Tíminn - 29.11.1989, Blaðsíða 13

Tíminn - 29.11.1989, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 29. nóvember 1989 Tíminn 13 Viðtalstími L.F.K. Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi veröur til viötals á skrifstofu Framsóknarflokksins, Nóa- túni 21, fimmtudaginn 30. nóvember kl. 17.00- 18.00. Sími 91-24480. Stjórn L.F.K. Sigrún Magnúsdóttir REYKJAVÍK Létt spjall á laugardegi Laugardaginn 2. desember kl. 10.30 veröur rabbfundur, „Létt spjall á laugardegi", haldinn í Nóatúni 21. Fulltrúaráðið Félag framsóknarkvenna í Reykjavík heldur sinn árlega basar laugardaginn 2. des. kl. 14.00 aö Rauðarárstíg 18 (Hótel Lind). Við minnum á hiö víðfræga laufabrauð framsóknarkvenna og gómsætar jólakökur. Einnig verður hin vinsæla hlutavelta okkar meö góöum vinningum og engum núllum. Hjá okkur er eitthvaö fyrir alla, smáa og stóra. Tekið verður á móti munum á basarinn og hlutaveltuna alla daga að Nóatúni 21 og aö Rauðarárstíg 18 eftir kl. 17.00 föstudaginn 1. des. Stjórnin Framsóknarfélag Austur-Húnvetninga Aöalfundur félagsins veröur haldinn fimmtudaginn 30. nóv. n.k. í Hótel Blönduósi og hefst kl. 21.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Ávörp þingmanna: Páll Pétursson og Stefán Guöm- undsson. 3. Almennar umræður. Allt framsóknarfólk hvatt til aö mæta og taka þátt í umræðum. Stjórnin. ísfirðingar Aöalfundur Framsóknarfélags ísfiröinga veröur haldinn sunnudaginn 3. desember kl. 16.00 aö Hafnarstræti 8. Fundarefni: Venjuleg aöalfundarstörf. Almennar stjórnmálaumræður. Ólafur Þ. Þóröarson alþingismaður mætir á fundinn. Stjórnin. Sauðárkróksbúar Komið í morgunkaffi með Stefáni Guðmunds- syni alþingismanni laugardaginn 2. des. kl. 10-12 í Framsóknarhúsinu. Stefán Guðmundsson Vestur-Húnvetningar Alþingismennirnir Páll Pétursson og Stefán Guðmundsson koma til fundar í Vertshúsinu Hvammstanga sunnudaginn 3. des. kl. 15.00. Allir velkomnir. Framsóknarfélag V.-Hún. Illlllllllllllllllllllllllll spegjIll llllllllllllllllllUllllllllllllllinillllllllllllllllllllllllIUUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIlll^ Þær ellefu fegurðardrottningar sem komust í úrslit í keppninni um titilinn „Ungfrú Ameríka“. Debbye Tumer, sem varð sigurvegari, er þarna önnur t.h. „Arnold, við söknuðum þín!“ sögðu fegurðardísir Bandaríkjanna Arnold Schwarzenegger var upp- tekinn og mætti ekki sem dómarí við fegurðarsamkeppnina, ... en Maria Shríver, eiginkona hans, mætti og skrifaði frétt um fegurðar- dísimar Hér er Gretchen Carlson, fyrrv. „Ungfrú Ameríka", að krýna arftaka sinn, Debbye Tumer, sem hefur titilinn fyrir árið 1990 Hinn frægi Arnold Schwarzen- egger var kosinn í dómnefnd sem átti að dæma í úrslitakeppni um titilinn „Ungfrú Ameríka“, - en á síðustu stundu hætti hann við að mæta til keppninnar, svo hann missti af því að sjá þessar fallegu stúlkur allar saman í hóp. En fegurðardrottningarnar voru mjög vonsviknar yfir að fá ekki að líta hetjuna augum, svo þær sendu honum kveðju: „Arnold, við söknuðum þín!“ Hin opinbera afsökun Schwarzeneggers var „að hann væri upptekinn annars staðar", en sagan segir að eiginkona hans Ma- ria Shriver hefði verið á móti því að maður hennar væri að „pæla í því“ hver þessara þokkadísa væri fallegust. Sjálf var hún kasólétt og því kærði hún sig ekkert um saman- burð við þessar grönnu og glæsi- legu píur. En það skrýtna var, að Maria Shriver sjálf var viðstödd fegurðarsamkeppnina, því að hún skrifaði frétt um keppnina fyrir NBC fréttablaðið „Yesterday, To- day & Tomorrow". Moria Shriver

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.