Tíminn - 29.11.1989, Page 10

Tíminn - 29.11.1989, Page 10
10 Tíminn Miðvikudagur 29. nóvember 1989 lllllllllllllllllllllllllll DAGBÓK llllllllllllllllll Fyrirlestur í Norræna húsinu: „Stefna Finna í refsirétti'1 Dr. Terttu Utriainen, lagaprófessor við Lapplandsháskóla í Rovaniemi og forstöðumaður Norrænu lagastofnunar Lapplands-háskóla, mun halda fyrirlestur fimmtudaginn 30. nóv. kl. 17:30 í Nor- ræna húsinu. Fyrirlesturinn er fluttur á ensku og nefnist „Stefna Finna í refsi- rétti". Dr. Triainen kemur til íslands í boði lagadeildar Háskóla íslands og Nor- ræna hússins. Málverkauppboð BORGAR Gallerí Borg heldur 24. listmunaupp- boð sitt fimmtudaginn 30. nóvember. Uppboðið fer að þessu sinni fram á Hótel Sögu og hefst kl. 20:30. Fjölmörg listaverk, eftir eldri sem yngri höfunda, verðaboðin upp. Einnig nokkur verk gömlu meistaranna. Uppboðsverkin verða sýnd í Gallerí Borg miðvikudag og fimmtudag (29. og 30. nóv.) kl. 10:00-18:00. Fræðslufundur Örverufræðifélags íslands Næsti fræðslufundur á vegum örveru- fræðifélags íslands verður miðvikudaginn 29. nóv. kl. 17:15 í húsi verkfræði- og raunvísindadeilda H.í. (VRII) við Hjarð- arhaga 2-4 í stofu V-157. Fyrirlesari verður Karl G. Kristinsson læknir, sérfræðingur í sýklafræði, Sýkla- deild Landspítalans, og nefnist erindi hans: „Meingerð klasakokkasýkinga við gerviliði og önnur framandi efni í manns- líkanum". Sýningar Þjóðleikhússins 1.-3. desember Óvitar, barnaleikrit eftir Guðrúnu Helgadóttur er sýnt sunnud. 3. des. kl. 14:00. Þetta verður næstsíðasta sýning fyrir jól. Lítið fjölskyldufyrirtæki, gamanleikur eftir Alan Ayckbourn. Sýningar verða föstud. 1. des. kl. 20:00, Iaugardag2. des. og sunnud. 3. des á sama tíma. Næstsíð- asta sýningarhelgi fyrir jól. Upplestur og tónlist í Listasal Nýhafnar Skáldakvöld verður haldið í Listasal Nýhafnar, Hafnarstræti 18, miðvikud. 29. nóv. kl. 20:30. Átta skáld lesa úr verkum sínum og er þar um að ræða bæði nýútgefið og eldra efni. Skáldin sem fram koma eru: Aðal- steinn Ásberg Sigurðsson, Birgitta Jóns- dóttir, Gunnar Kristinsson, Jón Dan, Kjartan Árnason, Steinunn Ásmunds- dóttir, Steinunn Sigurðardóttir og Stefán Hörður Grímsson. Páll Eyjólfsson gítarleikari mun flytja sígilda tónlist og kynnir er Sigurður Arnarson. Dagskráin hefst kl. 20:30 og fólk er beðið um að mæta stundvíslega. Commodore 64 tölva til sölu, með kassettudrifi, leikjum og sjónvarpi. Upplýsingar í síma 91-75095 eftir kl. 18.00. C1 A^CCTA nr litJ Suðurland Skrifstofa kjördæmissambands framsóknarfélaganna, Eyrarvegi 15, Selfossi er opin mánudaga og fimmtudaga kl. 15-17, sími 98-22547. Lítið inn, kaffi á könnunni. Stjórn KSFS. Reykjanes Skrifstofa kjördæmissambandsins, Hamraborg 5, Kópavogi, 43222, er opin mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga, kl. 17-19. K.F.R. Framsóknarfólk Norðurlandi vestra Skrifstofur Framsóknarflokksins og Einherja, Suðurgötu 3 á Sauðár- króki, verða fyrst um sinn opnar mánudaga kl. 13-17 og þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9-12, sími 36757. Kópavogur - Opið hús Framsóknarfélögin í Kópavogi hafa opið hús á miðvikudögum kl. 17.30 til 19.00. í Jólagleði í Þjóðleikhúskjallaranum Hópur leikara og dansara Þjóðleik- hússins hefur tekið saman dagskrá í tilefni jólanna, sem flutt verður í Leikhús- kjallaranum fyrstu þrjá sunnudaga í að- ventu. Á dagskrá eru sögur, ljóð, söngur og dans. Efnið er eftir ýmsa höfunda, bæði unga og gamla. Miðaverð er 300 krónur, og er kaffi og pönnukökur innifalið. Þetta eru fjölskyldusýningar. Fyrsta sýning verður sunnud. 