Tíminn - 29.11.1989, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.11.1989, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 29. nóvember 1989 MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aöstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason Steingrímur G íslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og meö 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verö í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Skopleg stjórnarandstaða Pað hljómar hjáróma að hlusta á Þorstein Pálsson, formann Sjálfstæðisflokksins, krefjast þess í þingræðu í fyrradag að ríkisstjórnin segi af sér. Svona yfirlýsingar í ræðum stjórnarandstæðinga verða að hafa einhvern grundvöll ef hægt á að vera að taka mark á þeim. Þessi upphrópun Þorsteins er algerlega tilefnislaus. Innan ríkisstjórnarinnar er enginn sá ágreiningur sem gefur tilefni til þess að stjórnarandstaðan fari að krefjast afsagnar hennar. Innan ríkisstjórnarinnar er fullur vilji fyrir því að leysa tilfallandi ágreiningsefni með sam- komulagi. Sjálfstæðismenn gera sér grein fyrir því að málefnastaða núverandi ríkisstjórnar er mjög góð. Ríkisstjórnin sér orðið árangur verka sinna síðan hún tók að endurreisa atvinnu- og efnahagslífið sem var að þrotum komið eftir liðlega eins árs stjórnarforystu Þorsteins Pálssonar (1987-1988). Sjálfstæðismenn ættu ekki að gera ráð fyrir því að íslenskur almenningur sé svo gleyminn að hann muni ekki hvernig viðskilnaður Þorsteins Pálssonar og hans nánasta liðs í Sjálfstæðisflokknum var í september 1988. Það er ekki nema eitt ár og nokkrir mánuðir síðan stefna sjálfstæðisforystunn- ar var búin að leiða íslenskt atvinnulíf fram á hengiflug rekstrarstöðvunar og gjaldþrota. Verkefni núverandi stjórnarsamstarfs undir for- ystu formanns Framsóknarflokksins hefur verið að endurreisa rekstrar- og fjárhagsgrundvöll mikil- vægustu atvinnufyrirtækja í landinu. Að þessu málefni hefur verið unnið af alvöru og einbeitni síðan Þorsteinn Pálsson hrökklaðist úr forsætisráð- herraembættinu. Árangur endurreisnarstarfs nú- verandi ríkisstjórnar birtist í því að hagur undir- stöðugreina atvinnulífsins fer batnandi og við- skiptahallinn minnkandi. Þessum árangri hefur núverandi ríkisstjórn náð með því að beita viðeigandi ráðstöfunum til bjargar útflutningsframleiðslunni og samkeppnis- iðnaðinum. Þ.á m. hefur verið snúið af vegi hávaxtastefnu Sjálfstæðisforystunnar og vaxta- stefnan aðlöguð þörfum atvinnulífsins, þvert ofan í okurvaxtahugsjónir Þorsteins Pálssonar og liðs- manna hans. Sjálfstæðisforystan finnur sig einangraða í stjórnarandstöðu og kann þar illa við sig. Við því má búast að á næstu dögum, í hrinunni fyrir jólahlé Alþingis, grípi stjórnarandstæðingar í Sjálfstæðis- flokknum til málæðis og brigsla um ágreining innan ríkisstjórnarinnar. Með því ætla þeir að kæfa sem þeir geta umræður um þann góða árangur sem orðið hefur af efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinn- ar. Stjórnarandstaða af þessu tagi dæmir sig sjálf. Ótímabær hreystiyrði manna í stöðu Þorsteins Pálssonar nú eru til þess eins að gera gys að þeim. Pólitískur belgingur er alltaf skoplegur. GARRI FELIXIPARIS í Evrópu hefur verið tekið upp á því að afhenda Felix. Hann á að vera einskonar tvíburabróðir Osc- ars þess, sem afhentur er í Holly- wood til leikara og kvikmynda, sem þykja hafa skarað fram úr það árið. Oscar er sýnu áhrifameiri, ef marka má augiýsingar, sem fylgja fólki og myndum eftir að þær hafa verið verðlaunaðar. Þetta stafar eflaust af því að mikill fjöldi kvik- myndahúsgesta í Evrópu álítur að kvikmyndin sé amerísk. Oscar er því meiriháttar hátíðartilefni, og þar koma fram nöfn sem eru „heimsþekkt“, eins og allt sem