Tíminn - 13.12.1989, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.12.1989, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 13. desember 1989 Tíminn 7 VETTVANGUR Margrét Gústafsdóttir: Um skort á faglærðu fólki til hjúkrunarstarfa innan öldrunarþjónustunnar Halldór Halldórsson skrifar um skort á faglærðu fólki tU hjúkrunarstarfa í Vettvang Tímans 24. nóvember sl. í skrifum Halldórs um mönnun á öldrunar- og hjúkrunar- deildum kemur fram að hlutfall ófaglærðs starfsfólks er víða hátt í hinum ýmsu sveitarfélögum á Norðurlandi eystra og telur hann að erfitt sé, ef ekki ógerlegt, að halda uppi fullnægjandi þjónustu við slík skilyrði. Enda heldur Halldór fram þeirri skoðun að þjónusta sé best á þeim deildum sem eingöngu eru mannaðar faglærðu hjúkrunar- fólki - hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum. Niðurstöður rannsókna, sem gerðar hafa verið í Bandaríkjum Norður-Ameríku, renna stoðum undir þessa skoðun. Rannsóknir þar í landi hafa sýnt að gæði þjónustu á hjúkrunarheimilum aldraðra eru misjöfn og víða bág- borin - einkum þar sem mönnun fagmenntaðs hjúkrunarliðs er ábótavant, sem kemur ekki hvað síst niður á stjórn þjónustunnar. Bágborin þjónusta kemur m.a. fram í samskiptum starfsfólks við vistmenn sem getur vegna van- þekkingar grafið undan sjálfsvit- und og sjálfsvirðingu aldraðra vistmanna er dvelja á slíkri stofnun. Neikvætt viðhorf starfs- fólks til aldraðra á slíkum þjón- ustustofnunum endurspeglar við- horfið til þjónustu þess og kemur fram í starfsfólkseklu og tíðum umskiptum starfsfólks. Halldór telur það skyldu þeirra er vinna við þau skilyrði sem hann lýsir innan heilbrigðisþjónustunnar að benda á vandann og koma með tillögur til lausnar. Hann segir orðrétt: Mér virðist liggja beinast við að fara að fordæmi nágrannaþjóða okkar og mennta nýja stétt heil- brigðisstarfsfólks. í Danmörku heitir þessi stétt plejehjemsassist- enter. Ég tel mjög brýna þörf á að koma á minna en eins árs námi fyrir fólk sem vill vinna við umönn- un aldraðara. Það gæfi því starfs- réttindi á dvalarheimilum og hjúkr- unarheimilum og e.t.v. á hjúkrun- ardeildum sjúkrahúsa og við heimaþjónustu. Námið veitti starfsöryggi og kauphækkun og bætti vonandi úr skorti á starfs- fólki. Konum, sem stofnað hafa heimili og eignast böm áður en þær luku öðru en skyldunámi og gætu hugsað sér að starfa við umönnun aldraðra þegar börnin eru komin á legg, vex í augum að setjast fyrst á skólabekk í 2-4 vetur til að ljúka sjúkraliðanámi, en 8-12 mánaða nám sem byðist á heimaslóð og væri bæði verklegt og bóklegt gæti höfðað til þeirra. Halldóri virðist ofangreind lausn liggja beinast við án þess þó að geta þess hvaða raun slík lausn hefur gefið meðal nágranna okkar Dana. Það væri fróðlegt að vita hvort athugun hafi verið gerð á því hvort eða hvaða breyting hafi orðið á mönnunarvanda og gæðum þjón- ustunnar á hjúkrunarheimilum í Danmörku með tilkomu þessarar nýju stéttar. Það eru og athyglisverð viðhorf sem koma fram í þessum orðum Halldórs, annars vegar gagnvart öldruðum, hins vegar gagnvart um- önnunarstörfum