Tíminn - 29.11.1989, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.11.1989, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 29. nóvember 1989 BONN — Helmut Kohl kansl- ari Vestur-Þýskalands lagði fram áætlun um sameiningu þýsku ríkjanna og bauð Aust- ur-Þjóðverjum efnahagsað- stoð til að styrkja lýðræðisþró- unina í Austur-Þýskalandi. Umbótasinnar í Austur-Þýska- landi sögðu að hugmyndir Kohls væru ávísun á enn öflugra ríkisvaldi en fyrir væri. Þá var Edward Kennedy öld- ungadeildarþingmaður á ferð um Austur-Berlín, nokkuð sem bróðir hans John Fitzgerald missti af þegar hann mælti hin fleygu oro „lch bin ein Berliner" hér um árið. Kennedy er hátt- settasti Bandaríkjamaðurinn sem kemur til Austur-Þýska- lands eftir að Berlínarmúrinn hrundi. FRÉTTAYFIRLIT VATÍKANIÐ — Jóhannes Páll II páfi mun spyrja Mikhaíl Gorbatsjof forseta Sovétríkj- anna að því hvort rómversk- kaþólskir þegnar Sovétríkj- anna fái fullt frelsi og hvort stjórnvöld í Moskvu taki upp varanleg stjórnmálatengsl við Páfagarð. SAN SALVADOR - Stjórnarherinn beitti óspart herþyrlum í átökum sem brut- ust út að nýju í verkamanna- hverfum San Salvador milli skæruliða Farabundo Marti og stjórnarhersins. WASHINGTON - George Bush forseti Bandaríkjanna útilokaði að samið yrði um samdrátt í vígbúnaði á fundi hans og Mikhaíl Gorbatsjofs forseta Sovétríkjanna um næstu helgi. RÍÓ DE JANEIRÓ - Kosningabaráttan fyrir síðari umferð forsetakosninganna i Brasilíu hófst opinberlega og Sja báðir forsetaframbjóð- jrnir áherslu á að ná til hinna fátæku í landinu, enda eru fátæklingar fjölmennir í Brasilfu. GENF — Bandaríkjamenn er fúlir og svekktir yfir því hve skammt Japanar ganga í til- boði sínu um að létta á viðskiptahömlum í Japan, en Japanar vilja áfram hefta innf- lutning á landbúnaðarvörum til að vernda innlendan landbún- að. RÓM — Fíatverksmiðjurnar undirrituðu samning við Sovét- menn um að framleiða Fíat fyrir Rússa og binda ítalirnir miklar vonir við sovéska bíla- markaðinn. AÐ UTAN Þessir menn úr hersveitum múslíma í Líbanon hafa að líkindum lagt frá sér bókina og vatnspípuna, sem þeir gátu notið eftir að vopnahlé komst á, því nú ríkir gífurleg spenna eftir að Michel Aoun fékk reisupassann, sem yfirmaður stjómarhersins. Óttast að átök kunni að brjótast út í Líbanon: Aoun sparkað og spenna gífurleg Það stefnir allt í að borgarastyrjöldin blossi upp að nýju í Líbanon eftir að ný ríkisstjórn landsins rak Michel Aoun úr embætti yfirmanns stjórnarhersins, en Aoun hefur neitað að láta mannaforráð sín af hendi. Sýrlendingar hafa sent gífurlegan liðsauka til landsins og eru sýrlenskir hermenn gráir fyrir járnum reiðubúnir til átaka við hersveitir kristinna manna ef þær ákveða að standa að baki Aoun hershöfðingja. Mikil spenna ríkti í Líbanon eftir að Albert Mansour varnarmálaráð- herra landsins tilkynnti að ríkis- stjórnin hefði ákveðið að reka Aoun og að hershöfðinginn Emile Lahoud tæki við yfirstjórn hersins. Lahoud er kristinn maróníti eins og Aoun. Ákvörðun þessi var tekin á tveggja