hefur einhvern bisnesskeim í Bandaríkjunum. Oscar er þó ekki alþjóðlegri en svo, að fyrír náð og miskunn er tekin ein erlend mynd, þ.e. mynd utan Bandaríkjanna til verðlauna, og síðan búið heilagur. Felix svolítið stærri Það er því ekki að undra þótt Evrópumenn hafi viljað koma upp einhverju mótvægi gegn endalaus- um verðlaunum fyrír myndir, sem gerðar eru af Bandaríkjamönnum og sýna „The Amcrican Way of Life“. Við höfum nú í áratugi fengið slíkan yfirhelling af amerísk- um lífsháttum, að Evrópumaður- inn heldur að um einhver mistök hafi veríð að ræða séu gerðar myndir af Evrópumönnum um evr- ópska lífshætti. Líklega er ætlast til að Felix breyti þessu. Hann er í styttuformi eins og Oscar og af- hendingin er mjög mótuð af af- hendingu á Oscar. Felix er bara svolítið stærri, sem minnir á ey- firska vísu: Allir þekkja andskotann, einkum þó af tvöfeldninni. Þeir eru líkir Hólmgeir og hann, nema Hólmgeir er bara svolítið minni. Og er þá samlíkingin komin, nema hvað við vildum auðvitað að staðið hefði, með tilliti til Felixar, að Hólmgeir hefði verið svolítið stærri. Það Ieyfist ekki rímsins vegna. Magnús tilnefndur Afhendingin á Felix hefur verið ósköp bönguleg í þau tvö skipti, sem hann hefur veríð notaður til undaneldis. Nú síðast var hann afhentur í París, þeirri miklu „list- anna“ borg, þar sem Eggert Stef- ánsson æfði sönginn á Rue Rivoli áður en hann hélt konsertinn í Landbúnaðarhöllinni. Femando Rey gerði pappíra sína ósikkera með líkum hætti og Guðmundur Ijóðasjóður, þegar hann startaði mótorbátnum og gerði allt ósikkert í Reykjavíkurhöfn eins og frægt varð. En því er vísað til íslendinga hér, að Magnús var tilnefndur, þ.e. handrítið að Magnúsi eftir Þráin Bertelsson, sem baslar hér uppi á íslandi við að gera kvik- myndir, án þess að Jón Baldvin blandi Mitterand i málið. Enda heyrðist ekki meira af Magnúsi en tilnefningin. Ruglið út af Felix gekk það langt, að þegar leikstjórinn Polan- ski, sem er sagður skólabróðir Dánda Thoroddsen, kom upp á sviðið kvaðst hann varla þora að opna munninn af hræðslu við bögu- mæli, sem yrðu þá í samræmi við allt sem þarna fór fram. VÍTT OG BREITT Næst í Skotlandi Kallaðir voru á svið frægir franskir leikarar og fylltu þeir sviðið, svo fjölmennir vom þeir. En þeir vom ekki fyrr komnir en saman við Felix blandaðist eins- konar erfðahylling franskra leikara. Það var eins gott, því franski menntamálaráðherrann var viðstaddur. Ætli einhver leikhús þar í landi séu ekki að hrynja og ætli þar séu ekki einhver nýbyggð leikhús, sem þurfa fátækrastyrk? Nema hvað; þeir í París klámðu sig af Felix, sem að þessu sinni varð að einskonar áróðursstyttu fyrír Frakka. Síðan var tilkynnt að Felix yrði næst hafður til undaneldis í Glasgow, væntanlega á tíma, þegar íslenskar húsmæður þyrpast þang- að til jólainnkaupa. Árangurinn sæist þá á haustmánuðum. Utanbæjarmenn Annars er Felix þegar orðinn nokkur sorgarsaga. Það er alveg eins og Evrópumönnum sé ekki sýnt um afhendingar af þessu tæi. Þeir misfara með pappíra i ræðu- púltum, eins og Fernando Rey og vita ekki hvað þeir eiga að lesa og hverjir eiga að fá Felix. Þeir sem fá síðan verðlaunin eftir langt japl og jaml og fuður setja á langar ræður um leikstjórana og tækifærín og Guð almáttugan - og mömmu, sem gaf tækifærín með því að skúra gólf og vera í Sókn. Ein mamman sat við sjónvarpið og dóttirín sendi henni sérstaka kveðju frá sér og Felix af sviðinu ■ París. En við vorum nú á undan í því efni, vegna þess að á stríðsárun- um lauk einn merkur landi vor ágætu útvarpserindi með eftirfar- andi orðum: Svo kveð ég hlustend- ur og þakka áheymina og býð clskulegri konu minni góðar nætur. Þetta hefur auðheyrilega verið utanbæjarmaður. Það er Felix