3. des. kl. 14:00. Flytjendur eru: Herdís Þorvaldsdóttir, Edda Þórarinsdóttir, Bryndís Pétursdótt- ír, Arnar Jónsson, Helga Bachmann, Helgi Skúlason, Jón Símon Gunnarsson, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Þóra Frið- riksdóttir og Árni Tryggvason. Agnes Löve Ieikur á píanó og Helena Jóhanns- dóttir dansar verk eftir Sylviu von Kospoth. Fimmtán nemendur úr List- dansskóla Þjóðleikhússins dansa og leika jólasveina undir stjórn Ingibjargar Björnsdóttur. Jól á Þjóðminjasafni íslands í desember verður ýmislegt um að vera á Þjóðminjasafni íslands. Sýningin „Nor- ræn jól“, verður opnuð laugardaginn 2. des. kl. 14:00, ogstendurframáþrettánd- ann. Sýning þessi er orðin til í samvinnu Þjóðminjasafnsins og Norðurlandabúa, sem búsettir eru á Islandi. Við opnun sýningarinnar kveikir bisk- up íslands, hr. Ólafur Skúlason, á jólatré safnsins og minnist liðinna jóla. Einnig flytja leikarar úr Þjóðleikhúsinu dagskrá tengda jólunum. Gömlu, íslensku jólasveinarnir koma í heimsókn og áhugaleikfélagið Fantasía aðstoðar. f Bogasal verður brúðuleikhús í um- sjón Jóns Guðmundssonar fyrir yngstu börnin. Á laugardögum í desember verður Upplestur leikara úr Þjóðleikhúsinu á efni tengdu jólunum. Er það hluti þeirrar jóladagskrár, sem verður flutt á sunnu- dögum í desember í Þjóðleikhúsinu. fdesember verður safnið opið alla daga - nema mánudaga - kl. 11:00-16:00, en safnið er þó lokað 24., 25., 26., og 27. desember, svo og á gamlársdag. Aðgang- ur er ókeypis. Bjórgvin Pálsson sýnir í Gallerí Madeira Björgvin Pálsson myndasmiður hefur undanfarið sýnt myndir frá Algarve- strönd í Portúgal hjá Gallerí Madeira. Myndirnar eru unnar með svonefndri Gum-bichromat tækni. Nú eru síðustu forvöð að skoða sýningu Björgvins, en henni lýkur fimmtudaginn 30. nóvember. Sýningin er opin kl. 08:00-18:00. Gallerí Madeira er til húsa í skrifstofum Evrópuferða að Klapparstíg 25 3. hæð. Frá Félagi eldri borgara Haldinn verður félagsfundur þríðju- daginn 5. des. í Goðheimum, Sigtúni 3, kl. 20:30. Fundarefni: Norrænt samstarf og líf- eyrismál aldraðra. Allir velkomnir. Athugið: Félagið óskar eftir munum og kökum fyrir basar Félags eldri borgara í Reykjavík, sem haldinn verður 9. des. kl. 13:00 í Goðheimum, Sigtúni 3. Upplýsingar á skrifstofu félagsins í síma 28812. Auglýsendur JOLAHANDBOK Tímans kemur út 6. desember og veröur dreift í 44.000 eintökum í Reykjavík, auk þess til allra áskrifenda Tímans utan Reykjavíkur. Þeir auglýsendur sem vilja koma auglýsingu í Hand- bókina hafi samband við auglýsingadeild sem fyrst. Sími 680001 og 686300. „Jól á Árbæjarsafni" Sunnudaginn 3. desember kl. 13:30- 17:00 mun Árbæjarsafn standa fyrir sýn- ingunni „Jól á Árbæjarsafni“. Þátttak- endur eru, auk starfsmanna safnsins, leikhópurinn Fantasía, nemendur úr Ár- túnsskóla og hópur áhugamanna af eldri kynslóðinni. Athuga ber að sýningin verður aðeins þennan eina dag. Það sem sýnt verður er m.a.: 1. Jól í upphafi aldarinnar (í Prófessors- húsi) 2. Laufabrauðsbakstur og föndur (Dill- onshús) 3. KertasteypaogIjósfærasýning í Þing- holtsstræti 4. Jólaundirbúningur fyrr á öldum (sýning í Árbænum): Rökkurstemmning í baðstofu, jólatré skreytt í gestastofu og hangikjöt smakkað í eldhúsi. 5. Jólasveinar einn og átta, sem gera prakkarastrik og dansa kringum jólatré 6. Dans í kringum jólatréð á torgi safnsins kl. 15:30. 