eða hjúkrunar- störfum og það er hugsanlegt að einmitt slík viðhorf geri það að verkum að skortur er á faglærðu fólki til hjúkrunarstarfa á öldrunar- deildum. Aldraðir eru fólk á ákveðnum aldri sem þarf á að halda þjónustu innan heilbrigðiskerfisins vegna sjúkdóma eða fötlunar rétt eins og annað fólk á hvaða aldri sem er. Hærra hlutfall þessa aldurshóps, 65 ára og eldri eða öllu heldur 75 ára og eldri, þarf þó oftar og í lengri tíma á þjónustunni að halda þar sem tíðni langvinnra sjúkdóma eykst með hækkandi aldri. Aldrað- ur einstaklingur er því líklegri til þess að búa við einn eða fleiri langvinna sjúkdóma og taka fleiri lyf en einstaklingur er telst til yngri aldurshóps. Leggist slíkur einstaklingur inn á almennar deildir sjúkrahúsanna eru þar fyrir herskarar af fagfólki til þess að gera bata viðkomandi sem mestan á sem skemmstum tíma. Eigi sá hinn sami ekki aftur- kvæmt til síns heima vegna þess að hann er orðinn hjálparvana um eigin umönnun, sem oft er talsvert flókin og viðamikil vegna lang- vinnrar sjúkdómsmyndunar, er leitað leiða til þess að koma honum á öldrunar- eða hjúkrunardeild. Ef vel lætur fær viðkomandi inni og gæti þá orðið annars flokks sjúkl- ingur á annars flokks deild með annars flokks starfsfólki, ef á skorti mönnun og stjórnun fagmenntaðs starfsfólks. Og nú er spurt, á að stíla upp á slík skilyrði um næstu framtíð með snöggsoðnum lausnum sem gera umönnun ívið skárri á stofnunum fyrir aldraða eða á að setja markið hátt og stefna að því að öldunar- deildir eða hjúkrunardeildir/heim- ili bjóði upp á þjónustu sem gefur ekki eftir þeirri þjónustu er yngri aldurshópar njóta á öðrum sjúkra- stofnunum? Áhersla á þjónustu við aldraða í námi heilbrigðisstétta er hvað mest í hjúkrunarfræði, eðli málsins samkvæmt, þar sem hjúkrunar- fræðingar taka víða þátt í þjónustu við aldraða, bæði á heilsugæslu- stöðvum, t.d. við heimahjúkrun, jafnt sem á öldrunardeildum og hjúkrunardeildum/heimilum þar sem meginþáttur þjónustunnar er hjúkrun. Þjónustu sem nýtur tak- markaðrar virðingar á stundum og ætla mætti að hægt væri að dubba hvern sem er upp í til þess að standa undir, einkum ef aldraðir eiga í hlut eins og fram kemur í viðhorfi og tillögum Halldórs. Engri rýrð skal þó varpað á konur „sem stofnað hafa heimili og eign- ast böm áður en þær luku öðru en skyldunámi og gætu hugsað sér að starfa við umönnun aldraðra þegar börnin eru komin á legg“. Víst er um það að slíkar konur hafa margar mjög mikla og góða hæfileika til þess að vinna við aðhlynningarstörf, sérstaklega vegna reynslu þeirra af samskipt- um og stjórnun á heimilum. En til þess að slíkir hæfileikar fái notið sín þarf styrka og faglega stjórnun. Og sannarlega skal ekki dregið úr nauðsyn fræðslu til þess að stuðla að skilningi þessa ágæta starfshóps á reynslu aldraðra af breytingum á efri árum, langvinn- um sjúkdómum og stofnunarvist, jafnframt öðmm undirstöðuatrið- um í öldrunarhjúkrun. Svokölluð starfsnámskeið í vegum Náms- flokka Reykjavíkur er taka til kjarnanámskeiðs, valgreinanám- skeiðs og sérhæfninámskeiðs hafa til