klukkustunda fundi ríkis- stjórnar sunnítamúslímans Selim Hoss, en forseti landsins, hinn kristni Elias Hrawi stýrði fundinum. Hann var kjörinn forseti landsins eftir að Rene Muawad forseti var myrtur í sprengjutilræði í síðustu viku. Michel Aoun hefur neitað að láta af stjórn hersins enda viðurkennir hann ekki hina nýju ríkisstjórn. Andstaða Aouns við Hrawi, hinn nýja forseta er enn meiri en við Muawad, enda er Hrawi mun hand- gengnari Sýrlendingum en hinn gengni Muawad. Talið er næsta víst að meginhluti kristinna hermanna muni fylgja Aoun að málum, enda er Áoun mjög vinsæll meðal almennra her- manna, þó Lahoud, nýi yfirmaður hersins njóti virðingar meðal hinna háttsettari manna innan hersins. Það eru ekki einungis Sýrlending- ar sem hafa vígbúist af miklum krafti vegna viðbúnaðsins í Líbanon eftir að Aoun var vikið frá. Vopnaðar sveitir Drúza undir stjórn Walids Jumblatts og hersveitir Amalliða undir stjórn Nabih Berris eru nú í viðbragðsstöðu ef til átaka kemur. Þá má geta nærri að hersveitir krist- inna manna halda vöku sinni á þessum tvísýnu tímum. Óttinn við ný átök hefur orðið til þess að götur Beirútborgar hafa tæmst bæði í hverfum kristinna manna og múslíma. Þá hefur fólk flúið borgina í hundraðatali. Skólum var lokað og börnum sumstaðar fyrirskipað að halda sig heima fram yfir helgi. Tillögur Gorbatsjofs á leiðtogafundinum á Möltu: Sameiginleg efna- hagsaðstoð veitt þróunarlöndunum Mikhaíl Gorbatsjof forseti Sovét- ríkjanna mun leggja það til við George Bush Bandaríkjaforseta að stórveldin taki höndum saman og beiti öllum þeim ráðum sem tiltæk eru til að leysa hinn gífurlega efna- hagsvanda sem þróunarlöndin eiga við að stríða. Jafnhliða muni stór- veldin loka einhverjum af herstöðv- um sínum í ríkjum þriðja heimsins. Þetta kom fram í viðtali sem ítalskt dagblað átti við Eduard Shevardn- adze utanríkisráðherra Sovétríkj- anna. Shevardnadze sagði að leiðtoga- fundur Gorbatsjofs og Bush sem haldinn verður í herskipum við Möltu á laugardag og sunnudag gæti orðið til þess að flýta mjög fyrir undirritun samnings risaveldanna um helmings fækkun langdrægra kjarnaflauga. Þó væri ekki að vænta þess að leiðtogarnir undirrituðu slík- an samning við strendur Möltu um helgina. Shevardnadze sagði að ef næðist samkomulag um að draga úr hernað- arútgjöldum vegna samninga um samdrátt í vígbúnaði skapaðist svig- rúm til að veita þriðjaheimsríkjum myndarlega efnahagsaðstoð. Bardagarnir í San Salvador: Ráðgjafi for- setansmyrtur Einn helsti ráðgjafi Alfredos Cristianis forseta E1 Salvador var myrtur fyrir utan hamborgarastað í San Salvador í gær á sama tíma og bardagar brutust út að nýju milli skæruliða og stjórnarhersins í verka- mannahverfum borgarinnar. Tveir vopnaðir menn réðust að Jose Francisco Guerrero og skutu hann fimm skotum í brjóstið og óku síðan á brott í hendingskasti. Guerr- ero lést á sjúkrahúsi skömmu síðar. Er þetta talið mikið áfall fyrir Crist- iani forseta. Tékkóslóvakía: Adamec vill for- ræði kommúnista fyrir kattarnef Ladislav