Tíminn - 29.11.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.11.1989, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 29. nóvember 1989 Tíminn 7 Frá fundi miðstjórnar um hclgina. Island og Evrópubandalagið í Evrópu eru nú að verða mestu breytingar í efna- hagslegum og pólitískum efnum frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Annars vegar ryður þingræðið sér til rúms í ríkjum Austur- Evrópu og hins vegar stefnir óðfluga í efnahagslegan og e.t.v. pólitískan samruna stórs hluta Yestur- Evrópu. Þróun mála í Vestur-Evrópu á sér alllangan aðdraganda. Allt frá lokum síðari heimsstyrjaldar hefur markvisst verið að því unnið að draga úr tollum og viðskiptahöml- um. Þeirri viðleitni hefur stöðugt vaxið ásmegin. Mikilvæg skref voru tekin með stofnun Efnahags- bandalags Evrópu og Fríverslunar- samtaka Evrópu í kringum 1960, og með þeim fríverslunarsamning- um sem gerðir voru við Evrópu- bandalagið upp úr 1970. íslending- ar hafa verið virkir þátttakendur í þessari þróun allri, m.a. með þátt- töku í Fríverslunarsamtökum Evr- ópu og sérstökum samningi við Evrópubandalagið. Þótt afnám verndartolla hafi valdið íslenskum iðnaði talsverð- um erfiðleikum hefur útflutningur sjávarafurða til Vestur-Evrópu hins vegar margfaldast og á vafa- laust mjög stóran þátt í góðum lífskjörum íslensku þjóðarinnar undanfarna áratugi. Nú er ráðgert enn eitt og lang- samlega stærsta skrefið í umræddri þróun í Vestur-Evrópu. Ekki er aðeins stefnt að frelsi í viðskiptum, heldur einnig að frelsi í fjármagns- flutningum, fólksflutningum og á sviði þjónustu hvers konar. Einnig er ráðgert náið samstarf á fjöl- mörgum sviðum, eins og t.d. á sviði menntamála, umhverfismála og rannsókna- og þróunarmála. Aðalfundur miðstjómar Fram- sóknarflokksins telur rétt að ís- lendingar taki þátt í þeim viðræð- um sem ráðgerðar eru á næsta ári milli Fríverslunarsamtaka Evrópu og Evrópubandalagsins um sam- starf á ofangreindum sviðum. Fundurinn leggur hins vegar ríka áherslu á sérstöðu Islands og þá fyrirvara sem settir voru fram af forsætisráðherra fyrir íslands hönd á fundi leiðtoga EFTA-ríkjanna í Osló í mars sl. Fundurinn ítrekarsérstaklega að frjáls verslun með sjávarafurðir, án þess að í staðinn komi veiði- heimildir fyrir erlenda aðila, er forsenda fyrir þátttöku okkar ís- lendinga í frjálsum markaði Vest- ur-Evrópu. Fundurinn leggur einnig áherslu á að hið viðkvæma íslenska pen- Miðstjóm Framsóknarflokksins fagnar því setningu laga um verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga og nýjum tekjustofnalögum, enda tel- ur miðstjórnin þau mikilvægan þátt í því skyni að efla sveitarfélögin. Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á jafnvægi í byggð landsins. Hann vekur athygli á mikilvægi þess fyrir þjóðarbúið í heild að landið sé vel byggt, þannig að auðlindir til lands og sjávar nýtist sem best. Því markmiði verður aðeins náð að jöfnuður og jafnræði ríki með mönnum án tillits til búsetu. Þegnar landsins verða allir að búa við sem jöfnust skilyrði og ingakerfi verður að styrkja og gera virkara en það er nú, áður en unnt er að samþykkja fullt frelsi fjár- magnshreyfinga. Áður verður jafn- framt að setja skýr lög sem tryggja njóta sambærilegrar aðstöðu og þjónustu af hálfu samfélagsins, m.a. í mennta-, félags-, heilbrigð- is-, samgöngu- og atvinnumálum. Til að treysta búsetu í landinu og jafna aðstöðu í landshlutum gegna sveitarfélögin veigamiklu hlut- verki. Þessu hlutverki verða sveit- arfélögin að geta mætt af nýjum styrk hvert og eitt, með samruna eða samvinnu og samstarfi um einstök verkefni. Tekjustofnalög á hverjum tíma verða að tryggja sveitarfélögunum tekjur, samfara auknum lögboðn- um verkefnum, þannig að þau geti sinnt þeim verkefnum sem byggðin að erlendir fjármagnseigendur nái ekki eignarhaldi á auðlindum landsins eða á fyrirtækjum sem þær nýta, t.d. í sjávarútvegi. Þess verður einnig að gæta að megin- þættir samninga til og frá landinu verði ætíð í höndum {slendinga sjálfra. Fundurinn tekur jafnframt undir það að nauðsynlegt er að íslending- ar geti gripið í taumana ef miklir flutningar vinnuafls til landsins valda erfiðleikum í atvinnumálum. Um leið og aðalfundur mið- stjórnar varar eindregið við öllum hugmyndum um fulla aðild að Evrópubandalaginu tekur fundur- inn undir eftirgreind orð Stein- gríms Hermannssonar forsætisráð- herra á fyrrnefndum fundi leiðtoga Fríverslunarsamtaka í Osló: „Við getum aldrei gefið okkur á vald yfirþjóðlegra stofnana. Við getuni aldrei afsalað okkur full- veldinu eða rétti okkar til þess að taka sjálfir nauðsynlegar ákvarð- anir til að tryggja afkoinu okkar og sjálfstæði. Við verðum að hafa sjálfir stjórn á náttúruauðlindum íslands, sem eru grundvöllur til- veru okkar. Við teljum ekki að fjarlægt vald muni nokkru sinni geta haft þá stjórn á viðkvæmum náttúruauðlindum að okkar hags- muna sé gætt. Slíkar grundvallar- staðreyndir munu ráða ákvörðun- um okkar með tilliti til náins sam- starfs við Evrópubandalagið eða innan hinnar evrópsku efnahags- heildar.