líka. Garri Rentan í verkalýðsbaráttunni Það er ekki tekið út með sitjandi sældinni að vera verkalýðsleiðtogi í dag. Enda neitaði Guðmundur J. að sitja undir gasprinu um vexti sem var til umræðu á sambands- stjórnarfundi ASÍ, en vaxtamál eru orðin verkalýðnum einkar hug- leikin. Enda engin furða þar sem Ásmundur æðstiprestur launþega- hreyfingarinnar, það er þeirrar sem heyrir til aðilum vinnumarkaðar- ins, er jafnframt formaður banka- ráðs Islandsbanka, sem brátt mun hefja mikla keppni við ríkisbanka- valdið í landinu. Það sópaði að Dagsbrúnarfor- manni þegar hann gekk snúðugt úr sal ASI samkundunnar og hafði á orði að hann og hans fólk ætti litla samleið með þeim sem ekki hafa áhyggjur af öðrum vöxtum en þeim sem ríkið greiðir niður fyrir hús- byggjendur. Þar á að hafa niður- greiðslurnar sem mestar og vextina þar með lága, en það magnaða bankaveldi sem brátt verður að veruleika og ASÍ forseti trónar yfir á að lána út með háum vöxtum, hvað sem það kostar fyrirtæki og einstaklinga. Hin æðri peningamál Eitt sinn voru ASÍ forseti og formaður Verkamannasambands- ins og Dagsbrúnar samsafnaðir í einum flokki sent átti sér hug- myndafræði sem sá um að allar vangaveltur um hvað verkalýðnum væri fyrir bestu voru óþarfar. Framtíðarríkið var í augsýn og auðvaldið var svo verðugur og ágætur óvinur að ekki varð á betra kosið. þegafélaga er um það bil að hleypa af stokkunum. Kannski ekki nema von að Jak- inn kunni ekki nema rétt mátulega við sig í selskapinu, og vilji að minnsta kosti fá að hafa álit á vaxtamálunum þótt hann líti þau öðrum augum en bankaráðsfor- maður íslandsbanka. Og það eru ekki aðeins vaxta- málin sem ber á milli verkalýðsins og allra hinna innan Alþýðusam- bandsins. Verkalýðsforinginn boð- ar að hann muni ekki eiga samleið með bankavaldinu í kjaramálum fremur en vaxtamálum og ætlar að ræða kjör verkalýðsins við ríkis- stjórnina og aðra viðkomandi og það fyrr en síðar. Ekki verður annað séð en að valdapíramíti launþegahreyfingar- innar sé að fara svipaða leið og þeir kommúnistaflokkar sem litið var til með lotningu og sem fyrirmynda hér á árum áður og sannast enn sem fyrr að allt er í heiminum hverfult, jafnvel vaxtafóturinn, sem aldrei ætlar að nást samkomu- lag um hver á að vera og er þess vegna margfaldur og allir óánægð- ir. Þegar verkalýðsforkólfar taka að sér að fara að stjórna auðmagninu og öðlast þar með djúpan skilning á rentunni gæti svo farið að þeir glati þekkingunni á þörfum um- bjóðenda sinna, en auðvitað er mönnum ekkert ofgott að þjóna tveimur herrum eða fleirum sam- tímis, það hefur þá mistekist fyrr. En Jakinn veit sem er að það eru fleiri hliðar á rentunni en sú sem snýr að æðstu yfirmönnum stór- bankanna. OÓ Þá var háð dýrleg verkalýðsbar- átta með verkföllum og stórum kauphækkunum sem verðbólgan át upp jafnt og þétt, en félagarnir gátu stært sig af að fá launin hækkuð. En nú eru það vaxtamálin sem einkum íþyngja Alþýðusamband- inu og boðað er til sambandsstjórn- afunda til að ræða hin æðri pen- ingamái, sem áður voru ekki á færi nema spekúlanta og braskara. En upphefð ASÍ forseta stendur nú víða fótum. Á nýafstöðnum landsfundi allaballaflokksins þar sem menn voru helst sammála um að vera ósammála sté Ásmundur bankaráðsformaður og forseti í pontu undir glósum frá einum af þungaviktarmönnum í forystu- sveitinni, sem kallaði að þarna væri fjármagnseigandinn á ferð og þótti lítið til koma að hlýða á boðskap beint út úr bankavaldinu. Þjónustulund Það er tímanna tákn að í sömu persónu kristallast forysta fyrir gjörvöllum verkalýð þessa lands sem forseti alþýðusamtakanna og æðsta staða sem bankasamsteypa auðmagnsins og sparisjóða laun-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.