7. sýning á jólasveinum og sala á föndurefni í miðasölu. Áhugahópur um íslenskar kvennarannsóknir heldur fund Áhugahópur um íslenskar kvennarann- sóknir heldur fund fimmtudagskvöldið 30. nóv. og hefst hann kl. 20:30 í Skólabæ (Suðurgötu 26). Fundarefni: „Hvað er markvert að gerast í kvennarannsóknum í hinum ýmsu greinum?" Guðný Guðbjömsdóttir, dósent í upp- eldisfræði, opnar umræðuna með því að fjalla um þróun í uppeldisfræði. Allar þær sem áhuga hafa á framgangi kvennarannsókna á Islandi eru hvattar til þess að mæta og taka þátt í umræðunni. Framkvæmdanefndin BÆKUR Ofbeldi og erótík Út er komin hjá Smekkleysu sm.hf. skáldsagan Miðnætursólborgin eftir Jón Gnarr. Bókin segir frá þjófa- og sjóræningjaforingjanum Runólfi sem kemur til GEÐHJÁLP: Fyrirlestur um svefnleysi Fyrirlestur verður haldinn fimmtudag- inn 30. nóvember kl. 20:30 á GEÐ- DEILD LANDSPÍTALANS, kennslu- stofu á 3. hæð. Efni fyrirlestrar: Um svefnleysi. Fyrir- lesari er Júlíus Björnsson sálfræðingur. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Aðgangur er ókeypis. Jólagleði í Þjóðleikhúskjallaranum Hópur leikara og dansara Þjóðleik- hússins hefur tekið saman dagskrá í tilefni jólanna, sem flutt verður í Leikhús- kjallaranum fyrstu þrjá sunnudaga í að- ventu. Á dagskrá eru sögur, ljóð, söngur og dans. Efnið er eftir ýmsa höfunda, bæði unga og gamla. Miðaverð er 300 krónur fyrir börn og 500 kr. fyrir fullorðna, og er kaffi og pönnukökur innifalið. Þetta eru fjölskyldusýningar. Fyrsta sýning verður sunnud. 3. des. kl. 14:00. Flytjendur eru: Herdís Þorvaldsdóttir, Edda Þórarinsdóttir, Bryndís Pétursdótt- ir, Arnar Jónsson, Helga Bachmann, Helgi Skúlason, Jón Símon Gunnarsson, Anna Kristín Arngrimsdóttir, Þóra Frið- riksdóttir og Árni Tryggvason. Agnes Löve leikur á píanó og Helena Jóhanns- dóttir dansar verk eftir Sylviu von Kospoth. Fimmtán nemendur úr List- dansskóla Þjóðleikhússins dansa og leika jólasveina undir stjóm Ingibjargar Björnsdóttur. Minningarkort Félags nýmasjúkra Minningarkort félagsins eru til sölu á eftirtöldum stöðum: I Kirkjuhúsinu, hjá Hönnu í síma 672289 og hjá Salóme í síma 681865. MiðnætursóLborgarinnar eftir margra ára fangelsisvist, að leita hefnda. Sagan er skrifuð í ósköp hefðbundnum stíl, þrungin ofbeldi og erótík og heitu og köldu blóði sem ætlar aldrei að hætta að renna. í æsku var Jón Gnarr hjartveikur og taugaveiklaður drengur. En með lestri hollra ævintýrabóka og íþróttaiðkunum öðlaðist hann þrá til sjálfsbjargar. Hann lærði af konungi frumskóganna að sveifla sér í kaðli og af Hróa hetti og kátum köppum hans að skjóta ör » af boga. Og með hjálp aflkerfis Charles Atlas varð hann loks það sem allir heilbrigðir strákar þrá að verða: Útlaga- og ævintýradrengurinn og Útlagakonungur íslenskra óbyggða! Miðnætursólborgin er hans fyrsta skáldsaga. Samfélag Eyjapeyja Mál og menning hefur sent frá sér bókina Sandgreifarnir eftir Bjöm Th. Bjömsson. Bókin hefur að geyma endurminningar höfundar frá því að hann var að alast upp í Vestmannaeyjum á ámnum milli stríða. Hann lýsir samfélagi strákanna í Eyjum og margvíslegum uppátækjum þeirra, auk þess sem ágengni hins stóra heims kemur við sögu: kreppa, stríðsógn, stjómmálaerjur og þjóðfélagsumbrot. Síðast en ekki síst geymir bókin lýsingar á fjölskyldu „BiddaBjörns" eins og hann er nefndur í sögunni. Mörgum mun eflaust þykja sem hér kveði við nýjan tón hjá höfundinum sem þekktur er af margvíslegum bókum um listfræðileg efni og sögulegum skáldsögum. Bókin er 180 blaðsíður og prýdd fjölda mynda, bæði af fjölskyldu höfundar og einnig af málverkum föður hans, Baldvins Björnssonar. Hilmar Þ. Helgason gerði kápu og Prentstofa G. Ben. annaðist prentun, en bókband var unnið í Arnarfelli. Draumabók Fáar draumaráðningabækur hafa náð þvílíkri útbreiðslu og vinsældum hérlendis og þessi sívinsæla bók eftir Bíbí Gunnarsdóttur. Nú er Draumabókin komin út í 4. útgáfu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.