Adamec forsætisráð- herra Tékkóslóvakíu vill koma for- ræði kommúnistaflokksins í land- inu fyrir kattarnef og ætlar að taka nýja ráðherra utan kommúnista- flokksins inn í ríkisstjórn sína. Þetta kom fram í viðræðum Ada- mecs og forystumanna Borgaralegs vettvangs, breiðfylkingar stjórnar- andstæðinga í Tékkóslóvakíu í gær. Yfirlýsing þessi er rökrétt fram- hald þeirrar þróunar sem orðið hefur í Tékkóslóvakíu undanfarna daga þar sem harðiínumennirnir í forystu kommúnistaflokksins hafa sagt af sér á sama tíma og lands- menn hafa í milljónatali krafist lýðræðisumbóta. Ekki var alveg ljóst í gærkveldi hvort Adamec væri einungis að lýsa yfir eigin vilja eða hvort hinn nýi flokksleiðtogi Karel Urbanek stendur einnig að baki ákvörðun- inni, en Urbanek tók við Milos Jakes sem leiðtogi kommúnista- flokksins er harðlínumennirnar sögðu af sér á föstudag. Hins vegar er vitað að djúpur ágreiningur ríkir innan kommúnistaflokksins um hve langt skuli ganga til móts við kröfur almennings um umbætur. Hins vegar er ljóst að Urbanic hefur viðurkennt að nauðsynlegt sé fyrir kommúnistaflokkinn að ræða við forvígismenn Borgaralegs vettvangs um umbætur í stjórnmál- um Tékkóslóvakíu í anda umbóta- stefnu. Adamec forsætisráðherra lofaði forvígismönnum Borgaralegs vett- vangs í gær að ný samsteypustjórn yrði mynduð í síðasta lagi 3. des- ember og að í þeirri stjórn yrðu ráðherrar utan kommúnistaflokks- ins. Tveir þriðju hlutar tékkneska þingsins verða að samþykkja til- lögu Adamecs um að afnema grein þá er kveður á um forræði komm- únistaflokksins úr stjórnarskrá Tékkóslóvakíu. Azerar fá stjórn Nagorno-Karabakh Hætt er við að blóðið renni í vandræðahéraðinu Nagorno-Kar- abakh á næstunni ef tekið er mið af þeim kynþáttaátökum að undan- förnu, sem kostað hafa mörg mannslíf. Æðsta ráð Sovétríkjanna ákvað í gær að breyta stöðu héraðs- ins í þá átt að færa það aftur undir stjórn sovétlýðveldisins Azerbaijan, en yfirstjórn héraðsins var færð und- ir sérstaka beina stjórn yfirvalda í Moskvu eftir blóðbaðið fyrir tveimur árum. Mikill meirihluti Æðsta ráðsins var fylgjandi því að færa yfirstjórn héraðsins undan nefnd þeirri sem ríkisstjórn Sovétríkjanna skipaði til að taka við stjórn héraðsins og færa hana undir sérstaka héraðsnefnd sem að mestu leyti er skipuð Azer- um. Yfirgáfu fulltrúar Armena fund Æðsta ráðsins þegar ljóst var hvert stefndi og tóku þeir ekki þátt í atkvæðagreiðslunni. 1 Nagorno-Karabakh er mikill meirihluti íbúa af armensku bergi brotinn, enda tilheyrði héraðið Armeníu allt þar til það var innlimað í Azerbaijan árið 1023 og hafa Azerar farið með yfirstjórn mála síðan þá. Azerar eru múslímar en Armenar eru kristnir og er viður- kennt að héraðið hafi orðið mjög útundan í allri efnahagsuppbyggingu í Azerbaijan. Hafa héraðsbúar kraf- ist þess að sameinast Armeníu. Um fimmþúsund hermenn innan- ríkisráðuneytisins eru staðsettir í Nagorno-Karabakh til að halda þar uppi röð og reglu og koma í veg fyrir kynþáttaátök.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.