“ Aðalfundur miðstjórnar lýsir þeirri von að farsællega megi takast að mynda evrópskt efnahagssvæði sem Islendingar geti búið við og sem stuðli að friðsamlegu samstarfi allra ríkja Evrópu. í landinu þarf á að halda á hverjum tíma. Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á mikilvægi sveitarstjórn- arkosninga. Sveitarfélögin eru það stjórnvald sem stendur fólkinu næst og aukið sjálfsforræði og efl- ing þeirra er mjög mikilvægt byggðamál. Miðstjórn Framsóknarflokksins hvetur allt framsóknarfólk til að vinna af krafti í komandi kosning- um og tryggja flokknum góða út- komu um land allt. Ungu fólki bendum við á að sveitarstjórnarkosningar eru kjör- inn vettvangur til að hafa áhrif á nánasta umhverfi sitt og móta það til frambúðar. Ályktun um sveitarstjórnarmál Framsóknarflokkurinn er frjálslyndur félagshyggju- flokkur sem vinnur að lausn sameiginlegra viðfangsefna þjóðfélagsins á grunni samvinnu og jafnaðar. Þórarinn Þórarinsson: Hvenær er þjóð illa stódd? „Lengi mun hans lifa rödd, þá ísafold er illa stödd. “ Jónas Hallgrímsson hefur gert tvo gróðursæla bletti á íslandi ógleymanlega flestum íslendingum sem unna ljóðum hans, Gunnars- hólma og Tómasarhaga. Kvæði þessi tileinkar hann tveimur ætt- jarðarvinum, Gunnari Hámundar- syni og Tómasi Sæmundssyni. Gunnar vildi „heldur bíða hel en horfinn vera fósturjarðarströnd- um“. Tómas Sæmundsson var svo mikill ættjarðarvinur að jtegar hann lá banaleguna var Island honum efst í huga. Um það vitnar bréf sem hann skrifaði Konráði Gíslasyni í september 1840: „Mér er óhægt að skrifa liggj- andi, en má ekki rísa upp. Ham- ingjan má vita hvort við skrifumst á aftur. En hvað sem því líður: Ég bið þig og ykkur að muna eftir íslandi og kenna það börnum ykk- ar og barnabörnum. Þá gætir minna þó hinir eldri týni tölunni." 1 tilefni af 100 ára afmæli Tómas- ar árjð 1901 gaf Sigurður Kristjáns- son bóksali að frumkvæði aðdá- enda Tómasar út bók með 45 bréfum hans og skrifaði Guðmund- ur Finnbogason ritdóm um hana í Skírni 1907. Ritdómur þessi er meðal þess besta sem um Tómas og rit hans hefur verið skrifað. Honum lýkur á eftirfarandi hátt: „Meðan eg hefi verið að lesa rit Tómasar Sæmundssonar síðustu dagana hafa mér aldrei úr hug liðið tvö erindi eftir Jónas Hallgríms- son. Þau hafa komið aftur og aftur, og mér hefur fundist eg smám saman skilja þau betur en áður. Allir kannast við vísuna: Tindrar úr Tungnajökli; Tómasarhagi þar algrænn á eyðisöndum er einn til fróunar. Vísan er ósköp blátt áfram, en mér finnst eins og eg sjái hilla undir- annað bak við orðin. Skyldi ekki skáldinu hafa flogið í hug hve sviplíkt hið stutta æfistarf Tómasar var þessum litla bletti, sem kendur var við hann og stóð þarna algrænn við jökullinn, með eyðisandana alt um kring; var ekki líf hans hið fegursta dæmi þess hvernig gróðr- araflið býður öflum auðnar og kulda byrgin, og var það ekki fróun að hugsa til þess að einhvern tíma kynni landið að gróa upp, úr því að þessi reitur gat haldist svona - „algrænn á eyðisöndum". En hitt erindið var þetta: Tómas Sæmundsson. Lengi mun hans lifa rödd, hrein og djörf, um hæðir, lautir, húsin öll og víðar brautir, er ísafold er illa stödd. En hvenær er þjóð illa stödd? Hún er það, ef kuldi kæruleysisins kemst inn að hjarta sona hennar og dætra, ef eldur áhugans sloknar. Hún er það, ef einstaklingar hugsa fyrst um sjálfa sig, en síðast um hag ættjarðar sinnar. Hún er illa stödd, ef börn hennar hætta að berjast fyrir því sem satt er og fagurt og gott og nytsamlegt, án tillits til þess hvort það er þakkað eða vanþakk- að. Hún er illa stödd, er menn gleyma því, að vegurinn til full- komnunar er vegur áræðis og at- orku, vegur karlmensku og dreng- skapar, eða eins og Konungsskugg- sjá kemst að orði: „ef úáran kann at koma í fólkit sjálft, sem byggir landit“.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.