að mynda stuðlað að starfsöryggi og kauphækkun meðal ófaglærðs starfsfólks. Námskeið sem þessi fyrir ófaglært starfsfólk gætu orðið stofnunum úti á landi fyrirmynd og eru reyndar þegar orðin það. Hitt er svo annað mál að til þess að greina og áætla þörf fyrir hjúkr- unarþjónustu, m.a. til þess að stýra aðhlynningu á faglegum gmnni, þarf meira en nokkurra mánaða námskeið. Það er verðugt og vandasamt verkefni að hjúkra öldruðum einstaklingi þar sem saman fer löng ævisaga og styttri eða lengri sjúkdómssaga - án þess að manneskjan setji niður. Til þess þarf þekkingu og leikni ekki síður en á almennri sjúkradeild, öðruvísi verða ekki tryggð sambærileg gæði þjónustu. Það kann ef til vill ekki að vera arðbært í viðtekinni merkingu að veita öldruðum fyrsta flokks heil- brigðisþjónustu, því þeir eiga jú ekki afturkvæmt út í þjóðfélagið til þess að auka framleiðni þess. Það verður þó ekki framhjá því horft að heilbrigðiskerfi það sem búið er við í dag er að miklu leyti orðið til fyrir framlag þeirra sem komnir eru á efri ár og hefur margur í þeim hópi ekki fyrr reynt hvernig til hefur tekist. Það vill því miður verða misjöfn reynsla og því ærin viðfangsefni, ekki hvað síst fyrir hjúkrunarfræðinga, að bæta þá reynslu. Undanfari framfara er rann- sóknir, til þess að koma á breyting- um þarf áhuga og þekkingu á fræðslu og stjórnunarstörfum, svo það telst varla hjúkrunarfræðing- um til hnjóðs þó „hugur þeirra standi til meiri menntunar, rann- sókna, fræðslustarfa og stjórnunar- starfa", svo vitnað sé til orða Halldórs í umræddri grein. Rétt er þó að geta þess að í könnun sem gerð var á störfum háskólamenntaðra hjúkrunarfræð- inga árið 1986 kom fram að lang- flestir þeirra vinna almenn hjúkr- unarstörf. Ennfremur leiddi þessi könnun í ljós að flestum hjúkrun- arfræðingum finnst B.S.-nám í hjúkrunarfræði við Háskóla ís- lands hafa búið sig mjög vel eða vel undir hjúkrunarstarfið eða 96%, einungis 4% segja að námið hafi búið sig illa undir hjúkrunarstarfið. Á suðvesturhorni landsins eru ýmis teikn á lofti um að fjöldi hjúkrunarfræðinga fari stöðugt vaxandi er vinni við öldrunarþjón- ustu. Slíkt gefur fyrirheit um að hægt sé að setja markið hátt öldr- uðum til handa í öllum landshlut- um. Svo fremur sem gildi faglegra vinnubragða í hjúkrun verði metin sem skyldi og hlutur aldraðra ekki borinn fyrir borð. FISKELDI llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Fiskneysla í Japan 70 kíló á mann Það er engin tilviljun, að menn horfa björtum augum til markaðar fyrir fiskafurðir í Japan. Þar kemur bæði til að Japanar eru miklar fiskæt- ur og velmegun er þar meiri en víðast hvar annars staðar. Þannig er fiskneysla á hvem íbúa í Japan 70 kíló á ári sem er einstætt. Japanar eru brautryðjendur í fisk- eldi og mesta fiskveiðiþjóð heims. Heildarframleiðslan í Japan var 1987 um það bil 12,5 milljónir tonna, en það svarar til 13% af heimsfram- leiðslunni, eftir því sem Norsk Fiske- oppdrett skýrir frá í nóvemberhefti blaðsins. Fiskeldi í sjó á sér langa sögu í Japan. Fyrr var höfuðáherslan lögð á skelfiskarækt