sem þarf að ganga í gegnum niðursveiflur með vissu árabili? „Jú, það er verst að byrja í lok uppsveiflu, eins og flestirgerðu. Það er allt annað að byggja upp þegar gott verð er framundan. Þetta er það sem hefur valdið stöðunni í dag. Loðdýrabændur tóku verðtryggð lán og á sama tíma breyttist gengið ekki neitt. Þetta gat einfaldlega ekki gengið upp.“ Þú vilt ekki að stjórnvöld taki upp þá stefnu að loðdýrarækt verði ein- faldlega hætt? „Það er svo stór ákvörðun fyrir menn að hætta því að um leið verða menn að taka ákvörðun um að borga ekki skuldir af rekstrinum. Það er ljóst að það borgar enginn venjuleg- ur launamaður niður lán af atvinnu- rekstri. Auk þess er ekki um auðug- an garð að gresja með annan at- vinnurekstur í sveitum." Má þá ekki búast við því að það þurfi að ráðast í árlegar björgunar- aðgerðir fyrir loðdýraræktina? „Ég tel að ef menn hefðu núna ráðist í aðgerðir til tveggja ára, greitt fóðurjöfnunargjald sem á tveimur árum hefði kostað um 150 milljónir og komið skuldum í'skil, hefði þetta getað verið lokaaðgerð. Þetta hefði átt að gera því að það er auðvitað óþolandi ástand að vera alltaf að bjarga málum fyrir horn,“ sagði Álfhildur að lokum. -EÓ Borgarleikhúsinu í Reykjavík var formlega gefið nafn í gær. Gefið í orðsins fyllstu merkingu, því þrátt fyrir að hafa gengið undir þessu nafni allt frá fyrstu byggingardögum hefur nafnið „Borgarleikhús“ verið formlega skráð, og þinglýst, eign forsvarsmanna ferðaleikhússins „Light Nights“ frá árinu 1965. Við afhendinguna tók Hjörleifur Kvaran, framkvæmdastjóri lög- fræði- og stjórnsýsludeildar Reykja- víkurborgar formlega við nafninu frá eigendum þess, Kristínu G. Magnúss og Halldóri Snorrasyni. í erindi sem Kristín G. Magnús flutti við athöfnina kom fram að saga ferðaleikhússins er tengd þess- ari afhendingu. Hún sagðist vonast til að þessi gjöf yrði leiklistinni til framdráttar, því eðli góðrar listar væri að gefa en ekki taka. Auðheyrt var á Kristínu, þegar hún flutti ræðu sína, að henni líkaði allt annað en vel þær móttökur sem hún fékk hjá borgarkerfinu. Hún sagði að ellefu ár hefðu liðið frá þinglýsingu nafnsins og þar til fyrsta skóflustungan að því húsi sem nú ber löglega nafnið Borgarleikhús, var tekin. Allt frá þeim degi hafa þau Kristín og Halldór reynt að koma borgaryfirvöldum og stjórn L.R. í skilning um að þau væru löglegir eigendur nafnsins. Ekki var hlustað á það, og bréfum ekki svarað. Að sögn Kristínar gengu þau á fund borgarstjóra í október, og buðu honum nafnið til kaups. Kristín sagði að svar Davíðs hefði verið; „þetta er black mail“. Kristín bætti við; „Sem útleggst á íslensku, að þetta væri fjárkúgun." Síðar var sú ákvörðun tekin að gefa borginni nafnið, ef það mætti verða leiklist- inni til framdráttar. Ástæðan fyrir því að afhendingin fór fram í gær en ekki við formlega opnun leikhússins er að þeim Krist- ínu og Halldóri var ekki boðið að vera viðstödd vígslu „Borgarleik- hússins“. HIÁ Geirmundur Valtýsson: Átta frum- samin lög í gær kom út ný 14 laga hljóm- plata með Geirmundi Valtýssyni tónlistarmanni á Sauðáritróki. Plötuna nefnir Geirmundur í syngjandi sveiflu. Á plötunni eru átta lög sem ekki hafa heyrst áður, tvö sem nú eru endurútgef- in og loks lögin fjögur sem Geir- mundur hefur sérstaklega samið vegna þátttöku í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Margir hafa lagt hönd á plóginn við gerð þessarar plötu auk Geir- mundar sem hefur samið öll lögin. Textahöfundar eru allir búsettir á Sauðárkróki utan einn. Þeir eru Hjálmar Jónsson, Guð- rún Sighvatsdóttir, Þorkell Guð- brandsson, Erling Örn Péturs- son, Hilmir Jóhannesson og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson. Undirleik á plötunni annast ein- valalið hljóðfæraleikara en að- stoð við sönginn fær Geirmundur frá Ara Jónssyni, Helgu Möller, Evu Ásrúnu Albertsdóttur, Önnu Gunnarsdóttur, Önnu Arnardóttur og Erlu Kolbrúnu Friðgeirsdóttur. Eins og flestum landsmönnum er kunnugt hefur Geirmundur ásamt hljómsveit sinni leikið fyrir dansi um allt land við fádæma vinsældir undanfarin 20-30 ár, því má ætla að þessi fyrsta sóló- plata hans verði kærkomin hinum fjölmörgu aðdáendum sem hann hefur eignast gegnum árin. ÖÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.