og fjölbreytt þang- ræktun fór fram í landinu. Seinasta aldarfjórðunginn hefur eldi á fiski aukist mjög mikið og nemur nú um 10% af heildarfiskframleiðslunni í landinu. Erfiskeldisframleiðslan um 23% af heimsframleiðslunni á þessu sviði. Þannig var framleiðslan í Jap- an 1987 13 sinnum meiri en í Noregi það ár. Þegar þjóðir heims tóku upp 200 mílna fiskveiðilögsögu 1977, misstu Japanar mikið af fiskimiðum, sem þeir höfðu stundað, í Kyrrahafi bæði úti fyrir ströndum Bandaríkja Norð- ur-Ameríku og Sovétríkjanna. Féll afli þeirra niður um helming eða frá 4 milljónum lesta í 2 milljónir. Þetta hefur því orðið þeim mikið áfall og varð til þess að þeir lögðu aukinn þunga á fiskeldi á heimaslóð. Jafn- framt því hefur verið lagt kapp á að greiða fyrir innflutningi á fiski og fiskafurðum, m.a. á norskum og íslenskum eldislaxi. Ævintýralegur árangur í bresku urriðaeldi Athyglisverðir hlutir hafa verið að gerast á Bretlandseyjum í sambandi við eldi á urriða, ef marka má fréttir, sem Ferskvandsfiskeribladet flutti nýlega, en blað þetta er gefið út af dönskum silungseldisbændum. Urriðaeldi á Bretlandseyjum hef- ur aukist mjög mikið á seinustu árum og verðlag hækkað í sömu veru. Þannig hefur framleiðslan auk- ist um 266% seinustu sex árin og verðlag á fiskinum stigið um 76%. Afsetning framleiðslunnar fer fyrst og fremst til innanlandsneyslu, sem hlýtur að vera mikill kostur fyrir framleiðendurna. Er nú svo komið að eldisurriðinn skipar þriðja sæti, hvað snertir mesta sölu á einstökum fisktegundum í breskum stór- mörkuðum. Kvóti á laxaframleiðslu í Noregi Á fundi Sölufélags norsku fiskeld- isstöðvanna sem haldinn var fyrir nokkru í Þrándheimi, var ákveðið að dregið yrði úr framleiðslu á laxi í Noregi. Þá samþykktu menn að halda sig við uppgefin lágmarksverð á laxi og tryggja jafna afsetningu á laxinum inn á markaðinn. Gert er ráð fyrir að heildarfram- leiðslan í Noregi á laxi á þessu ári verði um 130 þúsund tonn, en menn ætla að unnt verði að selja á lág- marksverði um 110 þúsund lestir og verður því að geyma um 20 þúsund lestir fram á næsta ár. Jafnframt þessu er gert ráð fyrir að hægt verði í vetur á vexti fisksins í stöðvunum. Þannig er stefnt að því að fóðra sem svarar til 75% af því sem eðlilegt getur talist að gera á þessum árstíma. Með því móti tækist að draga úr offramleiðslu, sem er í þessari at- vinnugrein um þessar mundir. Framkvæmdastjóri Sölufélagsins lagði áherslu á það á fundinum í Þrándheimi, að menn yrðu að fara að ráðum samtakanna, ef takast ætti að vinna sig út úr erfiðleikunum, sem laxeldið á við að búa. Um 180 fulltrúar eldisstöðva í Noregi sátu þennan mikilvæga fund og langflestir, sem þar tóku til máls, voru þeirrar skoðunar að nauðsyn- legt væri að traka upp kvótakerfi á stöðvarnar, hvað þær mættu fram- leiða mikið magn og sömuleiðis á þá aðila erlendis sem keyptu laxinn frá Noregi. Með slíkri stýringu væru vonir við það bundnar að það tækist að ná upp verði á eldislaxinum á erlendum mörkuðum. * • eh. Heimild: Norsk fiskeoppdrett.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.